Morgunblaðið - 12.06.1994, Page 24
24 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 25
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri
Alþýðusambands íslands,
misskilur hlutverk fjölmiðla, a.m.k.
Morgunblaðsins, ef dæma má af
grein hans hér í blaðinu í fyrradag.
í grein þessari fjallar framkvæmda-
stjóri ASÍ um sjónarmið, sem sett
voru fram í Reykjavíkurbréfi Morg-
unblaðsins fyrir viku um atvinnu-
leysi og skipulag vinnumarkaðarins
og kemst að þeirri niðurstöðu, að
sú umfjöllun sé „alvarlegt stílbrot
í þeirri viðleitni Morgunblaðsins að
reyna að teljast tiltölulega óháður
fjölmiðill".
Það er grundvallarmisskilningur
hjá framkvæmdastjóra ASÍ, að
Morgunblaðið hafi haft uppi „við-
leitni [til] að teljast tiltölulega óháð-
ur fjölmiðiir. Morgunblaðið hefur
aldrei haft uppi slíka tilburði. Morg-
unblaðið hefur vissulega undirstrik-
að þá staðreynd, að blaðið er ekki
háð nokkrum stjórnmálaflokki,
hvorki vegna eignaraðildar né hugs-
anlegra áhrifa flokks eða flokka á
ritstjórnarstefnu þess. Að því sögðu
hefur blaðið tekið mjög eindregna
afstöðu til þjóðmála og lýst skoðun-
um sínum tæpitungulaust. En þær
skoðanir koma einungis fram í rit-
stjórnargreinum en hvorki á frétta-
síðum, í vali á fréttum eða með
öðrum hætti.
í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi
réðst Morgunblaðið ekki á forsvars-
menn fiskvinnslufólks og launa-
fóiks, eins og framkvæmdastjóri
ASÍ heldur fram. Þvert á móti
bryddaði blaðið upp á umræðum um
skipulag vinnumarkaðar og áhrif
þess á atvinnu og atvinnuleysi, sem
nokkuð hefur verið rætt hér á landi
á undanförnum mánuðum en mjög
mikið bæði 'í Bandaríkjunum og
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Evrópu og þ.á m. á nýafstöðnum
ráðherrafundi OECD, sem vakti
mikla athygli í fjölmiðlum beggja
vegna Atlantshafs. í stuttu máli
beinast þessar umræður að því, að
skipulag vinnumarkaðarins og þá
sérstaklega í Evrópu eigi þátt í að
viðhalda því mikla atvinnuleysi, sem
þar ríkir. Þetta skipulag er fyrst og
fremst orðið til með samningum á
undanfömum árum og áratugum á
milli verkalýðshreyfingar og vinnu-
veitenda. Þau samningsákvæði hafa
getað átt fullan rétt á sér á þeim
tíma en nú er spurt með sterkum
rökum, hvort þessir samningar og
það skipulag, sem af þeim hefur
leitt stuðli beinlínis að því að við-
halda atvinnuleysi.
Framkvæmdastjóri ASÍ spyr
hvað Morgunblaðið sé að fara með
gagnrýni á gífurlega sjóðamyndun
verkalýðsfélaganna. Hann spyr með
þjósti hvort blaðið ætli að lækka
tryggingariðgjöld vegna verkafólks,
skerða veikindaréttindi þess eða líf-
eyrisréttindi. Þetta er innantómt tal
aftan úr grárri fomeskju. Ari Skúla-
son veit mæta vel, hvað Morgun-
blaðið á við og það vita aðrir verka-
lýðsleiðtogar líka. Sjóðamyndun f
verkalýðsfélögunum er orðin svo
mikil, að sum þeirra eiga í vandræð-
um með að finna leiðir til þess að
ráðstafa þessum fjármunum. Það á
t.d. við um sjúkrasjóði sumra verka-
lýðsfélaganna. Þessi sjóðamyndun
átti áreiðanlega rétt á sér á sínum
tíma. En nú hafa svo miklir fjár-
munir safnazt upp í sumum félag-
anna að með fullum rétti má spyija:
hvers vegna ekki að láta þessar
prósentur ganga til launþeganna
sjálfra og bæta kjör þeirra með því
móti? Morgunblaðið hefur aldrei
minnzt á það einu orði, að skerða
eigi lífeyrisréttindi fólks enda væri
það fáránlegt. Hitt er jafn fárán-
legt, að Ari Skúlason geti samið um
það við Þórarin V. Þórarinsson í
hvaða lífeyrissjóðum fólk eigi að
vera. Þær ákvarðanir eiga launþeg-
ar sjálfir að taka og þurfa hvorki
framkvæmdastjóra ASÍ né VSÍ til
þess að aðstoða sig við þá ákvörðun.
