Morgunblaðið - 21.05.1994, Page 34
34 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIUGAR
KRISTIN JONSDOTTIR
OG ÁSGEIR JÓNASSON
+ Kristín Jónsdóttir var fædd
á Barmi á Skarðsströnd
hinn 21. maí 1896. Hún Iést á
Hrafnistu í Hafnarfirði 11. maí
síðastliðinn, tæplega 98 ára að
aldri. Foreldrar hennar voru
Sigríður Marín Jónsdóttir og
Jón Jónsson, söðlasmiður frá
Skriðuhóli í Dölum. Þar ólst
Kristín upp til unglingsára, en
þá fór hún að heiman til að
vinna fyrir sér, fyrst í Flatey á
Breiðafirði, síðar í Reykjavík,
við hin ýmsu störf er til féllu.
Útför hennar fer fram frá
Bíldudalskirkju í dag. Ásgeir
Jónasson var fæddur í Álfta-
mýri við Arnarfjörð hinn 18.
september 1896. Hann lést 5.
nóvember 1984. Ásgeir var son-
ur hjónanna Jónasar Ásmunds-
sonar og Jónu Ásgeirsdóttur.
Tveggja ára gamall fluttist
hann með foreldrum sínum að
Reykjarfirði í sömu sveit og við
þann stað __ var hann jafnan
kenndur. Ásgeir og Kristín
gengu í hjónaband árið 1931
og stofnuðu þau heimili sitt á
Bíldudal. Börnin urðu fimm:
Fjóla, Jóna, Baldur, Sjöfn og
Ingvar. Auk þess átti Kristín
dótturina Hjördísi Þórarins-
dóttur, sem ólst upp hjá föður
sínum.
ÞAÐ ER vor í lofti og bjart yfir
hér í borginni, þegar ég skrifa
þessar línur á fögrum maídegi,
eftir rysjóttan vetur. Hugurinn
leitar vestur í Arnarfjörð, vestur
til hinna tignarlegu fjalla sem
umlykja þennan fagra fjörð.
Fyrstu kynni mín af tengdafor-
eldrum mínum, Kristínu Jónsdótt-
ur og manni hennar Ásgeiri Jónas-
syni, voru fyrir 40 árum, er ég
kom á heimili þeirra í Bíldudal.
Mér varð strax hlýtt til þessara
mætu hjóna, enda einkenndist
heimilislífið af alúð og nærgætni,
en var laust við átölur og karp.
Aldrei var haliað orði, heldur réð
t
EYMUNDUR TORFASON,
lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar þann 19. maí 1994. Jarðarförin aug-
lýst síðar.
Aðstandendur.
t
JAKOBÍNA ÁMUNDADÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið,
Kópavogi,
andaðist að kvöldi 19. maí.
Aðstandendur.
t
Systir ókkar,
GUÐRÚN SVANA THEÓDÓRSDÓTTIR,
Aragötu 6,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 16. maí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. maí
kl. 13.30.
Ásta Theódórsdóttir,
Skúli Theódórsson.
t
Hjartkær eiginkona mfn, móðir, tengdamóðir og amma,
NANNA DÍSA ÓSKARSDÓTTIR,
Erluhólum 1,
Reykjavík,
lést á gjörgaesludeild Landspítalans að kvöldi 19. maí.
Halldór Geir Lúðviksson,
Lúðvik Thorberg Halldórsson, Jóna Sigríður Þorleifsdóttir,
Guðríður Halldórsdóttir, Sveinn Óskarsson,
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, Gísli Björnsson
og barnabörn.
t
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR HANNES KETILSSON,
nemi,
Þjóttuseli 6,
fórst af slysförum 15. maí í Bangkok á Thailandi.
Auður Ásta Jónasdóttir,
Kristján Ketilsson,
Bára Agnes Ketilsdóttir,
írunn Ketilsdóttir,
Steinunn Ketilsdóttir,
Jónas Ketilsson
Ketill Arnar Hannesson,
Jón Einarsson,
Bragi M. Reynisson,
Grétar J. Jónsteinsson,
og systkinabörn.
eindrægni um allt. Nú
þegar þau eru bæði
gengin þann veg sem
okkur er öllum búinn
langar mig að minn-
ast þeirra örfáum orð-
um.
Um 18 ára aldur
fluttist Kristín vestur
;;♦» í -Arnarijiirð og fljót-
lega settist hún að á
Bíldudal, en þangað
var hún komin til að
sinna líknar- og
hjúkrunarstörfum.
Þar átti hún heima
alla tíð síðan, ýmist í
þorpinu sjálfu eða inni í dalnum,
en þar ráku þau hjónin búskap
um árabil, fyrst á Hóli og síðar á
Litlu-Eyri. Eftir að maður hennar,
Ásgeir, lést, bjó hún ein í húsinu
þeirra á Bíldudal um átta ára
skeið, eða þar til fyrir um tveimur
árum að hún fluttist á Hrafnistu
í Hafnarfirði og naut þar góðrar
aðhlynningar til hinstu stundar.
