Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ * J. Sigxirður Helgi Sveinsson I var fæddur 11. febrúar 1981. Hann lést af slysförum 14. apríl 1994. Signrður Helgi var sonur Þorleifar Lúthersdóttur húsmóður frá Siglufirði og Sveins Einarssonar sjómanns. Þorleif er dóttir Sigríðar Helgu Stefánsdóttur húsmóður og Lút- hers Einarssonar rafvirkja. Sveinn er sonur Sigríðar Ag- ústsdóttur húsmóður og Einars Sveins Jóhannssonar skipstjóra. Systur Sigurðar Helga eru Elín Dóróthea, fædd 1986 og Svandís Ósk, fædd 1990. Minningarat- höfn um Sigurð Helga fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag. BEKKJARSTARFIÐ í 7. bekkjunum í Hamarsskólanum í vetur einkennd- ist dálítið af skíðaferðalaginu sem framundan var í apríl. Krakkarnir seldu ólíkiegustu hluti, báru út blöð og foreldrarnir héldu kökubasar, allt til þess að safna peningum fyrir skíðaferðalagið. í lok mars var til- hlökkunin og spennan hjá krökkun- um orðin óbærileg. Það var lítill frið- ur til þess að kenna krökkunum og spurningum rigndi yfír kennarana, sem voru dálítið kvíðnir að fara með allan þennan krakkahóp í ferðalag. Þessi kvíði var óþarfur, því ferðalag- ið heppnaðist alveg einstaklega vel. Veðrið var yndislegt og börn jafnt sem fullorðnir skemmtu sér konung- lega. Sumir voru duglegri en aðrir á skíðunum. Einn af þeim var Siggi. Hann naut sín einstaklega vel í skíðaferðalaginu, var á skíðunum frá því lyfturnar fóru á stað snemma á morgnana þar til þær stoppuðu seint á kvöldin. Það var rétt skotist inn til þess að fá sér eitthvað að borða og svo farið út aftur. Þetta ferðalag sameinaði líka krakkana, bæði innan bekkjarins og milli bekkja. Það var því þreyttur en ánægður og útitekinn hópur sem fór heim með Herjólfi föstudaginn 8. apríl síðastliðinn. í skólanum mánudeginum á eftir var ekki talað um annað en skíðaferða- lagið. Vikan leið í gleðivímu. Skyndilega var öll gleði þurrkuð af andlitum krakkanna. Hörmulegt slys hafði orðið. Einn úr hópnum var dáinn. Siggi, sem var svo lífsglaður og ánægður eftir skíðaferðalagið, var farinn frá okkur. í skólanum daginn eftir var ekkert kennt, bara grátið. Kennar- amir í 7. bekkjunum reyndu af veik- um mætti að hugga krakkana og róa. Allur skólinn var sleginn yfír þessari frétt, bæði nemendur, kenn- arar og annað starfsfólk skólans. Siggi hafði barist hetjulegri bar- áttu við hafið. En eng- inn maður ræður við hafið. Siggi var fallegur og duglegur piltur sem kveinkaði sér ekki þó að eitthvað bjátaði á. Ég man eftir honum í skólanum þegar hann var meiddur á fingri og ábyggilega sárkvalinn. En ekki var hann að kvarta yfir því frekar en öðru. Æðruleysi hans í hans síð- ustu baráttu var dæmigert fyrir hann. Hann bræddi líka hjörtu sumra kennaranna sem kenndu honum. Meðal þeirra var Erna, sem var allt- af svo góð við hann. Hún hugsaði svo vel um þá félaga, Sigga og Jó- hann. Ein bekkjarsystir hans, hún Þórey, var líka alltaf svo góð við hann og hjálpaði honum ef hann lenti í erfiðieikum. Siggi var elsti nemandinn í bekkn- um, átti afmæli 11. febrúar. Hann var mjög stoltur yfir því. Á 12 ára afmælisdaginn sinn kom hann til mín brosandi út að eyrum og sagði „ég er 12“. Ég áttaði mig ekki strax á því hvað hann var að meina og spurði „12, hvað meinarðu?" „Ég er fyrstur að verða 12.