Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ferdinand
HERE, I TH0J6HT \ Y0JMI6HTLIKE \ TOSEETHEMENJ FOKNEjtrWEEICr^** ^ l'D06 FOOP, D06 FOOD, D06 FOOP, D06 F00D,D06 FOOD, D06 FOOP ANP P06 FOOD"^ É ( NO 5HERBET \ (TO CIEAN5E THE \PALATE? b-n-
f % l œ I V) 1 $ u. I Z) ! © —/ «i MÍWÍÍ) 'é, i
fcj.
Gjördu svo vel, mér datt í „Hundamatur, hundamatur, hunda- Enginn frauðís til að
hug að þú vildi sjá matseð- matur, hundamatur, hundamatur, hreinsa bragðið úr munn-
ilinn fyrir næstu viku. hundamatur, hundamatur." inum?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími691100 # Símbréf 691329
Opið bréf tíl
Brynjólfs Sandholts
yfirdýralæknis
Frá Sigríði Sigurðardóttur:
HEIÐRAÐI yfirdýralæknir, Brynj-
ólfur Sandholt!
Betra er seint en aldrei.
Ég hefði fyrir löngu átt að vera
búin að klaga undan aðferð við eyð-
ingu tveggja katta minna á Dýrasp-
ítalanum í Reykjavík 1. mars 1993.
Ég óskaði eftir því að fá að vera
viðstödd við aflífun þessa tveggja
vina minna og fékk það, eftir að ég
hafði greitt aftökugjaldið. Kvendýra-
læknir og ungur aðstoðarmaður
stóðu þarna fyrir verklegum fram-
kvæmdum.
Þar sem að ég hafði áður fyrir
annan aðila farið með kött til eyðing-
ar til dýralæknis á Selfossi og einnig
þar fengið að vera viðstödd, bjóst
ég við samskonar vinnubrögðum á
sjálfum Dýraspítalanum, eða í öllu
falli ekki síðri, en aðferð dýralæknis-
ins á Selfossi var til mikillar prýði.
Hann gaf kettinum svefnsprautu og
lagði hann því næst í þar til gerðan
pappakassa með loftgötum á og beið
þar til dýrið sofnaði, áður en hann
svo gaf honum dauðasprautuna.
Þetta var og er mannúðleg aðferð
við aftöku dýra að mínu mati.
Gengur yfirleitt fljótt og vel
Þegar ég svo þarna á dýraspítal-
anum innti kvendýralækninn eftir
því, hvort ekki væri viðhöfð samskon-
ar aðferð þar og ég hef lýst að fram-
an, fékk ég neikvætt svar. Ungi að-
stoðarmaðurinn hnýtti við setning-
una „að yfirleitt gengi þetta nú bæði
vel og fljótt, en vissulega kæmi það
fyrir að dýrin trylltust, en slíkt væri
afar sjaldgæft; venjulega fara þeir
að sleikja út um og leggjast svo nið-
ur og sofna“.
Mér varð um og ó, en þarna var
náttúrlega um fagmenn að ræða og
ég og samferðafólk mitt hafði á þessu
stigi mátsins fremur fátt til málanna
að leggja og því var lagt til atlögu
um framkvæmd enda var það til-
gangur ferðarinnar.
111 meðferð
Kattdýrin tvö voru fress (högni)
og læða (bleikja). Fressinn var tekinn
fyrst. Stórri sprautu var stungið í
magann á honum. Veinin í honum á
meðan sprautan var tæmd inn í hann
hljóma enn fyrir eyrum mér. Að því
loknu var honum stungið inn í rimla-
búr. Hann var með fullri meðvitund
og opin augu... hálf vitlaus af
hræðslu yfir meðferðinni. Sömu með-
ferð fékk læðan. Einnig hún tryllt-
ist, öskraði og veinaði undir aðgerð-
inni. Hún hafnaði líkt og fressinn í
rimlabúri eftir sprautuna og virtist
mér sem henni liði mjög illa, enda
þekkti ég dýrið mitt mjög vel. Gekk
ég að rimlabúrinu og reyndi þar að
tala hlýlega til hennar. Kvendýra-
læknirinn sagði þá að hún þyrfti
stærri skammt og var hún því tekin
aftur út úr búrinu í þeim tilgangi.