Framkvæmdastjóri ASÍ mótmæl-
ir því, að það sé markmið verkalýðs-
hreyfingarinnar að flytja fiskvinnsl-
una út á haf. Mæli hann manna
heilastur. En þá verður Ari Skúla-
son að fylgja þeim orðum eftir í
verki og gera fiskvinnslunni í landi
kleift að keppa við fiskvinnsluna á
hafi úti m.a. með því að failast á
viðunandi samninga um vaktavinnu
í frystihúsum.
Ari Skúlason spyr hvað Morgun-
blaðið eigi við með spurningu þess
efnis, hvort verkalýðsfélögin ætli í
alvöru að halda því fram, að það
sé betri kostur að hafa enga vinnu.
Svarið er: ef verkaiýðsfélögin fallast
ekki á sjálfsagðar og eðlilegar
breytingar á þeim reglum, sem nú
gilda um vinnumarkaðinn eru félög-
in að stuðla að viðvarandi atvinnu-
leysi. Með því að ganga til samn-
inga um breytingar á þessum regl-
um á nútímalegan hátt eru félögin
að stuðla að því að draga úr atvinnu-
leysi.
Það er hárrétt hjá Ara Skúla-
syni, að á undanförnum áratug hef-
ur munurinn á lífskjörum ríkra og
fátækra í Bandaríkjunum vaxið gíf-
urlega og er ekki til fyrirmyndar.
En ástæðurnar fyrir því eru allt
aðrar en þau vinnumarkaðsmál, sem
hér eru til umræðu. Nú er mikil
efnahagsleg uppsveifla í Bandaríkj-
unum og þar gengur mönnum ótrú-
lega vel að fjölga störfum. í sumum
tilvikum er um að ræða illa launuð
störf en í öðrum tilvikum vel launuð
störf. Þegar horft er til þess, að
nokkrar milljónir Bandaríkjamanna
hafa fengið vinnu á undanfömum
misserum er ekki að undra, þótt
menn líti til þeirra og spyrji hvernig
þeir hafi náð þessum árangri.
Eins og að var vikið í fyrrnefndu
Reykjavíkurbréfí hefur verkalýðs-
hreyfíngin á íslandi um margt verið
til fyrirmyndar á undanförnum
árum og áratugum. Hún ber ekki
meiri ábyrgð á núverandi skipulagi
vinnumarkaðarins en vinnuveitend-
ur. Báðir aðilar hafa skrifað undir.
En einmitt vegna þess, að íslenzk
verkalýðshreyfíng hefur verið víð-
sýn og umbótasinnuð ekki sízt í
sambandi við tækniframfarir má
ekki til þess koma, að hún leggist
í gamlar skotgrafír nú, þegar mikið
liggur við að útrýma því atvinnu-
leysi, sem er að búa um sig hér.
Verkalýðshreyfíngin má ekki missa
af lestinni.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjðrn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblðð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í iausasölu 125 kr. eintakið.
ER VERKALYÐS-
HREYFINGIN AÐ
MISSA AF LEST-
INNI?
VIÐ ÍSLEND-
•ingar sjáum
okkur í gegnum kíki,
aðrir sjá okkur gegn-
um þennan sama kíki
- þegar honum hefur
verið snúið við. En í
fombókmenntum okkar eru öll hlut-
föll rétt.
Það er hættulaust að hafa áhyggj-
ur af íslenzkri tungu og arfí okkar,
en það getur kostað okkur lífíð að
hafa þær ekki.
TUNGAN ER PÉTURS-
• kirkja íslenzkrar arfleifðar.
FORNSÖGURNAR ERU
•einsog mosavaxnir steinar
úr grárri fomeskju. Þeir falla inní
landslagið en undir þeim er óþekkt
veröld, iðandi af lífi.
