Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stefnt að slysalausri þjóðhátíð LÖGREGLUMENN á Norður- landi verða mikið á ferðinni næstu daga en í dag, föstudag- inn 10. júní, hefst 10 daga sér- stakt átak þeirra sem miðar að því að haida ökuhraða innan lejrfilegra marka. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri, sagði að næstu daga yrðu lög- reglumenn mikið á ferðinni, á svæðinu allt frá Holtavörðuheiði tii Þórshafnar. „Við ætlum að vera sýnilegir úti á þjóðvegun- um, stöðva bíla, ræða við öku- menn og kanna ástand þeirra og bifreiðanna. Þetta er allt gert í góðu en markmiðið er að ná hraðakstri niður,“ sagði Ólafur en þeir sem aka á óskoðuðum bílum mega búast við að númer verið tekin af þeim. „Slysalaus þjóðhátíð er besta þjóðhátíðargjöfin sem við getum gefið hvort öðru og við munum gera það sem í okkar valdi stend- ur til að svo megi verða og í því skyni reyna að draga úr hrað- akstri sem er undirrót alltof margra slysa.“ Dönsk lúðra- sveit heldur tónleika LÚÐRASVEITIN „Musikkorps Fyn“ heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju á morgun, laugar- daginn 11. júní, kl. 17.00. Hljómsveitin mun einnig leika á Ráðhústorgi á laugardagsmorg- un milli kl. 11 og 12. Lúðrasveitin „Musikkorps Fyn“ tengist foringjaskóla danska hersins á Fjóni og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 1953. Hljóðfæraleikarar eru 18 auk stjómandans Eriks Hammerbaks og hafa þeir allir sótt nám við tónlistarskóla og nokkrir starfa einnig sem stjórn- endur eða kennarar við áhuga- mannalúðrasveitir á Fjóni. Lagavalið er fjölbreytt, vinsæl sígild tónlist, kirkjuleg tónlist frá 17. öld, marsar og ýmis nútíma- verk. Lúðrasveit Akureyrar annast móttöku dönsku lúðrasveitarinn- ar og ætla lúðrasveitarmenn að bjóða hina dönsku félaga sína velkomna með því að leika nokk- ur lög á flugvellinum þegar þeir lenda. Fé úr jöfnunarsjóði til niðurgreiðslna í skipaiðnaði er uppurið Ovíst hvar Kald- bakur fer í slipp STJÓRN Útgerðarfélags Akur- eyringa tekur í dag, föstudag, ákvörðun um hvar umfangsmiklar endurbætur á ísfisktogaranum Kald- bak EA fara fram. Tilboð í endur- bætumar voru opnuð í mars síðast- liðnum og voru þau lægstu frá pólsk- um skipasmíðastöðvum en fyrirheit um 13% niðurgreiðslu úr jöfnunar- sjóði til íslenskra skipasmíðastöðva varð m.a. til þess að dregið var að taka ákvörðun um hvaða tilboði ætti að taka. Fé það sem veita átti íslenskum skipasmíðastöðvum úr jöfnunarsjóðnum er nú uppurið. Lægsta tilboðið í endurbæturnar á Kaldbak var frá skipasmíðastöð- inni Nauta í Póllandi, 20 milljónir króna og þá bauð skipasmíðastöð í Gryfia 24 milljónir króna í verkið. Tilboð frá skipasmíðastöð á Spáni var upp á rúmar 40 milljónir króna og tvö íslensk boð bárust, frá Stál- smiðjunni upp á 44 milljónir og Slippstöðinni-Odda upp á rúmar 44 milljónir króna. Guðmundur Thulinus fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar- Odda sagði að það fé sem ríkis- stjórnin ákvað að veita til niður- greiðslna í skipasmíðaiðnaði í upp- hafi árs væri uppurið og til umræðu hefði verið hvort veita ætti meira fé til jöfnunarsjóðsins. „Við getum ekki lofað Útgerðarfélaginu neinni niðurgreiðslu," sagði Guðmundur. „Við höfum verið að bíða eftir því hvort v’eitt yrði meira fé í þetta, en' það myndi hjálpa okkur við að fá fleiri verkefni." Hann sagði að óþægilegt væri að vita ekki hvort fyrirtækið hefði aðgang að þessari aðstoð eða ekki en hann vonaði að niðurstaða kæmi í málið innan skammst. „Við hefð- um þá meiri möguleika að halda innanlands verkefnum sem annars færu til útlanda." Vantar stefnu Guðmundur taldi nauðsynlegt að marka stefnu varaðandi skipa- smíðaiðnaðinn bæði fyrir nútíðina og framtíðina og að hans dómi hefð) slík stefnumörkun átt að líta dags- ins ljós fyrir löngu eða 10-12 árum síðan þegar enn gekk nokkuð vel en fyrirsjáanlegt var að iðnaðurinn þyrfti að aðlaga sig breyttum að- 'stæðum. „Við byggðum góð skip á íslandi þó margt hefði betur mátj, fara, mikil þekking var til staðar og það hefði verið hægt að haldj