Ekkert varð þó úr þeim fyrirætlun-
um, því að kisa hreinlega ærðist
þegar hún sá aftur kvalara sína með
morðvopnið, þ.e.a.s. sprautuna, og
var henni í hasti aftur holað inn í
rimlabúrið. Hún hafði þá ennþá fulla
meðvitund og þrek og reyndi allt
hvað hún gat til þess að komast út
og hljóp um inni í þröngu búrinu,
en svo kom smám saman sljóleiki
yfir báða kettina.
Ég sat nokkuð lengi yfir búrunum
og leið sannast sagna alveg ferlega
illa og var full eftirsjár yfir því að
hafa farið með dýrin til Dýraspítal-
ans. Betra og mannúðlegra hefði
verið að fara með þau til eyðingar
til dýralæknisins á Selfossi, sem að
mínu mati er sannur dýravinur og
hefur sýnt það í verki.
Hjartsláttur kattanna minna var
ekki stoppaður, þegar að ég varð að
yfirgefa stofnunina, en vitanlega er
mér það ljóst að þau hafa ekki vakn-
að aftur, eftir að þau loksins sofnuðu.
Það átti víst að brenna kroppana,
var mér tjáð. Vonandi hafa litlu deyj-
andi hjörtun fengið næði til þess að
stoppa., áður en sú aðgerð var sett
í framkvæmd.
Ómannúðlegar aðferðir
Hr. yfirlýralæknir. Þessi aðferð
við aftöku dýra yfirleitt finnst mér
í einu orði sagt vera ógeðsleg og
ómannúðleg. Ég er ekki að halda því
fram að þú berir ábyrgðina á vinnu-
aðferðum Dýraspítalans, eða aðferð-
um dýralækna og starfsfólks þar,
þó að mér vissulega bjóði í grun að
svo sé með tilliti til starfsheitis þíns
og stöðu. Húsdýrin okkar íslendinga,
hvort sem við búum heima á klakan-
um eða erlendis, eru okkar tryggustu
vinir og það er beinlinis ljótt að svíkja
þau á dauðastund með óbærilegum
kvölum og angist.
Ástæða þess að ég þurfti að láta
farga vinum mínum (ef það er þá
eitthvert atriði í myndinni) var sú
að ég var að flytjast erlendis. Það
er líka þess vegna sem það hefur
dregist svo lengi hjá mér að koma
því í verk að skrifa eða láta í mér
heyra vegna þessara fólskulegu að-
ferða dýraspítalans, eða drápsað-
ferða.
Endurskoðið aðferðirnar
Ég hef í gegnum árin haft mikla
samvinnu við dýralækna og séð að-
ferðir þeirra. Ég var fædd í sveit á
Suðvesturlandi og giftist síðar bónda
á Norðurlandi. Tengdasonur minn
og dóttir ráku bú á Suðurlandi. Ég
nefni þetta bara svona svo að mér
verði ekki kennt um þekkingarskort
á starfsaðferðum dýralækna yfirleitt.
Ég vona innilega hr. yfirdýralæknir
að þú takir þetta bréf mitt til alvar-
legrar athugunar. Allt það sem ég
hef skrifað hér í bréfinu er hreinn
og klár sannleikur, því miður. Mér
til styrks, ef einhver efi er á, þá hef
ég mér til halds og trausts tvö vitni,
sem voru með mér við umrætt tæki-
færi.
Ef einhver vill svara mér, má gera
það á hvern hátt sem er: á síðum
Morgunblaðsins, skrifa mér beint,
eða hringja til mín.
Með bestu kveðjum.
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Folstjárnevágen 4,
55463 Jönköping,
Svíþjóð.