Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 11 Landbúnaður snúivörn í sókn á nýrri öld 150 manns sóttu kynningu og ráð- stefnu um landbúnað á Sauðárkróki Sauðárkróki - Haldin var í Iþrótta- húsinu á Sauðárkróki föstudaginn 10. júní sl. ráðstefna og kynning: Landbúnaður 2000. Þekking, tækni, framfarir. Þeir sem að ráðstefnunni stóðu voru Rannsóknastofnun land- búnaðarins, Háskóli Islands, Bænda- skólinn á 'Hólum, Kaupfélag Skag- firðinga og fleiri aðilar sem að mál- inu komu, en áhugamannahópur frá þessum stofnunum hafði veg og vanda af öllum undirbúningi. Ráð- stefnuna sátu um það bil eitt hundr- að og fimmtíu gesti. Ráðstefnan stóð daglangt, en á milli þátta var unnt að skoða sýningarbása þar sem fyrirtæki kynntu framleiðsluvörur og menntun og rannsóknir voru kynntar. Að dagskrá lokinni var móttaka á vegum landbúnaðarráðu- neytis og Hólaskóla í íþróttahúsinú á Sauðárkróki. Grunnþema ráðstefnunnar var það, að íslenskur Jandbúnaður þurfi að snúa vörn í sókn til þess að treysta sig í sessi og mæta nýjum aðstæðum á nýrri öld; öld aukinna alþjóðavið- skipta og meiri krafna um hagræð- ingu. Töldu menn að lykillinn að framförum hlyti að felast í þekk- ingu, tækni og markaðsmálum. Ráð- stefnan hófst á fundi, sem Ijallaði um gróður og land, þar sem skyggnst var inn í framtíðina varð- andi fjarkönnun, beitarstjórn, gróð- urvernd og kynbætur plantna. Þá var og rætt um ylrækt og skógrækt á Islandi. Því næst var fundur um búrekst- . ur, þar sem fjallað var um menntun varðandi búrekstur, nýja kynslóð búfjár, vistun og fóðrun, gæðaeftir- lit á framleiðslunni og tölvuvæðingu. Eftir hádegi hófst fundur um fisk- eldi, þar sem rætt var um bleikju- eldi, notkun jarðvarma til ræktunar hlýjsjávarfiska, ásamt almennri tæknivæðingu í fiskeldi framtíðar- innar. Fjórði og síðasti fundur ráð- stefnunnar fjallaði um markaðsmál, rætt var um íslenska hestinn, ferða- þjónustu, möguleika á • vistvænum landbúnaði og alþjóðamál tengd landbúnaðinum, svo sem um GATT. Fyrirlestrarnir voru í formi yfirlits og gáfu góða almenna innsýn í nýja strauma á viðkomandi sviði. Ráð- stefnugestir komu víða að, meðal annars frá atvinnugreininni, þjón- ustuaðilum og rannsóknaraðilum, enda skírskotuðu erindin til breiðs hóps. Mál manna var að mjög hefði verið fróðlegt að kynnast þessum þverskurði af íslenskum landbúnaði, en ráðstefnan var á vissan hátt tíma- mótaviðburður, þar sem nokkrir helstu sérfræðingar landsins ræddu framfarir í landbúnaðarmálum. Ráð- stefnan tókst hið besta og skildi eft- ir jákvæðan tón í umræðunni um þessa mikilvægu atvinnugrein lands- manna. Miðhúsum, Reykhólasveit - Síð- asti kjörmannafundur Stéttasam- bands bænda var haldinn 14. júní sl. í Bjarkarlundi en skipulagi stétt- arsambandsins hefur verið breytt. Fundurinn var öllum opinn er mættir voru þeir Ari Teitsson, ráðu- nautur og bóndi í Hrísum, S-Þing. og Birkir Friðbertsson, Botni í Súg- andafirði, en þeir voru frummæl- endur um sameiningu stéttarsam- bandsins og Búnaðarfélags íslands. Umræður um sameininguna urðu miklar og skoðanir skiptar. Öfugt að farið? Síðasti kjör- mannafundur stéttasam- bandsins í Bjarkarlundi Hér á árum áður voru umræður um þessi félög miklar og var sam- þykkt árið 1945 að hafa þessi félög aðgreind. Sumum bændum þykir öfugt að farið að fulltrúum þeirra en halda starfsmannafjölda félag- anna. Árið 1945 óttuðust bændur að ríkisvaldið væri að koma starf- semi alfarið yfir herðar bænda og sá grunnur er fyrir hendi enn. Birkir andmælti sameiningunni en Ari taldi hana til bóta. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Buslað og sullað á sundnámskeiði Skagaströnd - Það er mikið busl- að og oft sopnar hveljur á sund- námskeiði fyrir 4-6 ára börn í sundlauginni á Skagaströnd. Þetta er í fyrsta sinn sem nám- skeið er í boði fyrir þennan ald- urshóp og sækja 14 börn nám- skeiðið tvisvar í viku út júní. Þegar fréttaritari kom á staðinn var nóg að gera í lauginni hjá kennaranum Carli Jakobsen og greinilegt að börnin skemmtu sér mjög vel. Mömmurnar sem stóðu á bakkanum skemmtu sér líka ágætlega og er greinilegt að gamla máltækið um að hverjum þykir sinn fugl fagur er enn í fullu