Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 39 FRÉTTIR Pjórtán ára dorgveiðimeistari Landsmót Hvítasurmu manna um helgina Margæsir frá Dublin á f örum til Kanada Á HVERJU vori frá lok apríl- mánaðar til maíloka_ koma um 2000 margæsir til íslands frá vetrarstöðvum á írlandi. Hluti þessa stofns heldur sig innan lögsagnarumdæmis Dyflinnar, höfuðborgar írlands sem íslendingar þekkja orðið svo vel. Sennilegt er að sá hluti sem dvelur í Dyflinni að vetri til dvelji við Bessastaði og nágrenni meg- inhluta maímánaðar. Þær verða að fita sig til að geta haldið áfram til varpstöðva sinna á heimskautaeyjum Kanada. Á annan í hvitasunnu, 23. maí, kl. 15 verður mætt við Bessastaðakirkju. Þar verður sagt frá lífsháttum margæsa og því sameiginlega ataki sem Grænlendingar, íslendingar, írar og Kanadamenn ætla að gera til verndar þessari sér- kennilegu gæsategund. Bessastaði og Alftanes er um þetta leyti ákaflega skemmtilegt að heimsækja. Gæfir villtir fugl- ar um allt enda lögð rík áhersla á að umgengni um landið sé þannig að styggð komi ekki að þeim. Ráðamenn staðarins hafa frá upphafi haft eftirlit með umhverfinu á þessum slóðum enda er blómlegt æðarvarp bæði á nesinu og í hólmum á Bessa- staðatjörn, segir í frétt frá Fuglaverndarfélagi íslands. Gospelkórinn á Ingólfstorgi GOSPELKÓRINN syngur trú- arsöngva á Ingólfstorgi annan í hvítasunnu klukkan íjögur síð- degis. Gospelkórinn er samkirkju- legur unglingakór sem undan- farið eitt og hálft ár hefur sung- ið víða í kirkjum og söfnuðum Reykjavíkur. Rúmlega 35 ungl- ingar syngja í kórnum og er kórstjóri Ester Daníelsdóttir. Píanisti er Óskar Jakobsson, bassaleikari Sigurður Ingimars- son og trommuleikari Sverrir Júlíusson. Unglingarnir eru úr mörgum söfnuðum á Reykjavík- ursvæðinu og hefur kórinn haft, æfingaraðstöðu í Herkastalan- um. í VETUR hefur staðið yfir Meistaramót Reykjavíkur í dorgveiði á Reynisvatni rétt ofan Reykjavíkur. Veitt var í gegnum ís í allan vetur og lauk mótinu þegar ís tók af vatninu. Dorgveiðimeistarinn reyndist vera Lísa Jóhanna Ævarsdótt- ir, 14 ára Garðbæingur. Hún veiddi stærsta fiskinn, 6,5 pund, og svo skemmtilega vildi til að þetta var maríufiskurinn Þar verður helgistund með þátt- töku kirkjukórs og safnaðar og verður leikið undir sönginn á harm- onikur og gítara. Þorgrímur Þráins- son, rithöfundur og íþróttamaður, flytur ávarp í tilefni hátíðarinnar. Leiktæki verða svæðinu og farið verður í leiki og þrautir. Einnig verður íþróttakeppni og fólki gefst kostur á að reyna sig í vítakeppni við þekkta markmenn úr Víkingi. Lagið verður tekið með yngstu þátt- takendunjum og hlaupinn léttur skokkhringur, 3 km, í anda lýðveld- ishlaupsins sem nú stendur yfir. Margt fleira verður til gamans gert og ef illa viðrar verður dag- skráin flutt inn í Víkina, íþróttahús Víkings. I tilefni hátiðarinnar verða fram- leiddir T-bolir merktir Bústaðakirkju og félögum í sókninni. Þeir verða til sölu á hátíðinni og kosta 200 kr. Fjölskyldur í Bústaðasókn eru hvattar til að mæta á hátíðina og koma gangandi til svæðisins. Hátíð- inni lýkur um kl. 16 og er þeirri hugmynd skotið að fólki að það haldi þá til síns heima og grilli með nágrönnum sínum. hennar. Á myndinni er Lísa Jóhanna með verðlaunin. Þar eru einnig Jóhann Getsson með soninn Orra og Jón Þórðarson, en þeirra fiskar vógu 5,5 pund. Veiði heldur áfram í Reynis- vatni í sumar. Veiðileyfið kostar 2.000 krónur og eru innifaldir í því 5 fiskar. Gildir einu þótt sá fjöldi náist ekki samdægurs, leyfið