Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 30
36 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Glansmyndir eða sannleikur? GREININ „Glansbilleder" eftir Ulrik Hey í Weekendavisen 27. maí hefur farið fyrir brjóstið á mörgum íslendigum. Ulrik Hoy heimsótti landið, myndaði sér skoðanir og birti þær í grein í dönsku blaði fyrir danska lesend- ur. Fólk getur verið sammála eða ósammála honum, en verði menn sárir, tel ég það einungis staðfest- ingu á því sem hann heldur fram. í vikunni á undan, þ. 20. maí, var stórt viðtal í sama blaði við Björn Björnsson. Viðtalið var ekki á forsíðu annars hluta blaðsins held- ur á baksíðu fyrsta hluta blaðsins sem er í tveimur hlutum - einnig á áberandi stað í blaðinu og grein- in nær eins og grein Ulriks Hoy yfir alla síðuna. Engum þykir að sér vegið vegna þessarar greinar. Og ég spyr sjálfa mig: Hvers vegna? Áður en ég svara spurning- unni ætla ég að nefna nokkur dæmi um það sem Bjöm Th. Björnsson segir um ísland og Ís- lendinga. Björn Th. Björnsson segir í við- talinu að íslendingar búi við sögu- lega sjálfsblekkingu þegar þeir haldi því fram að allar ógöngur á liðnum öld- um hafi einungis verið Dönum að kenna og nefnir hann í því sam- bandi þrælaflutning íslendinga til Dan- merkur, sem að mestu leyti var stjórnað af íslendingum sjálfum og sem Friðrik kon- ungur fimmti reyndi að koma í veg fyrir árið 1759 vegna þess að verulega hafði dregið úr fólksfjöldan- um í landinu og 12.000 manns voru látnir úr hungri. Björn segir: „Hin hefðbundna hugmynd að Danir hafi kúgað okkur er þess- vegna ekki ótvíræð". Björn segir: „Til dæmis hafa íslendingar aaa- aldrei lært að framleiða skó. Dan- ir sendu hingað skósmið til að kenna okkur að framleiða skó. En við drógumst bara áfram á þessum ólögulegu sauðskinnsskóm". „Danir vildu einnig kenna okkur að borða kartöflur. Hingað kom Aldís Sigurðardóttir greifi; - Hastfer að nafni, sem átti að kenna okkur að rækta kartöflur. En enginn vildi borða þær, og það endaði á því að þær voru kallaðar Hastfer-skítur." „Ef þú ekur um í Reykja- vík í dag sérðu að húsin eru ljót og ólist- ræn. Á flestum stöð- um minna þau helst á rústir, vegna þess að múraraiðnin er ein þeirra greina sem við höfum aldrei lært.“ „Ég get ekki ímyndað^ mér um hvað frú Vigdís, forseti íslands, ætlar að tala á 17. júní. Við getum ekki stært okkur af miklu frá þessum 50 árum. Þróunin hér hefur verið eins og annars staðar í Evrópu. Bæði upp og niður. Og nú nýlega eins og annars staðar í Evrópu frekar niður. Við þjóðernissinnar þjáumst enn vegna þess að við erum með erlendan her í landinu. Það stingur eins og þyrnir... Ekki Breytingar á símanúmerum í Reykjavík Austurbæjar Óbreytt 68 og 81 verður 87 í Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti Með útkomu nýrrar símaskrár 1994 sem tekur gildi þann 11. júní verða m.a. eftirtaldar breytingar á símanúmerum í Reykjavík. Númer í Árbæ, Breiðholti og Grafarvogi sem byrja á 68 og 81, munu eftir breytinguna byrja á 87. Númer í Reykjavík vestan Reykjanesbrautar sem byrja á 67, munu eftir breytinguna byrja á 88. Ath. Gamla númerið fer á símsvara sem vísar á nýja númerið. POSTUR OG SIMI UMDÆMI V Víst er sannleikurinn oft sár, segir Aldís Sigurðardóttir, en hann er fyrir hendi, hvort sem hann er þægi- legur eður ei. það að við sjáum hann, en við vit- um af honum. Og á meðan við vitum af honum, finnst okkur við ekki vera alveg frjáls." „Annar risamunur [= á Dönum og íslendingum] er sá að Evrópu- sambandið er ekki raunhæfur möguleiki fyrir ísland. Við reynum í staðinn að víggirða okkur. íslend- ingar eru veiðimenn. Við erum með happdrættis-hugarfar. Og það hefur ef til vill verið versti fjandmaður íslands. Við skipu- leggjum ekki. Við bíðum eftir afl- anum. Þetta er þveröfugt við Dani. Þeir verða að skipuleggja.“ Bjöm er harðorður í garð Islendinga, rétt eins og Ulrik Hoy - þótt þetta úrtak gefi að sjálfsögðu ekki sömu upplýsingar og öll greinin, og það sama gildir um frétt Morgunblaðs- ins um grein Ulriks Hoy. Ef til vill hefur blaðamaðurinn, Karolina Thostrup, misskilið allt sem Björn sagði - þó að ég telji það ólík- legt. En það er greinilega ekki sama hver leggur fram þennan sannleik og hvernig það er gert. íslendingar eiga orðatiltækið: „Glöggt er gests augað“, en ætl- ast er til þess af gestinum að hann rómi bara gestgjafann og þegi um það sem miður er, rétt eins og svarið við spurningunni „hvernig gengur?