Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 11
Langt
kominn með
kvotann
Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og fyrrver-
andi fiskimálastjóri var á sfld í 38 ár.
Hann er þeirrar skoðunar að enginn atvinnu-
rekstur hafi haft jafn mikil áhrif á þjóðlífið
í heild og sfldveiðar. „Sveiflumar voru geysi-
legar. Veiðamar gátu gert menn auðuga og
síðan fátæka strax árið á eftir.“ Þorsteinn
bendir á að oft hafí síldin reynst okkur íslend-
ingum dijúg. Hann tekur kreppuárin sem
dæmi en þá gekk sala á sfld vel. Hann telur
að síldin og þær afurðir sem úr henni vom
unnar hafí oft bjargað þjóðinni frá gjald-
þroti og þar af leiðandi verið þróttmikill liðs-
auki í baráttunni fyrir sjálfstæði.
„Auðvitað fylgdi þessu mikil spenna,“ ját-
ar Þorsteinn og segir að fólk hafi veðjað
óspart á síldina. Spurningin um það hvort
sfldin kæmi eður ei brann á vöram fólks.
„Spennunni hefur stundum verið líkt við
það sem helst hefur þekkst í sambandi við
handbolta í seinni tíð. Öll þjóðin fylgdist
með.“ Þorsteinn segir að ekki hafi það dreg-
ið úr spennunni að síldarskýrsla fiskifélags-
ins var jafnan lesin á mánudagskvöldum í
útvarpinu. Þar voru nafngreind þau skip
sem mest höfðu fiskað. „Þetta leiddi af sér
samkeppni mikla og harða líkt og í keppnis-
íþróttum," segir hann og brosir.
Þorsteinn ætti að vita sitthvað um sam-
keppni því hann barðist um langt árabil um
sæti aflakóngs, þar á meðal við bróður sinn
Eggert. Ekki vill hann þó gera mikið bar-
áttu þeirra bræðra. „Það vora fyrst og fremst
áhuginn og ánægjan sem gáfu þessu gildi
ekki það sem maður bar úr býturn." Vissu-
lega segist þessi mikla aflakló hafa haft
metnað en eftir að toppnum var náð í fyrsta
skipti hafí sá sess sem honum fylgdi ekki
lengur verið sérstakt keppikefli. „Ef ég hefði
einhvem tíma staðið mig að því að reikna
út hvað ég bæri úr býtum fyrir velheppnað
kast hefði ég pakkað saman og farið í land.“
Góó búból
Þorsteinn upplifði gríðarlegar breytingar
á aflabrögðum á þeim tíma sem hann var
til sjós. Tæknin tók smám saman völdin.
„Asdic tækin og síðar kraftblökkin stuðluðu
að mestu atvinnubyltingu sem orðið hefur
á íslandi.“ Asdic tæki þessi höfðu fyrst
verið notuð í seinni heimsstyrjöldinni til að
finna kafbáta. Síðar kom í ljós að þau vora
ekki síður til þess fallin að hafa uppi á físki-
torfum. Fram að þessu hafði einungis verið
unnt að kasta á vaðandi síld. Á fimmta
áratugnum hafði síldin hins vegar að mestu
hætt að vaða og reyndust asdic tækin því
hvalreki hinn mesti.
„Það var alltaf viss ljómi yfir síldinni,“
segir Þorsteinn „Hún veitti geysilega mörg-
um atvinnu, ekki síst ungu fólki. Líf og fjör
fylgdi í kjölfarið og margir efndu til varan-
legra kynna.“ Þá bendir hann á að fyrsta
stóriðja landsins, Síldarverksmiðjur ríkisins,
hafi lagt sig í líma við að veita frambæri-
legu námsfólki brautargengi varðandi sum-
arvinnu.
Þorsteinn vekur athygli á því að síldin
hafi verið jafn mikils virði fyrir þjóðarbúið
á sjöunda áratugnum og þorskurinn hefur
verið hin síðustu ár. Hann telur þó að slíkt
muni seint endur-
taka sig. Haldi
sfldin sig hins
vegar hér
áfram gæti
hún þó átt
eftir að
reynast
góð bú-
bót.
Sér-
stak-
lega ef
veiðar á
þorski
fari minnk-
andi áfram. Þor-
steinn sér þó ástæðu til að vara
við of mikilli bjartsýni því síldin sé síður
en svo auðveidd fisktegund, sérstaklega á
þessum árstíma.
