Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 9
Klúbbur á lág-
stemmdum nótum
Klúbbur Listahátíðar er
ómissandi hluti af Lista-
hátíð hverju sinni; þar
sem gestir og- gangandi
geta blandað geði bæði
við listamenn og hver við
annan og notið lifandi
tónlistar. Arni Matthías-
son rekur dagskrá ___________
klúbbsins, sem að þessu
sinni er á Sólon íslandus.
SNAR þáttur í Listahátíð hveiju sinni
er svonefndur Klúbbur Listahátíðar,
þar sem gestir Listahátíðar og aðrir
Íistamenn geta sest niður og fengið
sér drykk eða kaffi undir lifandi tón-
list og blandað geði við þá sem sækja
það sem hátíðin hefur upp á að bjóða.
Að þessu sinni er Klúbbur Listahátíð-
ar í Sólon íslandus og þar hefur ver-
ið þröng á þingi síðustu daga og
verður áfram, aukinheldur sem fram-
lag Sólons til Listahátíðar, málverka-
sýning Sigurðar Guðmundssonar,
hefur vakið athygli.
Á tónleikasvið í Sólon Íslandus
hafa stigið tónlistarmenn úr öllum
áttum og leikið ólíkar gerðir tónlist-
ar, sem verður að teljast viðeigandi
á stað eins og Sólon íslandus sem
er allt í senn; kaffibúlla, þægilegt
veitingahús og menningarmiðstöð,
Eliza Guðmundsdóttir á Sólon ís-
landus hefur umsjón með Klúbbi
Listahátíðar og segir að það samrým-
ist mjög vel að reka kaffihús og veit-
ingastað með lifandi tónlist. „Við
höfum alltaf verið með lifandi tón-
list, og því engin viðbrigði að fá
klúbbinn inn til okkar. Við erum með
hann uppi, þar sem galleríið er, og
þar hafá tónlistarmennirnir leikið.
Fólk vill koma og hlusta á tónlist
og þegar það er uppi fær það frið
til að hlusta á músíkina, það er ekki
eins mikið skvaldur og umgangur.
Eins ef það vill hvíla sig á tónlistinni
og tala saman getur það farið niður.
Sólon sækir mjög breiður hópur
fólks, en um leið er stór hópur ein-
mitt það fóik sem helst sækir atriði
á Listahátíð. Það hefur viljað brenna
við að fólk hefur haldið að það sé
bara eldra fólk sem sækir Listahátíð,
en því er öðru nær; það er fólk á
öllu aldri og ekki síst yngra fólk,
eins og við sjáum svo vel hjá okkur,
þó sum atriðanna séu svolítið dýr.“
Eliza segir að á mánudagskvöldum
sé yfírleitt alltaf jass, einnig hefur
hljómsveitin Skárra en ekkert leikið
nokkuð reglulega og fleiri eru tíðir
gestir, en aliar eru sveitirnar eða tón-
listarmennirnir á lágstemmdum nót-
um, enda segir Eliza að ekki fari vel
saman að vera með háværa harkalega
tónlist og stað þar sem fólk komi
saman til að spjalla saman, fá sér
kaffibolla eða snarl, eða hlusta á afs-
lappandi tónlist yfir vínglasi.
Dagskráin á Sólon íslandi verður
svohljóðandi út mánuðinn: í kvöld
leikur Skárra en ekkert, mánudaginn
13. júní leikur Tríó Egils Hreinssonar
jass, 14. júní leika Emil og Anna
Sigga, 15. leikurTríó Ólafs Stephen-
sens jass og Dönsku gleðigjafarnir
syngja frá 22.00 til 22.30, 16. leikur
Kvartett Marimba latintónlist, 17.
leikur Magnús Blöndal Jóhannesson
tvívegis, 18. treður Tríó Ólafs Steph-
ensens aftur upp, 19. leikur Magnús
Blöndal aftur, en hann er reglulegur
gestur á Sólon, 20. leika Smurapar,
21. leikur Magnús Blöndal Jóhannes-
son, 22. leikur Blúsband Andreu, 23.
leikur Magnús Blöndal, 24. leikur
Tríó Jamm, 25. leikur Tríó Ólafs
Stephensens, 26. leikir Einar Krist-
ján Einarsson, gítarleikari, 27. leika
Reynir Sigurðsson og Þórir Baldurs-
son, 28. leikur Magnús Blöndal, 29.
verður Vínarkvöld og 30. leikur
Skárra en ekkert.
