Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEINIT Dómstóll hafnar Syrgja John Smith verði að taka málið fyrir aftur, en hann og flokkur hans eru andvígir brúnni. Sænska stjórnin á nú mjög erfitt um vik að gefa vilyrði sitt, svo senni- lega dregst málið fram á haust og verður kosningamál, en í báðum löndum eru þingkosningar í haust. JOHN Smith leiðtogi breska Verkamannaflokksins var kvaddur við útfararguðsþjónustu í Edinborg í Skotlandi í gær og var myndin tekin af syrgjendum sem ekki komust inn í kirkjuna en fylgdust með athöfninni utan- dyra um hátalara. Smith verður borinn til grafar á eynni Jónu undan vesturströnd Skotlands í dag í grafreit kirkju sem heilag- ur Kólumba er boðaði kristni í Skotlandi lét reisa á sjöttu öld. Sagan segir að 48 skoskir kon- ungar hafi verið lagðir til hinstu hvílu í grafreitnum. Reuter Brúarsmíðin að verða kosningamál í Danmörku o g Svíþjóð Eyrarsundsbrú Kaupmannahöfn. Morpunbladið. SÆNSKI vatnadómstóllinn, sem fjalla á um umhverfismál í Svíþjóð er snerta vatn og haf, hafnaði í gær rökum framkvæmdafélags Eyrar- sundsbrúarinnar um að brúargerð hefði ekki áhrif á seltumagn sunds- ins. Um leið er málinu vísað aftur til sænsku stjórnarinnar. Fyrirfram var búist við að hún gæfi endanlegt svar innan viku, en fyrst niðurstað- an er á þennan veginn er málið í hnút. Hvorki sænskir né danskir ráðherrar vildu í fyrstu segja neitt um stöðuna nú, en helst lítur út fyrir að ákvörðun dragist fram á haust, svo málið verði kosningamál bæði í Danmörku og Svíþjóð. Drátt- urinn er sérlega óheppilegur fyrir Dani, sem er byrjaðir á landfram- kvæmdum. Verkefni dómstólsins, sem er skipaður sérfræðingum, var að meta hvort útreikningar framkvæmdafé- lagsins uppfylltu sænskar kröfur um að brúargerðin hefði engin áhrif á seltumagn Eyrarsunds. Niðurstaðan var að svo væri ekki og því sá dóm- stóllinn sér ekki fært að mæla með framkvæmdunum. Neitunin var enn afdráttarlausari en i haust, þegar brúin var fyrst tekin fyrir hjá dóm- stólnum. Forsvarsmenn fram- kvæmdanna segja að þeir muni geta skilað útreikningum, er sýni að framkvæmdin geti staðist kröfur vatnsdómstólsins og eru því bjart- sýnir á að úr brúnni verði. Eindregin niðurstaða dómstólsins kom á óvart. Bæði danski og sænski samgönguráðherrann aflýstu þátt- töku í norrænum fundi samgöngu- ráðherra, til að ráðfæra sig við for- sætisráðherrana. Olof Johannsson umhverfisráðherra Svía segir að nú Fagna svari Breta London. Reuter. MARTIN McGuinnes, einn af leið- togum stjómmálaarms írska lýð- veldishersins (IRA), sagði í gær að útskýringar bresku stjórnarinn- ar frá í fyrradag á friðaráætlun fyrir Norður-írland væru skref í átt til friðar. „í friðarsamningum er ekki hægt að útiloka vissa deiluaðila og það er ætlan Sinn Féin að taka fullan þátt ef og þegar þeir hefj- ast. í ljósi þess munum við skoða svör bresku stjórnarinnar,“ sagði McGuinnes. Hermt er að Sinn Fein muni bíða fram yfir kosning- ar til Evrópuþingsins 9. júní með sitt svar við útskýringum stjómar Johns Majors forsætisráðherra. Gerry Adams forseti Sinn Fein sem er á ferðalagi á Ítalíu fagnaði svari bresku stjórnarinnar og sagði það geta orðið til þess að auðvelda viðræður deiluaðila. --------♦------ Vilja deila byrðunum ÞÝSKIR embættis- og stjórnmála- menn gagnrýndu í gær þá kröfu fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að aðildarríki Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Evrópu borgi mestan kostnað af veru bandarískra her- sveita í