Þegar Gísla saga Súrssonar er les-
in í fljótu bragði virðist harmleikur-
inn eiga rætur að rekja til morðs;
hryðjuverks. En þegar betur er að
gáð vex sagan af rótum einhverrar
ástríðufyllstu kenndar mannsins, af-
brýðissemi. Þegar Þorgrímur, Gísli,
Þorkell og Vésteinn sveijast í fóst-
tiífinningum sínum í garð Vésteins
og ógæfan er fyrirsjá-
anleg. í sögunni er hún
kölluð auðna og Gísli
segir að hún skuli nú
ráða. Ástir sögunnar
eru margslungnar og
gefið í skyn að þeim
fylgi mannlestir. En þeirri arfasátu
sem bálið kveikir er lýst með þessum
orðum Auðar Vésteinsdóttur, Oft
stendur illt af kvennahjali... Af sög-
unni má ætla að Þorkell Súrsson
hafí vegið Véstein Vésteinsson vegna
þeirra orða Auðar við Ásgerði, konu
Þorkels, í dyngjunni að hún muni
vera í þingum við Véstein, en Þor-
kell hlustar á orð hennar óvart og
óséður.
Þegar Vésteinn er veginn segir
sagan það hafí verið kölluð launvíg
en eigi morð þegar menn létu vopn
eftir í sárinu. En um það fjalla þó
ekki fom lög og er þetta að öllum
líkindum tilbúningur höfundar til að
dulmagna söguna. Segir þar enn að
sá hafi verið skyldur að hefna sem
kippti vopni úr sári. Það gerði Gísli
þessu sinni. Þannig stóð honum næst
að hefna Vésteins. Hann getur ekki
drepið Þorkel, bróður sinn, sem nýtur
HELGI
spjall
ur eigi sök á vfginu. Upphaf Snorr-
unga og Sturlunga var semsagt ekki
tíðindalaust.
r O ÞEGAR VÉSTEINN ER
tl O •heygður, eða við útferð hans
einsog segir í Gísla sögu Súrssonar,
talast menn við fyrir utan hauginn
og láta allólíklega að nokkur viti
hver glæpinn hafi framið. Þá segir
Gísli hann hafi fengið vísbendingu
um það í tveimur draumum. í fyrri
draumnum dreymdi hann að högg-
ormur kæmi að einum bænum og
hyggi Véstein til bana, en síðari nótt-
ina dreymdi hann að vargur biti
Véstein til bana. Draumamir benda
augljóslega á Sæból þarsem þau búa
Þórdís og Þorgrímur, en þangað
hafði Þorkell farið þegar hann sagði
skilið við Ásgerði. MiIIi Sæbóls og
Hóls í Haukadal, bæjar Auðar og
Gísla Súrssonar, liggur nú sporlaus
gata þarsem Gísli fer nótt eina að
reka Þorgrím mág sinn í gegn með
Grásíðu þarsem hann liggur við hlið
Þórdísar, konu sinnar. Auður mátti
svo sem vita hvað við blasti því hann
fór í bláa kápu. Það var merki um
að nú skildi Grásíða tala í tungu stað.