gildi. Höfuðprýði Byggðasafnsins í Skógum Áraskipið Pétursey nú fyrst segl- búið og til sýnis Holti - Höfuðprýði Byggðasafns- ins í Skógum, áraskipið Pétursey, var seglbúið í þessari viku og er nú fyrst til sýnis safngestum undir seglum í hinu nýja húsi Byggða- safnsins. Þórður Tómasson safnvörður, sagði að við þessi verklok væri merkum áfanga náð í sögu safns- ins. Hið nýja safnhús hefði verið sérstaklega hannað af arkitektum hússins, þeim Stefáni Erni Stefáns- syni og Grétari Markússyni til að bera Pétursey undir seglum í stærsta sýningarsal hússins. Ekki væri eins vel búið að nokkru ára- skipi frá 19. öld eins og Pétursey. Seglin hefðu verið saumuð af list og alúð af seglagerðinni Ægi í Reykjavík og þeim komið upp af Magnúsi Tómassyni í Skógum og Hjalta Kristjánssyni á Fáskrúðs- firði. Bitafjöl skipsins hefði verið endurnýjuð af Sigurði Ásgeirssyni frá Framnesi, en aðeins hluti af gömlu fjölinni hefði varðveist. Fjölin vitni um smíðatíma skipsins. Byijað var 20. október 1855 og skipið full- smíðað um mánuði síðar eða 24. nóvember. Settar hafa verið upp ljósmyndir í safninu af Jóni Ólafssyni í Péturs- ey, sem var annar höfuðsmiður skipsins og bróður hans Guðmundi Ólafssyni í Eyjarhólum, sem var formaður á áraskipinu Pétursey 1862 til 1888, en því var róið úr Maríuhliði við útfall Jökulsár á Sól- heimasandi með mikilli farsæld öll þessi ár. Morgunblaðid/Halldór. PÉTURSEY undir fullum seglum. Mývatnssveit Vegagerð á Hofstaðaheiði Mývatn - Hafin er vegagerð hér í Mývatnssveit milli Skútustaða og Helluvaðs. Síðastliðið haust var bytjað á þessari framkvæmd. Nú er verið að aka burðarlagi í veginn og er vonast til að síðar í sumar verði sett á hann bundið slitlag. Þá er ákveðið að byggja upp nýjan veg í Hofstaðaheiði norðan Laxár. Verkið hefur verið boðið út og verða verktakar héðan úr Mý- vatnssveit. Vænta menn góðs af þessum vegabótum. B ílamarkadurin n Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 371800 Toyota Corolla Touring 4x4 XL '89, blár/grár, 5 g., ek. 82 þ., sóllúga o.fl. V. 890 þús. Peugeot 205 Junior '91, 5 dyra, 4 g., ek. aðeins 37 þ. km. V. 550 þús. Tilboðsverð kr. 490 þús. MMC Lancer GLXI hlaðbakur 4x4 '91, raður, 5 g., ek 60 þ. km., sportfelgur, low profile dekk o.fl. V. 1.090 þ. Toyota Double Cab SR5 ’92, hvítur, ek. 44 þ km. Gott eintak. V. 1.830 þús. GMC Jimmy S-10 ’88, blár, sjálfsk., sól- lúga, rafm. i rúðum o.fl. Gott eintak. V. 1290 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL ’88, 3ja dyra, stein- grár, 4 g., ek. 82 þ. Gott eintak. Ný skoð- aður. V. 490 þús., stgr. Subaru 1800 XT turbo sport '86, 2ja dyra, hvítur, sjálfsk., ek. 100 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 670 þús., sk. á ód. Topp eintak. Daihatsu Charade TX '88, 5 dyra, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 430 þús. Toyota Landcruiser stuttur '88, bensín, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1250 þús. Toyota Corolla XL '90, rauður, 5 dyra, 5 g., ek. 65 þ. km. V. 720 þús. Toyota Camry 2000 XLi '88, blár, sjálfsk., ek. 105 þ. km. V. 830 þús. Nissan Sunny 1600 SLX '91, steingrár, 5 dyra, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum, centrallæsing. V. 860 þús., sk. á ód. Cherokee Pioneer '86, 5 dyra, sjálfsk., ek. 100 þ. km., álfelgur, crus control, centrallæs. V. 1050 þús., sk. á ód. Toyota Corolla 1300 '87, 3ja dyra, blár, 4 g., ek. 114 þ. Tilboðsverð 290 þús. Toyota Camry XL ’87, 1800, blár, 5 g., ek. 76 þ. km. Topp eintak. V. 650 þús. Daihatsu Feroza II EFi 16v '91, vínrauð- ur, 5 g., ek. 24 þ. V. 1080 þús., sk. á ód. Subaru Legacy 2200 '91, sjálfsk., ek. 68 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1690 þús. Einn- ig: Subaru Legacy station 1.8 '90, 5 g., ek. 61 þ. km. V. 1260 þús. Isuzu Rodeo LS v-6 4 x 4 ’91, grænsans, sjálfsk., ek. 65 þ., sóllúga, rafm. í öllu, álfelgur, útvarp + geislasp. Vandaður jeppi. V. 2450 þús. Toyota Carina II GLI '91, 5 g., ek. 57 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1170 þús., sk. á ód. Subaru 1800 station DL '90, hvítur, 5 g., ek. 68 þ. V. 950 þús., sk. á ód. Fjörug bílaviðskipti! Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.