Morgunblaðið - 12.06.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBOK
SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 47
VEÐUR
H Hæð L Lægð Kuldaskil Hitaskil *Samskll
Helstu breytingar til dagsins í dag: Lægðin við Jan Mayen
fjarlægist en önnur lægð kemur upp að suðurströndinni.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri 11 léttskýjað Glasgow 11 skýjað
Reykjavík 6 þokumóða Hamborg 10 skýjað
Bergen 8 skýjað London 11 skýjað
Helsinki 15 léttskýjað LosAngeles vantar
Kaupmannahöfn 12 þokumóða Lúxemborg 7 skýjað
Narssarssuaq 3 skýjað Madrid vantar
Nuuk 0 snjókoma Malaga 17 léttskýjað
Ósló 11 léttskýjað Mallorca 14 hátfskýjað
Stokkhólmur 13 heiðrkírt Montreal vantar
Þórshöfn 10 rigning NewYork vantar
Algarve 20 léttskýjað Orlando vantar
Amsterdam 11 skúr París 10 léttskýjað
Barcelona 18 skýjað Madeira 17 skýjað
Berlín 11 skýjað Róm vantar
Chicago vantar Vín 13 skýjað
Feneyjar vantar Washington vantar
Frankfurt 10 skýjað Winnipeg vantar
- j REYKJAVÍK: Árdegisflóð kl. 8.11 og siðdegisflóð
kl. 20.28, fjara kl. 2.09 og 14.16. Sólarupprás
er kl. 3.02, sólarlag kl. 23.51. Sól er í hádeg-
isstað kl. 13.26 og tungl í suðri kl. 16.04. ÍSA-
FJÖRÐUR: Árdegisflóð kl. 10.01, síðdegisflóö kl.
22.19, fjara kl. 4.16 og 16.20. Sól er í hádeg-
isstað kl. 12.32 og tungl í suðri kl. 15.14. SIGLU-
FJÖRÐUR: Árdegisflóð kl. 0.13, síðdegisflóð kl.
13.03, fjara kl. 6.32 og 18.35. Sól er í hádegis-
stað kl. 13.14 og tungl í suðri kl. 15.55. DJÚPIVOGUR: Árdegisflóð kl.
5.16, síðdegisflóð kl. 17.42 fjara kl. 11.25 og kl. 23.58. Sólarupprás er
kl. 2.25 og sólarlag kl. 23.29. Sól er í hádegisstað kl. 12.57 og tungl
í suöri kl. 15.37.
(Sjómælingar íslands)
VEÐURHORFUR í DAG
Yfirlit: Skammt norðaustur af Jan Mayen er 990
mb lægð á hreyfingu norðaustur og minnkandi
lægðardrag á Grænlandssundi. 1038 mb hæð
skammt suðvestur af Bretlandseyjum en 1009
mb lægð um 1400 km suðvestur í hafi fer norð-
austur og verður við suðurströndina í fyrramálið.
Spá: Suðlæg eða suðvestlæg átt, víðast fremur
hæg. Rigning víða um land, einkum þó sunnant-
il á landinu, en snýst í vestanátt með skúrum
vestalands þegar líður á daginn. Hiti 6-14 stig,
hlýjast austanlands.
VEÐURHORFUR IMÆSTU DAGA
Mánudag: Suðvestlæg átt, dálítill strekkingur
um sunnavert landið. Rigning og síðar skúrir
sunnanlands og vestan en þurrt að mestu og
sums staðar bjart veður norðaustanlands. Hiti
7-14 stig, mestur á Norðausturlandi.
Þriðjudag: Vestlæg átt. Skýjað og líklega skúrir
um vestanvert landið en léttskýjað á Suðaustur
og Austurlandi. Lítið eitt hlýnandi.
Miðvikudagur: Hæg vestlæg átt. Skýjað en
þurrt að mestu og 8-10 stiga hiti vestanlands
en léttskýjað og allt að 17 stiga hiti um landið
austanvert.
Veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45,
12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veður-
stofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
FÆRÐ Á VEGUM
(Kl. 17.30 í gær)
Færð á vegum er yfirleitt góð. Víða er nú unnið
að endurbyggingu vega en þar eru þeir fremur
grófir og verður að aka þar rólega og sam-
kvæmt merkingum, til að forðast skemmdir á
bílum. Nokkrir vegir sem eru ófærir vegna snjóa
allan veturinn eru ennþá ófærir. Má þar nefna
vegina um Uxahryggi, Þorskafjarðarheiði, Þver-
árfjall á milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu,
Axarfjarðarheiði, Hólssand, Mjóafjarðarheiði.
