Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 27 I a r o r k a þroska. Jóhann vill rekja það til nokkurrar fækkunar í stofninum á þessu árabili og meiri fæðufram- boðs. Upp úr 1970 fór hins vegar að slá á vaxtarhraðann. Ekki er einhlítt hvað hvalimir éta. T.d. étur hrefna bæði átu og fiska og hnúfubakur er mikið á loðnuslóð en stofn hans er ekki stór. Langreyðarstofninn er hins vegar stór stofn og hefur langmest að segja í þessu samhengi því langreyð- ur er talin éta um þriðjung þess, sem hvalirnir, smáir og stórir, láta ofan í sig. Umhverfi, væntingar og síldin Við ísland em skil kaldra og heitra hafstrauma. Átök þeirra stuðla að dreifingu súrefnis í djúp- sjávarlög og flutningi næringarefna í yfirborðslög. Þegar við bætist víð- áttumikið landgrunn og geislar sólar eru þetta ákjósanlegar aðstæður fyrir lífið í sjónum. Sá fískur, sem nú er í sjónum, segir Svend-Aage Malmberg haffræðingur á Hafrann- sóknastofnun, býr við mjög góð vaxtarskilyrði. Það er hins vegar alltaf óráðin gáta hvemig hrygning og klak tekst til og góðæri er ekki endilega ávísun á að það gangi vel. Á sfldaráranum á sjöunda ára- tugnum hafði verið góðæri frá árinu 1920. Vorið 1965 breyttist sjórinn - fyrir Norðausturlandi, Austur- íslandsstraumurinn, í pólstraum en honum fylgir hafís og kaldur sjór. Þetta hafði áhrif á göngu síldarinn- ar. Hún vék undan þessum kalda straum og hætti að ganga á norð- urmið. Árið 1968 hætti hún líka að veiðast undan Austurlandi. Svend- Aage kennir annars vegar kalda straumnum um hvarf síldarinnar, sérstaklega þeim áhrifum hans að átan minnkaði veralega. Hins vegar kennir hann of mikilli sókn á miðin um. Frá lokum sjöunda áratugarins hafa verið miklar sveiflur í hita sjáv- arins. Nú standa vonir til að góðæri sjávarins undanfarin ár haldist og miklar væntingar eru um að sfldin fari að ganga aftur frá Noregi til Islands. Framtíðin er því björt hvað varðar flestar tegundir aðrar en þorskinn og væntingar miklar en eins og Svend-Aage Malmberg bendir á þá geta sviptingar enn orðið í haf- imu. Þær verðum við að búa við. Úrslitakeppni HM í knattspyrnu hefst 17. júní. Reiknað er með að þriðjungur j arðarbúa fylgist með úrslitaleiknum í sjónvarpi ber styrktaraðili" keppninnar. Samtals eru þetta nálægt 12 milljörðum króna, sem hver einasta renn- ur til FIFA. í næsta fiokki era átta fyrirtæki, svo- kallaðir „samstarfsaðilar" sem greiða sjö milljónir dala hvert, um 500 milljónir króna. Frá þeim átta fyrirtækjum koma því í kassann um fjórir milljarð- ar króna, og þær fær bandaríska skipulagsnefndin í sinn hlut. Aðrar tekjur, sem era gríðarlegar, skipt- ast jafnt milli FIFA og skipulagsnefndarinnar; til dæmis er reiknað með um milljarði bandaríkjadala í kassann vegna miðasölu, andvirði rúmlega 70 milljarða króna — en nú hafa um 95 af hundraði allra miða á leiki keppninnar selst. Þá era eftir alls kyns minjagripir, sem gefa hundrað milljóna króna í aðra hönd og styrkir frá fyrirtækjum á! þeim svæðum sem leikimir fara fram, en leikið er í níu borgum. Því má ekki gleyma að kostnaður hefur auðvitað verið gífurlegur við undirbúning keppninnar, en skipuleggjendur búast engu að síður við miklum hagnaði. Að sögn Alans Rothenbergs, formanns