Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 20
20 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKT MÁL
Kvöstur hefur, eftir orðabók-
um að dæma, ekki verið algengt
orð. Það merkir vöndur, eða
áhald til að stökkva vígðu vatni
á eitthvað (stökkull). Orðið var
u-stofn, beygðist eins og köttur,
þ.e. kvöstur - kvöst - kvesti -
kvastar; kvestir - kvesti
(kvöstu) - kvöstum - kvasta.
Þetta er á færeysku kvastur,
dönsku kvast, áður kvost. Lík-
lega er það komið úr dönsku,
þegar nú er sagt kvasti eða
kvastur, eða er það ekki sagt
lengur? Ég man úr æsku minni
að stúlkur töluðu um púður-
kvast eða púðurkvasta. Þetta
var leppur sem lá efst í púður-
dósinni og þær brugðu í andlit
sér. Sést af þessum mismunandi
myndum, að orðið hefur ýmist
haft sterka eða veika beygingu,
svo sem eins og vaski og vask-
ur.
Upphafleg merking orðsins
kvöstur er líklega hrísla eða
grein, ef dæma má eftir sam-
svarandi orðum í fomri þýsku.
Þá er og líklega skammt ættir
að rekja til orðanna kóstur og
kústur sem ég lærði reyndar
bam að hafa í veikri beygingu,
kústi. Þessi orð em svo víst öll
fjarskyld orðinu kusk = fís, dust
og kannski kvistur. Síðast
nefnda orðið hagaði sér að sumu
leyti sem u-stofn, sbr. t.d. Lilju
Eysteins:
Remman brast af rót í kvistu,
o.s.frv.
★
Hlymrekur handan kvað:
Gekk Akkilies ítalska að vonum
öndvert í kosningonum,
bara af því einu
(það er alveg á hreinu)
að þessi hæll var á honum.
★
Þá kemur hér fyrri hluti bréfs
sem Ömólfur Thorlacius sendir
okkur til fróðleiks. Síðari hlutinn
er geymdur og ekki gleymdur:
„Hræddur er ég um að ekki
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
745 þáttur
dygði að gera Litlahraun mann-
helt heldur yrði að bæta myndar-
lega við húsakost fangelsa hér-
lendis ef við færam að dæmi
Frakka sem hyggjast lögfesta
frelsissviptingu fyrir enskuslett-
ur. Meðal annars þyrfti að huga
að sæmandi prísund handa bisk-
upi og prestum þjóðkirkjunnar
fyrir að boða „gospel-tónlist" við
messur. Eins og ég hef áður
' nefnt við þig er bein og eðlileg
íslensk þýðing á þessu orði „guð-
spjallatónlist".
[Örlítill útúrdúr vegna fang-
elsa: í fréttaþáttum og spennu-
myndum í sjónvarpi kemur
stundum fyrir enska orðið high-
security prison og er þá oftast
útlagt „hámarksöryggisfang-
elsi“ eða eitthvað á þá leið. Eg
þýddi þetta einhveiju sinni
„gjörgæslufangelsi".]
Sem ég skrái þessar línur...
er í Sjónvarpinu verið að fjalla
um þvott og þvottaefni. Þar er
getið um „stuff“ í þvottaefni.
Eg þykist að vísu liðtækur við
þvotta á heimili mínu en aldrei
minnist ég þess að hafa fengið
„kick“ út úr því að þvo, eins og
orðað var í þættinum.
Þegar sonur minn var á þriðja
ári talaði hann um að fuglarnir
lentu, en þá hygg ég líka að
hann hafí haft talsvert meiri
áhuga á flugvélum en fuglum.
Löngu mun nú um það full sátt
innan fjölskyldunnar að fuglar
setjist en flugvélar lendi.
I Morgunblaðinu 23. febrúar
var greint frá ungum haferni
sem sótti ísfírðinga heim: „Um
hádegisbilið kúrði hann lengi á
símastaur en þegar stuggað var
við honum flaug hann nokkra
metra og lenti í fjöranni.“
Skyldi hér gæta áhrifa frá
heiti á rómuðum spennureyfara,
The Eagle has Ianded?
