Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 49 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Svart og hvítt í Kópavogi Skúli Unnar Sveinsson skrifar BREIÐABLIK og Fram gerðu jafntefli, 2:2, á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik, sem var opinn og fjörugur, en í þeim síðari gerð- ist fátt markvert. Ekkert,“ sagði Marteinn Geirsson þjálfari Fram þegar hann var spurður hvað hann hefði gefið leik- mönnum sínum í leikhléi. Ástæða spumingarinnar var að .eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu fjölmörg mark- tækifæri, án þess þó að leika áber- andi vel, var síðari hálfleikur tíðin- dalitill og nærri tíðindalaus. „Þetta var hræðilega lélegt. Ég var svolítið hræddur fyrir léikinn en hélt ekki að við myndum detta svona niður eftir að hafa leikið vel í síðustu leikjum. En í kvöld gleymd- ist liðsheildin og menn voru á ein- hveiju einstaklingsflippi. Blikar voru á undan okkur í alla bolta og við dekkuðum hræðilega illa,“ sagði Marteinn. Ingi Bjöm Albertsson þjálfari Blika var hins vegar ánægður með sína menn. „Það hefur verið góður stígandi í leik liðsins og við settum okkur það markmið að komast á rétta braut í kvöld og ég held að það hafi tekist. Við þurfum að nýta færin betur og ná að halda einbeit- ingunni eftir að við skoram því í kvöld fengum við á okkur alveg hræðileg mörk,“ sagði Ingi Björn. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik og eftir að Fram hafði átt þtjú góð færi skoraði Breiðablik fyrsta mark- ið. Fram jafnaði tíu mínútum síðar, á 25. mínútu en mínútu fyrir leikhlé komust heimamenn aftur yfír. Framarar tóku miðju og tókst að skora áður en flautað var til leikhlés. Þrátt fyrir mikið Qör og mörg færi var leikurinn ekki sérlega góð- ur. Allt of mikið var um misheppn- uðar sendingar, en þess á milli sást þó ágætt samspil, en það var þó °f sjaldan. Eftir fjörið í fyrri hálf- leik bjuggust menn við áframhaldi í þeim síðari. En því miður varð mönnurn ekki að ósk sinni því eng- in ástæða var til að drepa niður penna fyrr en alveg undir lok leiks- ins, en þá fengu liðin mjög góð færi. Fyrst Framarar sem skutu í slá og svo.Blikar sem skutu í stöng. Bæði færin voru eftir að nokkur þvaga hafði myndast í vítateigunum og buldu skotin fyrst á varnarmönn- um og enduðu sóknirnar með horn- spyrnum. í síðari hálfleik mátti þakka fyr- ir ef leikmenn náðu að senda þijár óbrenglaðar sendingar í röð. Bar- áttan var mikil, það vantaði ekki, en síðan komu sendingamar og þær vora flestar á mótheija. Það má því með sanni segja að fyrri hálf- leikurinn og sá seinni hafi verið éins og svart og hvítt, alla vega fyrir áhorfendur. 4 ill kÁ 15. mínútu tóku 1 íU ‘Blikar aukaspyrnu rétt utan við vítateigshomið ir stöngir a fíær. Varnarmenn Pram skölluðu frá en boltinn sem Kris tók hann tófer Sigurgeírsson viðstöðulaust. Hann um stefm af vamarmanni. 4 >4 Tíu mínútum síðar ■ ■ ■ vann Helgi Sigurðs- son bolts mn á vallarhelmmgi Blika, bn maði aðþrengdur upp hægri va mginn og Einar Páll og fyrir varð mílli markið. MiBskilningur varnarmanns og iqar- náði að teygja sig í boltann á undan Guðmundi markverði Blika og renna honum í netið. 