“ á að vera „vel“ og ekki „illa“ svo að sá sem spyr snúi ekki baki við manni. En sannleik- anum verður hver sárreiðastur og þegar svar gestsins við hinni hefð- bundnu spurningu „hvernig finnst þér ísland?" er ekki eftir höfði spyijanda er svarið: „Oft má satt kyrrt liggja“. Þess vegna fer ekki fijósöm og þróandi umræða í gang. Víst er sannleikurinn oft sár, en hann er fyrir hendi hvort sem hann er þægilegur eður ei. Ulrik Hoy hefur um áraskeið verið m.a. greinahöfundur og bók- menntagagnrýnandi á Weekenda- visen. Hann er þekktur fyrir sinn skarpa stíl og hann hlífir engum. Danir eru vanir að sitja undir ásök- unum og ávítunum af hans hálfu. Hann tekur á hlutunum með kímnigáfu og kaldhæðni, sem er með alveg sérstöku Ulrik Hoy-sku sniði. Mönnum fellur það misjafn- lega, en hann kemur af stað um- ræðu og gagnrýnni hugsun. Það er það sem er svo mikilvægt við greinar hans. Hann er með fasta vikulega grein í blaðinu og var þessi grein þar til í fyrra kölluð „Platuglen" eða “Smásvindlarinn“ en er ekki lengur merkt á þennan hátt. Eina grein sína kallar hann r’-A!fsýn Dana“, (15. apríl 1994), neð tvöfaldri merkingu: ann- arsvegar það að sjá og þekkja eitt- hvað af eigin raun og hinsvegar sjálfsýn full blekkinga. Hann ávít- ar Dani - með tilvitnunum í virta höfunda sem voru uppi eftir fyrri heimsstyijöld - fyrir að sjá ekki í gegnum, og vilja ekki sjá og skilja, það sem er næst manni. Hann vitnar í höfundinn Achton Friis sem sagði: “Vilji maður fá upplýsingar um sögu eyjanna [= dönsku] ... þá verður maður að snúa sér til kennarans, kennara staðarins - hinum aðflutta - dt til vill prestsins... Þeir sem eru heimilisfastir á staðnum eru ekki góðir heimildarmenn. Þeir þekkja sögu fjölskyldunnar, eru tengdir henni, tengdir heimahöfninni, en eyjuna sem slíka vita þeir sjaldan mikið um. Friis tók eftir að eyja- skeggjar hreyfðu sig sjaldan úr stað, þeir voru tregir til að fara nokkuð yfirleitt, og þegar öllu var á botninn hvolft komu þeir upp um vanþekkingu sína á eigin yfir- ráðasvæði. Ef til vill má segja að þeir hafi vitað skammarlega lítið um það sem þeir töldu sitt eigið.“ Ulrik Hoy segir að í stað þess að ferðast til Kína, Ítalíu, Suður- heimskautsins og sjö sinnum um- hverfis hnöttinn ættu Danir að heimsækja „Flotel Europa“ - fljót- andi flóttamannabúðir í Kaup- mannahafnarhöfn - sjá með eigin augum að „Flotel Europa“ sé ekki 5 stjörnu hótel eins og margir Danir telja, heldur martröð þús- unda bosnískra flóttamanna sem þar búa. En „Flotel Europa“ er ekki „Dýragarður" og maður fer ekki bara í heimsókn þangað seg- ir Ulrik Hoy. Fréttir þaðan herma að geðræn vandamál skjóti fljót- lega upp kollinum eftir komuna þagnað og fólkið eigi sér enga undankomuleið. Það búi þarna svo að segja hvert ofan á öðru, geti ekkert farið og ekkert gert. Það eigi hvergi heima. Ulrik Hoy segir þeim ærlega til syndanna sem eru að ærast úr afbrýðisemi og reiði í garð þessa fólks, vegna þess hversu gott þeim finnst þetta fólk hafa það og hve miklu fé sé eytt í það. Hann endar grein sína á orðunum: „Ef það er svoná þægi- legt að vera flóttamaður, hvers vegna lítum við þá ekki við á „Flot- el Sheraton"? Svarið svífur í vindinum eða réttara sagt í óþefin- um af þeirri fáfræði sem við höld- um okkur dauðahaldi í. Sjálfsýn Dana, þörf fyrir sjálfsýn, er í raun ekki ýkja fyrirferðamikil." Greinar af þessu tagi vekja umræður hvort sem mönnum þyk- ir að sér vegið eða ekki. Ulrik Hoy er í raun ekkert sérlega harðorður í garð íslendinga í greininni miðað við það hvemig hann getur verið í garð sinna eigin landsmanna. Að lokum langar mig áð vekja athygli á að undanfarin ár hafa verið gefin út nokkur greinasöfn um Dani skrifuð af erlendu fólki í Danmörku þar sem Dönum er gefið ærlega á baukinn. Dönum finnst afar athyglisvert að heyra og lesa um skoðanir annarra á landi og þjóð, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar. Raunsæi eða sjálfspíningarhvöt? Höfundur er lektor í dönsku við Háskóla íslands. Veist þú hvernig á að lesa og túlka upplýsingar í fjölmiðlum? SVARID STENDUR í„ VERÐBRÉF ÖG AHÆTTA Hvcvnig er bcst nr) ávox'ta peninga?“ I bókabúðum um land allt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 129. tölublað (10.06.1994)
https://timarit.is/issue/126431

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

129. tölublað (10.06.1994)

Aðgerðir: