Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 5 FRÉTTIR Samkeppnisráð Skógræktir skilji milli skógar- og garðplantna SAMKEPPNISRÁÐ mælir með því að Skógræktarfélag Reykja- víkur og Skógrækt ríkisins að- skilji frá starfsemi sinni þann rekstur sem er í samkeppni við einkareknar gróðrarstöðvar. Jafn- framt hvetur Samkeppnisráð Reykjavíkurborg til að viðhafa útboð við kaup á tijá-plöntum. Félag garðplöntuframleiðenda sendi Samkeppnisstofnun kvörtun á síðasta ári þar sem bent er á tengsl á milli skógræktarfélaga og sveitarfélaga, en félagið taldi þau óeðlileg. Félagið fullyrti Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins starfi við allt aðrar aðstæður en sjálfstæðar gróðurstöðvar. Félögin borgi ekki skatta og gjöld með sama hætti og aðrir, fái fjármagn úr opinber- um sjóðum og noti hagnað af framleiðslu skógarplanta til að niðurgreiða verð á garðplöntum. Skógræktarfélag Reykjavíkur mótmælti þessum ásökunum í greinargerð til Samkeppnis- stofnunar þar sem fullyrt er að félagið borgi skatta og gjöld með sama hætti og aðrir og að hlut- fall styrkja úr opinberum sjóð sé aðeins brot úr prósenti af heildar- veltu. Plöntusala rekin með tapi Niðurstaða Samkeppnisráðs er að garðplöntusala Skógræktarfé- lags Reykjavíkur sé rekin með tapi og því megi draga þá ályktun að hagnaði af sölu skógarplanta og af annari starfsemi sé notaður til niðurgreiðslu á sölu garðplanta. Þar eð samkeppnisaðstæður séu ekki þær sömu hjá Skógræktarfé- laginu og Skógrækt ríkisins ann- ars vegar og einkareknum gróðr- arstöðvum hins vegar sé eðlilegt að skilja Ijárhagslega á milli fram- leiðslu og sölu á garðplöntum og sumarblómum hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur og Skógrækt rík- isins og annarrar starfsemi. Þetta er gert með tilvísun í 14. grein samkeppnislaga. é Morgunblaðið/Árni Helgason 99 ára lestrarhestur Stykkishólmi - Herdís Gísla- dóttir er senn 99 ára gömul og hefur alla ævi haft mikinn áhuga á lestri bóka og man mikið. Það sem henni þykir mest gaman að eru lausavísur allskonar og þegar fréttaritari tók þessa mynd var hún að byrja á vísnabók með um 700 vísum. Herdis er Strandamaður að uppruna og bjó í Saurbæ í Dölum. Hún lærði ljósmóður- fræði hjá Guðmundi landlækni Björnssyni. Við seljum •• anægju, oryggi og vellíðan ' '//' Það er tilfinningin. Ilmurinn, kyrrðin loftið, hreyfingin. Ekkert jafnast á við að vera vel búinn úti í náttúrunni. Þetta er ekkert pjatt. Maður líður áfram á góðum gönguskóm og þreytist mun minna. Þeir verða vinir manns. Matarlystin, maður! Það er svo gott að borða! Ég vil geta eldað almennilegan mat í útilegu. " Þeir vita náttúrlega hvað þeir eru að tala um í Skátabúðinni því þeir hafa reynsluna. Svo kom verðið mér verulega á óvart. Já, já, ég veit að ég mátti ekki heyra minnst á útilegu en svo þegar maður kynnist þessu þá verður útiveran hluti af lífsstílnum. Bakpoki er ekki það sama og bakpoki. Það er málið. Þetta þarf allt að vera létt, traust, öruggt og einfalt. Sumum leiðist í rigningu en mér \ finnst ekkert betra en hola mér \ ofan í góðan svefnpoka í góðu tjaldi I og láta rigninguna sem fellur / á tjaldhimininn svæfa mig. ' -StfWK fKAMÚK Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 Póstsendum samdægurs. Biöjiö um mynda- og verðlista okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.