“ Þá skildi ég hann loksins og óskaði honum til hamingju með daginn. Ég man líka eftir honum á einu kökukvöldi bekkjarins. Þá tók hann þátt í einu skemmtiatriði. Hann var vatnsgreiddur og fínn í nýjum fötum og lék rokkara af mikilli innlifun. Svona gæti maður endalaust haldið áfram að rifja upp og endalaus minn- ingabrot skjóta upp kollinum þegar maður horfir til baka þessi fjögur ár sem ég hef kennt bekknum. Það er búið að höggva stórt skarð í bekkinn minn og það er tómlegt í skólastofunni. Siggi er farinn, en ég og krakk- arnir í 7. V.B. munum aldrei gleyma honum. Að lokum langar mig og öllum í Hamarsskólanum að senda innilegar samúðarkveðjur til Leifu, Sveins, Ellu Dóru og Svandísar. Einnig til móðurömmu, föðurafa, föðurömmu og Boggu frænku. Valgerður Bjarnadóttir, bekkjarkennari Sigga. Kveðjur frá bekkjarfélögum í þessum fáu orðum ætla ég að minnast bekkjarfélaga míns sem alda hreif með sér út á haf einn dag í apríl. Hann var mjög góður og skemmtilegur strákur og votta ég fjölskyidu hans alla mína samúð. Börnin fæðast litlum systkin- um sínum eins og ljós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Ef þau deyja hverfa þau til Guðs, eins og draumur sem aldrei gleymist. (Jón úr Vör.) Ingveldur bekkjarsystir. í þessum fáu orðum vil ég minn- ast hans Sigurðar Helga eða Sigga H. eins og við bekkjarfélagar hans kölluðum hann. Ékki vissi ég fimmtudagsmorguninn 14. apríl þegar hann var að skoða myndirnar mínar úr skíðaferðalaginu að þetta væri í síðasta sinn sem við myndum sjá hann. Við höfðum verið í skíðaferðalagi í Bláfjöllum viku fyrir slysið og hann talaði mikið um hvað hefði verið gaman og allir hefðu verið góðir við hann. Sigurður Helgi var fjörugur og skemmtilegur strákur og alltaf í góðu skapi. Þórleif, Sveinn, Ella Dóra og Svandís, ég samhryggist ykkur innilega og Guð styrki ykkur á þess- um erfiðu tímum. í dag er hlíðin hélugrá og rauð því haustið kom í nótt, ég sá það kom vestan vatn í gegnum svefninn; vatnið er hemlað þar sem slóð þess lá. (Snorri Hjartarson.) Betsý. Við samhryggjumst ykkur inni- lega, Sveinn, Þórleif, Ella Dóra og Svandís. Ég var lítið bam og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfír hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst þvi hann þekkir ekki sorgina. (Þómnn Magnea.) Bryndís Gísla og Bryndís Stefáns. Hann Siggi er farinn. Hafið tók hann og hann kemur aldrei aftur. Siggi var alltaf glaður en aldrei hef ég séð hann skemmta sér eins mikið og í skíðaferðalagi sem við fórum í vikunni áður. Leifa, Sveinn, Ella Dóra og Svandís. Guð hjálpi ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Iðunn. Sigurður Helgi var ágætis strák- ur. Hann var góður vinur. Hann var með bekknum í skíðaferðalaginu sem við fórum í. Það var gaman að sjá hann skemmta sér mjög vel. Ég sakna bekkjarbróður míns og vona að hann hafi það gott. Ég samhryggist ykkur innilega, Leifa, Sveinn, Ella Dóra og Svandís. Yfír heimi er hjam húmnótt á vegi. Ég er birtunnar bam býst enn við degi. (Stephan G. Stephanson.) Tinna. Bekkjarbróðir minn Sigurður Helgi var nýkominn heim úr skíða- ferðalagi með bekknum sínum og skemmti sér rosalega vel. Hann var aðeins 13 ára gamall þegar hann fór frá okkur. Guð geymi hann alla tíð. Guð hjálpi ykkur í þessari miklu sorg, Leifa, Sveinn, Élla Dóra og Svandís. Margrét.. Hann Siggi Helgi var góður og skemmtilegur strákur. Við munum alltaf minnast hans. Við samhryggjumst ykkur inni- lega, Sveinn, Þórleif, Ella Dóra og Svandís. Gunnar Steinn og Sigurður Einar. Ég man þegar við vorum að renna okkur í brekkunni heima á sleðanum mínum, Sigurður Ingi var líka með okkur. Það var svo gaman. Guð blessi þig Siggi. Kveðja frá Jóhanni. Mig langar að kveðja vin minn Sigurð Helga Sveinsson með nokkr- um orðum. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan við kvöddumst þegar ég flutti frá Eyjum. Siggi var alltaf mjög glaðlegur og kátur Eyjapeyi og var oft mjög gaman hjá okkur við ýmsa leiki. Það er erfitt að trúa því að hann hafí kvatt þennan heim svo ungur, aðeins þrettán ára gam- all. Ég mun ætíð eiga góðar minning- ar um okkar skemmtilega tíma sam- an. Ég bið guð um að styrkja for- eldra þína og sytkini og aðra ætt- ingja í sorg sinni. Þinn vinur. Kristinn Þór Erlendsson Garði. Elsku Siggi minn, mínar fyrstu minningar af þér eru úr heimsóknum mínum til ömmu okkar og afa í Vestmannaeyjum þegar ég var á menntaskólaárunum. Þú hefur verið á þriðja ári og við fórum í göngutúr hönd í hönd niður á bryggju. Þar rákumst við á tvo skólabræður mína sem komnir voru til Eyja á Þjóðhá- tíð og urðu þeir hissa að sjá mig með lítið barn. Þar sem þú varst með sama dökka slétta hárið og Róbert bróðir og þér svipaði til fjöl- skyldu okkar töldu þeir að þú værir sonur minn. Ég leiðrétti ekki þann misskilning enda hafði ég ekkert á móti því að þeir teldu svo vera, stolt að því hve stilltur og góður þú varst á meðan ég spjallaði við þá. Þar sem aldursmunurinn á okkur var mikill kynntist ég þér öðruvísi en hinum frændsystkinunum og fékk tækifæri til að fylgjast með þér vaxa úr grasi. Þú varst fljótt sjálfstæður, kraftmik- ill og fjörugur og aldrei bar á yfir- gangi eða frekju, heldur einkenndi blíða alla þína hegðun. Þó ég hafi ekki búið í Eyjum og séð þig á hverjum degi, hittumst við reglulega þegar ég kom í heimsókn til ömmu og afa á Faxó. Ég var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en þú varst mættur og var alltaf jafn gaman að sjá þig, þar sem mér fannst ég eiga svolítið í þér. Maður gerir ekki ráð fyrir að litli frændi fari á undan, var það því ólýsanlegt áfall þegar þú fórst. Erf- itt er að skilja og sætta sig við það sem gerðist, þar sem þú áttir allt lífið fyrir höndum. En nú ert þú kominn á annan stað þar sem ég veit að ég mun hitta þig aftur. Elsku Svenni, Leifa, Elia Dóra, Svandís, amma og afi, megi þið öðl- ast styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Þorbjörg. Sigurður Helgi var mjög góður og skemmtilegur 13 ára strákur. Hann var alltaf mjög fjörugur og til í allt. Við vorum nýkomin úr skíðaferða- lagi í Bláfjöllum og vorum þar í tvo daga og þijár nætur. Það var mjög gaman og hann var mjög ánægður. Hann talaði mjög mikið eftir á hvað það var rosalega gaman og allir hefðu verið mjög góðir vinir. Með þessum orðum ætla ég að minnast bekkjarfélaga og vinar og ég bið Guð um að blessa Sigurð Helga, Þórleifu, Svein, Ellu Dóru og Svandísi á þessum erfiðu tímum. Iris Sigurðar. Sigurður Helgi Sveinsson. Bless- uð sé minning hans. Við vottum ykkur alla okkar samúð. Yfír dimm höf yfír djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Þórir og Gunnar Þór. ___________________MINMIWGAR SIGURÐUR HELGISVEINSSON + Kristjana Sig- finnsdóttir fæddist á Gríms- stöðum i Mývatns- sveit 5. október 1903 og lést á sjúkrahúsi Húsa- víkur 12. maí 1994. Foreldrar hennar voru Sigfinnur Sig- urjónsson og Þór- unn Guðmundsdótt- ir. Hinn 15. nóv. 1941 giftist Krist- jana Sigurði Krist- inssyni, f. 11. febr- úar 1897, frá Stein- stöðum í Öxnadal. Hann lést 12. júni 1970. Þau eignuðust einn son, Kjartan Þór. Útför Krist- jönu fer fram frá Reykjahlíðar- kirkju í dag. MIG LANGAR að minnast afasyst- ur minnar í örfáum orðum og koma í hugann margar ánægjulegar stundir er ég átti með henni, þó sérstaklega þegar ég var barn og var langtímum saman heima hjá henni. Þá spiluðum við og lásum hvor fytir aðra. Eins sagði Stjana mér ýmsar sögur, bæði af sér og öðrum. Hún sagði mér frá því þegar hún fór á Alþingishá- tíðina 1930. Hún fór gangandi frá Gríms- stöðum í Neslönd og frá Neslöndum á bát í Álftagerði og þaðan á bil til Akureyrar og svo áfram á bíl til Reykja- víkur. Var