Evrópu. Fólst sú krafa í fjárlagasamþykkt deildarinnar frá í fyrradag. Þjóðveijar sögðu að framlag þeirra væri mikið nú þeg- ar, Bandaríkjamenn hefðu fengið ókeypis land undir herstöðvar. Reuter Fegurð Bosníu FEGURÐARSAMKEPPNI Bosníu fer fram í dag í Sarajevo og stúlkan sem verður hlutskörpust verður fulltrúi hins stríðs- hijáða lands í keppninni um titilinn ungfrú heimur. Stúlkurnar spegluðu sig í krók og kring fyrir lokaæfingu í gærmorgun og var myndin tekin við það tækifæri. Binda vonir við alnæmislyf London. Reuter. ALÞJÓÐLEGUR hópur vísinda- manna telur sig hafa stigið „fyrsta mikilvæga skrefið" í átt til lækning- ar á alnæmi með nýju lyfí eða efni, sem notað er ásamt öðrum alnæm- islyfjum. Var skýrt frá þessu í breska læknisfræðitímaritinu Lancet en rannsóknirnar fóru fram í Lyon í Frakklandi. Við rannsóknirnar eyddi nýja lyfið alnæmisveirunni alveg en vísinda- mennimir leggja áherslu á, að mikill munur geti verið á þeim árangri, sem næst á rannsóknastofu, og þeim, sem næst þegar á hólminn er komið í mannslíkamanum sjálfum. Lyfið, sem kallað er DAH, var notað með' al- næmislyfmu didanosine og útiýmdi alnæmisveirunni í ákveðnum blóð- frumum án þess að skaða þær. Fyrir dyrum stendur að prófa iyf- ið á alnæmissjúklingum en niður- staða prófananna verður ekki kunn fyrr en undir árslok. DAH-lyfið á rót sína að rekja til krabbameins- rannsókna en að undanförnu hefur leitin að lyfi gegn alnæmi snúist um að nota nokkur lyf saman í von um betri árangur en hingað til hefur náðst. Makaleit í stórmörk- uðum ÞEIM sem einhleypir eru og hafa ekki áhuga á að hanga á börum, böllum og líkams- ræktarstöðvum eða plægja einkamáladálkana í leit að maka, býðst nú nýr staður til makaleitar; stórmarkaðir. Bandaríkjamenn riðu á vaðið fyrir nokkru og nú hefur Qu- innsworth-verslunarkeðjan í Dyflinni tekið einhleypa upp á arma sér, fyrst evrópskra stórverslana. A hveiju fimmtudagskvöldi á milli kl. 18 og 21 eru einhleypir boðn- ir sérstaklega velkomnir í verslunina. Þeir sem mæta einir á staðinn og segjast vera einhleypir fá glas af víni við komuna, auk þess sem karl- mennirnir fá rauða rós og konurnar pakka af Rollo-mol- um, sem seldir eru undir slag- orðinu: „Elskar þú einhvern- nógu mikið til að gefa honum síðasta Rollo-molann þinn?“ Að því búnu halda hinir ein- hleypu af stað, kynna sér sértilboð vikunnar, vega og meta aðra viðskiptavini og spá í matarkörfur þeirra. Lítist fólki vel á hvort annað er til- valið að gefa konunum rauðu rósina og körlunuin síðasta Rollo-molann. Allt er gert til að laða ein- hleypa viðskiptavini að, boðið EINHLEYPIR Dyflinnarbúar ræða saman yfir vínglasi í Quinnsworth-stórversluninni. Hann hefur gefið henni rós en hún heldur fast um súkkulaðipakkann sinn. er upp á lifandi tónlist og fjölda sértilboða, sem eiga það sammerkt að vísa til ástarinn- ar. Hjartalaga pizzur, súkkul- aðimolar og sirlon-steikur fást með afslætti og boðið er upp á ástaraldin, ís og kökur. I viðtali við danska blaðið Politiken segir verslunarsljór- inn, Michael Keating, að hin- um einhleypu hafi í fyrstu þótt heldur ankannalegt að ráfa um verslunina með rós og súkkulaði. Þeir hafi hins vegar vanist því ágætlega. Kynjahlutfallið er nokkuð jafnt, ólíkt því sem gerist aðra daga og koma um 400 ein- hleypir viðskiptavinir í versl- unina á fimmtudagskvöldum. Flestir eru á aldrinum 25-35 ára og í góðu starfi, enda er verslunin í einu af betri hverf- um Dyflinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.