Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ ... en eg reykti aldrei BALTASAR Kormákur leikstýrir um þessar mundir uppfærslu á söngleiknum Hárinu, sem margir kannast við af samnefndri kvikmynd. Söngleikurinn verður frum- sýndur í byrjun júlí og við bíðum spennt. En núna vilj- um við forvitnast um unglinginn Baltasar. Eg var algjör íþróttasjúklingur. Ég held ég hafi keppt í öllum íþrótta- greinum nema blaki kvenna. Hest- ar, siglingar, fótbolti, handbolti, borðtennis, skák . .. og ég þurfti að keppa í öllu. Reyndar eyddi ég öllum gagnfræðaskó- lanum uppi í hesthúsum. Við áttum eina mjög slæga meri sem ég hafði eitthvað verið að reyna að temja og ég fékk þá frábæru hugmynd einu sinni að ef ég myndi lesa undir próf inni í skítas- tíunni hjá henni þá myndi hún venjast við mig og hætta að sparka svona í mig. Pabba fannst þetta rosa góð hugmynd, en mamma keypti þetta ekki og stoppaði mig af. Próf- in fóru í það skiptið þann- ig að ég fór upp í hesthús og brenndi einkunnimar, en merin endaði á því að sparka mér veggjanna á milli og rifbeinsbrjóta mig á þremur. Að taka til í garðinum Ég var mjög baldinn unglingur. Það voru læti í mér, ég var erfiður við kennarana mína og ég stal eins og margir ungl- ingar. Tók þátt í skipu- lögðum ránsferðum í Hagkaup á laugardags- morgnum með vinunum, þar til við náðumst og vorum keyrðir grenjandi heim í lögreglu- bíl. Og ég þurfti að hreinsa garðinn heima, það var refsingin. Einhvern tímann vorum við vinirnir að teika og þá kom einhver óskaplega löghlýðinn borg- ari og náði mér, fór með mig heim til sín og lét mig bíða þar eftir lögreglunni, einan. Það er allt í lagi að lenda í svona í hóp, en maður verður svo lítill þegar maður er tekinn einn og skammaður. Þá var ég líka keyrður heim í lögreglubíl, alltaf að taka til í garðinum. Eg átti það líka til að bregða mér út um gluggann heima á kvöldin, ég byijaði frekar snemma að skemmta mér. Eg er greinilega mjög slæm fyrirmynd ... En ég reykti aldr- ei, mér fannst það vont. Það byrjaði reyndar þannig að við systkinin gerðum samning við mömmu og pabba þar sem við lofuðum að byija aldrei að reykja ef þau myndu hætta. Og þau hættu bæði þó pabbi hefði áður reykt þrjá pakka á dag. En ég hefði áreiðanlega svikið þennan samning ef ég hefði haft nógu mikla löngun. Lítið nef og útstæð eyru Ég var frekar feiminn og er enn oft mjög uppburðarlítill. Stundum veit ég ekki hvort ég á að heilsa fólki... Og ég var með ægilega komplexa yfir eyrunum á mér. Fyrir ferming- una fór ég í klippingu og hafði þá verið með Bobby Ewing greiðslu 1 mörg ár, alltaf með hárið yfir eyrunum. En þama ákvað ég að beijast við þessa fáránlegu komplexa og yfirvinna þá. Og ég sagði hárgreiðslu- konunni að klippa stutt, fyrir ofan eymn, knalla. Konan horfði á mig og sagði: Ég get ekki klippt hárið á þér fyrir ofan eyr- un, þú ert með svo hrylli- lega útstæð eyra. Þannig að það var bara Bobby Ewing áfram. Svo hafði ég hræðilega komplexa vegna þess að mér fannst ég hafa svo lítið nef. Mig langaði svo að hafa almennilegt karl- mannsnef. Einhvern tím- ann áttum við að teikna skuggamyndir af prófíln- um á hvert öðru og ég teiknaði prófílinn á strák sem var með svona stórt nef, en ég var bara með, barnanef eða konunef. Mér fannst það alveg hryllilegt. Ég var frekar seinþroska líkamlega og gekk í gegnum mjög erfitt tímabil þar sem ég hélt að ég yrði alltaf lítill. En svo fór ég að stækka eftir að ég varð fimmtán. Ætlaði að verða dýralæknir Ég var ekki týpan sem tók þátt í jólaleikrit- unum í skóla. Ég byijaði ekki á þessu fyrr en í menntaskóla og þá kom í ljós að ég hafði einhveija hæfileika í þetta. Hins vegar var ég með mjög ákveðnar hugmyndir um það hvað ég vildi verða. Ég ætlaði að verða dýralæknir. Alveg frá því ég var krakki var ég ákveðinn i að verða annaðhvort dýrafræðingur eða dýra- læknir. Aldrei leikari. Ég var meira að segja kominn inn í skóla í Liverpool þegar ég lauk námi i MR en svo fór ég í inntökupróf í Leik- listarskólanum og þá var þetta ráðið. Ég er líka hálfgerður væskill þegar veik dýr era annars vegar. Þegar ég vann á hestabúgarði í Arizona 18 ára gamall komst ég að því að