Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Efasemdir um notkun gamalla rússneskra flugvéla í Kína Þotan ekki faríð í skoðun frá 1992 Peking. Reuter. KÍNVERSKA farþegaþotan sem splundraðist á flugi síðastliðinn mánudag, með þeim afleiðingum að allir um borð fórust, hafði ekki farið í reglu- bundna ársskoðun síðan árið 1992, og verið flogið rúmlega 2.800 tíma síð- an þá. Gert hafði verið við bilanir í henni þrem dögum áður en hún fórst. Fréttaskýrendur telja líklegt að slysið veki alvarlegar spurningar um rétt- mæti þess að nota gamlar rússneskar flugvélar til þess að bregðast við brýnni þörf fyrir vélar í Kína. Reuter Vopnuð kona úr liði Suður Jemen við landamæragæslu í Aden. Lið Norður-Jemena hélt uppi árásum á borgina í gær. Litlar breytingar á vígstöðunni í Jemen Olíu- og vatns- skortur Aden, Sanaa. Reuter. HERLIÐ Norður-Jemena hélt uppi árásum á hafnarborgina Aden í Suður-Jemen í gær en vígstaðan í borgarastyrjöldinni í landinu hefur lítið breyst síðustu daga. Stjórnin í Sanaa í norðurhlutanum boðaði einhliða vopnahlé, sem átti að hefj- ast um miðjan dag í gær, en ólík- legt þótti, að það yrði haldið. Skortur er á olíu í Aden eftir að olíuhreinsunarstöðinni þar var lokað og einnig er farið að skorta vatn vegna skemmda á vatns- veitunni og vatnsleiðslum til borg- arinnar. Tugþúsundir manna hafa flúið þangað undan stríðsátökun- um og eru þar nú rúmlega 400.000 manns, sem verða að treysta á það vatn, sem unnt er að fá úr brunn- um. Herforingjar sunnanmanna bera sig samt vel og segjast hafa næogt lið til að verja borgina reyni norðanmenn að ná henni á sitt vald. Ali Abdullah Saleh, forseti Norður-Jemens, boðaði í gær vopnahlé, sem taka átti gildi sam- dægurs, en vopnahléið, sem hann ákvað fyrr í vikunni, var alls ekki virt. Segja sunnanmenn, að Saleh sjálfur hafi skipað mönnum sínum að standa ekki við það. Þeir sam- þykktu þó vopnahléstilboð norðan- manna. TASLIMA Nasrin, 32 ára rithöfund- ur frá Bangladesh, er nú á flótta undan lögreglu þar í landi, vegna þess að yfirvöld gefa Nasrin að sök að hafa gagnrýnt íslamska trú og þá helgu bók Kóraninn. Sagði dóms- málaráðherra landsins að Nasrin skyldi hljóta mpðferð „samkvæmt Iandslögum“. Bókstafstrúarmenn hafa krafist dauðadóms yfir Nasrin. Móðgandi bók Yfirvöld í Bangladesh hafa bann- að bók hennar, Skömm, á þeim for- sendum að hún sé móðgun við trú múslima og þar sé farið með lygar um þjáningar hindúa, sem eru í minnihluta í Bangladesh. * Norska dagblaðið Aftenposten greinir frá því að Nasrin hafi orðið kunn sem „kvenkyns Salman Rush- die“ þegar hópur bókstafstrúar- manna Iýsti hana réttdræpa í fyrra, og hétu sem svarar 100 þúsund Framkvæmdastjóri kínverska flugfélagsins, Gao Junyue, sagði í viðtali við Kínverska Dagblaðið, að þetta væri í fyrsta skipti í kín- verskri flugsögu að farþegaþota hafi splundrast á flugi. Sagði hann að bilana hefði orðið vart í þessari tilteknu flugvél, sem var rússnesk ÍSRAELSKI hermaðurinn Ido Dekel komst undir læknishend- ur í tæka tíð í gær eftir að pal- estínskur árásarmaður réðist að honum með hnífi skammt frá skrifstofu Yitzhak Rabins, for- króna verðlaunum hverjum þeim sem næði að fullnægja dómnum. Eftir það naut hún verndar lögreglu í Dhaka. Andvíg trúarbrögðum og hjónabandi Indverskt dagblaði hafði í síðustu viku eftir Nasrin að það þyrfti að „endurskoða Kóraninn rækilega“. „Enginn framfarasinnaður maður né kona ætti að hafa trúarbrögð," af gerðinni Túpolev 154, þann 3. júní, en gert hefði verið við þær og eftir reynsluflug hefði vélin verið talin flughæf. Flugið síðastliðinn mánudag var það fyrsta eftir við- gerðirnar. Að sögn Gao hafði vélin fengist frá ónefndu rússnesku fyrirtæki, og sætisráðherra, í Jerúsalem. Var Dekel stunginn í bakið og sést hnífurinn í sárinu, en læknar búa sig undir að gera að sárum hans. Arásarmaðurinn komst undan. var haft eftir henni. „Og hjónaband leiðir ekki til neins nema þrældóms fyrir konur.