skipulagsnefndar keppninnar í Bandaríkj- unum, verður hagnaðurinn látinn renna til banda- ríska knattspyrnusambandsins, sem hann er reynd- ar einnig formaður fyrir, til uppbyggingar íþróttar- innar í landinu. Bylting lyá írum Við þetta má bæta að knattspymusambönd þjóff* anna 24, sem taka þátt í úrslitakeppninni, eru a.m.k. all flest með samninga við fjölda styrktaraðila, sem gefa fúlgur fjár í aðra hönd. Þá fær hver þátttöku- þjóð um 110 milljónir króna frá FIFA fyrir að vera með. Peningarnir era hugsaðir sem styrkir vegna undirbúnings og annars kostnaðar vegna þátttöku. Leikmenn njóta góðs af öllu saman og era vel laun- aðir meðan á keppninni; greiðslur til þeirra era mismunandi eftir löndum, allir ættu a.m.k. að eiga fyrir salti í grautinn eftir að heim kemur, en upp- hæðirnar fara eftir árangri. Gott dæmi um knattspyrnusamband, þar sem starfsemin hefur gjörbreyst á fáeinum áram, er hið írska. Á sjöunda áratugnum var landslið írlands slakt og starfsemi á vegum sambandsins lítil sem engin. Starfsmaður hljóp á ferðaskrifstofu í næstu götu, þegar hann þurfti að senda telex til FIFA eða Evrópusambandsins, UEFA, því slíkt tæki ekki til hjá sambandinu. Nú er öldin önnur; liðið hefur náð mjög góðum árangri síðustu ár, komst í úrslitakeppni Evrópumótsins í Þýskalandi 1988, heimsmeistaramótsins á Ítalíu 1990 og er eitt breskra liða með á HM í Bandaríkjunum. Enda eru umskiptin algjör; veltan skiptir hundruðum milljóna króna á ári og félögin á Irlandi hafa notið góðs af því. Fyrir fáeinum árum voru ekki flóðljós við einn einasta völl í landinu en nú hefur slíkum bún- aði verið komið upp við völl hvers einasta 1. deild- ar liðs. Ástæðan: knattspyrnusambandið lagði pen- inga tilþess verkefnis eftir gífurlegan hagnað vegna HM á Italíu. Vinsældir Heimsmeistarakeppnin í knattspymu er lang vin- sælasta sjónvarpsefni sem boðið er upp á í heimin- um. 652 milljónir manna horfðu á úrslitaleik HM í Mexíkó 1986 í sjónvarpi og samanlagt 13,5 millj- arður á leiki keppninnar. I síðustu keppni, 1990, voru samsvarandi tölur nærri einn og hálfur millj- arður og 26,7 milljarðar. Til samanburðar má geta þess að áætlað er að nærri helmingi færri, 15 millj- arðar, hafí horft á sjónvarpsútsendingar frá Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Nú er gert ráð fyrir að um 2 milljarðar manna horfi á úrslitaleik- inn 17. júlí næstkomandi — um þriðjungur íbúa jarðarinnar — og alls um 40 milljarðar samanlagt á leiki keppninnar; sjö sinnum fjöldi jarðarbúa. Þjóðfélagið nýtur góðs af heimsmeistarakeppninni Að endingu má svo geta þess að skv. könnun tveggja prófessora við Suður-Kaliforhíu háskóla er búist við að ferðamenn sem koma til Bandaríkjanna vegna heimsmeistarakeppninnar eyði fjóram millj- örðum dala, sem jafngildir um 285 milljörðum króna. Áðurnefndur Rothenberg lagði áherslu á að þessi tala væri ekki til komin með því að reikna með margfeldiáhrifum, „eins og hagfræðingar leyfa sér oft að gera, heldur er hér um að ræða bein- harða peninga" sem koma inn í þjóðfélagið vegna keppninnar. Úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins í knattspymu er stærsta íþróttahátíð sem haldin er og vin- sælasta sjónvarpsefni sem boðið er upp