mér leið alltaf svo hryllilega illa þegar hestarnir voru að meiða sig. Þá sá ég það að mig langaði ekki að eyða ævinni í að sjá þjáð dýr. STJðRNUR og STÚRFISKAR Unglingar í dag Unglingar í dag,eru ekkert ólíkir ungl- ingum allra tíma. Það er bara misjafnt hversu mikið ijölmiðlamir skrifa um þá og hvað er í gangi. í þjóðfélaginu. Menn hafa verið beijandi hver annan í klessu á sveitaböllum í gegnum tíðina. Qg við slíkar aðstæður myndu menn eflaust grípa hnífinn ef hann væri til staðar. Ég held að krakkar átti sig kannski ekki alltaf á því að með því að bera á sér hníf geta þeir í einhverri bræði verið búnir að rífa hann upp áður en þeir vita aí' og þá era þeir komnir í töluvert hættulegra ofbeldi en með hnefalög- máli. Það eru því alveg sömu for- merki, þetta er bara spurning um aðstæður. En það er auðvitað til fullt af frábær- um unglingum. Þetta er líka svo skemmtileg- ur tími, margt að gerast. Ég veit að sumum finnst þetta alveg hræðilegt tímabil, er. mér fannst þetta mjög ánægjulegur tími. Þó fékk ég bólur, fór í mútur og var of lítill. Reyklausir vinnu- hópar í Heiðmörk Eru reykingar aftur komnar í tísku? Svo var ekki að sjá á vinnuhópunum sem við hittum í Heið- mörk á dögunum. Þau eru 23 og era stolt af því að geta talist reyklaus hóp- ur. Við ræddum við tvö þeirra. Af hverju er þessi hópur reyklaus. Katrín: Við bara lentum svona sarnan. Ómar: Það voru ein- hveijir sem reyktu sem færðu sig í annan hóp. Katrín: Og það hætti einn. Ómar: Hann reykti þegar við byijuðum en þegar var farið að tala um reyklausan hóp þá hætti hann. Haldið þið að reykingar séu að aukast aftur á meðal unglinga? Katrín: Já Ómar: Ég held að núna sé þetta svipað og þegar hipparnir voru, nema þá var meira maijúana. Hvers vegna byrja unglingar að reykja? Katrín: Ég veit það ekki, fólk byrjar að prófa og heldur svo áfram. Ómar: Og það að vera eins og hinir. Fyrst byijar einn og svo vinir hans og svo fleiri og fleiri. En hvað með ykkur? Katrín: Ég stunda íþróttir og það fer ekki vel saman við reykingar. Ómar: Þó ég sé ekki í íþróttum veit ég að það er ekkert gott við þetta og ég sé bara enga kosti við það. Hvernig geta reykingar komist í tísku? Ómar: Ég veit ekki, kannski er þetta spurn- ing um að gera' eins og fullorðnir. Hvað mynduð þið ráðleggja foreldrum að gera til að koma í veg fyrir að börnin þeirra byrji að reykja? Katrín: Að reykja ekki sjálf. Ómar: Að sýna gott fordæmi. Katrín Ómar Um eyðingu ósonlagsins Frá Höfðaskóla á Skagaströnd VIÐ í stjórn nemendafélags Höfðaskóla á Skagaströnd þökkum kærlega fyrir áskorun Grunnskóla Flateyrar. Hér á eftir fjöllum við um eyðingu ósonlagsins og skýrum frá skoðunum okkar á því máli. Ósonlagið er svæði í efri hluta lofthjúps þar sem styrkur ósons sem er þríatóma súrefni er meiri en í öðrum hlutum hans. Ósonlagið er að eyðast af völdum ýmissa ósoneyðandi efna sem mannfólkið notar daglega í miklum mæli, s.s. bílar, sprey, ísskápar og önnur efni sem inni- halda feon. Þegar ósonlagið eyðist upp, sem með þessu áframhaldi mun fljótlega gerast, nær mun meira magn af útfjólu- bláum geislum til jarðar, en þeir eru skaðlegir mönnum og náttúru, jafnvel ban- vænir. Þeir valda ýmsum sjúkdómum, t.d. húðkrabba. Nokkurt magn útfjólublárra geisla nær til jarðar í gegnum ósonlagið, en hættuleg- asta geislunin stöðvast í ósonlaginu, þess vegna er nauðsynlegt að minnka eða snar- hætta allri notkun ósoneyðandi efna. Ann- ars munu sterkustu geislarnir ná að komast í gegnum ósonlagið og eyða lífríki jarðar. Þar sem útfjólublá geislun er hættuleg getur verið skaðlegt að stunda sólböð eða sólarlampa, sérstaklega fyrir fólk með mik- ið af fæðingarblettum, þar sem þeir geta tekið að breytasta og geta þá valdið húðkrabbameini. Því miður höfum við ekki mikla vitneskju um þetta mál og þar af leiðandi er erfitt fyrir okkur að tjá okkur frekar um það. En við viljum að sjálfsögðu hvetja alla til að minnka notkun ósoneyðandi efna. í sumar verður gert hlé á dálkinum MÉR FINNST en áskorunin heldur áfram um leið og grunnskólar hefjast að nýju í haust. Samviskuspurningin Finnst þér töff að reykja?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.