AÐ VAR MERKILEGT
að fylgjast með kosn-
ingabaráttunni fyrir síð-
ustu bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar. Og
þá ekki sízt fyrir þá sök
hve áþreifanlega kom í
ljós lítill skoðanaágrein-
ingur milli flokkanna og í raun er engu
líkara en flokkakerfið sé byijað að riðlast
eins og sjá mátti á framboði svonefndra
vinstri manna í höfuðborginni. Þar var
talað um að vinstri flokkarnir hefðu sam-
einazt á R-lista, en enginn veit lengur
hvað þetta „vinstri“ merkir og raunar virð-
ist það helzt merkja það eitt að viðkom-
andi sé andstæðingur Sjálfstæðisflokksins
í kosningum. Það sem sameinaði þessa
flokka var andstaða við meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins og því hafa ýmsir talið að
þróunin sem hófst í Reykjavík gæti breiðzt
út um allt land og yrði upphafið að tveggja
flokka kerfí. En það breytti harla litlu frá
því sem nú er af þeirri einföldu ástæðu
að stefnuskrár flokkanna eru svo keimlík-
ar að það er engu líkara en þeir verði að
Ieita dauðaleit að einhveijum apdstæðingi
til að slást við í kosningabaráttu. Sjálf-
stæðismenn leggja áherzlu á varnir lands-
ins í samstarfí við Atlantshafsbandalagið
og vamarsamstarf vestrænna ríkja í Evr-
ópu en nú er svo komið að aðrir flokkar
hafa sömu eða svipaða stefnuskrá í þessum
efnum og línumar óskýrar, jafnvel í þessu
máli sem lífsháskinn fjallaði um fyrir ekki
margt löngu. Pólkið í landinu og forystu-
menn flokkanna em meira og minna sam-
mála um þá utanríkisstefnu sem við höfum
rekið frá fyrstu ámm lýðveldisstofnunar
og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft for-
ystu um eins og kunnugt er; hún er orðin
viðtekin afstaða í landinu og mætti jafn-
vel tala um þverpólitíska utanríkisstefnu
hvað það snertir. Eða — em einhver átök
um öryggismál landsins og ef svo er má
augljóst vera að kjósendum er ágreiningur-
inn með öllu óljós, svo að ekki sé meira
sagt.
Veröldin hefur ekki einasta breyzt, hún
hefur tekið stakkaskiptum. Heimsmyndin
er allt önnur nú um stundir en fyrir örfá-
um ámm áður en heimskommúnisminn
hmndi í Austur-Evrópu og víðar. Gömul
kommúnistaríki sem nú hafa tekið upp
lýðræðisstefnu kappkosta að fá aðild að
Atlantshafsbandalaginu, jafnvel þótt þau
séu undir forystu gamalla marxista sem
hafa kastað burt kenningum marx-lenín-
ismans og framfylgja nú markaðsstefnu
sem er eindregnari en borgaraleg öfl leggja
áherzlu á hér heima. Þannig era ekki held-
ur neinar skýrar línur í heimsmálunum en
við höfum ávallt dregið dám af því sem
helzt er uppi á teningnum í útlöndum og
því ekki að furða þótt viðhorfin séu nú
þau sem raun ber vitni.
Enginn
munur á
grundvall-
arstefnu
ÞA MA FULL-
yrða að engir boða
marxisma hér á
landi, a.m.k. er
hann ekki boðaður
í stefnuskrám svo-
nefndra vinstri
flokka og sósíalist-
ískir flokkar í Evrópu allir orðnir einka-
rekstrar- og markaðsflokkar eins og raun-
in er einnig hér heima. Eða — hefur ein-
hver komið auga á boðskap sósíaligma eða
marxisma í stefnuskrám vinstri flokkanna
eða kröfu um þjóðnýtingu?
Hún hefur lengstum verið eitt helzta
keppikefli og raunar einkenni gamalla
vinstri flokka sem höfðu þjóðnýtingu á
stefnuskrá sinni þangað til allur heimurinn
sá í hendi sér að hún dugði ekki og leiddi
hvarvetna til hrans og hallæris. Nei, eng-
inn svonefndra vinstri flokka hefur boðað
þjóðnýtingarstefnu, þvert á móti virðast
þeir allir leggja áherzlu á gömul markmið
og stefnuskráratriði Sjálfstæðisflokksins
um einkarekstur í sem flestum myndum
og minnkandi fyrirtækjaþátttöku ríkisins
sem hvarvetna hefur leitt til hmns þar sem
á jiana hefur verið lagt ofurkapj). Hvac
‘i.
er það þá sem réttlætir orðið „vinstri“ og
allskyns dilkadrátt í íslenskum stjórnmál-
um? Það er fyrst og fremst blæbrigðamun-
ur á skattheimtu og notkun ríkistekna og
svo auðvitað þau atriði sem allir töluðu
um fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
arnar, þ.e. hraði og áherzla á svonefnd
mjúk mál, hvar eigi að byggja skóla, hve
mörg dagvistarheimili og þar fram eftir
götunum. Niðurstaðan varð svo sú að allir
flokkar vom meira og minna sammála um
hvað gera átti og blæbrigðamunurinn fólst
í persónugerð frambjóðenda en ekki nein-
um sérstökum sannfæringarkrafti um ólík-
ar skoðanir eða mismunandi gildi og
gmndvallarstefnu þótt vitað sé að ýmsir
alþýðubandalagsmenn vilji helzt sjúga fjár-
majgn frá fyrirtækjum til ríkisins.
