Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 41
Penninn
Helsta áhugamálið
strákar
Nafn: Jórunn Dögg Stefánsdóttir
Heima: Kópavogi
Aldur: 15 ára
Skóli: Digranesskóli
Helstu áhugamál: Strákar og
Seltjarnarnesið
Uppáhalds hljómsveit: Vinir
vors og blóma
Uppáhalds kvikmynd: Ógnar-
eðli
Besta bókin: Stelpnafræðarinn
Hver myndir þú vilja vera ef
þú værir ekki þú? Sharon Stone
Hvernig er að vera unglingur
í dag? Það er allt í lagi að vera
unglingur í dag. En útivistarleyfí
á að vera lengur en til tíu á kvöld-
in að mínu mati.
Hverju myndir þú vilja breyta
í þjóðfélaginu? Ég myndi vilja
útrýma atvinnuleysinu.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Hitta vini mína
og fara niður í bæ og fara í vest-
urbæinn.
Hvað er það leiðin-
legasta sem þú
gerir? Sitja
heima hjá mér
og gera ekki
neitt.
Hvað ætlar þú
að verða þeg-
NG
í DA
að lokum? Nei.
>
Þjóðhátíðin á
Þingvöllum
HELGA Ingibjörg Guð-
mundsdóttir 15 ára
skrifar nokkur orð um
það hvernig hún varði
þjóðhátíðardeginum
Það var allt í lagi á Þingvöll-
um en ferðin fram og til
baka var ömurleg, það
var heitt í bílnum og svo
gekk umferðin svo rosalega hægt.
Það var alveg tonn af fólki, og svo-
lítið sktítið að vera innanum svona
margt fólk í einu. Ég sá ekki drottn-
ingarnar og allt hitt liðið. Ég sá
heldur ekki mikið af skemmtiatrið-
um, bara einhverja krakka að
syngja. Mér fannst ekki neitt
skemmtilegra en annað né leiðin-
legra, þetta var allt mjög svipað.
Ef það væri aftur þjóðhátíð á
Þingvöllum um næstu helgi myndi
ég gera eitthvað annað, ég veit
ekki hvað það ætti að vera, en ég
færi ekki aftur á Þingvelli. Ég átti
ekki von á að sjá svona mikið af
fólki, ég vissi að það myndu koma
margir, en ekki svona margir. Það
gerðist svosem ekki mikið hjá mér
á Þingvöllum, ég bara labbaði um
og skoðaði umhverfið og fólkið.
Helga
ar þú verður stór?
Mig langar að gera svo margt,
til dæmis að vera snyrti-
fræðingur.
Hvað ráðleggur
þú þeiin sem
umgangast
unglinga?
Taka tillit til
unglinganna
og vera góð við
þá. Ekki kenna
þeim um allt ef
eitthvað fer úr-
skeiðis.
Viltu segja eitthvað
ALGJOR STEYPA
Heimskustu
bófamir í
Bandaríkjunum
Snorri 14 ára
Nei
Sólrún 14 ára
Nei
Selma 14 ára
Nei
Glæpir eru ekkert til að
hlæja að — en sam-
kvæmt The Sun er stund-
um ekki hægt annað en
að brosa út í annað þeg-
ar grátbrosleg atvik eiga sér stað
þó um glæpsamlegt athæfi sé
að ræða.
Fyrst skal sagt frá innbrotsþjóf-
inum sem varð svo
heillaður af tölvu-
leikjum þess sem
hann braust inn
hjá. í miðju inn-
broti settist hann
fyrir framan sjón-
varpið og fór að
leika sér, þar sat
hann í marga
klukkutíma, eða
þangað til húseig-
andinn koma að
honum og hringdi
á lögregluna og
lét handtaka
hann.
Eins voru þeir
ekki gáfulegir bíl-
þjófarnir sem stálu bíl sem aðeins
var hægt að aka í bakkgír. Þeir
tóku bílinn traustataki og voru svo
teknir fastir fyrir að aka of hratt
afturábak.
Rithöfundurinn Chuck Shepherd
hefur tekið saman svona spaugileg
atriði og sett í bók, „America’s
Least Competent Criminals“, sem
kom út hjá Harper Perennial forlag-
inu.
„Niðurstaða mín eftir að hafa
stundað lög í mörg ár,“ segir Shep-
herd, „er að ef maður grefur nógu
lengi finnur maður alltaf á endanum
eitthvað sem er ótrúlega hallæris-
legt.“ Atriðin sem hér fara á eftir
eru öll í bók Shepherds.
Maður einn í Wichita Falls í Tex-
as fór á lögreglustöð til að tilkynna
stuld á bíl sínum. Þegar þangað
kom var hann beðinn um persónu-
skilríki. Hann leitaði í öllum vösum
og dró óvart upp nokkur grömm
af marijúana. Hann var umsvifa-
laust tekinn fastur fyrir að eiga
vímuefni í fórum sínum.
Daniel Stern og Joe Pesci sem hinir seinheppnu
innbrotsþjófar i kvikmyndinni Aleinn heima.
Anthony Colelle rændi 2.100
dollurum úr Brooklyn-banka. Á
flóttanum réðst maður á hann og
rændi. Colelle gerði þá það sem
allir heiðvirðir borgarar hefðu gert:
fór til lögreglunnar og kærði ránið.
Því miður fyrir hann var einhver
þar sem þekkti hann sem banka-
ræningjann úr Brooklyn-bankan-
um.
Earleen Davis slær sennilega öll-
um við í búðarþjófnaði. Þegar ör-
yggisvörður í Bloomingdale tók
hana fasta þar sem hún var að yfir-
gefa búðina, var hún með tvo loð-
feldi og átta tommu sjónvarpstæki
á milli fótanna. Oryggisvörðurinn
sagðist hafa stöðvað hana vegna
þess hve göngulagið var afkáralegt.