2:1 Mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks fengu Blik- ar aukasp vftateigsh ymu fyrir utan hægra omið. Kristófer spyrnti yfir skarann í miðjum vítateignum og fyrir aftan hann var Hákon Sverrisson aleinn og óvaldaður. Hann kastaði sér fram og skallaði í netið úr frek- ur prongi 2:2 i iæn. ► Nokkrum sekúndum ■áður en flautað var til hlés gaf Ríkharður á Helga í vinstra hroninu. Hann lék lag- lega á Gústav ómarsson og senai kiioluihi & bwii^itid ijötii. Hóhnsteinn skallaði fyrir markið á Gauta Laxdal sem skoraði af öryggi. Morgunblaðið/Þorkell Dansað í rigningunni SIGURÐUR Björgvinsson lék á ný með Keflvíkingum og kemur hér boltanum í burtu áður en Hermann Hreiðarsson nær að átta sig. Skil ekki svona vinnubrögð - sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR Þetta var virkilega svekkjandi," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari KR eftir tapið gegn FH. „Við lögðum áherslu á stífan sókn- arleik og við vissum að þeir myndu leggja áherslu á varnarleikinn, en boltinn rúllaði illa og það var margt sem varð til þess að draga leikinn niður.“ Áttu þar við dómararm í leiknum? „Dómarinn er ótrúlega skilnings- vana á hvað knattspyma er og ég skil ekki svona vinnubrögð. Nú spyr ég, eru það samantekin ráð hjá dómurum að dæma eftir öðram reglum gagnvart okkur? Ef svo er þá eru þeir langt frá því að vera heiðarlegir, og það er annaðhvort það eða þeir vita ekki betur.“ Gengi liðsins upp á síðkastið hlýtur að vera þér áhyggjuefni. Hvað er til ráða? „Markmiðið var og er ennþá að taka hvern leik fyrir sig. Það er langt í september, en við erum komnir í þá stöðu að þurfa að von- ast eftir slysum hjá öðrum. Við höfum verið lánlausir, en það hlýt- ur að breytast, önnur lið geta ekki verið stálheppin endalaust." Áttu þarna við Skagamenn? „Þeir sem fylgst hafa með í sumar vita hvað við er átt. Lukkan er fallvölt og hún þarf að vera með. En koma tímar koma ráð,“ sagði Guðjón Þórðarson. Marka- laus barátta KEFLAVÍK og Vestmannaeyjar gerðu markalaust jafntefli í leið- indaveðri í Keflavík í gærkvöldi. Gestirnir fögnuðu stiginu og ^ heimamenn geta í raun einnig vel við unað, því þó þeir hafi átt eina umtalsverða færi leiks- ins voru úrslitin sanngjörn í þessum baráttuleik. jjjjjyjamenn voru varkárir til að Steinþór Guöbjartsson skrifar frá Keflavík byija með, framheijarnir komu vel aftur og liðið treysti á gagnsókn- ir. Fyrir bragðið vora Keflvíkingar meira með boltann, en spil- ið gekk illa, rétt eins og hjá mótheijunum, og ekki tókst mönnum að skapa sér marktækifæri. Eina hættan var um miðjan hálfleikinn, þegar Marco Tanasic tók aukaspyrnu frá vinsir'— rétt utan vítateigshoms og skaut lúmsku skoti að marki. Boltinn virt- ist á leið í fjærhornið, en Friðrik Friðriksson var réttur maður á rétt- um stað. í seinni hálfleik höfðu Eyjamenn vindinn og rigninguna frekar með sér og þeir voru óragari við að sækja, en höfðu ekki erindi sem erfíði. Sumarliði Árnason fékk eina færið snemma í hálfleiknum, en skaut framhjá einn gegn einum. Sama var upp á teningnum hjá Keflvíkingum; þeir börðust vel, en áttu oftar en ekki í erfiðleikum með að finna sam- heija. Samt vora sóknir þeirra þyngri og hættulegri, en ekkert varð úr hlutunum, þegar þeir nálguðust mark mótheijanna. Þeir vildu fá vítaspymu í hvoram hálfleik, en Glsli Guðmundsson, dómari, var ekki á sama máli. Það er ósanngjamt að dæma liðin út frá þessum leik, því aðstæður voru ekki heppilegar, rok og rigning. Markverðimir stigu ekki feilspor, en höfðu lítið að gera. Baráttan var alls ráðandi hjá vamar- og miðjumönn- um, en þeim tókst yfirleitt illa að koma bolta frá sér. Það, sem helst má setja út á, er að Eyjamenn voru stundum full aðgangsharðir, en þéir gengu eins langt og þeim var leyft. Sóknarmenn liðanna fengu litla að- stoð, en einstaklingsframtak Kjart- ans Einarssonar hjá ÍBK og Stein- gríms Jóhannessonar hjá IBV var nálægt því að skila árangri. URSLIT Dæmið gekk upp hjá FH FH-ingar unnu frækinn sigur á KR á heimavelli þeirra síðar- nef ndu með einu mark gegn engu í gærkvöldi. KR-ingar voru mun meira með boltann í leiknum og fengu mun fleiri færi og hættulegri, en leikaðferði FH-inga gekk fullkomlega upp. Þeir spiluðu vörnina frábærlega og beittu hárbeittum skyndisóknum, sérstaklega í síðari hálfleik, og skilaði það tilætluðum árangri einu sinni, sem reyndist nóg til að innbyrða sigur. FH-ingar eru nú með tíu stig eftir að haf a skorað aðeins þrjú mörk í f imm leikjum, en KR-ingar eru enn með sjö stig en hafa þó skorað átta mörk. 3. deild: Dalvík-Víðir........................1:4 Jónas Baldursson - Sigurður Valur Árnason 3. Hlynur Jóhannsson. 