Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 17
Falla hlés í faðminn út
firðir nesjagrænir.
Náttklædd Esjan ofanlút
er að lesa bænir.
Auðvitað kem ég til með að sakna
margs. En ég tel að ráð föður míns
hafi verið rétt, eins og öll þau ráð
sem ég fékk frá honum, að skynsam-
Stoltur af
Framsóknar-
áratugunum
af verkfærum ríkisvaldsins, en það
hefur dregið mikið úr því. Seðlabank-
inn endurkeypti ýmis lán viðskipta-
bankanna til að létta þeim aðstoð
við atvinnulífíð, einkum þegar á
móti blés. í því opna peninga-
umhverfi, sem hér hefur skapast, þá
hentar slíkt ekki lengur og ég er
þeirri breytingu samþykkur. Ég held
að stofnun eins og Seðlabankinn eigi
þó að hafa í huga séreinkenni ís-
lensks atvinnulífs sem er fábreytt
og mjög sveiflukennt. Seðlabankan-
um ber að fínstilla efnahagslífíð, eins
og seðlabankar um allan heim eru
að gera, með því að smáhækka vexti
eða lækka, eftir aðstæðum, og stýra
peningamagni í umferð, en um leið
verður að hafa í huga hver staða
atvinnulífsins er og hver áhrifín
verða af ákvörðunum Seðlabankans.
Sumir vilja gera Seðlabankann
næstum algjörlega sjálfstæðan; til
dæmis tala þannig ákveðnir hag-
fræðingar. Ég er slíku sjálfstæði
bankans mótfallinn. Hins vegar tel
ég það rétta þróun að Seðlabankinn
hafí flarlægst það, að vera næstum
því daglegt stjórntæki ríkisvaldsins,
og fremur orðið samstarfsaðili ríkis-
stjómarinnar í meginlínum í efna-
hagsmálum. Svona hægfara þróun
er vænlegri til árangurs að mínu
mati, heldur en stökkbreyting.
Hér í Seðlabankanum fínnst mér
sem menn hafí náð góðum tökum á
því, að fylgjast með því sem er að
gerast. Hér er góður starfsandi og
gott starfsfólk. Hér fær maður fljótt
ítarlegar upplýsingar um allar sveifl-
ur sem eiga sér stað og aukin þátt-
taka Seðlabankans, til dæmis á verð-
bréfamarkaði eins og sl. haust, þegar
bankinn greip inn í til þess að lækka
vextina með því að kaupa mjög mik-
ið af ríkisbréfum, er staðfesting á
því hversu gott samstarf bankinn og
ríkisvaldið eiga.
Ég held að Seðlabankinn ætti jafn-
vel að taka virkari þátt í þeirri við-
leitni sem fram hefur komið hjá for-
sætisráðherra, til þess að örva at-
vinnulífíð. Mér fínnst það mikið
áhyggjuefni þegar í öllum löndum
OECD og Evrópusambandsins virðist
vera að heijast hagvöxtur á ný, en
hér er stöðnun ennþá. Brýnasta verk-
efnið nú er að gera róttækt átak til
þess að örva fjárfestingar í atvinnu-
lífínu og koma þannig hjólunum til
að snúast á ný. Ég spyr sjálfan mig
hvort Seðlabankinn geti eitthvað
gert í þeim efnum, í samvinnu við
ríkisvaldið. Hér vantar alveg
áhættufjármagn og mér hefur orðið
hugsað til þess hvort ekki sé tíma-
bært að sameina alla fjárfestingarl-
ánasjóðina og koma þar upp deild
með áhættufjármagni. Mér fínnst
sem Seðlabankinn gæti vel tekið upp
mál sem þetta við ríkisstjómina, þótt
þetta sé ekki beint hans mál. Þannig
mætti skoða hvaða áhrif slíkt hefði
á peningamarkaðinn og fleira.
Það er alveg ljóst að vaxtalækk-
unin, sem átti sér stað sl. haust, var
ekki næg til þess að örva atvinnulíf-
ið að neinu marki, enda eru nafnvext-
ir á óverðtryggðum bréfum héma
ennþá allt of háir.
Því miður verð ég þó að segja að
ég sé verulegar hindranir í vegi fyrir
því að hægt verði að hrinda frekari
vaxtalækkunum í framkvæmd á
næstunni og það er auðvitað fyrst
og fremst vegna þessarar miklu af-
skriftaþarfa bankanna."
Kem til með að sakna margs
— Er enginn söknuður í huga
þér, að hverfa nú úr stjómmálunum
með öllu og setjast að hér í Seðla-
banka, þótt þú hafir að vísu frábært
útsýni yfir höfnina og sundin?
„Útsýnið er fagiírt, það er rétt.
Stefán G., sem er eitt af mínum
uppáhaldsskáldum, orti um þetta
útsýni, þegar hann sigldi hér út í
ágúst 1917 þessa fallegu vísu:
legt væri að hætta í pólitík á meðan
allt leikur í lyndi. Ég tel að Fram-
sóknarflokkurinn standi sterkur og
sé samstilltur og ég tel þá menn, sem
þar voru með mér í forystu, ákaflega
hæfa til þess að taka við og leiða
flokkinn. Mér er fullkomlega ljóst
að með nýjum formanni verða alltaf
einhveijar áherslubreytingar, en ég
held að Framsóknarflokkurinn muni
hér eftir sem hingað til fremur breyt-
ast með nýjum tímum en með nýjum
mönnum, því það á hann að gera.
Ég er þakklátur fyrir þann óskipta
stuðning, sem ég hef notið sem for-
maður Framsóknarflokksins í 15 ár,
og það hefur ekki verið hvað síst
fýrir þann stuðning sem við höfum
náð árangri í ríkisstjórnarsamstarfí.
Öll þessi ár hefur aldrei verið klofn-
ingur í Framsóknarflokknum og mér
hefur þótt mikill styrkur að þeim
stuðningi sem ég hef notið.“
Ræsir hf. Skúlagötu 59 105 Reykjavík Sími 91-619550
Mazda Photo Contest P.O. Box 93, Kyobashi Post Office Tokyo, Japan
Taktu pátt \ LJÓ6MYNDASAMKEPPNI MAZDA 1995.
Glæeileg verðlaun:
1. verðlaun: Nýr Mazda 323 fólksbíll og 3.000 dollarar. 14 gullverðlaun að upphæð 3000 dollara hver og
birting myndar í dagatali Mazda 1995. 45 silfurverðlaun að upphæð 500 dollara hver. Auk þess hlýtur einn
þátttakandi frá hverju landi viðurkenningarskjal með innsendri mynd hafi gull eða silfurverðlaun ekki komið
í hlut þátttakanda frá landinu.
MAZDA 323 fjögurra dyra
Verö frá 1.098.000 kr.
Myndinmr skulu tektmr ú litskyggnur (slidcs) í liggjandi formati.
Einkunnarorð keppninnar eru: Njóttu líf&ine
á Mazda fólkebíi eða sendibil.
Ollum er heimil jpátttaka.
Magnús Hjörteifsson Ijósmyndari
tók þátt í samkeppninni 1985
og 1990 og vann til verðlauna í bæði skiptin.
Skilafrestun er til 30. júní 1994
og skulu myndimar þá hafa borist Mazda í Japan eða Ræsi hf.
í Reykjavík. Nánari upplýsingar og eyðublöð fást hjá Ræsi hf. og umboðsmönnum um land allt.