Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Vistalaus í 8 mánuði ÞAÐ var fyrir einskæra tilviljun að Guðbjörn Guðjónsson komst að á herskipi 19 áragamall, þegarorrust- an um Atlantshafíð stóð sem hæst. Þessi ferð varð afdrifarík því að af 40 skipa skipalest komust níu af. Á sjóferðum sínum upplifði Guðbjöm samfelldar sprengjuárásir Þjóðveija. „Við lögðum upp frá Hvalfirði og komum saman við skip frá Seyðisfirði. Við sigldum meðfram ströndinni og í Smugunni. Það tók því Þjóðveij- ana um tuttugu mínútur að fljúga að skipalestinni og þeir gátu haldið uppi stanslausum árásum allan sólarhringinn. Þetta endaði með því að fimmtán skip vom eftir og þá var hætt að halda lestinni saman. Fyrirskipunin var: Hver hjálpi sjálfum sér,“ sagði Guðbjörn. „Sumir sneru við, sumir héldu áfram en við sigidum inn. í ísinn og breiddum lök af rúmunum okkar á dekkin til að dyljast. Þannig kom- umst við gegnum ísinn og til Nov- aja Zemlja þar sem skipið strandaði. Þangað vorum við sóttir af her- skipum. Þá fór ég inn í Hvítahaf til Arkanghelsk og fraus þar inni í átta mánuði. Við höfðum engar vistir og maður var eins og Belsen- fangi þegar maður komst þaðan því þeir skömmtuðu ekkert Rússarnir. Síðan sökk dallurinn inni í Hvíta- Hafi og þá fór ég á enskt skip, sem sigldi til Liverpool. Þar var ég í svolítinn tíma þangað til ég fór á lítið pólskt skip. Þetta endaði með að við ætluðum til Grænlands en misstum af lestinni vegna veðurs. Við vorum svo heppn- ir að rata rétta leið að Reykjanesinu og fundum skip, sem við eltum til hafnar," sagði Guðbjöm. Guðbjörn Guðjónsson «H9M ELFAVORTICE VIFTUR TILALLRA NOTA! Spaðaviftur Fjarstýringar hv.-kopar-stál fyrir spaöaviftur Borðviftur Gólfviftur margar gerðir Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt úrval - hagstætt verð ! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúní 28 — S 622901 og 622900 nsnsnsr 50 ÁR FRÁ ORRUSTUNNI UM ATLANTSHAFIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Sljórnvöld vottuðu virðingu DAV iÐ Oddsson, forsætisráð- herra, fiutti ávarp um borð í Tý og vottaði þeim, sem börðust í orrustunni og þeim sem létust, virðingu sína fyrir hönd íslenskra stjómvalda. „Þegar litið er til orrustunnar um Atlantshafíð, finnur maður til sorgar vegna fórnanna í stríð- inu, en einnig til aðdáunar fyrir hugrekki og þolgæði sjómanna og hermanna,“ sagði Davíð sem sagði íslendinga vita allt of vel hve hættulegt og krefjandi Atl- antshafið væri á friðartímum. „Fyrir mennina, sem sigldu við aðstæður nútíma hernaðar seinni heimstyijaldarinnar, var Atlants- hafið því sérstaklega háskalegur vígvöllur." Blómsveigum varpað í haf og skotið úr fallbyssum ORRUSTUNNAR um Atlantshafið var minnst á íslandi í gær en hún stóð nær óslitið öll þau ár sem seinni heimstyijöldin stóð yfir. Um hundrað og tuttugu fulltrúar íslands og tíu annarra þjóða, sem þátt tóku í orrustunni fóru með varðskipinu Tý út á Viðeyjarsund. Þar vörpuðu þeir og fyrrverandi sjómenn blómsveigum í hafið til minning- ar um fallna sjómenn og hermenn í orrustunni. Tuttugu og einu fallbyssuskoti var hleypt af í heiðursskyni og eftirlitsflugvélar frá flota og flugher sex þjóða flugu hjá. Fyrr um daginn var minningar- athöfn í Dómkirkjunni. Veðrið setti mikinn svip á athöfnina en allan daginn var sól og blíða. Almennt er talið að orrustan hafi unnist 1943 þegar Banda- menn náðu