Þorsteinn segist lítið hafa fundið fyrir
hvarfí síldarinnar á sínum tíma. Þegar ljóst
var að hún væri horfin segist hann hafa
haldið á skipi sínu, Jóni Kjartanssyni, til
veiða í Norðursjó og siglt með ísaða síld
til Þýskalands með góðum árangri. „Þessar
veiðar í Norðursjó björguðu alveg afkomu
síldveiðiflotans,“ segir Þorsteinn og kveðst
hafa fiskað á þessum slóðum í tíu ár.
Morgunblaðið/Markús Öm
SÍLDARBÁTARNIR setlu svip ó höfnina.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÞORSTEINN Gislason, skipstjóri,
var landsþekkt aflakló ó sildar-
árunum.
Sögulegur réltur
Þorsteinn þvertekur fyrir að hvarf síldar-
innar á sjöunda áratugnum hafi verið eitt-
hvað frábrugðið öðram sveiflum í sjávarút-
vegi þjóðarinnar. „Við sem höfum verið
þetta lengi til sjós eram ýmsu vanir.“ Hann
segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að
síldin ætti eftir að snúa aftur fyrir alda-
mót. „Sagan segir okkur að síldin kemur
alltaf aftur.“ Nú þegar Íslandssíldin hefur
fundist á ný í íslenskri lögsögu telur Þor-
steinn afar brýnt að við geram tilkall til
sögulegs réttar okkar. Nauðsynlegt sé að
íslendingar reki þessa réttar síns og gefi
ekkert eftir í samningum um veiðiheimild-
ir. Hann bendir á að Íslandssíldin hafi til
langs tíma alist að veralegu leyti upp í ís-
lenskri lögsögu og því sé réttur Islendinga
til að veiða hana mun meiri en t.d. réttur
Norðmanna til að veiða loðnu.
Gamli aflakóngurinn getur ekki neitað því
að um hann hafi farið léttur fíðringur þegar
honum bárast fréttirnar af endurkomu síld-
arinnar til eyma. Hann segist hins vegar
ekki vera á leiðinni út á miðin. „Ætli mað-
ur sé ekki langt kominn með kvótann."
Ertuai
leggja konfekt
íöskju?
Það er ekkert sem líkist þessu, hvorki í
stemmningu né vinnubrögðum. Þarna
var staðið meðan stætt var og klárað upp
úr bátnum hveiju sinni.“ Það er Ásdís Kvar-
an, lögfræðingur í Reykjavík, sem hefur
orðið. Hún var ein hinna fjölmörgu ungu
kvenna sem hleypti heimdraganum á sjö-
unda áratugnum til að geta tekið þátt í síld-
arsöltun fyrir austan. Sumurin 1964 og
1965 þrælaði Ásdís á síldarplaninu hjá Ha-
földunni á Seyðisfirði undir dyggri stjórn
hins nafntogaða Ólafs Óskarssonar. Ólafur,
sonur eins atkvæðamesta brautryðjanda
síldarútvegsins Óskars Halldórssonar, var
umsvifamikill síldarsaltandi bæði á Norður-
og Austurlandi. „Óli var svo æstur að hann
stökk bara á sparifötunum út í miðja lestina
til þess að meta fiskinn. Svo kom hann bara
slubbugur og slorugur upp aftur og varð
að skipta um buxur áður en hann gat tekið
á móti skipstjóranum."
Kafffi og lconiak
Þannig var stemmningin á síldarplönun-
um, fólk var í söltuninni af lífi og sál. Ás-
dís telur hið óvenjulega andrúmsloft sem
ríkti á plönunum hafa stafað af því að
unnið var undir beru lofti. „Ævintýrið fólst
í því að vinna úti, horfa á skipin koma inn
og sjá skipstjórana og áhafnirnar koma upp
plönin. Þeir gáfu manni kaffi og pínulítið
koníak. Svo sögðu þeir við mann: „Hvað
er þetta stúlka, heldurðu að þú sért að
Morgunblaðið/Markús Öm
Aó sögn Ásdisor voru
konurnarsem unnu
vió sildorsöllun aldr-
ei kallaóar annaó en
kerlingar.