MN
Lisfahátíð í dag
ÍSLENSKI dansflokkurinn dansar
Lýðveldisdansa í Borgarleikhúsinu
klukkan 14.00 og 20.00 í dag.
Kvennakórin Dzintars syngur í Víði-
staðarkirkju klukkann 17.00. Verk
Atla Heimis Sveinssonar Tíminn og
vatnið verður frumflutt í Langholts-
kirkju klukkan 20.00.
Sýningum Stepanek og Maslin í
Galierí Gangur og Helga Þorgils
Ólafssonar í Listasafni ASÍ lýkur í
dag.
Tryggvi Ólafsson sýnir í Gallerí
Borg, Dieter Roth í Nýlistasafninu,
John Greer í Gallerí 11, Sigurður
Guðmundsson á Sólon ísíandus, Ilja
Kabakov í sýningarsalnum Annarri
hæð, Rudy Antio í Gallerí Úmbru,
Kristján Guðmundsson í Gallerí
Sævars Karls og Joel Peter Witkin
á Mokka.
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn-
ingin íslensk samtímalist en Lista-
safn íslands speglar tímabilið frá
alþingishátíð til lýðvelsisstofnunn-
ar. Islandsmerki og önnur súlnaverk
Sigurjóns Ólafssonar eru í safni
hans og verk Jóns Engilberts í FÍM-
salnum og í Norræna húsinu. í sama
húsi eru einnig verk sex ungra gull-
smiða. Leifur Kaldal gullsmiður
sýnir í Stöðlakoti og loks er ný finnsk
glerlist í Ráðhúsi Reykjavíkur. í
Ásmundarsal sýna íslenskir akrki-
tektar hugleiðingar sínar um Mann-
virki-Iandslag-rými.
Hljómsveitin Skárra en ekkert
skemmtir gestum Klúbbs Listahátíðar
á kaffihúsinu Sóloni íslandus frá klukk-
an 22.00. Annað kvöld leikur Tríó
Egils Jónssonar á Sólon íslandus.
Vladimir Ashkenazy heldur tón-
leika í Háskólabíó klukkan 20.00 á
mánudagskvöld.
TIL SÖLU
Liebherr PR732Log PR722 jarðýtur, árgerð 1991. Einnig Volvo N12,
árgerð 1986, nýr á götu 1991, ekinn 165 þús. km með malarvagni,
árgerð 1991, og Mercedes Benz 813, árgerð 1980.
Góð greiðslukjör möguleg.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bílasalan Hraun í síma 91-652727.
Síóustu sætin til
Benidorm ll júní
frá kr. 39 900 í 3 vikur
Glæsilegt kynningartilboð á nýjan gististað Heimsferða á Benidorm í sumar, Mayra. Mjög góðar
nýlegar íbúðir staðsettar miðsvæðis á Benidorm, stutt á ströndina og í alla þjónustu. Allar íbúðir
eru vel innréttaðar, með baði, eldhúsi, svefnherbergi, stofu og svölum og lítil sundlaug er við
hótelið. Frábær valkostur sem farþegum okkar hefur hkað afar vel.
Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu scetin meðan enn er laust.
«,39.900 Aðeins 5 íbúðir eftir á þessu tilboðsverði
Verð pr. mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Verð kr. 34.900
Verð pr. mann m.v. 2 í íbúð.
Flugvallarskattar: Kr. 3.660 f. fullorðna og kr. 2.405 f. böm.
Nú getur þú eignast þessi
vönduðu sjónvarpstæki á
ótrúlegu verði. Víðóma
(nicam stereo), textavarp,
músafjarstýring,
valmyndir á skjá o.fl.
i'l
25" IUOKIA TV 6355
Munalán, Vísa og Euro-raðgreiðslur
RONNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
Metrú Akureyrl Rafcind ICgiIsstBðum Ncisti Vestmannaeyjum Itafeindaþ. Brynjólfs Hitfn Rafliús Kctlavík Litsýn Rcykjavík Hcimskringlan Reykjavík