4. deild: Sindri - Neistí.....................6:0 Bjub 2, Hermann Stefánsson 2, Pálmar Hreinsson 1, Kristján Baldursson. íkvöld Knattspyrna kl. 20 L deild karla: Akureyrarv.: Þór - Stjarnan Laugardalsv.: Valur - ÍA 1. deild kvenna: Akranes: ÍA - Stjarnan 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - Fylkir Vfkingsv.: Víkingur - Þróttur IR-völlur: lR - Leiftur 3. deild karla: Ásvellir: Haukar - Völsungur Egilsstaðir: Höttur - Fjölnir Sauðárk: Tindast. - Skallagr. 4. deild: Varmárv.: Aftureld. - Ægir Gróttuvöllur: Grótta - Leiknir Ármannsv.: Ármann - Hamar Leikurinn var bráðfjörugur og skeir.fntilegur á að horfa. KR- ingar byijuðu hann af miklum krafti, og voru búnir að Stefán skjóta fjórum væn- Eiríksson legum skotum að skrifar marki þegar fyrri hálfleikur ^ar hálfn- aður. Sóknir FH-inga vora beittar þó þær væru ekki margar. Jón Erl- ing Ragnarsson var einn á móti markmanni á 31. mínútu eftir snarpa sókn, en Kristján Finnboga- son varðj meistaralega. Sex mínút- um síðar kom besta færi hálfleiks- ins; Tómas Ingi skallaði að marki en Stefán Arnarson varði hreint frá- bærlega. Þremur mínútum síðar bjargaði hann aftur laglega er Tryggvi Guðmundsson var kominn einn í gegn. KR-ingar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og fengu besta færi sitt á 53. mínútu. Heimir Porca lyfti þá knettinum yfír Stefán í markinu og í innanverða stöngina hægra megin. Á 56. mínútu kom Atli Ein- arsson inn á hjá FH-ingum og hleypti sú skipting miklu lífi í skyndi- sóknir FH-inga. Hann skapaði mikla hættu strax eftir að hann var kom- inn inn á og gerði í þrígang usla í vörninni áður en hann gerði út um leikinn á 88. mínútu. Eftir markið gerðu KR-ingar örvæntingarfull- ar tilraunir til að skora en allt kom fyrir ekki. „Þetta var mjög skemmti- legur og sætur sigur," sagði Stefán Arnarson markvörður FH sem átti frábær- an leik. „Þeir voru hættulegri í sóknaraðgerðum sínum en við vörðumst vel, náðum að loka helstu svæðunum og treyst- um á skyndisóknir," sagði Stefán. FH-ingar léku af mikilli skynsemi og héldu sig við upphaflega áætlun allan tímann. Vörnin var sterk og umfram allt voru varnarmennimir fljótir, ekki bara fljótir að átta sig heldur líka fljótir að ná til boltans. Stefán Arnarson stóð sig frábærlega í markinu eins og áður var vikið að og Atli Einarsson hleypti lífi í sókn- ina. KR-ingar léku alls ekki illa þó svo að svona færi. Þeir vora mun meira með boltann á miðjunni, en vora helst til seinir að skila honum fram og upp kantana, fullmikið var um óþarfa dútl á miðjunni, eins og ein- hver orðaði það. Heimir Guðjónsson lék í stöðu aftasta vamarmanns í forföllum Óskars Þorvaldssonar og stóð sig ágætlega. Tryggvi Guð- mundsson vann vel og barðist allan leikinn og góð barátta var í Rúnari Kristinssyni og Tómasi Inga, en hún dugði ekki til. 0H 4[ Óiafur H. Kristjáns- ■ | son skallaði knöttinn fí*á eigin vallarhelmingi á 88. mínútu yfír á Jón Erling Ragn- arsson sem var á miðjum vallar- helmingi KR. Hann lék upp miðjuna og gaf boltann síðan laglega út til hægri á Atla Ein- arsson. Hann lagði knöttinn fyrir sig lék inn í teiginn og lyfti knettinum yfir Kristján Finn- bogason og í netið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.