Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þyrlan kemur eftir ár. Skrifa hérna undir Hafsteinn minn . . . Reykjavíkurlistinn Óljóst með skipan í nefndir ENDANLEG ákvörðun um skipan fulltrúa Reykjavíkurlistans í nefndir borgarinnar liggur ekki fyrir. Þó er ljóst að í borgarráði verða Sigrún Magnúsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Pétur Jónsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður ráðsins. . Þá mun Sigrún Magnúsdóttir oddviti listans gegna formennsku í skólamálaráði, Guðrún Ágústsdótt- ir verður forseti borgarstjómar og Guðrún Ögmundsdóttir verður for- maður félagsmálaráðs. Ákvörðun um skipan fulltrúa í nefndir þarf ekki að liggja fyrir, fyrr en á fundi borgarstjómar 16. júní næstkomandi. TREKKA I4CH- 4ra manna tjald Innra tjald 100% bómull. Ytra tjald nælon. 7,85 kg. Verð kr. 14.980 5% staðgrelösluafsláttur, elnnlg af póstkröfum grelddum Innan 7 daga hsímLíFmm GLÆSIBÆ • SÍMI812922 Morgunblaðið/Árni Sæberg JÓANNES Eidesgaard (annar frá vinstri) heimsótti Vog, sjúkra- hús SAA, í gærmorgun. Með honum á myndinni er fylgdarmað- ur hans, fulltrúar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis og Vogs. Heilbrigðisráðherra Færeyja Eðlilegra að líta til f slendinga en Dana HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR íslands og Færeyja em sammála um að, m.a. vegna svipaðra staðhátta, sé ástæða til að auka samstarf landanna á sviði heilbrigðismála. Jóannes Eidesgaard, heilbrigðisráðherra Færeyja, segir að þar séu miklar umræður um heilbrigðismál. Hann telur eðlilegra að Færeyingar líti til íslendinga en Dana á þessu sviði. Jóannes kom í opinbera heimsókn húsa í Færeyjum. Þijú sjúkrahús eru hingað ti! lands í boði Guðmundar Áma Stefánssonar, heilbrigðisráð- herra, á þriðjudag. Hann hefur heim- ,sótt heilbrigðisstofnanir á borð við Heilsugæslustöðuna í Hafnarfirði, Borgarspítala og Vog i því skyni að kynna sér uppbyggingu heilbrigðis- kei’físins og meðferð við áfengissýki. Heimsókninni lauk með kvöldverði á Þingvöllum í gær. Heilbrigðiskerfi frá Dönum Á blaðamannafundi í tengslum við heimsóknina vék Jóannes að ástandi heilbrigðismála í Færeyjum. Hann sagði að efnahagsástand þjóðarinnar hefði valdið því að ástand velferðar- mála hefði ekki verið verra frá síð- ustu heimsstyijöld. Fjármagn hefði verið skorið niður og miklar umræð- ur færu fram um að aðlaga heilbrigð- iskerfið, sem að hluta hefði erfst frá Danmörku, aðstæðum á eyjunum. í því tilliti væri eðlilegt að leita til ís- lendinga enda væru aðstæður í lönd- unum að mörgu leyti svipaðar. Til dæmis hefðu töluverðar umræður skapast um hlutverk héraðssjúkra- í landinu og er rekstrarkostnaður þeirra 3 milljarðar á ári. Jóhannes sagði að fram til 1986 hefðu áfengissjúklingar í Færeyjum verið sendir til meðferðar á Vog, en þá hefðu Færeyingar tekið í notkun eigin meðferðarstofnun. Hann sagði að Vífílsstaðir hefðu vakið sérstaka athygli sína hér. Gagnstætt því sem víða þekktist væri fjölskyldu sjúkl- inga ekki haldið utan við meðferð þeirra. Sjúklingurinn fengi að hitta hana og væri ekki haldið utan við venjubundið líf, t.d. með banni við að fylgjast með útvarpi og sjón- varpi. Jóhannes sagðist ætla að kynna þessa aðferð í Færeyjum. Guðmundur Ámi lýsti yfír ánægju sinni með heimsóknina. Jóannes væri fyrsti ráðherrann til að heim- sækja ráðuneytið frá stofnun þess árið 1970. Heimsóknin var að hans dómi gagnleg og hann sagði að fram hefði komið að ástæða væri til að kanna hvort íslendingar gætu að- stoðað Færeyinga vegna skorts á heilsugæslulæknum. Landsvirkjun græðir landið 5.700 hektarar lands græddir á þrjátíu árum Þegar hafist var handa við byggingu Búrfellsvirkjunar fyrir um 30 árum ákváðu forsvarsmenn Landsvirkj- unar að sjá til þess að bætt yrði úr því jarðraski sem óhjákvæmilega fylgir virkjunarframkvæmdum. Nú 30 árum síðar hefur Landsvirkjun ein eða í samstarfí við aðra ræktað 5.700 hektara lands á virkjunarsvæðum norðan- lands og sunnan. Þá hefur Landsvirkjun rekið sumar- vinnuflokka skólafólks til að sjá um viðhald á gróðri við virkjanir og plöntun á tijám og öðrum gróðri. Eru rúmlega 200 unglingar ráðnir á hveiju sumri til þessara starfa. Reynt hef- ur verið að fella fræðslu- starf m.a. um umhverfísmál og umgengni við landið inn í vinnuna. „Byggingu vatns- og jarðgufu- virkjana fylgir röskun á landi og umhverfíð breytir um svip. Vatns- aflsvirkjanir þurfa yfírleitt miðlun- arlón og séu þau staðsett í grónu landi er afleiðingin gróðureyðing. Umhverfísmál hljóta óhjákvæmi- lega að verða veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækis eins og Lands- virkjunar,“ sagði Halldór Jónatans- son forstjóri. „Fyrir tæpum 30 árum, árið 1966, þegar hafist var handa við byggingu Búrfellsvirkj- unar var umræða um umhverfis- mál ekki í brennidepli. En menn höfðu engu minni áhuga en nú á umhverfi sínu og vilja til að bæta það.