Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 Tryggvi Ólafsson opnar sýningu fyrir börn. Gallerí Borg- Myndir fyr- ir börn eftir Tryggva Olafsson í GALLERÍ Borg opnar sýning fyrir börn eftir Tryggva Olafs- son á morgun, laugardaginn 9. júní, kl. 16. A sýningunni sem er liður í Listahátíð eru eingöngu myndir sem Tryggvi hefur máiað fyrir börn og er þetta sennilega í fyrsta skipti sem þekktur lista- maður sýnir myndir fyrir börn. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og um helgar frá kl. 14-18, en henni lýkur 21. júní. Árbæjarsafn Einsöngs- tónleikar ANNA Margrét Kaldalóns söng- kona kemur fram á Kaldalóns- tónleikum í Árbæjarsafni sunnu- daginn 12. júní. Á tónleikunum flytur Anna lög eftir Sigvalda Kaldalóns, langafa sinn, Sig- valda Snæ Kaldalóns, föður sinn og Selmu Kalda- lóns, afasystur sína. Anna Mar- grét útskrifað- ist nýlega frá___ listadeild Há- Anna Margrét skólans l' Aust- Kaldalóns in í Texas, þar sem hún lauk „Master of Mjjsíc" gráðu í klass- ískum söng. Áður hafði hún hlot- ið BA-gráðu frá New England Conservatory í Boston. Rödd Önnu er lýrískur kóloratúr. ... fánaborgir, fitnleikar, fjallkonur, Jlugvélw, fombílar og... LISTIR Altækar hugsýnir ÍLJA Kabakov: Kamar á kletti. Óframkvæmt verkefni. MYNPUST Önnur hæð TEIKNINGAR /INNSETNING Ilya Kabakov Opið á miðvikudögum kl. 14-18 til 31. ágúst. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 kr. ÞEGAR opnun Sovétríkjanna sálugu hófst fyrir tæpum áratug, bjuggust ýmsir við því að fram kæmi ferskur austanblær í mynd- listinni, sem myndi endurnæra list- menningu heimsins og efla til nýrra dáða. Vonbrigðin urðu mik- il; því sem mest bar á mátti frem- ur líkja við dautt loft úr vistaver- um, sem höfðu verið lokaðar of lengi. Einangrun sovéskra lista- manna hafði verið slík áratugum saman, að þeir höfðu aðeins afar óljósar hugmyndir um hvað hafði verið að gerast í vestrænni list alla þessa öld og var jafnvel lítt kunn eigin listasaga frá þeim tím- um sem Malevitsj og Kandinskíj voru að marka ný spor í listheimin- um. Þeir hafa því flestir átt erfitt uppdáttar eftir að forsjá sameign- arfélagsins tók að molna með hruni Sovétríkjanna. Vegna þessa hafa undantekn- ingarnar frá reglunni skinið bjart- ar en von var á og hlotið skjótari frama en búast mátti við. Komar og Malemid voru einna fyrstir so- véskra myndlistarmanna til að skapa sér nafn á Vesturlöndum, einkum vegna uppreisnar gegn hinum kerfislæga sósíal-realisma. ílja Kabakov er önnur slík undan- tekning, og fyrsta sýning hans vestanhafs 1988 vakti strax at- hygli á honum sem sjálfsprottnum brautryðjanda á sviði hugmynda- listarinnar; með honum kom fram ný sýn, sem hefur reynst einkar frjó í hans höndum, og gæti helst borið nafnið „altæk innsetning" (Total Installation). Séu fræðilegri skilgreiningar látnar liggja milli hluta, miða þess- ar innsetningar Kabakovs að því að skapa heildstætt umhverfí, þar sem áhorfandinn, gesturinn, verð- ur virkur þátttakandi, en ekki að- eins aðskotahlutur í helgum véum. Á sýningunni hér getur að líta níu flokka teikninga og uppdrátta af óframkvæmdum verkefnum, þar sem þessi virkni kemur vel fram; mannverur eru markaðar inn í flesta uppdrætti og teikningar af verkefnunum, en væru hálf snaut- leg án þeirra. Þessi verkefni eru af ýmsu tagi, og tengjast sum ákveðnum §töð- um, en önnur ekki. Af fyrra taginu eru „Minnismerki“ sem ætlað er að minnast þeirra sem lifðu undir dauðri hönd kommúnismans, „Málverk á gólfinu" sem var ætlað ákveðnum byggingum í Seattle í Bandaríkjunum, og loks „Tvær minningar um hræðsluna", sem er ætlað Berlín, nánar tiltekið Potsdam-torgi. Af síðari tegund- inni eru „Stóra völundarhúsið" og „Þrír söngvar um móðurlandið", sem væri hægt að setja upp þar sem rýmið er heppilegt, og loks hin athyglisverðu „Gullepli" og „Kamar á kletti“, en þessi tvö síð- astnefndu krefjast réttra náttúru- legra aðstæðna til að hægt væri að setja þau upp. Þessum verkefnum hefur ekki verið hrundið af stokkunum af ýmsum ástæðum; vegna peninga- leysis, breyttra aðstæðna, galla á fyrirhuguðu skipulagi o.fl. (yfir- skrift sýningarinnar er „Ófram- kvæmd verkefni“). Þessi stað- reynd er mikilvæg í öðrum skiln- ingi, því með henni vísar Kabakov á ákveðinn hátt til fyrirmyndarrík- isins sem ól hann en varð aldrei annað en óframkvæmd verkefni; þar fylltist allt smám saman