I fjölmiðlum var einkum barizt um per-
sónur í höfuðborginni þótt áherzlumunur
væri í afstöðu til einstakra mála, en á
landsbyggðinyii mátti sífelldlega heyra
frambjóðendur tönnlast á áherzlumun og
svo virtist sem allir hefðu atvinnumálin,
sem svo vom nefnd, helzt á stefnuskrá
sinni, skóla og dagvistarmál og uppbygg-
ingu ýmiskonar eftir því hvernig ástatt er
í viðkomandi sveitarfélagi. Margt var að
vísu sagt og skrifað en ágreiningur um
gmndvallarmál virtist hvergi efst á baugi
og eiginlega ekki fyrir hendi, a.m.k. ekki
miðað við þau gífurlegu átök og þann
mikla ágreining sem áður var í íslenzkum
stjórnmálum þegar tekizt var á um gmnd-
vallaratriði sjálfstæðisstefnunnar og
vinstri stefnu eða marxisma og ríkisaf-
skipti. Sumir halda því fram að íslenzk
stjómmál hafi færzt inn á miðju í síðustu
kosningum og má það vel vera. En spyija
má hvort um einhver sérstök stjórnmál
hafi verið að ræða; var ekki viðstöðulaust
þrasað um allskyns félagsleg málefni og
atvinnuuppbyggingu, helzt á vegum ein-
staklinga og flestir á eitt sáttir? Það var
tímanna tákn og tók raunar steininn úr
þegar fulltrúi vinstri manna í Garðabæ var
í sjónvarpinu spurður um hvert væri höf-
uðáherzluefni frambjóðenda vinstri flokk-
anna og hann svaraði án þess að blikna:
Við leggjum höfuðáherzlu á að breyta
áherzlum!!! Ef þetta er hin nýja íslenzka
stórpólitík þá þarf ekki að hafa áhyggjur
af neinum sérstökum slagsmálum í pólitík-
inni enda er hún að færast í það horf sem
virðist vera bæði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum þar sem tveir andstöðuflokkar beij-
ast hatrammlega um völdin og leggja ein-
lægt höfuðáherzlu á að breyta um áherzlur!
Allt hnígur
að einka-
rekstri
ÞAÐ ER ENGINN
raunvemlegur
ágreiningur um vel-
ferðarmál á íslandi
né um atvinnumál,
enda era allir á eitt
sáttir um að nauðsynlegt sé að útrýma
atvinnuleysi og byggja skóla og dagvistar-
heimili, sundlaugar og íþróttahús, leggja
vegi og standa að þeirri uppbyggingu sem
við höfum efni á og nauðsynleg er. Það
er enginn grundvallarmunur milli flokka
að þessu leyti. Allir vilja vernda velferðar-
þjóðfélagið þótt menn greini stundum á
um leiðir. Það em engin átök lengur í
verzlun eða viðskiptum, ofvöxtur Sam-
bandsins er ekkert ágreiningsefni lengur
enda er hann úr sögunni og flestir leggja
höfuðáherzlu á einkarekstur í einhverri
mynd og í stað samvinnurekstrar blómstra
hlutafélög um allt land og hafa raunar
tekið meira og minna við viðskiptalífmu
sem svo er kallað, ekki sízt sjávarútvegin-
um. Það er ekki að sjá að um þessa þróun
sé neinn raunvemlegur ágreiningur milli
flokkanna — og þannig hafa vinstri flokk-
amir svokölluðu einnig misst glæpinn að
þessu leyti!! Stefnan í viðskiptamálum er
þannig orðin þverpólitísk en leiddi áður til
mikilla átaka og jafnvel allskyns ofbeldis
víða um land. Nú er það samkeppnin sem
er leiðarljósið og hún miðar ekki fyrst og
síðast að einhveijum pólitískum völdum
heldur að lækkuðu vöruverði, hagræði og
bættri þjónustu. Það er sem sagt rótgróin
sjálfytæðissj.gfn^ sem er ríkjandi markmið
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 11. júní
jtí
.......•: Æ.