Kristín var alla tíð mikil
dugnaðar- og atorkukona. Henni
var gefin fádæma líkhamshreysti,
hafði tæpast orðið misdægurt alla
ævina, þrátt fyrir strit og erfið-
leika oft og tíðum.
Ungur að árum kom Ásgeir
Jónasson til Bíldudals og hóf fljót-
lega sjósókn á skútum, og síðar
togurum. Varð hann fljótt eftir-
sóttur til þeirra starfa sakir dugn-
aðar og verklagni og var jafnan í
skiprúmi með landsþekktum afla-
mönnum, sem á þeim árum gátu
valið úr hópi vaskra sjómanna.
Um 1940 hætti Ásgeir sjó-
mennsku og gerðist bóndi, enda
mjög hneigður til búskapar og lét
sig alla tíð málefni bænda miklu
varða. Er hann hætti búskap,
stundaði hann ýmsa vinnu á Bíldu-
dal, aðallega við fiskvinnslu, og
vann oft langan og strangan
vinnudag fram yfír áttræðisaldur.
Hann var dæmigerður fulltrúi
þeirrar kynslóðar, sem með fá-
dæma atorku og þrautseigju hefir
byggt þann grunn, sem núverandi
velmegun í þjóðfélaginu hvílir á.
Ásgeir og Kristín urðu fljótt
vinsæl og vinamörg, enda var jafn-
an gestkvæmt á heimili þeirra og
hjónin þekkt fyrir léttar og glað-
værar umræður.
Sá harmur var að íjölskyldunni
kveðinn í febrúar árið 1943 er
Fjóla, elsta dóttirin, fórst með
mótorbátnum Þormóði ásamt unn-
usta sínum. Það var þó Ijós í sort-
anum að þau létu eftir sig korna-
barn, son, er hlaut nafn foreldra
sinna. Gunnlaugur Fjólar ólst upp
í faðmi afa og ömmu, yngstur í
hópnum.
Þau Ásgeir og Kristín voru alla
tíð afar samhent hjón, hjálpfús
með afbrigðum og vildu hvers
manns vanda leysa. Hjónaband
þeirra var mjög hamingjusamt allt
til að dauðinn aðskildi þau.
Eg á margs að minnast frá ótal
samverustundum með Ásgeiri og
Kristínu og fólki þeirra. Fyrir þær
þakka ég af heilum huga. Ég bið
þeim blessunar í nýjum heimkynn-
um. Ástvinum þeirra öllum votta
ég innilega samúð.
Ingólfur Arason.
Ég er á langferð um lífsins haf,
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf,
ég glaður fer eftir henni.
Þessi byijun á sálmi er sá sem
Kristín söng sem vögguljóð fyrir
bömin sín lítil þegar eiginmaður-
inn var á sjó, sálmurinn er nokkur
vers. Rifjaðist hann upp fyrir mér
er ég frétti andlát tengdamóður
minnar, sem kom ættingjum henn-
ar ekki á óvart. Gerðum við okkur
ljóst að lífshlaupi hennar var senn
að Ijúka. Aldurinn orðinn hár og
hún búin að ljúka löngu dagsverki.
Stína bjó í Flatey í þijú ár og
minntist hún oft veru sinnar þar.
Stundaði hún fiskvinnu og sjó-
róðra frá Steinanesi í Arnarfirði
ásamt ýmsum öðrum störfum,
m.a. við ræstingar í barnaskóla
Bíldudals, þar til hún var níræð.
Miklu ævintýri lenti hún í er hún
ætlaði á síld á Hjalteyri árið 1916.
Var þá siglt með skipinu Flóru,
sem var með norskri áhöfn, og
fengu farþegarnir að vera í lest-
inni. Skipið var hertekið af Eng-
lendingum á leiðinni og sigldu
þeir með það til Leirvíkur og Le-
eds og var það þar í mánuð í haldi.
Var áhöfninni og farþegunum
haldið í skipinu allan þann tíma.
Þegar heim var komið aftur var
síldarvertíð að Ijúka. Var mjög
skemmtilegt að heyra hana segja
frá þessari reynslu.
Gestrisni á heimili Stínu og
Ásgeirs var með eindæmum. Aldr-
ei fór neinn af Stínu fundi svang-
ur heldur þvert á móti fullmettur,
slíkt var hennar. Raunar mátti hún
muna tímana tvenna í þeim efnum.
Á bernskuárum hennar var oft
naumt skammtað og lítið til.
Stína var ástrík móðir og amma,
andrík, eljusöm, glaðlynd og
spaugsöm. Hún lifði í ástríku
hjónabandi.
Stína og Ásgeir voru mér góðir
tengdaforeldrar, tóku mér strax
sem sinni eigin dóttur.