“ Sagði hann að við byggingu Búrfellsvirkjunar hafi nýtt land verið numið í Þjórsárdal. Nauðsyn- legt hafi verið að byggja um 15 km langan uppbyggðan veg að virkjunarstað við Sámsstaðamúla frá efstu bæjum í byggð og reisa þar bústaði fyrir hundruð manna. „Allur dalurinn var sem eyði- mörk á þeim tíma eftir eldgos í Heklu á síðustu öldum og þrátt fyrir friðun dalsins frá 1937 hafði ekki tekist að auka gróðurþekju svo nokkru næmi,“ sagði Halldór. „Landsvirkjun hófst handa við umfangsmikla ræktun í dalnum stráx við upphaf virkjunarfram- kvæmda til að fegra og bæta nán- asta umhverfi virkjun- -------- arinnar. Með þessu Skólafólk sér átaki tókst að hefta „ öskufok í dalnum að um ræktun og Halldór Jónatansson ) ►HALLDÓR Jónatansson, for- sfjóri Landsvirkjunar, fæddist hinn 21. janúar 1932 í Reykja- vík. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1956, MA prófi í alþjóðarétti og al- þjóðaviðskiptum árið 1957 frá Fletcher School of Law and Diplomacy, Medford, Mass., Bandaríkjunum. Halldór var fulltrúi í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu l.júlítil 1. sept- ember árið 1957. Fulltrúi í við- skiptaráðuneytinu 1. september 1957 til 1. júní 1962 er hann var skipaður deildarstjóri í ráðuneytinu. Hann varð skrif- stofustjóri Landsvirkjunar 26. október 1965. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar 16. desember 1971 til 1. maí 1983 og forstjóri Landsvirkjun- ar frá 1. maí 1983. Halldór hef- ur átt sæti í stjórn Sambands íslenskra rafveitna síðan 1983. mestu leyti.“ Hekla gaus 1970, nokkrum viðhald árið dögum eftir að vígsla virkjunarinnar hafði farið fram en sem betur fer fór allt vel og engar skemmdir urðu á virkjun- inni þrátt fyrir öskufall. Upp- græðslu var haldið áfram í dalnum og eldri gróður náði auk þess að spretta upp úr vikursköflunum. Er nú svo komið að gróðurþekjan hef- ur margfaldast og er um 400 hekt- arar við Búrfell og um 600 hektar- ar meðfram þjóðveginum. Við byggingu Hrauneyjafoss- og Sigölduvirkjana fór nokkurt gróð- urlendi undir vatn. í þess stað hafa verið ræktaðir upp um 300 hektar- ar af örfoka landi og er það veru- lega stærra land en það gróður- lendi sem fór undir vatn. „Við byggingu Sultartangastíflu fóru um 80 hektarar gróins lands undir vatn,“ sagði Halldór. „í stað þessa gróðurs hafa verið ræktaðir upp um 250 hektarar meðfram þjóð- veginum ofan Búrfellsstöðvar. Jafnframt hefur stöðugt verið lögð áhersla á að fegra og græða upp nánasta umhverfi virkjananna. Nýjasta átakið er ræktun land-,' græðsluskóga undir hlíðum Búr- fells sem Landsvirkjun hófst handa við fyrir tveimur árum.“ Veigamesta verkefni Lands- virkjunar við uppgræðslu til þessa hefur verið við Blönduvirkjun. „Við' gerð virkjunarsamnings um Blönduvirkjun árið 1982: var eitt meginatriði hans; að rækta skyldi upp allt að 3.000 hektara örfoka lands á Auðkúluheiði og “” Eyvindarstaðaheiði sem beitarland í stað þess gróðurs sem færi undir miðlunarlón virkjunar- innar,“ sagði Halldór. „Efasemdir voru uppi um að þessi uppgræðsla gæti heppnast þar sem hún er í 500 til 600 metra hæð yfir sjó; Árangur varð hins vegar mun betri en menn þorðu að vona. Uppskera hefur orðið svipuð eða meiri en ráð var fyrir gert og mun meiri síðustu ár en sá gróður gaf sem fór undir miðlunarlón." Fram til þessa hefur árlega verið borinn á áburður eri líkur benda til að unnt verði að draga úr áburðargjöf á næstu árum. Uppgræðslusvæðin vegna Blönduvirkjunar eru um 4.500 hektarar að stærð og gróðurþekja þessa svæðis samsvarar um 2.700 hekturum algróins lands. Loks ber að minnast samstarfs-, verkefnis Landgræðslunnar, Landsvirkjunar og Skútustaða- hrepps um uppgræðslu í Krákár- botnum. Ræktunin hófst árið 1983 og eru þessi uppgræðslusvæðj 1.450 hektarar. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.