Morgunblaðið - 12.06.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 43
ÍÞRÓTTIR
Vlncenzo Sclfo - ítali, sem gerð-
ist belgískur ríkisborgari — leikur í
þriflja :sjnn .í heimsmeistarakeppni.
HLEYPTU AÐEINS ÞEIM BESTU INN A GOLF TIL ÞIN
Carlos Valderrama, miðvallarspiiari og einn hárprúðasti knattspyrnumaður
heims, er fyrirliði Kolumbíumanna og klæðist peysu nr. 10.
Bergkamp, 25 ára, leikur með Hol-
lendingum. Hann er í hópi hættuleg-
ustu miðheija heims, enda mjög
marksækinn — skoraði tvö mörk
gegn Pólverjum, þegar Hollendingar
gulltryggðu sér farseðilinn til Banda-
ríkjanna. Bergkamp hóf að leika með
Ajax 18 ára, en er nú í herbúðum
Inter Mílanó.
Frá Rúmeníu kemur „konungur
Karpataijailanna" Georghe Hagi,
29 ára miðvallarspilari, sem er þekkt-
ur fyrir leikni sína og hraða og þá
. er hann afar hættulegur skotmaður
— hefur skorað flest mörk fyrir Rúm-
eníu. Real Madrid keypti Hagi eftir
HM á Ítalíu 1990 fyrir 214 millj.
ísl. kr., en seldi hann tveimur árum
seinna til ítalska félagið Brescia.
Hagi fór á kostum þegar Rúmenía
lagði Wales að velli, 2:1, í Cardiff —
í keppni um HM-sæti. Skoraði glæsi-
legt mark og var maðurinn á bak
við sigur Rúmeníu.
Brasilíumenn tefla hinum 29 ára
fyrirliða Rai fram í peysu nr. 10, en
hann er bróðir Socratesar, fyrirliða
j Brasilíumanna í HM á Spáni 1982
1 og í Mexíkó 1986. Rai er miðvallar-
spilari og vakti strax mikla athygli
fyrir leikni sína — var kominn í hóp
bestu leikmanna heims 1992, þegar
hann skoraði bæði mörk Sao Paulo,
2:0, gegn Barcelona í keppni um titil-
inn besta knattspymufélag heims í
Tókýó. Mjög skotharður leikmaður
, sem er frægur fyrir að skora mörk
I með skotum af löngu færi. Rai var
ekki sami leikmaðurinn eftir að hann
(gekk til liðs við franska félagið Par-
ís St. Germain í júlí 1993 — kaup-
verð 220 millj. ísl. kr. Hann féll ekki
vel inn í leik Parísarliðsins og mátti
lengi vel verma varamannabekkinn.
Carlos Alberto, þjálfari Brasilíu-
manna, sneri ekki bakinu við Rai þó
að móti hafí blásið hjá honum í
Frakklandi.
Einn hárprúðasti knattspymu-
maður heims, Carlos Valderrama,
Ímiðvallarspilari Kólumbíu, klæðist
peysu nr. 10. Hann vakti mikla at-
( hygli í HM á Ítalíu 1990. Valderr-
ama, sem er 33 ára, er fyrirliði Kól-
umbíumanna og lykilmaður liðs
þeirra, sem er talið eitt það besta í
heimi. Hann stjórnar leik liðsins á
miðjunni — er alltaf á ferðinni. Vald-
errama, sem leikur með Atletico
Junior, lék um tíma með liðum í
Dennls Bergkamp leikur með Hol-
lendingum. Hann er í hópi hættuleg-
ustu miðherja heims.
Frakklandi og Spáni — Montpellier
og Real Valladolid.
Jose Maria Bakero, fyrirliði
Barcelona, 31 árs, leikur í peysu nr.
10 hjá Spánveijum. Bakero er mjög
sókndjarfur miðvallarspilari, sem,
getur leikið á fullri ferð allan leik-
inn. Hann hefur gott vald á knettin-
um, er fljótur að snúa vörn í sókn —
og á þá til að Ijúka sóknarlotunum
sjálfur, með mörkum. Bakero er
einnig mjög góður skallamaður.
Hann er einn af níu leikmönnum frá
Barcelona sem klæðast landsliðs- <
peysu Spánveija í HM.
Þetta eru allt leikmenn sem eiga
eftir að koma mikið við sögu í heims-
meistarakeppninni í Bandaríkjunum,
enda frábærir knattspyrnumenn.
—---------
ið gefum
parketinu þínu
nýtt líf
Er parketið þitt orðið rispað og matt?
Þá er kominn tími til að slípa það og endurlakka.
Parketið verður eins ogmýtt og.þú kemur í veg
fyrir óbætanlegt slit á viðnum.
Hjá okkur starfa aðeins viðurkenndir fagmenn
með áralanga reynslu og sérfræðiþekkingu
í meðferð á parketgólfum.
Hringdu eða komdu til okkar og við gerum
tilboð í efni og vinnu.
Teppaland
Parketgótf
Grensásvegi 13, símar: 81 35 77 og 67 17 17
Georghe Hagi er 29 ára miðvallar-
spilari frá Rúmeníu. Hann hefur skor-
að flest mörk fyrir Rúmeníp, ?;j