Xl
Morgunblaðið/Rax
allra flokka í verzlunar- og viðskiptamálum
og er ánægjulegt til þess að vita. Sam-
bandsrisinn var á brauðfótum og sam-
vinnustefna Framsóknarflokksins hlýtur
að heyra til liðinni sögu eins og nú er
háttað í þjóðfélaginu. En hvað hefur kom-
ið í staðinn? Em einhver raunvemleg skil
milli Framsóknarflokksins og annarra
flokka? Ekki eru þau sjáanleg, nema þá
helzt í tengslum við landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsmál. Framsóknarflokkurinn, Al-
þýðubandalagið og hluti Sjálfstæðisflokks-
ins em enn þó nokkuð íhaldssamir í land-
búnaðarmálum og einkum á öndverðum
meiði við Alþýðuflokkinn og hinn hluta
Sjálfstæðisflokksins en það merkir einung-
is að landbúnaðarmál em þverpólitísk nú
um stundir og ekki annað að sjá en allir
flokkar stefni að sameiginlegu markmiði;
hagræðingu og minnkandi niðurgreiðslum.
Slík þróun er nauðsynleg eins og allir sjá,
bæði fyrir neytendur og þá ekki síður fyr-
ir þá bændur sem kunna fótum sínum
forráð og hafa bolmagn og þekkingu til
að mæta viðhorfum nýs tíma.
En hvað um sjávarútveginn? Þar em
framsóknarmenn og sjávarútvegsráðherra
Sjálfstæðisflokksins í sama báti en stór
hluti sjálfstæðismanna og alþýðuflokks-
menn álgjörlega andstæðir núverandi
stefnu í fískveiðistjórnun; það em alþýðu-
bandalagsmenn einnig og svo virðist sem
Kvennalistakonur vilji binda kvótann
landsbyggðinni en ekki skipum eins og nú
er og má kalla það einhvern stigsmun en
eðlismunur frá því sem tíðkast nú um
stundir getur það ekki talizt. Miðin verða
bara ekki flutt til og sjávarútvegur bygg-
ist á hagkvæmni eins og annað. Kvenna-
barátta flokksins á rætur í lögfestu jafn-
rétti sem hefur verið á stefnuskrá allra
flokka þótt framkvæmd hafí ekki verið sem
skyldi. En þessi gmndvallarstefna flokks-
ins er þannig þverpólitísk. Og augljóst að
engar sérstakar línur em í sjávarútvegi,
ekki frekar en öðrum málum hér á landi,
og sjávarútvegsstefnan þverpólitísk eins
og annað sem veldur deilum á íslandi og
má þá ekki sízt nefna EES og aðild að
Evrópusambandinu. Kratar eru ekki einu
sinni allir á eitt sáttir um stefnuna í því
máli eins og komið hefur í ljós upp á síð-
kastið.
Ferðaþjón-
ustan í vexti
ENGINN ÁGREIN-
ingur er sjáanlegur
milli flokkanna í
stóriðjumálum eða
öðm því sem mest-
um deilum olli á sínum tíma. Þá em allir
sammála um það að efla ferðaþjónustuna
enda er hún orðin önnur veigamesta at-
vinnugrein hér á landi og hefur vaxið jafnt
og þétt. Hún er meira og minna byggð
upp á einkarekstri, það er fólk um allt
land sem hefur tekið til hendi við ferða-
þjónustuna og skilað þeim árangri sem
raun ber vitni. Ferðaþjónustan er ekki
þjóðnýtt atvinnugrein, ekki frekar en aðrar
atvinnugreinar á íslandi nú um stundir og
er af sem áður var þegar jafnvel togaraút-
gerðin var þjóðnýtt, jafnvel fyrir tilstilli
Sjálfstæðisflokksins í sumum útgerðar-
plássum. Nú tíðkast slíkt varla lengur og
bæjarútgerðir þykja ekki til fyrirmyndar.
Það er einkarekstur og hlutafélög sem
treyst er á. Þannig gengur það einnig til
í ferðaþjónustunni. Þar em margir og
misjafnlega sterkir einkarekstrarmenn í
fararbroddi, bændur hafa byggt upp blóm-
lega ferðaþjónustu víða um land og, var
ánægjulegt að upplifa stórglæsilega upp-
byggingu þeirra Staðarbræðra í Hrúta-
fírði, en þeir hafa af elju og dugnaði byggt
upp þjónustu sína við Staðarskála og nú
reist af miklum myndarskap glæsilegt
gistihús á Staðarflöt og ber allt vott um
hinn mesta glæsibrag.
