Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Fjármál
Sparisjóðir
Bolvíkinga
og Súgfirð-
inga sam-
einast l.júlí
Suðureyri. Morgunblaðið.
NÝR sameinaður sparisjóður Bol-
ungai’víkur og Suðureyrar tekur til
starfa 1. júlí nk. samkvæmt tillögum
stjórnar Sparisjóðs Bolungarvíkur
og Sparisjóðs Súgfirðinga sem sam-
þykktar voru á síðustu aðalfundum
sparisjóðanna.
Heiti nýja sjóðsins er Sparisjóður
Bolungarvíkur og er honum ætlað
að hafa opnar afgreiðslur á Suður-
eyri og í Bolungarvík. í samþykktum
sjóðsins er lögð áhersla á að sama
þjónustustigi verði haldið uppi í báð-
um afgreiðslunum. Ný stjórn fyrir
hinn sameinaða sjóð var kjörin á
sameiginlegum fundi allra stofnfjár-
eigenda sjóðanna, sem haldinn var
í ráðhúsi Bolungarvíkur laugardag-
inn 25. júní. Stjórnina skipa Guð-
finnur Einarsson, Benedikt Bjarna-
son, Ólafur Þ. Benediktsson og Örn
Jóhannsson frá Bolungarvík og
Gestur Kristinsson frá Suðureyri.
Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Bolung-
arvíkur er Sólberg Jónsson.
Rögnvaldur Guðmundsson spari-
sjóðsstjóri á Suðureyri segir að með
sameiningunni sé verið að búa til
öflugri sjóð sem hafi aukna mögu-
leika til þess að veita meiri og betri
þjónustu í framtíðinni.
Ekki er ætlunin að stöðugildum
fækki við sameininguna. Rögnvaldur
Guðmundsson hefur þó sagt starfi
sínu lausu sem sparisjóðsstjóri á
Suðureyri og er að hverfa til náms.
Þessa dagana er unnið að miklum
endurbótum á húsnæði Sparisjóðs
Súgfirðinga á Suðureyri og standa
vonir til þess að þeim verði lokið
mjög fljótlega.
Fundur
Hafnarmál í
Reykjavík og
Rotterdam
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna og
Aðalræðisskrifstofa Hollands á ís-
landi standa fyrir fundi um flutn-
inga- og hafnarmál í Rotterdam og
Reykjavík næstkomandi fimmtudag.
Fundurinn er haldinn í tengslum við
opinbera heimsókn Hollandsdrottn-
ingar til Islands. Sendinefnd skipuð
fulltrúum hollenska viðskiptalífsins
verða þar með í för og munu þeir
sitja fundinn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri Reykjavíkur, flytur inn-
gangsávarp á fundinum undir nafn-
inu Reykjavíkurhöfn - frjálst hafnar-
svæði. Ræðumaður verður Harry
Kloosterboer frá fyrirtækinu Euro-
frigo, fulltrúi hafnaryfirvalda í Rott-
erdam. Hann mun fjalla um starf-
semi hafnarinnar í Rotterdam og
kynna þá þjónustu og möguleika sem
þar bjóðast auk þess að fjalla um
tollafgreiðslumál.
Fundurinn verður haldinn í Skála
á Hótel Sögu og hefst kl. 11.30.
Hann er öllum opinn en tilkynna
þarf þátttöku fyrirfram.
Fjarskipti
Einkaaðilar undirbúa
rekstur GSM-far-
símakerfis
STOFNAÐ hefur verið fyrirtæki á fjarskiptasviðinu til að undanbúa upp-
byggingu og rekstur GSM-farsímakerfis sem yrði í beinni samkeppni við
Póst og síma. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa fleiri aðilar
hugsað sér til hreyfings og er verið að vinna að stofnun annars hlutafélags
í sama tilgangi. Þessir tveir aðilar hafa í undirbúningi að sækja um starfs-
leyfi til samgönguráðuneytisins. Er gert ráð fyrir að leyfi fyrir a.m.k.
eitt farsímakerfi fyrir utan kerfi Pósts og sima verði veitt á næstunni
af ráðuneytinu.