“ Kvennasamtök Bangla- desh hafa gagnrýnt Nasrin fyrir „ógætilegar yfirlýsingar", en vara við því að bókstafstrúarmenn kunni að nota sér upphlaupið gegn henni til þess að ýta undir ofbeldi og stjórn- málaólgu. Badruddin Omar, einn framfara- sinnaðasti rithöfundur í Bangladesh og fyrrum aðdáandi Nasrin, er á hefði þá verið búið að fljúga henni um 10 þúsund klukkustundir, sem telst þriðjungur þess sem búast má við að vélin endist. Sagði Gao að rússneski framleiðandinn hefði sagt að Túpolev 154 teldist „ný“ eftir 10 þúsund stunda flug. Framleiðandinn hefði orðið við beiðni Kínveija um að senda rannsóknarmenn. Eftirspurn eftir flugferðum í Kína hefur aukist um 20 prósent árlega að undanförnu, og einungis fáeinum klukkutímum fyrir slysið á mánudag höfðu yfirvöld í Peking tilkynnt um kaup á fimm Túpolev 154 frá tímum Sovétríkjanna. Prestar og biskupar myrtir í Rúanda Kigali, Páfagaröi. Reuter. KAÞÓLSKI erkibiskupinn í Kigali, höfuðborg Rúanda, 21 kirkjunnar maður annar og 63 óbreyttir borg- arar voru myrtir fyrir nokkrum dögum. Stóðu hvorirtveggju, upp- reisnarmenn og stjórnarhermenn, að fjöldamorðunum. Jóhannes Páll páfi hefur skorað á ríki heimsins að binda enda á hryllinginn í land- inu. Starfsmenn Sameinuðuð þjóð- anna hafa heimildir um, að stjórnar- hermenn hafi myrt níu presta og 63 óbreytta borgara í kirkju í einu hverfi Kigaliborgar 6. júní en áður hafði útvarp uppreisnarmanna við- urkennt, að liðsmenn Föðurlands- fylkingarinnar hefðu myrt 13 presta, þar á meðal erkibiskupinn, fyrir sunnan borgina. Jean-Guy Plante majór og talsmaður eftirlits- sveita SÞ í Rúanda sagði, að þessir atburðir sýndu hve nauðsynlegt væri að fyrirhugaður liðsauki 5.500 manna kæmi fljótlega til landsins. Páll páfi hefur beðið ríki heima að stöðva blóðbaðið í Rúanda strax og franska stjórnin hefur fordæmt voðaverkin og krafist þess, að stjórnarhermenn láti lausan prest- inn Andre Sibomana en hann er einnig formaður blaðamannafélags- ins í Rúanda. annarri skoðun. Hann segir Nasrin vera útsendara öfgamannanna. „Hún hefur í raun, með hneykslan- legum og ruddalegum skrifum sín- um, veitt samtökum í Bangladesh og á Indlandi lið. Þau þurfa mjög á henni að halda,“ sagði hann í blaða- grein á þriðjudaginn. Hann lýsti Nasrin sem „léttvægri", og skoraði á rithöfunda og menntamenn að standa gegn henni. Áhyggjur mannréttindasamtaka Blöð í Dhaka greindu frá því í gær að Amnesty International og fleiri mannréttindasamtök hafi lýst áhyggjum sínum útaf öryggi afkomu Nasrin. Lögregla í Dhaka neitar því að Nasrin hafi hugsanlega flúið land, og telur hana vera í felum í borg- inni. Hún heimsótti Indland og Frakkland í síðasta mánuði, en vinir hennar segja hana ekki vilja flytjast á brott frá Bangladesh. Peres og Hussein á leynifundi? ÍSRAELSK- UR þingmaður fullyrðir að Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels og Hussein Jórdaníukon- ungur hafi hist á leynifundi í London fimm dögum áður en ísraelar og Jórdanir til- kynntu að þeir hefðu náð samkomulagi um mikilvæg skref í friðar- átt. Talsmenn Peresar neita þessu, en ráðamenn í Israel hafa hvað eftir annað borið til baka fréttir um að þeir hafi hitt Jórdaníukonung á laun. Þingmaðurinn ísraelski sagði að friðarviðræðurnar við Jórdaníu væru ákaflega mikil- vægar og ekki ættu ekki að fara leynt. Lekií Tsjernobyl GEISLAVIRKT vatn lak úr geymslutanki fyrir notað kjarnaeldsneyti við Tsjernobyl á þriðjudag en úkraínsk yfir- völd tilkynntu um atkvikið í gær. Að sögn þeirra telst það vera 0-1 stig á sjö stiga mæli- kvarða yfír hversu alvarleg kjarnorkuslys eru. Domingo til Washington- óperunnar? LÍKUR benda til þess að Placido Dom- ingo, einn fremsti óperu- söngvari heims verði útnefndur listrænn stjórnandi við Washington- óperuna, en búist. er við opinberri tilkynn- ingu um valið í lok júní. Hafa bandarísk dagblöð eftir tals- manni söngvarans að viðræður hafi átt sér stað en ekki liggi fyrir samningur. Maður beit snák INDVERSKUR bóndi brá við skjótt er hann var bitinn af snáki, sökkti tönnunum í skrið- dýrið og drap það. Bóndinn var fluttur í skyndi á spítala, þar sem hann lést skömmu síðar. Metupphæð fyrir könnur TVÆR kínverskar postulíns- könnur, sem voru í eigu Marie- Antoinette Frakklandsdrottn- ingar, voru seldar á uppboði í London fyrir metupphæð í gær. Fóru könnurnar á sem svarar til 105 milljóna króna og hefur aldrei fengist hærri upphæð fyrir franska skraut- muni að sögn uppboðshaldar- anna, Christie’s. Kvenréttindakona á flótta undan lögreglu og bókstafstrúuðum í Bangladesh Dhaka. Reuter. „Kvenkyns Rushdie“ Reuter Stunginn í bakið Hussein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.