Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ 50x70 cm Reykjarvíkurvegi 72 Hafnarfiröi Auöbrekku 3 Kópavogi Noröurtanga 3 Akureyri Skeifunni 13 Reykjavík Hi | 1 1 rn * TILBOB* TILBOÐ* TIL B 0 Ð afe ______AÐSEIMPAR GREIMAR___ Hið rétta andlit Moggans? Athugasemdir við Reykjavíkurbréf frá 5. júní í _ REYKJAVÍKUR- BRÉFI 5. júní sá rit- stjóm Morgunblaðsins ástæðu til þess að senda verkalýðsleið- togum innan ASÍ tón- inn vegna neikvæðra viðbragða þeirra við ályktunum frá aðal- fundi VSÍ. Umíjöllunin í Reykjavíkurbréfinu er með þeim hætti að ég tel hana alvarlegt stíl- brot í þeirri viðleitni Morgunblaðsins að reyna að teljast tiltölu- lega óháður fjölmiðill. Fallið í gryfjur í Reykjavíkurbréfinu felluf Morgunblaðið í ýmsar gryfjur. í fyrsta lagi í þá gryfju að fjalla um skýrslu eins og þessa frá OECD og hugmyndir VSÍ án allrar gagnrýni og taka sem heilagan sannleika. Oft er reynt að setja einhvern óháð- an, vísindalegan, hagfræðilegan stimpil á skýrslur eins og þessa. Það er þó langt frá því að úrlausn- ir þær sem bent er á í skýrslunni séu óumdeildar. Innhald skýrslunn- ar túlkar einungis skoðanir meiri- hluta sérfræðinga og ráðamanna samtakanna og eru langt frá því að vera heilagur sannleikur. Það er langt frá því að til sé einhver ein ákveðin vísindalega rétt hag- stjóm. Skoðunum um velgengni Banda- ríkjamanna á vinnumarkaðssviðinu er líka tekið gagnrýnislaust. Það er athyglisvert að skoða hvers kon- ar störf hafa verið sköpuð í Banda- ríkjunum á undanförnum ámm, hvaða kjör þau hafa boðið upp á og hve mikið þau hafa fært Banda- ríkin fram á vegin. Sannleikurinn er sá að störfín eru hlutastörf, tíma- bundin, illa launuð og í greinum þar sem framleiðni er mjög lág. Þau hafa því ekki fært Bandaríkin fram á veginn efnahagslega séð heldur aukið mun á milli ríkra og fátækra gífurlega og þar með einnig fátækt- ina. í öðru lagi fellur Morgunblaðið í þá gryfju að bera aðstæður hér á landi við aðstæður meðal þjóða sem við getum ekki borið okkur saman við. Allir vita að aðstæður hér eru mjög sérstakar fyrir samfélag þjóð- anna. Þannig er samanburður milli okkar og þjóða Suðaustur Asíu eða Austur Evrópu að flestu leyti út í hött nema því aðeins að Morgun- blaðið mæli með því að færa lífs- kjör hér á landi til allt annarrar vjðmiðunar en við höfum haft gagn- vart nálægum löndum. Slíkt myndi þýða þróun til baka um marga ára- tugi. Gagnrýnislaus umfjöllun í Reykjavíkurbréfínu tekur Morgunblaðið gagnrýnislaust undir sjónarmið erlendra hægriafla og atvinnurekenda og gerist dómari varðandi málefni vinnumarkaðar Þessi mál eru flóknari en svo að um þau sé hægt að fjalla í stuttri grein. Morgunblaðið gerir mikið úr skoðunum forsvarsmanna fisk- vinnslunnar varðandi skipulag vinnutíma og fellur reyndar í þá gryfju að spyrja hvaða hag verka- lýðsfélögin hafí af því að flytja fisk- vinnsluna á haf út. Spurning af þessu tagi er auðvitað út í hött. Það hefur aldrei verið markmið verkalýðshreyfingarinnar að flytja fískvinnsluna á haf út. Þeir sem hafa haft greiðan aðgang að fjár- magni hafa hins vegar talið sig geta fengið betri arð af þannig leið- um í stað þess að efia atvinnulíf í landi. Spumingin um kostnað vegna yfir- vinnu snýr greinilega allt öðru vísi við for- svarsmönnum versl- unarinnar í Reykjavík en fískvinnslunni. í Reykjavík hafa at- vinnurekendur lagt mikla áherslu á að lengja opnunartíma verslana og virðast í því sambandi ekki hafa horft mikið á 80% yfirvinnuálag eða vaktavinnuálag eins og fiskvinnslan virðist vera farin að gera nú. Forsvarsmenn Versl- unarmannafélags Reykjavíkur hafa ítrekað bent á að heildarviðskipti aukast ekki með lengri opnunar- tíma. Þessi staðreynd leiðir hugann að skipulagi atvinnurekstrar hér á landi sem mætti bæta mjög mikið, bæði fyrirtækjunum og launafólki til hagsbóta. Morgunblaðið virðist hins vegar telja, m.a. á grundvelli OECD skýrslunnar, að atvinnurek- endur hér á landi séu frjóir og hug- myndaríkir, en verkalýðsforystan streitist á móti því sem horfír til framfara. í Reykjavíkurbréfinu segir m.a. að það sé löngu liðin tíð að níðst sé á launþegum. Gott væri ef svo væri. Því miður er ég hræddur um að margir úr röðum launafólks séu ekki sammála þessu og telji ýmsa atvinnurekendur hafa notfært sér erfítt atvinnuástand til þess að ná sínu fram á kostnað