gildi þar til kvótanum er náð. Auk Bústaðasóknar standa Vík- ingur, skátafélagið Garðbúar, KFUM og K, Bústaðir og Kvenfélag Bústaðasóknar að hátíðinni. -----»■ ♦ ♦--- ' Sundstaðir um helgina SUNDSTAÐIR borgarinnar verða opnir sem hér segir um hvítasunnu- helgina: Laugardalslaug, Sundhöllin og Breiðholtslaug: Laugardaginn 21. maí kl. 8-20, sunnudaginn 22. maí kl. 8-20 og mánudaginn 23. maí kl. 8-20. Árbæjarlaug verður opin sem hér segir: Laugardaginn 21. maí kl. 8-20.30, sunnudag 22. maí kl. 8-20.30 og mánudag 23. maí kl. 8-20.30. Vesturbæjarlaug verður opin sem liér segir: Laugardaginn 21. maí kl. 8-*20 og mánudaginn 23. maí kl. 8-20. Sölu verður hætt á öllum sund- stöðunum 30 mín. fyrir lokun. UM HELGINA halda hvítasunnu- menn landsmót í Reykjavík. Fjöl- breytt dagskrá verður í Fíladeifíu- kirkjunni og annast hvítasunnu- menn hátíðarmessu Sjónvarpsins að þessu sinni auk útvarpsmessu á annan í hvítasunnu. Mótið hófst í gærkvöldi, föstu- dagskvöld, með samkomu í umsjá ungs fólks. í dag, laugardag, er samfelld dagskrá frá kl. 13 með fjölbreyttum dagskrárliðum fyrir alla aldurshópa. Um kvöldið taka gestir utan af landi þátt í sam- komu og Hafliði Kristinsson for- stöðumaður predíkar. Klukkan 14 á hvítasunnudag er hátíðarsamkoma. Fíladelfíukór- inn og einsöngvarar syngja, ræðu- maður er Vörður L. Traustason forstöðumaður á Akureyri. Klukk- SÍÐASTA laugardagskaffi R-list- ans verður í dag. Gestgjafi dagsins verður Guðrún Ágústsdóttir og dagskráin hefst kl. 14 síðdegis. Frambjóðendur flytja stutt er- indi á heila tímanum en kl. 14.10 verður leikur á hefil og sög, kl. 14.30 koma Ólafur Haukur Símon- arson, rithöfundur og Guðlaug María Bjarnadóttir, leikari og lesa úr verkum sínum. Upp úr kl. 15 leika þeir Kolbeinn Bjarnason og Páll Eyjólfsson á flautu og gítar an 17 verður samkoma í Ríkissjón- arpinu. Að morgni 2. hvítasunnudags kl. 11 verður samkoma í Fíladelfíu sem útvarpað verður á Rás 1. Flutt verður fjölbreytt tónlist undir stjórn Óskars Einarssonar og ræðumaður er Snorri Óskarsson forstöðumaður Betels í Vest- mannaeyjum. ------» ♦ ♦ ■ JAZZTÓNLEIKAR verða haldnir á sýningu Tryggva Ólafs- sonar hjá Listasafni ASÍ, hvíta- sunnudag kl. 16. Þeir sem spila eru: Árni Scheving, víbrafón, Carl Möller, píanó, Tómas R. Einars- son, bassa og Guðmundur Stein- grímsson, trommur. Heitt verður á könnunni og ókeypis aðgangur. og í kjölfarið verður kynning á Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guð- mundssyni sem Bríet Héðinsdóttir leikari sér um. Eftir ávarp kl. 16 kemur tvöfaldur karlakvartett og spilar á raddböndin en í dagskrár- lok um kl. 16.30 spilar og syngur trúbadorinn Kristján Hreinsson. Velþekktu Reykjavíkurvöfflurn- ar verða á boðstólum og hlýlegt barnahorn á efri hæðinni, segir í frétt frá R-listanum. Rymingarsala allt á að seljast. Opið í dag, laugardag kl. 10-16 * nS * Hverfisgötu 84, sími 13818. Upplýsingalína Sjálfstæðismanna Hringdu núna Reytilavík © Fj ölskylduhátíð í Bústaðasókn í TILEFNI af ári fjölskyldunhar verður efnt til fjölskylduhátíðar í Bústaða- sókn annan dag hvítasunnu, 23. maí nk., undir kjörorðinu Eflum ijölskyld- una. Hátíðin fer fram á svæði Víkings við Stjörnugróf og hefst kl. 13.30. Síðasta laug’ardags- kaffið hjá R-listanum X-D fyrir listina 33-------- Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður Daði Guðbjornsson listmálari Irís Erlingsdóttir söngkona Ari Gísli Bragason skáld Jóhann Sigurðarson leikari ttifi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.