Morgunblaðið/Kristinn
ÁSDÍS Kvaran, lögfrseóingur, upp-
lifói einstaka stemmningu á sild-
arplani Haföldunnar á Seyóisfiról.
leggja konfekt í öskju? Þú átt ekki að leggja
þetta svona." Síðan kenndu þeir manni
handtökin brosandi.“ Ásdís er þess sinnis
að mestu töfrarnir hafi einmitt falist í slabb-
inu og slarkinu úti á plönunum og það
hafi verið hluti af starfinu að vinna sér til
hita.
Ásdís segir að það hafi verið alveg sérstök
list að leggja niður. „Sumum karlmönnum
fannst alveg afskaplega fallegt að sjá konur
leggja niður ef það var rétt gert. Það varð
að gera þetta eftir kúnstarinnar reglu þann-
ig að hreyfingin lenti á hnjánum og mjaðm-
arliðnum." Ásdís segir að góð „síldarkerling“
hafi verið frá hálftíma upp í 45 mínútur
með tunnuna en sjálf hafí hún verið stolt
af því að vera klukkutíma. Að söltun lokinni
kveðst hún hafa rétt út stígvélið svo verk-
stjórinn gæti smeygt málmpeningi ofan í.
Mikið var síðan í húfi að tína honum ekki
í lopasokkunum því málmpeningarnir vora
afrakstur dagsins.
Nætursöltunin var hápunkturinn að mati
Ásdísar. „Það varr gífurlegt ævintýri að sjá
Seyðisfjörð rísa upp úr morgunsólinni og
bátana koma drekkhlaðna inn. Þá var mað-
ur ræstur klukkan fjögur eða fimm til að
tæma þá.“ Samkeppni um löndun var mikil
á þessum áram og því brýnt að söltunin
gengi hratt fyrir sig. Skipstjórarnir máttu
ekki vera að því að bíða og héldu því rakleið-
is til næsta löndunarstaðar ef ekki var búið
að tæma næsta bát á undan. Ásdís segir
að kappið hafi oft verið svo mikið að fólkið
í söltuninni hafi ekki mátt vera að því að
fara afsíðis til að gera þarfir sínar. „Það
gat verið mikið mál að fara úr öllu til að
komast inn á klósett og það kom stundum
fyrir að fólk pissaði bara niður úr þegar
atgangurinn var sem mestur.“
Rikinu lokaó
Að sögn Ásdísar gerði sýslumaðurinn á
Seyðisfirði sér einatt lítið fyrir og brá
slagbrandi fyrír dyr áfengisútsölunnar á
staðnum þegar af því bárust fregnir að flotinn
væri á leið í land. Eitthvað mun þetta hafa
farið fyrir bijóstið á sægörpunum sem fengu
engin svör við uppátækinu. Engu tauti varð
hins vegar við sýslumann komið og þar við
sat. Af þessum sökum munu skipin oft hafa
komið hljóðlegar að landi en þau áttu að sér
með það fyrir augum að áhafnimar gætu
læðst óséðar inn í bækistöðvar Bakkusar.
„Austfírðingar era músíkalskir og kátir,“
segir Ásdís og kveðst hafa kynnst bæjarlíf-
inu töluvert á Seyðisfírði. Vitanlega átti
vinnan hug fólks allan en þá sjaldan skyldun-
um sleppti varð því ekki skotaskuld úr því
að lyfta sér ærlega upp. Bjartsýnin var mik-
il og allir hrifust með.
Ásdís telur að fólk hafí ekki gert sér grein
fyrir því á þessum tíma að verið var að
þurrausa miðin. „Maður bara saltaði krydd-
síld ofan í Rússann og aðra ofan í Svíann,"
segir hún og kveðst ekki hafa hugsað lengra.
Einn góðan veðurdag var ævintýrið hins
vegar úti. „Ég held að fólk hafi ekki almenni-
lega trúað því að síldin væri horfin. Það tók
þónokkurn tíma fyrir fólk að átta sig á því
að hún væri uppurin," segir Ásdís og telur
að fólk hafi lifað í voninni töluvert lengi.
Ásdís bíður nú átekta eftir framvindu mála.
Loksins hefur Islandssíldin snúið aftur inn
í íslenska lögsögu. „Ég myndi ekki hika við
að fara aftur í söltun ef síldin er komin til
að vera,“ segir hún ákveðin „þó ekki væri
nema til að prófa úthaldið."