því áfram á jákvæðan hátt til góðá fyrir þjóðarbúið í heild. Við erurö að leitast við að auka atvinnumöguj leika og störf og á næstu árurt) vantar mörg ný störf. Að mínu mati væri æskilegt að í skipaiðnaði sem er undirstöðuþjónustugrein fyrir okkar aðalatvinnuveg og við byggjum okkar lífsviðurværi á byggðust upp fleiri störf, en þeim hefur því miður fækkað mjög á undanförnum árum í stað þess að ijölga,“ sagði Guðmundur. Sól og blíða FJÖLMARGIR voru á ferðinni í miðbæ Akur- eyrar í gærdag enda sáu bæjarbúar þá til sólar í blíðskaparveðri eftir að norðanáttin hafði verið ríkjandi með rigningu í of langan tíma. Eitt af fyrstu merkjum þess að sumarið sé komið er ávaxtavagninn sem settur er upp í göngugötunni en það var einmitt gert í vik- unni og var hann Atli Þór ekki í nokkrum vafa um að melónurnar eru bestu ávextirnir en aftur á móti er Margrét Nanna meira fyr- ir banana eins og sjá má á myndunum. Vask- ur flokkur manna sem vinnur við endurbætur á húsinu númer 90 við Hafnarstræti tók kaffi- brúsana með sér út í góða veðrið og gerðu þessum þjóðardrykk bestu skil. Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikskóli við Kiðagil Hyrna tekur við verkinu BÆJARLÖGMAÐUR kynnti á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær óskir frá fyrrverandi starfsmönn- um A. Finnssonar hf. um að taka við verksamningum fyrirtækisins við Akureyrarbæ. Byggingafyrir- tækið A. Finnsson hf. var innsigl- að á dögunum og er hætt starf- semi, en starfsmenn þess hafá stofnað Byggingafélagið Hyrnú hf. A. Finnsson var m.a. að byggja leikskóla við Kiðagil, íbúðir í Gilja;- hverfi og var með verkefni í Verk- menntaskólanum á Akureyri þeg- ar það hætti starfsemi. Tryggingafélag A. Finnssonar hf. hefur gert þær kröfur að tjón bæjarins verði íakmarkað svo sem kostur er og var því á fundi bæjar- ráðs samþykkt að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við Bygg- ingafélagið Hyrnu um framkvæmd verksins við leikskólabygginguna. Fjölnir hf. og SS-Byggir hf. sem gerðu tilboð í byggingu leikskólans við Kiðagil lýstu því yfir að þau væru reiðubúin að standa við fyrri tilboð sín. fluqfélacj noröurlands lif SÍM4R 96-12100 og 92-11353 Gamli spítalinn við Aðalstræti næstelsta hús bæjarins Morgunblaðið/Rúnar Þór GAMLI spítalinn, eða Gudmanns Minde, við Aðalstræti 14. Safn sett upp í Gudmanns Minde HÚSFRIÐUNARSJÓÐUR Akur- eyrarbæjar í samstarfi við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, Læknafélag Akureyrar, Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, norð- austurdeild, og Minjasafnið á Akur- eyri hefur keypt húsið við Aðal- stræti 14, Gamla spítalann eða Gudmanns Minde eins og það var kallað í eina tíð. Eiður Baldvinsson átti húsið og hefur búið í því lengi en er nú fluttur á sambýli aldraðra. Húsið er byggt árið 1836 sem íbúðarhús, en árið 1872 gaf Friðrik Gudmann kaupmaður Akureyrarbæ húsið til þess að þar yrði spítali eða heimili þurfamanna. Spítali, sá fyrsti á Akureyri, var rekin í húsinu til ársins 1899 en þá hafði verið byggt nýtt sjúkrahús í bænum. Frá þeim tíma hefur húsið verið í eigu einstaklinga og notað til íbúðar. Sérstakt svipmót í skýrslu Finns Birgissonar arki- tekts segir að Gamla spítalann megi hiklaust telja til allra merkustu gam- alla húsa á Akureyri en honum hafi óvenjulítið verið breytt í tímans rás og sé sérlega fágætt hversu mikið er eftir af upprunalegum innri frá- gangi. Þetta er næstelsta hús bæjar- ins og eitt fyrsta tvílyfta hús á land- inu. „Það hefur óvenjulegt og sér- stakt svipmót og er nokkuð áber- andi í umhverfi sínu,“ segir í skýrslu Finns Birgissonar. Húsfriðunarsjóður Akureyrar er eigandi Gamla spítalans, en Lækna- félag Akureyrar og norðausturdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga munu sjá um rekstur þess. Fyrir- hugað er að koma upp safni í hús- inu sem tengist fyrrverandi hlut- verki þess sem fyrsta sjúkrahúss bæjarins og þá verður þar einnig félagsaðstaða fyrir félögin tvö sem reka húsið og loks húsvarðaríbúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.