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu hafa
aukizt um 140% frá 1982 en heildargjald-
eyristekjurnar einungis um 18%. Heildar-
velta í atvinnugreininni nam 25 milljörðum
króna árið 1992 og fjölgaði þá erlendum
ferðamönnum um rúm 10% og urðu rúm-
lega 157 þúsund. Þá fóm á sjötta þúsund
ferðamenn dagsferðir í Bláa lónið og sýn-
ir það vel hvað hægt er að gera með ný-
skapandi hugmyndum. Þjóðhagsstofnun
hefur skýrt frá því að ferðaþjónustan hafí
skilað 11,3% af öllum gjaldeyristekjum af
útfluttum vörum og þjónustu 1993 en
þessi sama tala'var 10,2% árið áður. Gjald-
eyristekjur íslendinga af erlendum ferða-
mönnum vom nálægt 15 milljörðum árið
1993, eða 2,5 milljörðum meiri en árið
áður. Það sýnir ekki sízt hvemig einka-
reksturinn í landinu hefur bmgðizt við
þessum nýja mikilvæga atvinnuþætti og
líklega engin tilviljun að ferðaþjónustan
er önnur stærsta og mikilvægasta atvinnu-
grein íslendinga, næst á eftir sjávarút-
vegi. En þróun þessa atvinnuvegar sýnir
betur en flest annað það afl sem í einstakl-
ingnum býr. Það er því rétt stefna vinstri
flokkanna svokölluðu að hverfa frá sósíal-
isma og þjóðnýtingu og taka upp markáðs-
stefnu í allskyns myndum svo þjóðfélagið
geti búið að hugmyndaauðgi og orku þeirra
sem em bezt í stakk búnir að varða veg-
inn og drýgja þjóðartekjur okkar. En þess-
ir sömu flokkar verða þá að gera sér grein
fyrir því að þeir em að framkvæma sjálfs-
stæðisstefnu — og hún hefur aldrei verið
kennd við vinstri stefnu, enda er notkun
pólitískra hugtaka nú um stundir ekkert
annað en misvísandi mglandi.
Pólitík og
klíkur
tmm
EFTIR SÍÐUSTU
kosningar er aug-
ljóst að allir flokkar
geta unnið saman
og þarf ekki annað
en nefna Hafnarfjörð, Kópavog, Akureyri
og ísafjörð. En auðvitað em til allskyns
klíkur í landinu, t.a.m. bókmennta- og
menningarklíkur sem hamast við að níða
eða sleppa merkum listamönnum, sérstak-
lega ef þeir teljast ekki vinstrisinnaðir, svo
enn sé vitnað í gamla lummu. Þannig era
til „gagnrýnendur" sem ganga af hörku
gegn minningu Kristmanns og Hagalíns,
eins sérstæðasta og sannasta rithöfundar
landsins, reyna jafnvel að gleyma Gunnari
Gunnarssyni ef unnt væri, gera lítið úr
Davíð og Tómasi, kalla þá. t.a.m. „átaka-
laus“ skáld, hundsa Indriða G. Þorsteins-
son eins og hann hafí aldrei sett stafkrók
á blað, en ýta undir vini og kunningja og
gæta þess vandlega að aðeins „réttir" og
þóknanlegir höfundar séu nefndir. En
þetta er bara gömul og úrelt pólitík sem
er orðin kækur og hjákátleg klíkustarf-
semi. Kannski stundum einnig hags-
. munapot. En ber vitni um andlegt ilsig.
Og dugar ekki til lengdar.
flffgWÍffTOffgWttHflHMfggi
„Það var timanna
tákn og tók raun-
ar steininn úr
þegar fulltrúi
vinstri manna í
Garðabæ var í
sjónvarpinu
spurður um hvert
væri höfuð-
áherzluefni fram-
bjóðenda vinstri
flokkanna og
hann svaraði án
þess að blikna,
Við leggjum höf-
uðáherzlu á að
breyta áherzl-
um!!!“
—n
—-----