þetta rúm- lega viku ferðalag og yndislegt í alla staði. Stjana fór líka í Hús- stjómarskólann á Laugum. Hafa henni þótt það góðar og skemmtilegar stundir enda Ijómaði hún í framan þegar hún talaði um þann tíma. Mörg vorin var ég hjá Stjönu og Kjartani syni hennar að hjálpa til í sauðburði og fannst mér að sjálf- sögðu muna töluvert um mig hvað sem svo var í raun, en aldrei var ég látin finna fyrir því að ég bara þvældist fyrir, heldur alltaf þakkað á hveiju kvöldi fyrir hjálpina. Mér er líka mjög minnisstætt þegar komið var að matmálstímum. Þá talaði Stjana alltaf um að fara „að skammta". Þegar komið var að því að borða var mér alltaf boðið að borða með þeim, enda þótt ég byggi í næsta húsi og þótti mér það flott að borða þar. En samt var hængur á, því skeiðar hennar Stjönu voru svo stórar að ég rétt gat komið þeim upp í mig svo ég sótti skeið heim til mín og átti hana hjá Stjönu og þar með var sá vandi leystur. Alltaf gáfum við hvor annarri jóla- og afmælisgjafir. Hennar gjaf- ir voru yfirleitt leistar eða vettling- ar með útpijónaðri átta blaða rós á handarbakinu. En þær sem ég gaf henni voru smíðaðar eftir mig og þá oftast kertastjaki sem ég bjó til úr dálitlum kubb og festi á hann álpappír. Svo var ég með eitt eða tvö trétvinnakefli og stækkaði á þeim götin svo að lítil kerti pössuðu í þau. Þau festi ég á kubbinn og límdi síðan skeljar og smásteina utan á. Ein jólin var gjöfin þó sér- staklega höfðingleg. Eg og frændi minn vissum að fjósaskammelið hennar Stjönu var orðið ræfilslegt. Það var með þremur fótum og þeir í miklu lamasessi. Smíðuðum við nýtt skammel með tveimur vel sterkum fótum og gáfum henni í jólagjöf. Hún líka margkyssti okkur og þakkaði fyrir þessa miklu gjöf. Stundum spilaði Stjana fyrir mig á munnhörpu og ég söng með. Það var oft ansi gaman hjá okkur þá og mikið hlegið því ég kunni ekki alltaf bæði lag og texta. Minning- KRISTJANA SIGFINNSDÓTTIR amar eru bæði margar og ljúfar en að endingu vili ég þakka þér, elsku Stjana mín, fyrir ógleyman- legar stundir með þessum ljóðlínum eftir Friðrik bróður minn: Frelsarans þú fetar slóð fylgir tímans vana. Kveðjum við þig klökk og hljóð kæra góða Stjana. Krökkum þeim sem kynntust þér kærleiks jóst af brunni. Gæfa sú og gleði er geymd í minningunni. Ég þakka þér alla þá ómældu stund sem áttum er lít ég til baka. Og nú ertu gengin á feðranna fund er fagnandi móti þér taka. (F.S.) Þín frænka, Elín Steingrímsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Þegar ég frétti lát Stjönu afa- systur minnar kom mér í hug þetta vers. Vissulega á ég margs að minn- ast og margs að sakna, en fyrst og fremst heilmargt að þakka. Elsku Stjana mín. Allar þær ótelj- andi stundir sem þú umbarst stelpu- fiðrildið sem aldrei var kyrrt, en spurði í sífellu og krafðist svara. Alltaf hafðir þú tíma, hvað sem þú varst að gera. Mikið óskaplega fannst mér gam- an þegar ég fékk að greiða á þér hárið, vefja það upp í hnakkann og festa síðan með spennum. Það var orðinn fastur liður í heimsóknunum til þín, og að spila síðan stelpuspil á eftir. Hlýi hugurinn sem hún Stjana mín bar til mín hefur fylgt mér og fjölskyldu minni allt til þessa dags. Ofáa loþasokka var hún búin að pijóna á manninn minn og bömin og rósavettlinga handa mér. Börnin mín senda ömmu Stjönu hlýjar kveðjur og þakka fyrir allt og sérstakar kveðjur eru frá Lísu og Rósu. Margs er að minnast og gott að eiga góðar og fallegar minningar til að brosa og jafnvel hlæja að. Minningarnar um þig, Stjana mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Sigfríður Steingrímsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.