Mokstri á Lágheiði er nú lokið og er hún fær
bílum undir 4 t heildarþyngd. Vegir á hálendinu
verða lokaðir fyrst um sinn allri umferð.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftir-
liti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
Rigning r7 Skúrir
Slydda y Slydduél
Snjókoma Él
■J
Sunnan, 2 vindstig.
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjöðrin =
vindstyrií, heil fjöður ^ 4
er2vindstig. *
10° Hitastig
s Þoka
Súld
Spá kl. 12.00 í dag:
Yfirlit
Krossgátan
LÁRÉTT:
1 dauðsjúkur, 8 benda,
9 tölustaf, 10 drykk, 11
búa til, 13 iíffæra, 15
kenna, 18 óbifanlega,
21 biása, 22 kind, 23
hæð, 24 yfirburða-
manns.
LÓÐRÉTT:
12 svipað, 3 afhenda, 4
ástundunin, 5 einn af
Ásum, 6 óns, 7 verma,
12 smávaxinn maður,
14 fiskur, 15 ganiall, 16
hyggja, 17 lausagrjót,
18 detti, 19 ai, 20 keyr-
ir.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 smali, 4 Flóra, 7 aðild, 8 romsa, 9 inn,
11 ami, 13 Frón, 14 látir, 15 stál, 17 úlpa, 20 hal,
22 orkar, 23 eimur, 24 sunds, 25 tærir.
Lóðrétt: snapa, 2 arinn, 3 ildi, 4 forn, 5 ólmur, 6
afann, 10 nýtna, 12 ili, 13 frú, 15 spons, 16 álkan,
18 leinur, 19 aurar, 20 hrós, 21 lekt.
í dag er sunnudagur 12. júní,
163. dagur ársins 1994. Orð
dagsins: Með hverju getur ung-
ur maður haldið vegi sínum
hreinum? Með því að gefa gaum
að orði þínu. Eg leita þín af öllu
hjarta, lát mig eigi villast frá
boðum þínum.
Sálm. 119, 9-11.
Fréttir
Viðey. Messað verður í
Viðeyjarkirkju kl. 14 í
dag. Sr. Hjalti Guð-
mundsson messar, Dóm-
kórinn syngur og Mar-
teinn H. Friðriksson
leikur á orgelið. Sérstök
bátsferð verður með
kirkjugesti kl. 13.30.
Eftir messu, kl. 15.15,
verður svo staðarskoð-
un. Hún hefst í kirkj-
unni, en síðan verður
gengið um næsta ná-
grenni húsanna, hugað
að örnefnum og fleiru.
Þá verður fomleifaupp-
gröfturinn skoðaður og
loks útsýnið af Heljar-
kinn.
Staðarskoðunin tekur
innan við þijá stundar-
fjórðunga og er öllum
auðveld og krefst ekki
neins sérstaks búnaðar.
Kaffiveitingar á boðstól-
um í Viðeyjarstofu.
Bátsferðir verða úr
Sundahöfn á heila tím-
anum frá kl. 13.
Mannamót
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra efnir
til ratleiks í Grasagarð-
inum í Laugardag á
morgun, mánudag, kl.
14. Þátttakendur eru
hvattir til að huga vel
að hlífðarfatnaði og skó-
fatnaði. Allir velkomnir.
Orlof húsmæðra í
Hafnarfirði verður í
Hvanneyri í Borgárfírði
dagana 3.-10. júlí 1994.
Innritun hjá Dúnu í síma
50742 og hjá Ninnu
653176.
Félagsstarf aldraðra,
Gerðubergi. Á morgun,
mánudag, verður ferð á
ratleik í Laugardal.
Akstur í boði. Lagt af
stað frá Gerðubergi kl.
13.30. Upplýsingar og
skráning í síma 79020.
Gjábakki. Ennþá eru
nokkur sæti laus í ferð
Félags eldri borgara um
Barðaströnd 4. júlí.
Upplýsingar í síma
42258 og 43400.
Félag eldri borgara.
