Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listahátíð í dag BRESKA poppsveitin St.Etienne verður með tónleika í Kolaportinu í Tollstjórahúsinu í kvöld klukkan 21. Áður gefst færi á fjölmörgum mynd- listarsýningum á hátíð- inni: Helgi Þorgils Frið- jónsson sýnir í Listasafni ASÍ, Sigurður Guð- mundsson í Galleríi Sól- oni íslandus, Ilja Kabakov í sýn- ingarsalnum Annarri hæð, Krist- ján Guðmundsson í Galleríi Sæv- ars Karls, Rudy Audio í Umbru, Joel-Peter Witkin á Mokka og Stepanek og Maslin í Gallerí Gangi. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Islensk samtímalist en Listasafn íslands speglar tímabilið frá alþingishá- tíð til lýðveldisstofnun- ar. íslandsmerki og önn- ur súlnaverk Sigurjóns Ólafssonar eru í safni hans og verk Jóns Engil- berts í FÍM-salnum og Norræna húsinu. í sama húsi eru líka verk sex ungra gullsmiða. Leif- ur Kaldal gullsmiður sýnir svo í Stöðlakoti og loks er ný finnsk glerlist í Ráðhúsi Reykjavíkur. Klúbbur Listahátíðar starfar á kaffihúsinu Sóloni íslandus við Bankastræti á hveiju kvöldi meðan hátíðin stendur. í kvöld djassa þar Smurapar, frá klukkan 22 eins og venja er. John Greer í Gallerí 11 KANADÍSKI myndhöggvarinn John Greer opnar sýningu í Gall- erí 11 við Skólavörðustíg 4a, á morgun, laugardaginn 11. júní, kl. 15. Meginuppistaða sýningar- innar er verk sem hann gerir sér- staklega fyrir sýninguna og nefn- ist „Bláum rósahnöppum dreift á íslandi". Verk hans eru oftast unnin í hefðbundin efni, s.s. stein, (marmara) og málm (brons). Sýning Johns Greers er fram- leg Gallerís 11 til Listahátíðar í Reykjavík og lýkur henni 26. júní. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar. 85 85 & 85 85 & 85 85 85 85 8í 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 3^ 85858585858585858585^ 85 85 ^858585 Daiwa GÆÐAMERKI VEIÐIMANNSINS Daiwa JCWVÖÐLUR KR. 26.900 Daiwa ALLTMOR 8,5 FLUGUSTÖNG KR. 11.900 I verslun okkar við Eyjaslóð 7 í Reykjavík gefur að líta mikið úrval af Daiwa veiðivörum. Littu inn, sjón er sögu ríkari. m % Daiwa SJÓHJÓL SL450H KR. 18.200- Merkið sem tryggir Daiwa 812 FLUGUHJÓL KR. 4.995- góða veiðiferð Daiwa VEIÐIHjÓL MG4050H KR. 4.680- Þar scm vciðifcrðin byrjar... SEGLAGERÐHN ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 621780 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85 85^^^85 85 ^85 85 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 ?0 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 30 50 30 Atak um varðveislu heimilda um íslenska listasögu NÚ STENDUR yfir umfangsmikil söfnun á vegum Kjarvalsstaða og Ásmundarsanfs á heimildum um listamennina Ásmund Sveinsson og Jóhannes S. Kjarval. Þegar hefur verið safnað saman öllu útgefnu efni um og eftir þessa framverði íslenskrar myndlistar- sögu og það skráð til varðveislu. Listamennirnir skildu einnig eftir sig handrit auk listaverka og teikn- inga, sem Listasafn Reykjavíkur- borgar hefur til varðveislu. Mun allt þetta efni nýtast í framtíðinni, ekki aðeins við rannsóknir á per- sónusögu Kjarvals og Ásmundar heldur einnig við ritun á almennri listasögu þjóðarinnar. Nú er svo komið að í þetta heim- ildarsafn vantar helst sendibrét við- komandi listamanna, sem vænta má að enn séu hjá viðtakendum eða afkomendum þeirra. Það er því afar mikilvægt fyrir Ásmundarsafn og Kjarvalsstaði að fá aðgang að þess- um bréfum til skrásetningar svo að þau geti nýst til listsögulegra rannsókna. Því er þess farið á leit við þá sem hafa slík bréf í fórum sínum, að hafa samband við safnið og tala við Ásmund Helgason á Kjarvalsstöðum, en hann hefur umsjón með skráningu viðkomandi bréfa. ------» ♦ 4------ Nýjar bækur og geisladiskar ■Nýlega kom út í Frakklandi bók um ísland eftir Jacques Mer, sem var sendiherra Frakklands hér á landi 1988-1992. Bókin sem á frönsku nefnist „L’Islande une overt- ure obligée mais prudente“, er gefin út af tilefni 50 ára afmæli lýðveldis- ins. Útgefandinn, La documentation Frangaise, er sambærilegur Náms- gagnastofnun á Islandi. Jacques Mer er doktor í hagfræði og fyrrverandi alþingismaður. Bókin er almenn haglýsing. Höfundurinn ræðir sérkenni og sérstöðu íslands og veltir fyrir sér framtíð landsins. Bókin fæst hjá Bóksölu stúdenta, Eymundsson og Máli og menningu og kostar 1.600 krónur. ■ Brýrnar í Madison-sýslu eftir Robert James Waller er sögð mest selda bók Bandaríkjanna, í inn- bundnu formi, frá upphafi. Hún hafði þegar síðast fréttist selst í meira en fjórum og hálfri milljón eintaka og verið endurprentuð 54 sinnum. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Péturs Gunnarssonar rithöfundar í bókaklúbbnum Nýjar metsölubækur hjá Vöku-Helgafelli. Robert James Wallerer rithöfundur, blaðamaður og fyrrum háskólakennari. Hann hlaut bandarísku ABBY-verðlaunin fyrir bókina í fyrra en hugmyndina að bókinni fékk hann þegar hann var á ferð í Madison-sýslu haustið 1991 ásamt vini sínum. Erindið var að taka myndir af yfirbyggðum brúm í sýslunni og laust þá sögunni niður í huga hans. Sagan segir frá örlaga- ríkum kynnum heimshomaflakkara og bóndakonu í Madison-sýslu. ■ SKÍFAN hefur gefið út safnplöt- una Transdans 2 sem hefur að geyma 16 vinsæla danssmelli. Á disknum er að finna lög með útlend- um flytjendunum Capella, Haddaway, Dr. Alban, Reel 2 Real, Barbara Tucker, A Tribe Called Qu- est, Pandora, Magic Affair, Hysterix, Melodie MC, E.Y.C., Degrees of Motion, Urban Species og Sasha. Auk þess eru á plötunni tvö ný lög með íslenskum flytjendum. Annars vegar er lagið Hipp Hopp Halla með Tennessee Trans og hins vegar hljómsveitin Scope með söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur í öndvegi með gamla diskósmellinn Was That All It Was. I I > > \ ) ) > i l i \ i i í i I. í i i \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.