Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ísfirðingar hafa áhyggjur af hugsanlegrar sölu á um 23% hlutabréfa í Hrönn hf., útgerð Guðbjargarinnar Óttast að moivihlui- inn hverfí úr bænum ísafjörður - Tæplega fjórðungur hlutafjár í útgerðarfélaginu Hrönn hf. á Isafirði er til sölu. Hrönn hf. gerir út skuttogarann Guðbjörgu I.S. 46, sem er eitt af aflahæstu og kvótahæstu skipum landsins, en jafnframt á fyrirtækið 60% hlutafjár í íshúsfélagi ísfirðinga, sem eitt af fáum stórum frystihús- um í landinu er með sæmilega sterkan íjárhag. Félagið á nú í smíðum 2.500 lesta frystitogara í Flekkefjörd í Noregi, sem von er á í haust, en það er þriðji togarinn með sama nafni, sem þar er smíð- aður fyrir Hrönn. Það er Margrét Guðbjartsdóttir, systir Ásgeirs skipstjóra á Guð- björginni og ekkja Kristins heitins Arnbjörnssonar vélstjóra, sem er að selja en þau stofnuðu fyrirtæk- ið árið 1954, ásamt Guðbjarti föð- ur Margrétar og Ásgeirs, Guð- mundi Guðmundssyni útgerðar- manni félagsins frá upphafi og Maríasi Þ. bróður hans. Útgerðin lét í upphafí smíða 53 tonna bát hjá Marzellíusi Bernharðssyni á ísafirði og hefur Ásgeir jafnan Útgerðarfélagið á von ánýjum 2.500 lesta frystitogara í haust. verið skipstjóri síðan, en nú hin síðari ár til skiptis með Guðbjarti syni sínum. Útgerðin hefur ávallt gengið vel, bæði vegna aflasældar feðganna og ráðdeildar í rekstri. Óttast að utanbæjarmenn kaupi meirihluta Ekki fæst uppgefið hvers vegna Margrét, sem á nú 23% hlut í fé- laginu vill selja. Kaupverð er ekki ákveðið að sögn Amars Kristins- sonar framkvæmdastjóra Bása- fells á ísafirði og sonar hennar, en óskað verður eftir tilboðum, sýni einhver áhuga á kaupunum. Hann fullyrðir að engin tilboð hafi enn borist og að ekki sé á þessari stundu í gangi samningar um söl- una við nokkurn aðila. Ýmsar sögusagnir ganga hér vestra um ástæðu kaupanna og jafnframt að fleiri hlutabréf yrðu föl á næstunni. Margir láta í ljós ótta um að 1.500 milljóna króna fjárfesting í nýju frystiskipi, sem um leið veikir hráefnisöflun frysti- hússins verði félaginu ofviða og telja að þessvegna vilji Margrét selja nú. Aðrir telja að Ásgeir eigi eina ferðina enn eftir að fínna nýjar leiðir í útgerð með hinu nýja og öfluga skipi auk þess sem kvóta- kaup undangenginna ára komi nú útgerðinni að góðu gagni og vel megi hugsa sér að hægt verði að vinna frystar afurðirnar í neyt- endapakkningar í frystihúsinu í landi og því séu margir sem nú vilji kaupa hlut í öflugu félagi til að ávaxta fé sitt. Helsti ótti er í mönnum hér vestra, að meirihluti bréfa í fyrir- tækinu komist í hendur utanbæj- armanna og með því hverfi frægt aflaskip úr fiskveiðiflota ísfirðinga og þar með tekjuhæstu sjómenn landsins. TOGARINN — Teikning af nýju Guðbjörginni, frystitogara sem Hrönn hf. á ísafirði er að láta smíða og valdið hefur nokkrum titringi vestra. Vistala sementssölu, 1980=100 . 100 -i 80 60 - 40 - 20 - .JFMAMJ JÁSON D„ J FMAMJ JÁSON D„J F M A 1992 1993 1994 Vístala sementssölu hér á landi var 72,4 stig í aprílmánuði. Þessi vístitala, sem sett var 100 stig árið 1980, hefur þó ekki verið hærri frá því í september 1992 og ætti að gefa til kynna að eitthvað væri að glæðast á byggingamarkaðnum. Sementssala eykst Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar Meiri halli þarf ekki að þýða vaxtahækkun ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir aðspurður að meiri halli á fjárlögum ríkisins en fjárlög geri ráð fyrir leiði ekki sjálfkrafa til vaxtahækkunar, en í Morgunblaðinu í gær kemur fram að halli fjárlaga stefni í 13-14 millj- arða króna, sem er 3-4 milljörðum meira en ráð var fyrir gert í fjárlög- um. Þetta sé þó eins konar viðvör- un. Á fótboltamáli megi líkja þessu við það að fá „gula spjaldið". Meiri halli auki þrýsting á, vaxtahækkun en það sem úrslitum réð væri hvern- ig gengi að koma saman fjárlögum næsta árs og hvort tækist að móta trúverðuga stefnu í ríkisfjármálum til næstu ára, en ríkisstjórnin hefði boðað kynningu á þeirri stefnu síð- ar á þessu ári. „Aukinn halli hefur óhagstæð áhrif á vaxtaþróunina. Hins vegar er spurningin sú hversu mikil áhrif- in eru. Ef ríkisfjármálastefnan fyrir næsta ár og stefnan til langs tíma verður sett fram