Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 LISTIR •MORGUNBLAÐIÐ Listahátíð og íslensk nútímatónlist í Langholtskirkju HRÓLFUR Vagnsson og Stefan Reil. Harmónikka oggítar í kammerlitum Óvenjuleg hljóðfæraskipan gefur nútímatón- skáldum mikla möguleika. Súsanna Svav- arsdóttir skoðar hlutverk harmónikku og gítars í hópvinnu meðöðrum hljóðfærum í Tímanum og vatninu. GÍTARLEIKARARNIR Páll, Þórarinn, Rúnar og Einar. EGAR talað er um harmónikkur, dettur manni helst í hug félags- skapur fólks, sem fúlt á svip leikur Austfjarðar- þokuna og önnur undur. Harmón- ikka hefur lengst af þótt fremur hlægilegt hljóðfæri hér á landi og líklega eigum við í vandræðum með að tengja hana við fagurtónl- ist á við kammertónlist. I Langholtskirkju eru þó tvær harmónikkur þessa dagana og á þær leika Hrólfur Vagnsson og þýskur félagi hans Stefan Reil. Draga langa, ljúfsára tóna tímans; hefja leikinn á sama tóni, íj'arlægj- ast, langt, langt hvor í sína áttina, út á ystu nöf þar til aðeins ein leið er fær - til baka. Mætast að lokum í einum tóni, tóni eilífðarinn- ar. Harmónikkan og nútímatónlistin Harmónikkuleikaramir tveir taka þátt í litrófi tímans í frum- flutningi Kammersveitar Reykja- víkur á „Tíminum og vatninu" eft- ir Atla Heimi Sveinsson. Báðir búa þeir Hrólfur og Stefan í Þýska- landi. Meðfram spilamennskunni rekur Hrólfur stúdíó, en Stefan er við einleikaranám. Meðfram spila- mennskunni segir Hrólfur. Hvers konar spilamennsku? „Uppistaðan í þeirri tónlist sem við leikum á nikkur er nútímatón- list. Það er töluvert um það í dag að hún sé skrifuð inn í kammer- verk.“ Nú hefur það verið lenska hér að taka harmónikku ekki alvarlega sem hljóðfæri og má segja að hún hafi orðið dálítið út undan í tón- listarkennslu. Hvers vegna? „Það er kannski vegna þess að hér er starfandi áhugamannafélag um hana, sem mér virðist vera ein- hvers konar félag áhugalausra, þótt ég efist ekki um að á meðal félagsmanna séu einstaklingar sem hafi raunverulegan áhuga og vill gera eitthvað til að rétta hlut þessa hljóðfæris. En breiddin stoppar það. Eg held að það sé litið á harmón- ikkuna sem alvöru hljóðfæri, en alvörunni er bara ekki hleypt nógu langt. Menn þora ekki að fara út fyrir það sem þeir þekkja. Afleið- ingin er takmörkun, rétt eins og ef fólk sem leikur á önnur hljóð- færi segði: „Við spilum bara Beet- hovén og ekkert annað.“ Ef þeir hljóðfæraleikarar, sem leika í Tím- anum og vatninu hugsuðu svona, væru þeir ekki að spila hér. Það segir kannski sína sögu að ekki skyldu vera til harmónikkuleikarar hér heima til að taka þátt í þessum flutningi." Þú segir að þyngdarpunkturinn í þeirri tónlist sem þið flytjið sé í nútímatónlist. Er mikið samið fyrir harmónikkur í dag. „Töluvert og færist stórlega í aukana." En hvers vegna er til svo lítið af eldri verkum fyrir harmónikkur? „Það er vegna þess að hljóðfær- ið var ekki búið til fyrr en eftir 1800. I þeirri mynd sem við sjáum það í dag, var hljóðfærið ekki til fyrr en fyrir 30 árum. En á þeim 30 árum hefur tónlist fyrir það líka orðið til. En þá rætt er um þennan flutn- ing, þá er rosalegur heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í honum sem harmónikkuleikarar - og per- sónulega finnst mér þetta stórkost- legt verk. Það er líka einstæð reynsla að fá að vinna með stjórn- andanum, Paul Zukofsky. Það hef ég ekki gert áður. Ég hef unnið með mjög mörgum góðum hljóm- sveitarstjórum en Zukofsky slær þeim öllum við. Hann er svo flínk- ur og það fer ekki eitt smáatriði framhjá honum,“ segir Hrólfur. „Ég er líka nokkuð viss um að innihald skáldskaparins er komið mjög vel til skila." Hlusta eftir íslenskum einkennum „Hljóðfæraskipanin gefur líka svo mikla möguleika, því hún er mjög óvenjuleg. Þetta er spennandi tónlist og það er gaman að spila hana. Ég hlusta mikið eftir íslensk- um einkennum og finn mikið af þeim. Þetta er örugglega tónlist sem hefði ekki getað verið skrifuð annnars staðar, samt er harmón- ikkuröddin ekkert frábrugðin því sem við eigum að venjast í þeim nútímaverkum sem við höfum tek- ið þátt í að flytja.