á. Skapti Hallgrímsson bregður hér upp mynd af því, og hve gífurlegir fjármunir eru í spil- inu í tengslum við HM. Samtímis því að íslendingar halda þjóðhátíð sína, eftir nákvæmlega viku, hefst önnur hátíð vestur í Bandaríkjunum, og stendur í heilan mánuð: Úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu. Hvort sem menn hafa gaman af íþróttinni eða ekki komast þeir varla hjá því að verða illþyrmilega varir við þessa þjóðhátíð knattspyrnumanna næsta mánuðinn, því sjón- varpsstöðvar vítt og breitt um heiminn bjóða upp á leiki frá keppninni í beinni út- sendingu dag eftir dag og aðrir fjölmiðlar láta sitt væntanlega ekki eftir liggja. Leikirnir verða 52, þannig að þeir hörðustu, sem horfa á þá alla, eiga framundan setu í 4.680 mínútur við sjónvarpsskjá- inn; þijá sólarhringa og íjórðungi betur. Síðasta keppni, á Ítalíu 1990, olli talsverðum vonbrigðum, svo ekki sé meira sagt, þannig að hinn almenni knattspymuunnandi hefur varla setið sem fastast við skjáinn og fylgst með hveijum einasta leik. Algengt var að lið lékju af mikilli varkárni og áhersla væri lögð á vamarleikinn. Fengju áhorfendur að ráða liti dæmið auðvitað þveröfugt út; hraður og skemmtilegur sóknarleikur sæti í fyrirrúmi og boðið upp á mörg mörk. Þetta vita forystumenn alþjóða knattspyrnusambandsins mæta vel, og hafa lýst því yfír að þó knattspyrnan sé vinsælasta íþróttagrein í heiminum sé ekki sjálf- gefíð að hún verði það um aldur og ævi. Stöðugt er því unnið að því að viðhalda vinsældunum, og fyrir þessa úrslitakeppni var t.d. ákveðið að breyta reglunum í þá veru að veita þrjú stig fyrir sigur í riðlakeppninni, eins og tíðkast t.d. í deildarkeppn- inni hér á landi, í stað tveggja áður. Með þessu er vonast til að lið leggi meiri áherslu á sóknarleikinn en áður. Skemmtun Knattspyrnan í dag — eins og algengt er með íþróttir — gengur í raun út á tvennt: að skemmta fólki og að græða peninga. Bandaríkjamenn og alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hagnast gríðarlega á keppninni að þessu sinni, svo og þátt- tökuþjóðimar 24. Skulu hér nefnd nokkur dæmi þar um. Sjónvarpsstöðvar slást iðulega um sýningarrétt frá stórmótum í íþróttum, svo sem Ólympíuleikum og úrslitakeppni HM í knattspymu. í Bandaríkjun- um er helst keppst við að næla í sýningarréttinn af „stóra greinunum" þar í landi; amerískum fót- bolta, hafnabolta, íshokkí og körfubolta. Knatt- spyman telst ekki til þeirra stóru, fjarri því, en ÁBC keypti einkaréttinn til sýninga frá HM þar í landi, og greiddi 11 milljónir bandaríkjadala fyrir. Það jafngildir um 780 milljónum króna. ABC sýnir reyndar ekki nema 11 leiki í beinni útsendingu, en sjónvarpsrásin ESPN, sem er í eigu ABC, býður upp á 41 leik, þar af 33 í beinni útsendingu. Sjón- varpsstöðvar í öðrum heimsálfum greiða svo einnig sérstaklega fyrir sýningarrétt frá keppninni á við- komandi svæðum. Miííjarðar Styrktar- og samstarfsaðilar FIFA og skipulags- nefndar keppninnar í Bandaríkjunum era margir. „Stórum" styrktaraðilum er skipt niður í þijá flokka. FIFA samdi við 11 fyrirtæki, sem greiða andvirði rúmlega milljarðs króna hveit, fyrir að vera „opin- vvorldCup USA94 MILLJARÐAR INU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.