með trúverðugum hætti þá tel ég að áhrifín af því, að hallinn verði eitthvað meiri á þessu ári en menn reiknuðu með, þurfi ekki endilega að að verða mikil, þó áhrifin séu áreiðanlega til hins verra,“ sagði Þórður. Hann sagði að það skipti megin- máli að það tækist að setja fram og framfylgja trúverðugri stefnu í ríkisfjármálum á næstu misserum og árum. Að öðrum kosti væri ekki hægt að gera sér vonir um að vext- ir yrðu jafn lágir áfram og þeir -hefðu verið undanfarna mánuði. Eitt brýnasta hagstjórnarverkefnið í íslenskum efnahagsmálum væri óhagstæð þróun ríkisljármála og skuldasöfnun samfara henni. Verðbréfasjóðir Landsbréfasjóðir innlendra verð- bréfa stærstir Morgunblaðið/Árni Sæberg Alíslensk lýðveldistjöld VERÐBRÉFASJÓÐIR Landsbréfa sem fjárfesta aðallega í innlendum verðbréfum eru nú orðnir stærstir allra slíkra sjóða. í apríl 1992 var heildarstærð verðbréfasjóða með inn- lendum verðbréfum á vegum fyrir- tækisins um 1 milljarður króna. I lok apríl á þessu ári var heildarstærð sjóðanna komin í 5,3 milljarða og hafa þeir því rúmlega fimmfaldast á tveggja ára tímabili. Það eru einkum fjórir sjóðir Lands- bréfa sem hafa vaxið umtalsvert, að því er fram kemur í frétt frá fyrir- tækinu. Stærsti einstaki langtíma- verðbréfasjóðurinn á vegum Lands- bréfa, Öndvegisbréf, hefur vaxið úr 70 milljónum króna í 1.660 milljónir króna á síðastu tveimur árum, og Reiðubréf, sem er skammtímaverð- bréfasjóður, hefur vaxið úr 162 millj- ónum króna í 2,427 milljónir króna á sama tímabili. Sá sjóður sem vaxið hefur hvað mest hlutfallslega er Þingbréfasjóður, en sá sjóður hefur rúmlega fjörutíufaldast á síðustu tveimur árum. Fjórði sjóðurinn er Launabréfasjóður en hann er nú stærsti einstaki innlendi verðbréfa- sjóðurinn sem greiðir eigendum sín- um reglulega tekjur. Markaðshlutdeild þeirra verð- bréfasjóða Landsbréfa sem fjárfesta nær eingöngu í innlendum verðbréf- um hefur vaxið nokkuð jafnt og þétt frá því að þeir voru settir á stofn, flestir fyrir um fjórum árum. í lok apríl á þessu árí var markaðshlut- deild sjóðanna um 33,6%. Helstu ástæður þessa góða árang- urs segir Landsbréf að megi rekja til traustrar eignarsamsetningar og góðrar ávöxtunar. Þannig hafa verð- bréfasjóðir Landsbréfa gefið bestu ávöxtun innlendra verðbréfasjóða (þegar ávöxtun er vegin með stærð einstakra sjóða) síðustu tvö ár miðað við 1. júní sl. SEGLAGERÐIN Ægir hefur hafið framleiðslu á stórum tjöldum sem kölluð eru lýðveld- istjöld. Þau þykja sérstök fyrir það að dúkurinn er borinn uppi af sjálfstæðu burðarvirki úr stáli sem fest er í jörð þannig að tjaldstög eru óþörf. Að sögn Jóns A. Barðdal, í Seglagerðinni Ægi, eru tjöldin 220 fermetrar að stærð og henta mjög vel fyrir allar úti- samkomur. Tjald af þessari gerð var nýlega sett upp við Reykjavik- urhöfn og tvö Ijöld eru farin til Selfoss. Þá má reikna með að lýðveldistjöld verði reist á Þing- völlum þann 17. júní næstkom- andi. Tjahlið sé að öllu leyti ís- lensk hönnun og framleiðsla en þar hafa komið við sögu þeir sem sjást á myndinni, Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuð- ur, Ólafur Ragnarsson segla- saumari, Gísli Guðmundsson seglasaumari auk Jóns A. Barð- dals. nuiiiu.ii.Miir* ■ Vífilfell sel- urgos til Finnlands VÍFILFELL hf. hefur náð samn- ingum um sölu á 45 þúsund köss- um af Coke og Sprite til framleið- anda Coca Cola í Finnlandi. Drykk- irnir verða í hálfs lítra umbúðum þannig að al’ls er um að ræða 540 þúsund lítra. Áður hafði Vífílfell náð samningi í Svíþjóð um sölu á 235 þúsund kössum eða 2.820 þúsund lítrum. Erla Pétursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Vífilfells hf., sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir kaupum finnsku aðilanna væru hertar reglur um notkun ein- nóta umbúða þar í landi. „Við erum mjög bjartsýn um að framhald verði á þessum útflutningi, sér- staklega vegna þess að við höfum verið með þeim fyrstu að tileinka okkur gamla lagið á umbúðunum." Útflutningur Vífilfells hefur farið fram fyrir milligöngu höfuðstöðva Coka Cola-fyrirtækisins í Atlanta í Bandaríkjunum en þar hefur sú stefna verið mörkuð að Coke skuli eingöngu sett á umbúðir með upp- runalega laginu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.