Sunnudag bridskeppni,
tvímenningur kl. 13 og
félagsvist kl. 14 í Risinu,
Hverfísgötu 105. Mánu-
dag opið hús í Risinu
kl. 13-17, frjáls spila-
mennska. Lögfræðingur
félagsins er til viðtals á
fimmtudag, panta þarf
tíma í sima 28812.
Aflagrandi 40. Félags-
vist kl. 14 á morgun,
mánudag. Upplýsingar í
síma 622571.
Kvenfélagið Freyja,
Kópavogi, verður með
félagsvist á morgun,
mánudag, kl. 20.30 á
Digranesvegi 12. Spila-
verðlaun og molakaffi.
Samband dýravernd-
arfélaga er með flóa-
markað í Hafnarstræti
17, kjallara, mánudaga,
þriðjudaga og miðviku-
daga frá kl. 14-18.
Borgarprestakall:
Mömmumorgunn þriðju-
dag kl. 10-12 í Fé-
lagsbæ. Helgistund í
Borgameskirkju kl.
18.30.
Áskirkja: Opið hús fyrir
alla aldurshópa mánu-
dag kl. 14-17.
Langholtskirkja: Aft-
ansöngur mánudag kl.
18.
Seltjarnarneskirkja:
Fundur í æskulýðsfélag-
inu í kvöld kl. 20.30.
Fella- og Hólakirkja:
Fyrirbænir í kapellu kl.
18 á morgun, mánudag,
í umsjón Ragnhildar
Hjaltadóttur.
Landakirkja, Vest-
mannaeyjum: Almenn
guðsþjónusta við upphaf
prestastefnu kl. 20.30.
Blóðflokkamir
Blóðhörgullinn í Blóðbankanum vekur
spurningar um blóðflokkana fjóra sem
þekktastir eru, A,B, AB og 0. Rauð korn
í A-flokki bera A-mótefnisvaka og í blóð-
vökva eru mótefni gegn B-mótefnisvaka.
í B-flokki er þessu öfugt farið. Því er það,
að blóð af A-flokki kekkjast ef því er bland-
að við blóð af B-flokki og auðvitað öfugt.
Blóð í 0-flokki má gefa fólki í A- og B-
flokki en vegna mótefnisvakanna getur
fólk í 0-flokki ekki þegið A- og B-flokks
blóð. AB-flokkurinn er sjaldgæfastur og
eru engir mótefnavakar í honum. Því geta
þeir sem hafa AB-flokk þegið blóð af A-
og B-flokki. Því er harðast gengið fram í
að safna blóði af 0-flokki, að það má gefa
öllum ef í harðbakkann slær.
Ungir tónlistarmenn og tónlistamemar!
Tónvakinn
Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpssins 1994
í sumar efnir Ríkisútvarpið í þriðja sinn til keppni um Tónvakann, Tón-
listarverðlaun Ríkisútvarpsins, en keppnin er ætluð flytjendum sígildrar
tónlistar, hljóðfæraleikurum og söngvurum. í ár er sú nýbreytni tekin upp að
Tónvakeppnin verður jafnframt undankeppni fyrir Tónlistarkeppni ungra
norrænna einleikara og einsöngvara (Ung nordisk solistenbiennial) og verður
verðlaunahafi Tónvakans 1994 fulltrúi íslands í keppninni sem haldin verður á
næsta ári. Vegna þessa miðast þátttaka í Tónvakakeppninni í ár við 25 ára
hámarksaldur hlóðfæraleikara og 30 ára hámarksaldur söngvara.
Að öðru leyti verður Tónvakakeppni RÚV með líku sniði og verið hefur;
sigurvegarinn hlýtur keppnisfé að upphæð 250 þúsund og mun Ríkis-
útvarpið gera hlóðritanir með viðkomandi til útgáfu og korna á ffamfæri hér á
landi og í útlöndum. Að auki verður tónleikum verðlaunahafans með
Sinfóníuhljómsveit íslands næsta haust útvarpað um Norðurlönd.
Þeim, sem hyggja á þátttöku í Tónvakanum 1994, er bent á að senda snældu
með leik sínum eða söng, a.m.k. 15 mínútur að lengd, til Ríkisútvarpsins,
Efstaleiti 1,150Reykjavík, fyrir 12. júnínk.
Allar nánari upplýsingar veitir tónlistarstjóri Rikisútvaipsins.
jEsbr
RÍKISÚTVARPIÐ
TÓNLISTARDEILD