Hjá Evrópusambandinu er gert
ráð fýrir að a.m.k. tveimur leyfum
fyrir farsímakerfi verði úthlutað í
hveiju landi innan Evrópska efna-
hagssvæðisins. í flestum Evrópu-
landanna eru nú þegar a.m.k. tveir
aðilar með leyfi til reksturs GSM-
farsímakerfis.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er áætlað að stofnkostn-
aður farsímakerfis sé á bilinu
300-500 milljónir fyrir kerfi sem
er sambærilegt við kerfi Pósts og
síma. Áætlað er að uppbyggingu á
landskerfi verði lokið á 10 árum
og kosti um 1,5 milljarða.
Stefnt er að því að farsímanot-
endur geti byrjað að nýta sér GSM-
farsímakerfi Pósts og síma 16. ág-
úst nk., en tilraunarekstur kerfisins
mun hefjast nokkru fyrr.
Styrkir
Evrópusambandið
10 milljónir til
skipaiðnaðar íjúní
„Hvað verður gert þegar fjárveitingu þrýtur,“
spyrja samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði
ÍSLENSKUR skipaiðnaður fékk nú í júní úthlutað styrkjum sem nema alls
um 10 milljónum króna til þróunar- og markaðsstarfs. Um er að ræða
helming af viðbótarstyrk sem stjórnvöld ákváðu að veita til iðnaðarins sl.
vor, með það að markmiði að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í skipa-
og málmiðnaði. Hjá Málmi, samtökum fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði,
óttast menn þá óvissu sem mun skapast þegar sú fjárveiting sem stjórn-
völd hafa ákveðið að veita til að bæta aðstöðu íslensks skipaiðnaðar í er-
lendri samkeppni verður uppurin.
Tíu milljónirnar skiptast á milli
12 verkefna frá jafnmörgum fyrir-
tækjum, en alls bárust umsóknir um
styrki í 21 verkefni frá 12 fyrirtækj-
um í skipaiðnaði.
Verkefnin sem hlutu styrki eru
ýmist á sviði markaðsmála eða
tækniþróunar. Markaðsþátturinn
beinist að því að afla verkefna sem
skila fyrirtækjunum tekjum á
skömmum tíma, en þróunarverkefn-
in ganga út á að þróa tæknibúnað
sem gerir íslenskum fyrirtækjum í
skipaiðnaði kleift að veita ýmsa þá
þjónustu sem hingað til hefur aðal-
lega verið á færi erlendra keppi-
nauta. Einnig verða styrkt verkefni
sem lúta að gæðaumbótum í þjón-
ustu.
20-60% af heildarkostnaði
Styrkupphæð til viðkomandi verk-
efna er á bilinu 20-60% af áætluðum
heildarkostnaði við verkefnin. Iðn-
tæknistofnun íslands hefur umsjón
með framkvæmd þeirra og hefur
verkefnisstjóri á vegum stofnunar-
innar heimsótt öll fyrirtækin og
mótað verkefnin í samráði og sam-
starfi við þau. Karl Friðriksson frá
Iðntæknistofnun er umsjónarmaður
verkefnisins. Hann mun hafa eftirlit
með framgangi mála og greiða út
styrki til fyrirtækjanna eftir fram-
vindu og árangri miðað við þá áætl-
un sem samþykkt hefur verið. Þeim
verkefnum sem ekki fengu styrk
verður vísað á aðrar fjármögnunar-
leiðir.
Full ástæða til að óttast
framhaldið
Forsvarsmenn Málms, samtaka
fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði,
sendu nýlega frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem segir að verði horfið
frá þeim aðgerðum til að jafna að-
stöðumun íslensks skipaiðnaðar
gagnvart ríkisstyrktum skipaiðnaði
samkeppnisþjóða sem ákveðnar voru
í upphafi árs vegna þess að fjárveit-
ingu þrjóti verði stjórnvöld að grípa
til annarra tiltækra aðgerða til að
jafna aðstöðumuninn.
