Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 41

Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ1994 41 BRÉF TIL BLAÐSINS Þess bera menn sár... Frá Árna Helgasyni: í HELGUM fræðum má lesa: í stað þess að drekka yður drukkna af víni, sem aðeins leiðir til spillingar, skuluð þér fyllast andanum. Og ég er ekki i vafa um að ef við tækjum betur eftir ráðlegging- um frelsara vors, og því sem hann segir, þá myndi farsældin vera nær okkur. Um aldir höfum við heyrt ráð- leggingar Jesú Krists til okkar, og um jafnlangan tíma hefir fjöldanum ekki dottið í hug að taka mark á þeim, heldur láta hin illu öfl segja sér fyrir verkum og því er svo kom- ið fyrir okkur að jafnvel í öllu pen- ingaflóðinu og þægindunum er fjöldinn allur að villast frá hinu góða til bölvunar. Heidur áfram á kafi í vímunni þótt hún geri ekkert annað en leiða hann á hinn breiða veg. Oft kemur mér í hug þegar ég sé mann ölvaðan, hvað skyldi hann græða á viðskiptum sínum við Bakkus? Og hversu marga hefir Bakkus féflett, gert að aumingjum og stytt líf þeirra og lagt í auðn? Og fyrir þetta allt greiða menn stórfé. Þetta þættu léleg viðskipti ef við bindindismenn höguðum okk- ur svona í venjulegum viðskiptum. Og svo þegar upp er staðið, ef menn þá standa upp, eða bara rugga, þá verður oft næsta skrefið á meðferðarstofnanir og þar verð- um við hinir að borga brúsann hvort sem meðferð tekst eða ekki. En hugsa sér hvað landið okkar væri betur statt að öllu leyti ef víman væri þurrkuð út úr þjóðlífinu, hún sem eins og áður segir hefir aðeins leitt til spillingar í samfélaginu. í biblíunni minni frá 1914 stend- ur í Korintubréfinu: „En sérhver sem tekur þátt í kappleikjum er bindindissamur í öllu, þeir til þess Landið okkar væri betur statt ef víman væri þurrkuð upp úr þjóðfélaginu, segir bréfritari. að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. Þess vegna hleyp ég þá ekki eins og upp á óvissu, ég berst eins og hnefaleika- maður sem engin vindhögg slær,“ o.s.frv. Væri nú ekki íþróttamönnum vorum hollt að fara yfir þessi orð og hugleiða hvað áfengið og önnur víma hefir gert þeim stóran grikk. Það fer ekki á milli mála að það er í okkar valdi að gera lífið feg- urra og betra, gera þjóðlífið eftir- sóknarverðara, og samlífið — fé- lagslífið — raunhæfara. Og spurningin er: Hvað vilt þú leggja af mörkum? Það er vissulega satt sem felst í þessum orðum; Eins og þú heilsar öðrum ávarpa aðrir þig. Það er ótrúlegt hvað þú getur lagt af mörkum ef viljinn er fyrir hendi. Betra mannlíf kemur ekki af sjálfu sér, en við vitum hvernig hægt er að gera það fagurt og gott. Það stendur bara á okkur. Munum það. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Afnemum virðisauka- skatt afprentuðu máli Frá Eggerti E. Laxdal: AÐ GEFNU tilefni get eg ekki orða bundist vegna þess gerræðis, sem virðisaukaskatturinn á prentuðu máli er. Það á að heita svo að hann sé 14% í sölu, en í vinnslu, prentun og bandi er hann 24% og ríflega það. Þetta verða bókaútgefendur að greiða eða hljóta verra af. Af- leiðing þessa er sú, að bóka- og blaðaútgefendur berjast í bökkum við að halda lífi í starfsemi sinni, sem er smám saman að lognast út af og deyja. Hvað segja menningarfrömuðir og fólkið í landinu um þetta við- kvæma mál? Viljum við vera bóka- þjóð áfram, eða á ritlistin að koðna niður eins og visið gras, sem býður þess eins að verða brennt? Af þess- um sökum er útgáfa á prentuðu máli orðin svo kostnaðarsöm, að aðeins fjársterkir menn geta veitt sér að njóta ritfrelsis, sem stjórnar- skráin veitir þegnunum. Bækur og prentað mál er orðið svo dýrt, að fólk veigrar sér við að leggja fé í slíkan munað. Ljóðskáldin, sem flest verða að gefa út bækur sínar sjálf, rísa ekki undir þessum kostnaði og er þar með synjað um hið dýrmæta mál- frelsi, sem þjóðin státar af. Eg vil því skora á ráðamenn þjóðarinnar að taka þetta mál upp og afnema virðisaukaskatt á prent- un, bandi og sölu bóka og blaða og alls prentaðs máls, sem allra fyrst. Ekki er seinna vænna ef þessi menningarþáttur landsmanna á að lifa og dafna meðal þjóðarinn- ar. EGGERT E. LAXDAL, Frumskógum 14, Hveragerði. Jarlínn Bjarni Jónsson iistmáiarí sýnir í EDEN Hveragerði 16.