Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 6

Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 6
6 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tillaga að tvöföldun Vesturlandsvegar í Artúnsbrekku Nýbni yfir Sæbi Reýkjanesbrayt Þrjár akreinar í hvora átt Mislæg gatnamót á Höfðabakka/Vesturlandsveg Nýjar brýr á Elliðáár FRÉTTIR I Næstu gatnagerðarframkvæmdir í Reykjavíkurborg þegar ríkið eykur vegaféð i Nýmislæg gatnamót byggð og Artúnsbrekk- an breikkuð ÞÆR framkvæmdir við umferð- armannvirki í Reykjavík, sem haf- ist verður handa við þegar fyrir liggair hve miklu fjármagni verður varið til þeirra á þessu ári, eru mislæg gatnamót við Höfða- bakka/Vesturlandsveg og breikk- un Vesturlandsvegar í Artúns- brekku. A þessu ári yrði þá byrjað á undirbúningi við gatnamótin, þ.e. með bráðabirgðatengingu framhjá þeim, auk þess sem byrjað yrði að sprengja fyrir nýjum ak- reinum í Ártúnsbrekku. Halldór Blöndal samgönguráð- herra lýsti því yfir í byijun maí að full ástæða væri til þess að framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu verði næsta stórverkefni í nýrri vegaáætlun. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær hefur ríkisstjórnin nú ákveðið að kanna forsendur fyrir því að flýta umferðarframkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu með sérstakri fjár- mögnun og verður rætt við sam- tök launþega og vinnuveitenda og forsvarsmenn lífeyrissjóða í því sambandi. Farið eftir forgangsröð Ólafur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri áætlunarsviðs emb- ættis borgarverkfræðings, sagði að hafist yrði handa við fram- kvæmdir í samræmi við þá for- gangsröð sem embættið hefði áður lagt til. „Það verður byrjað á mislægum gatnamótum við Höfðabakka/Vesturlandsveg og síðan vinnum við okkur niður Ártúnsbrekkuna, með breikkun hennar, en hún verður þrjár ak- reinar í hvora átt. Það er ómögu- legt að segja til um hversu um- fangsmiklar þessar framkvæmdir verða á árinu, fyrr en liggur fyrir hvaða upphæðir er verið að ræða um. Við ættum þó að geta byijað á tengingu framhjá gatnamótun- um og að sprengja fyrir vegar- lagningu í brekkunni." Ólafur segir að áætlað sé að framkvæmdir við _ gatnamótin, fjölgun akreina í Ártúnsbrekku, ný brú yfir Sæbraut/Reykjanes- braut og nýjar brýr á Elliðaár kosti samtals 1.250 milljónir króna, en þetta eru þau verkefni sem brýn þykja til að koma um- ferðarmannvirkjum á þessum kafla í viðunandi horf. „Það er áríðandi að fá fljótlega ákveðna upphæð til verksins, svo við getum hafist handa. Við hefðum ekki getað byijað á neinum fram- kvæmdum þarna, ef ekki hefði verið tekin sú ákvörðun nú að veita fé sérstaklega til verkefnis- ins.“ Ólafur sagði aðspurður að hann hefði ekki handbærar tölur um þann mannafla sem þyrfti til fram- kvæmdanna. Greitt af vegafé Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði um flýtingu átaks- verkefna að gert væri ráð fyrir að þar verði aðeins um tilfærslur á milli ára að ræða, sem verði m.a. greitt af vegafé næstu ára. Þetta væri þó ekki frágengið og réðist af því hver niðurstaða yrði af viðræðum ríkisstjórnarinnar við samtök launþega og vinnuveit- enda og forsvarsmenn lífeyris- sjóða um forsendur þess að flýta umferðarframkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu. Borgar- o g sveitar stj órnarkosningarnar 28. maí Ganga um bakdyr til að forðast æsta aðdáendur SVALA Björk Arnardóttir, sem lét af hendi titil sinn sem ungfrú Island í gærkvöldi, keppir í dag í Miss Universe- keppninni í Manilla á Filipps- eyjum. Stúlkurnar í keppninni brugðu sér í sjóinn til mynda- töku fyrir fáeinum dögum og er Svala Björk hér ásamt feg- urðardrottningum Eistlands og Trinidad. Umfjöllun fjölmiðla á Filippseyjum hefur verið mikil um keppnina í heilan mánuð og sagði Svala í samtali við Morgunblaðið, að aðgangs- harka innfæddra væri orðinn svo mikil að stúlkurnar 78, sem þátt taka í keppninni, hafi ekki getað gengið um anddyri hót- els síns seinustu daga. Þess í stað hefur þeim verið laumað um bakdyr. Hún kveðst verða fegin þeirri stundu þegar keppni lýkur. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Þorkell Frambjóðendur á ferð ogflugi ÁRNI Sigfússon borgarstjóri eg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóraefni R-listans voru á ferð og flugi um bæinn í gær eins og undanfarna daga til að hitta kjósendur. Árni ók í þessum glæsi- vagni frá Ráðhúsi Reykjavíkur að Laugardalshöllinni þar sem fornbílasýning er haldin þessa dag- ana. Ingibjörg Sólrún var í'götukörfubolta í göngugötunni í Mjódd. Hefðbundið kosn- ingasjónvarp RUV RÍKISÚTVARPIÐ-Sjónvarp og Stöð 2 hafa nú ákveðið að mestu hvern- ig staðið verður að útsendingum vegna bæjar- og sveitarstjórnarkosning- anna 28. maí næstkomandi. Sjónvarpið mun á annan í hvíta- sunnu standa fyrir umræðuþáttum með fulltrúum allra framboðslista í Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og Suðurnesjabæ. Sjónvarpið og Stöð 2 munu sameiginlega standa að umræðuþætti í beinni útsend- ingu föstudagskvöldið 27. maí, þar sem frambjóðendur listanna tveggja til embættis borgarstjóra svara spumingum fréttastjóra stöðvanna. Þættinum verður jafn- framt hljóðvarpað á Rás 2. Á kjör- dag hefst kosningasjónvarp hjá RUV með hefðbundnu sniði klukk- Morgunblaðið/Markku Ulander Svala sagði að keppendum hefði komið mjög vel saman og fáar hefðu látið metnað og keppnisskapið hlaupa með sig í gönur, en seinustu daga hefði spenna þó farið vaxandi meðal stúlknanna. an 21.30, þ.e. hálftíma fyrir lokun kjörstaða, og lýkur þegar úrslit eru kunn í Reykjavík og heildar- staða á landinu öllu er orðin ljós. Birtar verða tölur frá 32 bæjum og einum hreppi og sýnt út beint frá Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talið verður fyrir höfuðborgina, Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og Suðurnesjabæ. Á sunnudag klukkan 13 verður sendur út auk- afréttatími, þar sem farið verður yfir úrslit kosninganna, og um- ræðuþáttur með formönnum stjórnmálaflokkanna í beinu fram- haldi af honum. Á Stöð 2 verður fréttaþátturinn 19:19 í lengri mynd á föstudags- og laugardagskvöld, en um ekkert eiginlegt kosningasjónvarp verður að ræða. Útvarp á báðum rásum Kosningaútvarp Ríkisútvarps- ins verður á báðum rásum þess. Á Rás 1 hefst kosningaútvarpið klukkan 21 á laugardagskvöldið og stendur þangað til talningu er lokið á þeim rúmlega 170 stöðum sem kosið verður á þann dag. Útvarpað verður beint frá taln- ingastöðum í Reykjavík og í stærstu kaupstöðunum, en síma- samband haft við yfirkjörstjórnir í öllum öðrum kaupstöðum. Sér- stakur fréttaþáttur um kosninga- úrslitin verður á Rás 2 á sunnu- dagsmorgun og á Rás 1 síðdegis. Á Rás 2 verður skýrt frá helstu úrslitum á heiia og hálfa tímanum, milli þess sem leikin er tónlist. Sameiginleg útsending Sjónvarps og útvarps verður úr sjónvarpssal þegar rætt verður við fulltrúa þeirra lista sem bjóða sig fram í hÖfuðborginni. Egils Gull er ein þriggja íslenskra bjórtegunda ódýrari en innfluttur bjór. Islenski bjórinn ódýrari SÉ TEKIÐ mið af styrkleika og stærð dósa er íslenskur bjór enn ódýrasti bjór á íslandi þrátt fyr- ir verðlækkun á Budweiser-bjór. íslenskir bjórframleiðendur segja dósir Budweiser minni en annarra og styrk hans lækkað. Budweiser hóf í vikunni sölu á bjór í nýjum dósum. Á markað- inum hafa verið tvær gerðir dósa, 33 cl og 50 cl. Budweiser- dósirnar eru hins vegar 47,3 cl. Þetta þýðir að samanburðurinn á verði bjórs sem birtur var í Morgunblaðinu í gær gefur ekki alveg rétta mynd af verðmunin- um. Þá er áfengismagn í Bud- weiser í nýju dósunum 4,8% en í litlu dósunum var styrkurinn 5%. Miðað við þetta eru Egils Gull, Thule og Viking Pilsner 2,5% ódýrari en Budweiser.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.