Þegar litið er um farinn veg
má segja, að hún hafi verið ham-
ingjukona þótt hún hafi mætt
miklu mótlæti við ástvinamissi, því
að börnum sínum og barnabörnum
var hún mjög stolt af. Minningarn-
ar sækja fram í hugann hver af
annarri um góðar samverustundir.
Bið ég tengdamóður minni bless-
unar á guðs vegum.
Steinunn Bjarnadóttir.
SOLVEIG
EYSTEINSDÓTTIR
+ Sólveig Ey-
steinsdóttir
var fædd að Tjarn-
arkoti í Austur-
Landeyjum 20.
ágúst 1908. For-
eldrar hennar
voru Þorgerður
Jóhannsdóttir og
Eysteinn Gunnars-
son. Sólveig flutt-
ist ung til Vest-
mannaeyja og ólst
þar upp. Hún gift-
ist Óla Frímanns-
syni og eignuðust
þau tvo syni, Ottó
Eyfjörð og Elvar Eyberg. Þau
slitu samvistir. 2. júní 1938
giftist Sólveig Karli Péturs-
syni bónda á Skammbeinsstöð-
um og eignuðust
þau tvö börn, Auði
og Pétur Viðar.
Karl lést 13. febr-
úar 1989. Útför Sól-
veigar verður gerð
frá Marteinstungu-
kirkju í dag.
ÞEGAR komið er að
leiðarlokum hjá elsku-
legri ömmu okkar er
margs að minnast og
allar minningar okkar
um hana eru bjartar í
hugum okkar.
Á sumrin dvöldum
við oft á Skammbeinsstöðum hjá
ömmu og afa og þessi sumur voru
góð. Heimilið var mjög hlýlegt,
allt í röð og reglu, og þar naut
handbragð ömmu sín. Hún vann
hörðum höndum á bænum, jafnt
inni á heimilinu sem við útistörf
og alltaf gekk hún til mjalta,
kvölds og morgna.
Trúin var mjög sterk í hjarta
ömmu og hún missti aldrei af
guðsþjónustu ef messað var í sveit-
inni. Þegar kvölda tók áttum við
krakkarnir að koma okkur í ró og
þá kom amma upp á loft og fór
með bænirnar með okkur, því þeim
mátti ekki gleyma.
Karl bróðir okkar ólst upp hjá
ömmu og afa og býr enn að um-
hyggju þeirra og ástríki.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nlí er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og Ijúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Blessuð sé minning ömmu okkar.
Karl, Matthías, Ævar Leó
og Þorgerður.
ARMANN KRIS TINSSON
+ Ármann Kristinsson fyrr-
verandi sakadómari var
fæddur í Reykjavík 21. nóvem-
ber 1926. Hann lést á heimili
sínu 12. maí síðastliðinn. Útför
hans fór fram frá Dómkirkj-
unni í gær.
GÓÐUR maður er fallinn í valinn.
Það er hann Ármann frændi. Ég
minnist hans sem mikils manns,
sem ég leit upp til fyrir ýmsar
sakir. Hjartagæska hans var ein-
staklega mikil, en það eru orð að
sönnu að hann hafði hjartalag
móður sinnar, ömmu minnar Þóru.
Það er mikil huggun í sorginni,
að hafa slíka engla á himnum til
að vaka yfir sér og gæta. Ég minn-
ist Ármanns fyrir hans mikla
bjarnarfaðm, en þangað leitaði ég
huggunar þegar amma dó. Ár-
mann bjó yfir óhemjumiklum fróð-
leik og var margt hægt að læra
af honum. Gáfur hans voru svo
miklar að nánast var ógjörningur
að hafa við honum í hinum marg-
víslegu leikjum og þrautum hug-
ans. Armann hafði geysigott skop-
skyn og kom hann mér mjög oft
til að veltast um af hlátri. Hann
var auk þess mikill hrekkjalómur
og prakkari. Ármann var af þess-
um kostum afskaplega auðugur
maður. Ármann var lánsamur
maður að eiga ævi með eins yndis-
legri konu og Paulu. Ég hef alltaf
litið á þau sem eitt; Armann og
Paulu frænku, enda áttu þau svo
vel saman. Paula kemur ávallt til
með að eiga sama fasta heimilið
í hjarta mínu. Ég rek margar
minna bestu æskuminninga til
samverustunda minna með þeim
og ég man hve mikið ég hlakkaði
alltaf til þess að heimsækja þau
og vera hjá þeim og Skottu hund-
inum þeirra yfir helgi. Þar fannst
mér ég ávallt velkominn, enda
dekruðu þau duglega við mig. Mér
þykir vænt um minningar frá þeim
fjölmörgu göngutúrum sem við
fórum öll saman, spilastundunum
og öðrum yndislegum samveru-
stundum. Það er gott að eiga
svona fallegar minningar. Þegar
ég minnist Ármanns hlýnar mér í
hjarta og Paula veit að hún á sam-
úð mína alla.
Snorri frændi.