af fögrum áætlunum, framtíðarsýn- um og draumórum, allt þar til menn hættu að gera sér skýra grein fyrir muninum á áætlun og framkvæmd, draum og veruleika. í vissum skilningi var kommún- isminn sjálfur alla tíð aðeins ein af þessum óframkvæmdu hugsýn- um. „Kamar á kletti“ er gott dæmi um slíka draumasmíð. Hér stendur til að reisa hefðbundinn kamar til að sinna hefðbundnum þörfum; hins vegar er ætlunin að reisa hann á klettabarmi, þar sem út- sýni er yfir víðar lendur og snúa honum fram þannig að sitjandi sjái maður heiminn fyrir fótum sér. Þannig verður hið hversdag- lega upphafið og samskipti manns og náttúru að eðlilegum þætti í „altækri innsetningu" með einkar skemmtilegum hætti. Það er mjög vel að þessari sýn- ingu staðið, enda margir komið þar nærri. Frammi liggur fjölrituð sýningarskrá, sem hefur að geyma útlistanir listamannsins á því sem hann er að fást við sem og lýsing- ar á nokkrum af þeim verkefnum, sem hann kynnir á sýningunni. Einnig er hér bæklingur með líf- legu viðtali sem Kristinn Harðar- son og Hannes Sigurðsson áttu við listamanninn og aðstoðarmann hans í New York; þar kemur fram góð lýsing á þeim þrúgandi list- heimi sem Kabakov kemur úr, sem og umræða um þau verk sem hann er að fást við nú, skilgreiningar þeirra og eðli. Hér er þannig gengið að því verki á skipulegan hátt, sem því miður er allt of oft hunsað af eldri og umfangsmeiri sýningarstöðum, þ.e. að kynna áhorfendum viðfan- gefnið á máli sem þeir skilja. Slíkt er til fyrirmyndar og er rétt að hvetja allt áhugafólk um samtíma- list að kynna sér þessa sýningu og gefa henni góðan tíma; saga Kabakovs eru vel þess virði. Eiríkur Þorláksson Fremst meðal j afningj a Meðal gesta Listahátíðar er breska danspoppsveitin Saint Etienne. Arni Matthíasson seg- ir það gleðifréttir fyrir dansfíma ekki síður en dansfúna. LISTAHÁTÍÐ Reykjavíkur er eins og nafnið gefur til kynna hátíð allra lista, þó áhersla sé misjöfn milli hátíða. Þannig er Listahátíð einnig hátíð danslista; líka þeirrar sem ómenntaðir iðka við dynjandi danstakt og því er breska hljóm- sveitin Saint Etienne meðal gesta Listahátíðar að þessu sjnni og leikur í Tollstöðvarhúsinu í kvöld. Saint Etienne er jafnan talin með helstu popp- og danssveitum Bretlands, enda hefur hljóm- sveitin vakið mikla athygli fyrir vélvædda blöndu af danstakti og poppstefjum. Samtímis hefur hljómsveitin notið almannahylli fyrir tónlist sína og virðingar gagnrýnenda sem eðli þeirra er að finnast lítið til þess koma sem er vinsælt. Hljómsveitin er skipuð þeim Sarah Cracknell, Pete Wiggs og Bob Stanley og lét fyrst á sér kræla snemma sumars 1990, þegar smáskífan BRESKA danssveitin Saint Etienne sem hefur notið almannahylli fyrir tónlist sína og virðingar gagnrýnenda. Only Love Can Break Your Heart kom út, fór þegar hátt á breska vinsældalistanum og þótti dæmigerð fyrir þá grósku sem var í bresku danspoppi þess tíma. Síðan hefur Saint Etienne sent frá sér breiðskífur, Foxbase Alpha, sem kom út 1991, So Tough, sem kom út 1993, og Tiger Bay, sem kom út fyrir skemmstu. Allar hafa plöturnar selst gríðarlega vel í Bretlandi og reyndar allvel um heim allan, og segja má að Saint Etienne sé fremst meðal jafningja í bresku danspoppi um þessar mundir. Dijúgur hluti útgáfu Saint Etienne hefur verið endurhljóðblönduð lög, þ.e. einhveijir, oft- ar en ekki Pete Wiggs og Bob Stanley, hafa fari höndum um lögin og breytt þeim, yfirleitt kastað öllu nema röddinni og samið nýjan grunn við, oft alllangan. Þessi iðja hefur orðið æ vin- sælli og varla er það vinsælt danslag að það sé ekki til í fimm til tíu útgáfum hið minnsta. Þetta hefur og tryggt stöðu Saint Etienne á dansmarkaðnum og gert að verkum að hljóm- sveitin er ekki síður vinsæl meðal dansóðra, sem vilja helst ekki heyra lag nema einu sinni. Koma Sáint Etienne hingað til lands er mik- il veisla fyrir dansáhugamenn ekki síður en fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af popp- tónlist, enda finnur hver nokkuð við sitt hæfi hjá hljómsveitinni. Eins og áður segir leikur hljómsveitin í Tollstöðvarhúsinu, nýja Kolaport- inu, sem ætti að tryggja almennilega dans- stemmningu, enda vandfundinn betri staður>í aukahlutverkum verða Svala Björgvinsdóttir með hljómsveitinni Skóp, Páll Oskar Hjálmtýs- son og drungadanssveitin Ólympía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.