Vissulega standa sjómenn -
og við sem njótum góðs af verð-
mætum sem þeir færa í bú - í
þakkarskuld við allt sem stuðlar
að ríkulegum afla, meðal annars
við loðnuna þegar hún þjappast
saman í torfur á miðunum. Ég
er samt ekki sáttur við þessa
setningu sem lesin var í fréttum
Sjónvarps 21. febrúar: „Hveiju
skyldi skipstjórinn þakka svo
góðri veiði?““
★
ískariot seldi
á skírdagskveldi
skaparann landa
undir eggjað sverð
fyrir ali-lítið verð
Júðum til handa.
Gyðingar dusta
ganga með þusta,
gripu hans skrúða;
hefndu þín
í harðri pín,
hilmir Júða.
(Úr Kristsbálki, gömlu helgikv.)
„Norðhvalur. Áttatíu álna
langur. Norðhvalakyn kann ekki
að alast né tímgast utan í norð-
ursjó vorum sakir votrar veðr-
áttu, því hann dregur ekki í sig
tii næringar nokkra lifandi
skepnu í sjónum, heldur lifír
hann alleinasta við regn, krapa,
eður úrkomudropa, sem úr himni
falla á sjó ofan. Hann gín og
gapir þar eftir, en má þó lítt
munn sinn opna, því að tálkn
rísa um þverar kverkar honum,
og fær hann oft bana af því, er
hann má ei munn sinn aftur Iáta.
Er það hættast þá hann er þyrst-
astur. Hann er þó spikfeitastur,
svo tvískera verður stundum
sakir þykktar. Hinn mesti hlutur
hans er höfuðið, og er jafndigur
sem hann er langur til, þó hann
sé mældur. Hann hefur þrettán
álna löng skíði, en hinir minni
höddunefar eður sléttbakar hálf-
fjórðu eður fimmtu alin, og kall-
ast það fyrir langskíðingar eður
vatnshvalakyn.“
(Jón Guðmundsson lærði,
1574-1658.)
AÐSEIMDAR GREINAR
Laun meina-
tækna - bláköld
staðreynd
í YFIRSTAND-
ANDI verkfalli meina-
tækna hafa komið
fram ýmsar upplýs-
ingar um kaup okkar
og kröfur, en þar sem
meðaltalstölur geta
verið mjög villandi vil
ég sýna hér raunveru-
legt dæmi um laun
meinatæknis. Ég er
deildarmeinatæknir á
Meinefnafræðideild
Landspítalans í fullu
starfí, með 18 ára
starfsaldur. Auk þess
hef ég bætt við mig
námi eftir að meina-
tæknaprófi lauk og fyrir það hef
ég fengið eins launaflokks hækk-
un. Hins vegar féllst samstarfs-
nefnd ekki á að meta B.Ed. próf
mitt frá Kennaraháskóla íslands
til annars launaflokks, þó má telja
að B.Ed. prófið nýtist mér í starfí
þar sem hluti af starfí deildar-
meinatæknis er að þjálfa og leið-
beina meinatæknum. Laun mín
1. mars voru því samkvæmt 146.
launaflokki, 7. þrepi kr. 93.851.
Þessi laun mín era nokkra hærri
en meðaldagvinnulaun meina-
tækna, sem eru kr. 89.013 á mán-
uði. Sú tala er fengin með því að
leggja saman dagvinnulaun allra
meinatækna sem starfa hjá ríki
og borg, hvaða starfsheiti sem
þeir gegna og deilt í með fjölda
stöðugilda. Meinatæknar hafa
laun á bilinu kr. 68.543, sem era
byijunarlaun almenns meinatækn-
is, upp í kr. 103. 549, sem eru
laun yfírmeinatæknis með 20 ára
starfsaldur. Meðaltals heildarlaun
meinatækna era hins vegar kr.
129.660 á mánuði, en til þess að
ná þeim launum yrði ég að vinna
36,7 klst. á næturnar og um helg-
ar í hveijum mánuði, en eins og
kunnugt er fá margir
starfsmenn ríkisins
svipaðan tímafjölda
greiddan í óunna yfír-
vinnu.
Sú krafa sem
samninganefnd
Meinatæknafélags
íslands var að gera
fyrir mína hönd, þeg-
ar slitnaði upp úr við-
ræðum þann 15. maí,
er hækkun um tvo
launaflokka. Hækk-
un úr kr. 93.851 í kr.
99.567 sem er 6,09%
hækkun og við 20 ára
starfsaldur yrðu laun
mín kr. 103.549, en um frekari
hækkanir á starfsævi minni yrði
þá ekki að ræða samkvæmt kröfu
þessari.
Farið hefur verið fram á sömu
hækkun fyrir yfírmeinatækna, en
Samninganefnd ríkisins
getur ekki með sanni
sagt að kröfur meina-
tækna séu of háar, að
mati Jónínu Jóhanns-
dóttur.
fyrir almenna meinatækna sem
hafa byijunarlaun kr. 68.543 er
krafan að tilfærslan geti orðið 4
launaflokkar eftir starfsaldri.
Hvernig getur samninganefnd
ríkisins og fjármálaráðherra haldið
því fram að þetta séu alltof háar
kröfur sem ekki sé hægt að verða
við vegna fordæmisgildis!
Höfundur er deildarmeinatæknir
á Rannsóknarstofu Landspítalans,
meinefnafræði.
Jónína
Jóhannsdóttir
Guðrun Helgadóttir við
sama heygarðshornið
TILEFNI þessarar
greinar er sú umfjöllun
sem átt hefur sér stað
um skaðsemi tóbaks-
reykinga að undan-
förnu en þó sérstaklega
svargrein Guðrúnar
Helgadóttur alþingis-
manns frá 19. maí. Örl-
ar þar á yfirbót vegna
ummæla er alþingis-
maðurinn og bama-
bókahöfundurinn hafði
í frammi um skaðsemi
tóbaksreykinga í sjón-
varpsþættinum Dags-
ljósi í byijun sumars,
en þar efaði hún mjög
skaðsemi tóbaksreykinga. Þegar
haft var á orði að tóbaksreykingar
Helgi Sigurðsson
um í vandlætingartón
„nær væri að hinn leit-
andi vísindamaður
leiddi okkur fávísa um
lífsins vegu í þeirri auð-
mýkt efans, sem leitinni
að sannleikanum verð-
ur að fylgja“. Þetta er
hroki í orðsins fyllstu
merkingu. Lýðræðið er
virkast þegar menn eru
reiðubúnir að beita
kröftum sínum í þá veru
að hafa áhrif á mál sem
þeir telja þjóðþrifamál.
Tjáningarfrelsið er
máttarstólpinn í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi og
stjórnmálamenn mega búast við
væru stórkostlegt vandamál þá svar-
aði Guðrún „er það?“ og í öðru sam-
hengi „sennilega er hættulegt að
reykja“. Jafnframt véfengdi hún nið-
urstöður rannsókna um skaðsemi
tóbaksreykinga með dylgjum eins
og „hvað haldið þið að þið vitið um
þetta" og „óskaplega óviss vísindi".
Og enn lætur hún í ljós efa um sann-
leiksgildi rannsókna í þessu sam-
bandi. Lýsir hún því yfir að væri ég
ekki virtur vísindamaður væri grein-
in ekki svaraverð og enn frekar gef-
ur hún í skyn að grein mín gæti
verið liður í yfírstandandi kosninga-
baráttu. Endar hún grein sína með
því að tilgangurmn hjá mér sé að
ófrægja stjórnmálamenn og að lok-
meiri opinberri gagnrýni í störfum
sínum en aðrir. Einnig er eðlileg
krafa að þeir sýni gott fordæmi.
Grein Guðrúnar fjallar lítið sem
ekkert um gagnrýni mína á orð
hennar. I stað þess velur hún með
bægslagangi að snúa vöm í sókn
með hroka, lítilsvirðingum og órök-
studdum staðhæfíngum eins og
kemur fram hér að framan og með
því fullyrða að flest sé ósatt í grein
minni um skaðsemi tóbaksreykinga
frá 17. maí. Jafnframt lýsir hún með
tilþrifum rithöfundar hvernig farið
er með reykingamenn sem úthýsta
stórglæpamenn. Reykingafólk sætir
að hennar mati offorsi, ofsóknum,
miskunnarleysi, ofbeldi, kúgun og
ómannúðlegri meðferð í alla staði,
eru óæskilegir á vinnustöðum og
beittir mætti hinna sterku. Jafnvel
deyjandi sjúklingar sem reykja eru
niðurlægðir og sæta ofsóknum af
hálfu heilbrigðisstéttanna á síðustu
stundum lífsins. Eru þetta ekki
sleggjudómar af hennar hálfu?