Þær 40 milljónir sem ákveðið var
að veita til íslensks skipaiðnaðar í
janúar sl. voru uppurnar í vor. „Þetta
ástand hefur varað í röska tvo mán-
uði þegar loks liggur fyrir ákvörðun
um að verja til þessara mála 20
milljónum króna til viðbótar, en eng-
inn getur sagt fyrir um það með
neinni vissu hvort þessir fjármunir
nægja til þess að mæta því mark-
miði að jafna aðstöðumun íslensks
skipaiðnaðar til loka þessa árs,“ seg-
ir í fréttatilkynningunni og ennfrem-
ur að full ástæða sé til að óttast þá
óvissu sem enn muni skapast ef
þessir fjármunir gangi fljótt til
þurrðar. Það þeim mun frekar að
tilkynnt hafi verið að ekki verði um
frekari fjárveitingar að ræða á þessu
ári.
Harka gegn ríkisaðstoð
við flugfélög eykst
Brussel. Reuter.
STJÓRNARNEFND Evrópusambandsins hefur boðað harðari afstöðu til
ríkisstuðnings við illa stödd flugfélög í stefnumótunarskjali, sem hefur
verið dreift til aðildarlandanna.
Þar segir að þar sem nefndin
vinni að því að þessari aðstoð verði
hætt í áföngum hyggist hún ganga
harðar eftir því að fylgt verði regl-
um um ríkisaðstoð fyrir 1. apríl
1997.
Frá apríl 1997 verður Evrópu-
sambandið sameiginlegur markað-
ur flugfélaga, fræðilega séð. Aukið
frelsi verður meðal annars til þess
að flugfélag í einu ESB-ríki fær
rétt til þess að útvega framhalds-
flug með öðru flugfélagi.
Eftir þennan tíma mun stjórnar-
nefndin meta nákvæmlega áhrif
ríkisaðstoðar á samkeppni og aðeins
leyfa slíka aðstoð í undantekningar-
tilfellum, segir í skýrslunni. Undir
vissum kringumstæðum verði ríkis-
aðstoð leyfð ef flugfélög eigi við
fortíðarvanda að stríða. Með því er
meðal annars átt við ríkisafskipti
sem komi í veg fyrir að flugfélag
geti gætt hagsmuna sinna.
Skjalið er fyrst og fremst vís-
bending um afstöðu nefndarinnar
til ríkisaðstoðar í framtíðinni, en
lýsir um leið afstöðu hennar um
þessar mundir í nokkrum málum,
sem snerta flugfélögin Air France,
Olympic Ainvays og TAP Air Port-
ugal.
Heimsmarkadur
Kaffi hækkar um lh
KAFFIVERÐ SNARHÆKKAR
Kaffiverð hækkaði um þriðjung á mánudag vegna ótta um að 1 frost myndu spilla uppskerunni í Brasilíu, hinni mestu í heimi. |
auu 160 S<nrf
120 80
’OpnimrmðlNtwrork
40 . . ...',? ■: -.1 : i'.i ; >.:■ r - .
REUTER 89 90 91 92 93 94
London. Reuter.
VERÐ á kaffi hækkaði um
þriðjung á mánudag vegna
frétta um mestu frost í 13
ár í aðalframleiðsluland-
inu, Brazilíu. Þegar hefur
verið varað við því að
hækkun á smásöluverði
kunni að fylgja í kjölfarið.
Við lokun á markaðnum
í London hafði verð á kaffi
til afhendingar í septem-
ber hækkað um 775 doll-
ara í 3.030 og það er
mesta hækkun sem um
getur.
Skortur á kaffi kann að
verða langvinnur vegna hugsanlegs
tjóns af völdum frostskemmda á
uppskerunni í Brazilíu á næsta ári,
að sögn þýzks sérfræðings. Al-
mennt hefur uppskera verið lítil í
heiminum og gengið hefur á birgð-
ir, en neyzla helst stöðug.
Kaffiverðið hefur hækkað um
helming það sem af er þessu ári
og hefur ekki verið eins hátt í l'h
ár. Mikið umrót hefur verið á kaffí-
mörkuðum, en sumir sérfræðingar
telja of snemmt að fullyrða um
áhrif frostanna í Brazilíu.
Qt beneflon
Laugavegi 97
UTSALAN
HEFST Á MORGUN
LOKAÐ í DAG
Q beneífi
on
Laugavegi 97