starfsmanna. Má þar m.a. benda á’það, sem höf- undur Reykjavíkurbréfsins reyndar nefnir líka, en telur vera sök verka- lýðshreyfingarinnar, að ýmsir at- vinnurekendur reyna sífellt að pína launafólk til þess að gerast undir- verktakar til þess að hafa af því umsamin réttindi og kjör. T.d. at- vinnuleysisbætur og veikindarétt. Sjóðamyndunin Höfundur Reykjavíkurbréfsins spyr hvort ekki sé skynsamlegra að draga úr „gífurlegri sjóðamynd- un verkalýðsfélaganna" og auka þar með atvinnuöryggi, með því að draga úr kostnaði vegna launa- tengdra gjalda. Um hvað er höfundur Reykjavík- urbréfsins að tala? Er hann að tala um lækkun tryggingaiðgjalda vegna verkafólks, skerðingu veik- indarétts þess eða kannski skerð- ingu lífeyrisréttinda þeirra sem verstar tryggingar hafa á þeim sviðum? Það er greinilegt að hann er ekki að tala um tugmilljóna inn- heimtu samtaka atvinnurekenda á ári hverju eða hundraða milljóna sjóðamyndun erlendis í verkbanns- sjóðum. Hann sér heldur ekki ástæðu til þess, i umfjöllun sinni um þau vandamál sem launataxtar fiskvinnslufólks eru talin skapa, að benda á þá staðreynd að launa- kostnaður innan greinarinnar er einungis 22% af veltu á meðan fjár- magnskostnaður er 23%. Ógnanir í Reykjavíkurbréfinu eru settir fram valkostir sem í rauninni eru duldar ógnanir. Ég hef nú þegar nefnt staðhæfinguna um að með stífni sinni séu verkalýðsleiðtogar að færa alla fiskvinnslu út á sjó. Skipulag vinnutíma hefur lítið verið rætt í kjarasamningum síðustu ár, mest vegna andstöðu VSÍ við að ræða sérmál einstakra greina. Að halda annarri eins skoðun fram og gert er í Reykjavíkurbréfinu er óskiljanlegt vegna þess að ef ein- í Reykjavíkurbréfinu tekur Morgunblaðið gagnrýnislaust að dómi Ara Skúlasonar, undir sjónarmið erlendra hægriafla og atvinnu- rekenda og gerist dóm- ari varðandi málefni vinnumarkaðar. hveijir aðilar hafa lýst áhyggjum sínum af þessari þróun eru það forsvarsmenn fískvinnslufólks. Önnur ógnun er atvinnuleysið sjálft. Morgunblaðið segir: „Ætla verkalýðsfélögin í alvöru að halda því fram, að það sé betri kostur fyrir fólk að hafa enga vinnu?“ Hvað meinar blaðið eiginlega með þessari staðhæfíngu? Halda rit- stjórar blaðsins virkilega að hægt sé að taka svona spurningu alvar- lega? Ef svo er þá er hér um ótrú- lega móðgun að ræða. Hve lengi er hægt að nota spurningu eins og þessa? Þarf að lækka lágmarkslaun um 20, 30 eða 50% til þess að hægt sé að auka samkeppnis- hæfni? Þarf að lækka atvinnuleys- isbætur um 50% eða 70% til þess að fólk nenni að leita sér að vinnu, sbr. ummæli forsvarsmanna at- vinnurekenda? Hvenær er það betri kostur að hafa enga vinnu en að hafa vinnu? Mér þætti gaman að fá nánari útlistun á hver meiningin er með spurningunni. Er Morgun- blaðið að taka undir þá skoðun og gera að sinni að orsakir atvinnu- leysisins á íslandi í dag séu of háir launataxtar verkafólks? Ef svo er þá er augljóst hverra hagsmuna blaðið er að gæta. Hver er skoðun Morgunblaðsins? Mér finnst ritstjórar Morgun- blaðsins virkilega hafa sett niður vegna þessa Reykjavíkurbréfs. Að ráðast á þennan hátt á forsvars- menn fiskvinnslufólks og launa- fólks er alvarlegt miðað við hvernig ráðningaröryggi og kjörum er hátt- að í fiskvinnslu. Af hverju skyldi vera ráðist á garðinn einmitt þarna, þar sem skilyrðin eru einna verst. Hvað skoðun skyldu ritstjórar Morgunblaðsins hafa á kjörum þess fólks sem býr við mest ráðningarör- yggi hér á landi, t.d. i opinbera geiranum? Ef fiskvinnslan hefur ekki efni á að viðhalda því litla öryggi sem nú er um að ræða í þeirri grein hvað skyldi Morgun- blaðið þá telja um ráðningaröryggi opinberra starfsmanna og kjör, sem borguð eru af almannafé? Gaman væri að heyra um skoðanir á því, t.d. í Reykjavíkurbréfi. Höfundur Reykjavíkurbréfsins ætti að kynna sér þessi mál ögn betur áður en hann kokgleypir hrá- ar prédikanir þeirra talsmanna at- vinnurekenda sem lengst vilja ganga í því að níðast á kjörum lág- launafólks í skjóli þess mikla at- vinnuleysis sem hér hefur verið komið á. Til þess að geta talist óháður ijölmiðill þarf að vinna málin betur. Prédikanir nýfijáls- hyggjumanna, erlendar eða inn- lendar, munu ekki leiða til neinnar farsældar í íslensku atvinnu- eða efnahagslífi. Höfundur er framkvæmdnstjórí ASÍ. Ari Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.