yfirhöndinni. Eftir það urðu þeir ekki stöðvaðir, en áður gat brugðið til beggja vona. Þúsundir týndu lífi Það var haldið upp á afmælið í Bretlandi með mikilli athöfn sl. vor en þessi tímasetning „á mjög vel við því þetta er árið, sem menn halda upp á innrásina í Normandí og hún hefði aldrei getað orðið á þeim tíma, sem hún varð og geng- ið eins vel og hún gerði nema vegna þess að það var búið að vinna sigur í orrustunni um Atl- antshafið,“ sagði Friðþór Kr. Eyd- al, upplýsingafulltrúi varnarliðsins í samtali við Morgunblaðið. Sú lengsta og harðvítugasta Orrustan um Atlantshafið var ein sú lengsta og harðvítugasta, sem háð var í seinni heimstyijöld- inni. Hún hófst í september 1939 og stóð til 7. maí 1945 þegar sig- ur vannst á Þjóðveijum. Þúsundir sjómanna; þar á meðal yfir eitt hundrað Islendingar, týndu lífinu í orrustunni en um þijú þúsund herskipum, kaupskipum og kaf- bátum var sökkt í henni. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Tvær flugkempur TVÆR þjóðkunnar flugkempur, sem börðust í stríðinu tóku þátt í minningaathöfninni í tilefni 50 ára frá orrustunni um Atlantshaf. Til vinstri er Njörður Snæhólm, sem flaug með norska flughernum, sem staðsettur var í Skerjafirði og Þor- steinn Jónsson, sem flaug með brezka flughernum og tók m.a. þátt í orrustunni um Bretland. Nafn Islands er nátengt orrustunni EKKI er hægt að fjalla um orrustuna um Atlantshafið án þess að nefna ísland um leið. Þetta segir forstöðumaður sögustofnunar Bandaríkjaflota, Dr. Dean C. Allard. Hann heldur fyrirlestur í Háskóla íslands í dag kl. 17.00 um orrustuna. komin höfuðstöð,“ segir Allard. „ísland var mjög mikilvægt fyrir skipalestir Bandamanna á leið til Norður-Rússlands. Um fjórðungur birgða, fluttar úr vestri til Sovétríkjanna, komu frá höfnum á íslandi. Enn einn þátt- ur eru flugsamgöngur,“ bætir Dean við. „Island var þýðingar- mesti staður Bandaríkjanna við að ferja bandarískar flugvélar til Evrópu. Um 15000 slíkar voru feijaðar yfir Norður-Atlantshaf- ið og margar þeirra fóru í gegn- um Island,“ sagði dr. Dean All- ard. Þar mun Dr. Allard velta upp þeirri spurningu, af hveiju orrustan um Atlantshafið hafi orðið. „Bæði Þjóðveijar og Bandamenn vildu ráða yfir þessu hafsvæði. Sundin við Danmörku, sundin á milli ís- lánds og Færeyja og á milli Fær- eyja og Irlands voru gríðarmikilvæg fyrir framkvæmd á sjóferðabanni á Þjóðveija og þar var ísland full- Maurice Giret aðmíráll í franska flotanum var viðstaddur minningarathöfnina Á skipi sem bjargaði 179 sj ómönnum MEÐAL þeirra sem komu til að vera við minningarathöfnina var franski aðmírállinn Maurice Giret. Hann var á franskri korvettu, Roselys sem bjargaði 179 mönnum frá vísum dauða úr sjónum og sigldi með þá til Reykjavíkur. Á sýningu í Geysis- húsinu á ljósmyndum úr orrustunni, sem Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra opfiaði í gær, er mynd frá athöfn þar sem Maurice Giret þáði heiðursmerki úr hendi de Gaulle. Roselys fylgdi skipalest sem sigldi frá Rússlandi í júnf 1942. Forustu- skipið villtist í dimmvirði, inn á breskt tundurduflabelti norður af Vestfjörð- um, sagði Giret, lenti á tundurdufli og sprakk í loft upp. Fjögur kaup- skip sukku og tvö löskuðust mikið. „Rosely var eina fylgdarskipið sem fór inn á sprengjubeltið til að bjarga mönnunum," sagði Giret. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.