“ Og þeir félag- arnir eru sammála um að leið harmónikkunnar út úr skiplögðu félagslífi og inn í tónlistarlífið í víðasta skilningi sé í gegnum kam- mermúsík. En er þá harmónikkan alltaf hluti af kammerhljómsveit eða eru einnig samdir konsertar fyrir hana? Já, það eru til konsertar fyrir sinfóníuhljómsveit, þar sem harm- ónikkan er einleikshljóðfæri, aðal- lega eftir skandinavísk tónskáld, einnig tvíleiksverk, fyrir strengja- sveit og harmónikku og selló. En það er þó ennþá svo lítið til 'að hvert einasta verk, sem er skrifað fer strax í kringum hnöttinn. Hvert verk hjálpar. En svo er líka mjög mikið til af tónlist sem hefur verið yfirfærð af öðrum hljóðfærum, til dæmis sembal og píanótónlist, org- el- og harmóníum. Reyndar hafði ég alltaf haldið að harmóníumtón- list væri einhver verk sem hefði verið hent út úr kirkjunum en þetta eru hrein ótrúleg verk sem voru aðallega skrifuð um síðastliðin aldamót." Ung og lágvær rödd gítarsins Gítarleikararnir Einar Kristján Einarsson, Páll Eyjólfsson, Þórar- inn Sigurbergsson og Rúnar Þóris- son, slá strengi sína á móti baritón- söng í ljóðum um ástina í bálki Steins Steinars um Tímann og vatnið. Einar Kristján leikur ýmist á rafmagnsgítar, bassagítar eða klassískan gítar, Páll og Þórarinn leika á klassískan gítar og Rúnar ýmist á klassískan eða rafmagns- gítar. Einar hefur tvisvar leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands og Þórarinn hefur tekið þátt í flutn- ingi á kammerverki með Kammer- sveit Reykjavíkur, Páll hefur leikið með kammerhljómsveitum við ýmis tilefni, en þetta er frumraun Rúnars á þessu sviði. Af þeim verkum sem skrifuð eru fyrir gítar, er mest skrifað fyrir hann sem einleikshljóðfæri. Þó hef- ur þeim verkum fjölgað sem hafa gítar með 2-5 öðrum hljóðfærum. „Síðan er örlítið til af verkum þar sem gítar er hluti af hljómsveit," segja þeir félagamir. „Hins vegar er einstakt að fjórir gítarar séu hluti áf hljómsveit, eins og hér er.“ Hvers vegna er það? „Þetta er tiltölulega ungt hljóð- færi og lágvært og það er ekki fyrr en það er magnað upp með rafmagni að það nýtur sín með öðrum hljóðfærum.“ Þeir Einar, Þórarinn, Páll og Rúnar era sammála um að mjög gaman sé að taka þátt í kammer- hóp og finnst spennandi að vera með í frumflutningi á íslensku verki. „Maður þjálfast í að spila undir slagi stjórnanda,“ segja þeir og finnst það mjög lærdómsríkt og mikils virði. „Það er líka gaman að vera hluti af hóp í staðinn fyrir i að sitja einir heima við undirbún- ing. Það er góð þjálfun fyrir okkur sem músíkanta að vinna með kröfuhörðum stjórnanda. Það setur mann í ákveðnar stellingar og skerpir á manni. Það er auðvitað nýtt að þurfa að hlusta eftir öðrum hljóðfærum og óhætt að segja að það skerpi skilningarvitin." En er einhver munur á tónlist- inni sem skrifuð er fyrir gítarinn í sólóverkum og í þessu stykki? Já. Þegar gítarinn er einn, er hann eins og heil hljómsveit. Hér er hver gítar einradda. Fyrir bragð- ið nýtur hver tónn sín betur. Það er ekkert grunnstef til að fara eft- ir, svo við þurfum að vera mjög nákvæmir í talningu. Það má segja að við endurnýjum þá kunnáttu. Hér gefur gítarinn ákveðinn lit í heildartón hljómsveitarinnar, fremur en að hafa ákveðnar laglín- | ur. Það er ómetanlegt að fá að I taka þátt í frumflutningi á svona viðamiklu nýju íslensku verki og fá að vinna með svo klárum stjórn- anda sem Zukofsky er,“ segja þeir félagarnir að lokum, taka upp gít- ara sína og koma sér fyrir á sínum stað í hljómsveitinni fyrir næstu æfingalotu. Það er stuttur tími til , stefnu, því framflutningur Kammersveitar Reykjavíkur á „Tímanum og vatninu“ er á sunnu- daginn, 12. júní, í Langholtskirkju. TIL LOIUDON MEÐ FLUGLEIDUM • TIL LOIVIDOIXI MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL LOIUDOIU MEÐ FLU Sumarborgin FLUG OG GISTING Verð frá 42.140 kr.* á manninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nætur á St. Giles Hotel. Verð frá 30.955 kr.* á manninn í viku m.v. 4 (2 fullorðna og 2 böm, 2 - 11 ára) í bíl í A-flokki. 41.140 kr.* á manninn í viku m.v. 2 í bíl í A-flokki. Náðu þér í ferðabæklinga Flugleiða, Ut í heim og Út í sól. * Flugvallarskattar ínnifaldir. 14 daga bókunarfyrirvari. *♦ Mugvaflarskattar ekki innifaldir. 21 dags bókunarfyrirvari. • ¥ina Haíðu samband við söluskrifscofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 - 19 og á laugard. frá kl. 8 - 1 FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferÖafélagi TIL LOINIDON MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL LONDON MEÐ FLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.