-29, maí Lýðveldishátíð eða? Frá Aðalheiði Jónsdóttur: EKKI alls fyrir löngu var sagt frá svonefndri lýðveldisgöngu sem hófst á Bessastöðum og næði alla leið til Þingvalla. Hér skal ekki fjölyrt um gönguna sem slíka, þar sem mark- mið hennar er víst ofar mínum skiln- ingi, — eða á hún kannski að tákna stuðning við fullveldið á hálfrar ald- ar afmælinu, þegar æðstu menn þjóðarinnar hafa skorið allstóra sneið af þessu fullveldi og afhent miðstjómarvaldinu í Brussel og sinntu ekki beiðni þjóðarinnar og sjálfsögðum rétti til að fá að greiða um það atkvæði. Nóg um það að sinni. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að minn- ast á mynd sem ég sá í Morgunblað- inu einn daginn, þar sem hópur fólks var að leggja upp í gönguferð með aragrúa af spjöldum fyrir framan sig með hinum skrautlegustu og eftirsóknarverðustu nöfnum svo sem EES, ESB, og EB er sýnilega biðu þess að vera borin af glæsilegu göngufólki um leið og það hefði fundið „vegvísinn til Þingvalla" — eins og það var orðað í meðfylgjandi texta. Tvískinnungur og hérahopp Mikil hátíð er fyrirhuguð á Þing- völlum við Öxará 17. júní í sumar á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins. En þar sem ráðherrar hver af öðrum lýsa því yfir að sækja beri um aðild að ESB og tala um að meirihluti þjóðarinnar sé orðinn sama sinnis velti ég því fyrir mér hvort líta beri ekki fremur á fyrirhuguð látalæti sem kveðjuathöfn um fullveldið en hátíðahöld í tilefni afmælisins. Þeg- ar ráðamenn þjóðarinnar telja full- veldið tímaskekkju . . . úrelt fyr- irbæri, sýnist þetta ótrúlegur tví- skinnungsháttur, jafnvel þó að menn geti brugðið ýmsu fyrir sig og orðið eins og hoppandi hérar í ástríðufullri Evrópuhyggju þegar þeir hugsa um kjötkatlana í Brussel fyrir íslenska krata sem eftir er að raða við jötur. Sé það rétt að meirihluti íslend- inga sjái allskonar hættu í því að vera lengur sjálfstæð þjóð og biðja um að sá beiski kaleikur sé frá þeim tekinn að þurfa að burðast með fullveldið þá er sýnilegt að linnulaus áróður ijölmiðla hefur náð tilgangi sínum og þar hafa ríkisijölmiðlar, einkum sjónvarp, gengið svo langt að óviðunanlegt er, þar sem nánast eingöngu hefur verið leitað eftir mönnum í umræðuþætti og viðtöl sem haldnir eru ólæknandi Evrópu- samfélagssýki... Það er ekki nógu gott aðð nota þennan fjölmiðil fólks- ins til að villa því sýn í svo örlaga- ríku máli. Ef þjóðin hefur tekið þennan illkynjaða sjúkdóm á hún víst fárra kosta völ, þar sem sjálf- seyðingarhvötin hefur þá heltekið hana og rænt hana dómgreind og lífslöngun. En þetta er trúlega mik- ið fagnaðarefni fyrir þá sem knúðu fram með valdi fullgildingu EES- samningsins. Hló kannski Marbend- ill þá, utanríkisráðherra, eða hvað? Varla hefur þeim manni er lengst gekk í samningaviðræðum fyrir Is- lands hönd um aðild að EES og færði Alþingi æ oní æ ósannar frétt- ir um gang mála dottið í hug að svona auðvelt reyndist sað blekkja þjóðina. Auðvitað vissi hann og aðr- ir valdhafar að þetta var leiðin, sem þeir ætluðu að fara með illu eða góðu, þrátt fyrir alla svardaga. En svardagar verða stundum fyrir sömu ineðferð og fullveldi í höndum föðurlandssvikara, eins og dæmi hafa sannað. Kannski er það ekkert skrýtið þó að þjóð sem dæmt hefur yfir sig annað eins stjórnarfar og hér hefur rústað öllu þjóðfélaginu og farið með slíku offorsi í utanríkismálum sé orðin þreytt og rugluð og vilji biðja gömlu nýlenduveldin í Evrópu- samfélaginu að ráða yfir sér. Kannski sýnist henni að verra geti það ekki orðið. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Kjörstaöir viö borgarstifirnarkosnlngarnar í Reykjavík 28. maí 1994 veröa bessir: Álftamýrarskóli Árbæjarskóli Austurbæjarskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Foldaskóli Langholtsskóli Laugarnesskóli Melaskóli Miðbæjarskóli Sjómannaskóli Ölduselsskóli Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu Grund, Hrafnistu og Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kjörfundur hefst laugardaginn 28. maí kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi ákvæði 81. gr. kosn- ingalaga: Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstofuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa nafnskír- teini eða á annan fullnægjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhend- ir oddviti honum einn kjörseðil. Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykja- víkur og þar hefst talning atkvæða þegar að loknum kjör- fundi. Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 632263. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík. Jón Steinar Gunnlaugsson Gísli Baldur Garðarsson EiríkurTómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.