Skaðsemi tóbaksreykinga
Vegna ofangreinds finn ég mig
knúinn til að benda á ótal rannsókn-
ir máli mínu til stuðnings. Fyrsta
læknisfræðilega rannsóknin um
skaðsemi tóbaksreykinga kom fram
1928 en þar var bent á að tíðni
krabbameina væri hærri hjá reyk-
ingafólki en hjá þeim sem ekki
reykja. Tíu árum síðar var sýnt fram
á að reykingafólk lifir skemur. Það
er svo ekki fyrr en 1950 sem faralds-
rannsóknir sýna á afgerandi hátt
fram á orsakatengsl á milli tóbaks-
reykinga og lungnakrabbameins.
Prófessor Niels Dungal vann merka
vísindavinnu í þessu sambandi þar
sem hann rannsakaði lungnakrabba-
mein hér á landi og birtust niðurstöð-
ur í læknablaðinu Laneet 1950.
Hann spáði þar fyrir um verulega
aukningu í tíðni lungnakrabbameins
vegna tóbaksreykinga og síðar kom
í ljós að það var rétt. Rannsóknir
síðan hafa sýnt fram á að fjöldi sjúk-
dóma tengist tóbaksreykingum og
er of langt mál að gera þessu viðeig-
andi ski! á þessum vettvangi. Bara
ásíðustu fímm árum hafa birst 4560
greinar í helstu læknisfræðilegum
Á síðustu fímm árum
hafa birst 4560 greinar
í helztu læknisfræði-
tímaritum heims um
skaðsemi tókbaksreyk-
inga, segir Helgi Sig-
urðsson, í þessari grein.
tímaritum um skaðsemi tóbaksreyk-
inga (Medline, sem er einn aðal upp-
lýsingabankinn um læknisfræðilegar
greinar, 19. maí 1994). Að gefnu
tilefni bendi ég á að tóbaksreykingar
foreldra stuðla að efri loftvegasýk-
ingum (eyrnabólgu, berkjubólgu) hjá
börnum þeirra. Bifhár í þekjufrum-
um loftveganna laskast, svo og
virkni fruma er vinna gegn sýking-
um. Á sambærilegan hátt er unnt
að skýra tengsl tóbaksreykinga við
ýmsa aðra sjúkdóma, jafnvel vöggu-
dauða, fósturskaða og hvers vegna
tóbaksreykingar stuðla að styttra
lífi fólks sem lifír í nánasta um-
hverfí við stórreykingafólk. Ef Guð-
rún efast um tilvist ofangreindra
rannsókna þá er auðvelt að afla
henni heimildarlista svo og lykil-
greinar. Vonast ég til þess að þetta
megi stuðla að því að eyða þeirri
óvissu sem hún gefur í skyn að sé
fyrir hendi um skaðsemi tóbaksreyk-
inga. Þótt leitinni að sannleikanum
sé aldrei lokið verða allir, líka Guð-
rún Helgadóttir, að horfast í augu
við staðreyndir um skaðsemi tóbaks-
reykinga. Og það er staðreynd að
tóbaksreykingar eru langmesti
heilsuspillir í nánasta umhverfi okk-
ar (N Engl J Med 1994; 330:907-
12). Það að Guðrún Helgadóttir og
hennar nánustu hafí ekki liðið vegna
reykinga hennar er rökleysa í mál-
inu. Meðal annars þegar það er haft
í huga að áætlað er að um 100 millj-
ónir Evrópubúa, af þeim 850 milljón-
um sem eru á lífi í dag, muni látast
af völdum tóbaksreykinga miðað við
óbreittar aðstæður. Reykingar eru
því dauðans aivara Guðrún Helga-
dóttir.
4560 læknisfræðilegar greinar
hafa birst síðan 1989 um
skaðsemi tóbaksreykinga
Tengsltóbaksreykingaogsjúkdóma Pjöldi greina
Krabbamein 1388
Öndunarfærasjúkdómar 983
Skaðsemi vegna hjáreykinga 651
Hjartaogæðasjúkdómar 490
Meðgöngusjúkdómar og fósturskaðar 380
Lífsstytting 88
Beinþynning 29
Ófrjósemi 26
Sýkingar í efri loftvegum (m.a. eymabólgur) 21
Vöggudauði 18
Höfundur er læknir og starfar
sem sérfræðingur í
krabbamcinslækningvm á
Landspítalanum.