Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 23 Sérfræðingur Clinton-stj órnarinnar kynnti sér íslenska námslánakerfið Kostimir eru fleiri en gallamir íjósa eftirmann irfú llum Lubbers irmann Delors Ruud Lubbers fékk góðan stuðn- ing á fundinum. Talið er ólíklegt að Þjóðverjar muni styðja Lubbers enda yrði slíkt túlkað sem sigur fyrir John Major. Margir fjölmiðl- ar í Evrópu hafa tekið undir sjón- armið Johns Majors, að minnsta kosti að hluta. væri að Bretar myndu aldrei fallast á Dehaene. Viðbrögð annarra Evrópuríkja voru hörð. Bretar voru sakaðir um að hafa látið innanflokksmál í Bret- landi spilla fyrir Evrópu og sumir lýstu því yfir að framboð Dehaene yrði keyrt í gegn hvað sem tautaði og raulaði. Hann sjálfur gaf einnig í skyn á fréttamannafundi að hann teldi sig síður en svo vera út úr myndinni. Það voru ekki síst Þjóð- verjar sem reiddust Major en Kohl hafði persónulega lagt mikla áherslu á kjör Dehaenes. Utanríkisráðherra Italíu sagði hins vegar gott að einhver hefði minnt leiðtogana á mikilvægi þess að hafa hugsjónir. Margir fjölmiðlar í Evrópu tóku líka undir sjónarmið Majors, að minnsta kosti að hluta. Irísh Times sagði að ekki ætti að gera of mikið úr því að Bretar væru einangraðir þar sem mörgum spurningum hefði verið ósvarað varðandi Dehaene. Þá sögðu nokkur þýsk blöð að Kohl ætti hluta af sökinni, þar sem hann liefði reynt að þvinga Dehaene upp á önnur aðildarríki. Belgar voru samt eins og gefur að skilja Bretum reiðir og dálkahöfundur Le Soir spurði hvort ekki væri réttast að múra upp í Ermarsundsgöngin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bretar standa einir innan ESB en þetta er í fyrsta skipti í áratug sem þeir beita neitunarvaldi. En þrátt fyrir öll stóru orðin í garð þeirra, strax að fundinum loknum, er ólík- legt að þetta muni hafa áhrif á stöðu Breta til lengri tíma litið. Það er alls ekkert einsdæmi að einstaka ríki láti innanlandsmál ráða ferðinni í afstöðu sinni til mála og er þess skemmst að minnast er Frakkar höfðu nær komið í veg fyrir GATT-samninga á síðasta ári vegna hagsmuna franskra bænda og franska kvikmyndaiðnað- arins. Leitin hafin Þjóðveijar taka 1. júlí við foryst- unni í ráðherraráðinu af Grikkjum og boðuðu þeir strax til nýs leiðtoga- fundar eftir rúmar tvær vikur. Um helgina sögðu Kohl og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, að Þjóðveijar sæu enga ástæðu til að leita að öðrum manni en Dehaene. Það liggur samt fyrir að það verður að gera, þó svo að nafni Dehaenes verði formlega haldið á lofti enn um sinn, þar sem engar líkur eru á að Bretar breyti afstöðu sinni. Slíkt væri einfaldlega pólitískt sjálfsmorð fyrir Major. Norman Fowler, formað- ur breska íhaldsflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að þau skilaboð sem Bretar fengju nú frá þýskum stjórnvöldum í Bonn væru annars vegar að áfram yrði reynt að afla Dehaene stuðnings en hins vegar að Þjóðveijar væru famir að velta öðr- um kostum fyrir sér. En hvaða aðrir kostir eru í boði? Lubbers fékk góðan stuðning á fund- inum en talið er ólíktegt að Þjóðveij- ar muni styðja hann, þar sem slíkt yrði túlkað sem breskur sigur. írinn Peter Sutherland, framkvæmdastjóri GATT, hefur einnig oft verið nefndur sem tilvalin málamiðlunarframbjóð- andi. Hann nýtur hins vegar ekki stuðnings írsku stjórnarinnar þar sem hann hefur tvívegis gegnt emb- ættum fyrir Fine Gail-flokkinn, þegar hann var í stjórn. Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, er hins veg- ar úr flokknum Fianna Fail. Færi Sutherland inn í framkvæmdastjórn- ina yrði einnig núverandi fulltrúi Ira þar, Padraig Flynn, að víkja en hann er náinn stuðningsmaður Reynolds. Þeim möguleika hefur verið velt upp að Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, myndi bera upp nafn Sutherlands en hann er mikill aðdá- andi Sutherlands. Þá er hins vegar talið að Frakkar myndu beita neitun- arvaldi en þeir hafa borið því við að Sutherland hafi eitt sinn kallað þá „móðursjúka" er GATT-viðræðurnar stóðu sem hæst. Þá virðist vera til óþijótandi forði af fyrrverandi forsætisráðherrum Belgíu og hafa þeir Wilfried Martens og Leo Tindemans helst verið taldir koma til greina. Þeir eru þó um flest mjög líkir Dehaene í stjórnmálum. Til einskis? Í evrópskum fjölmiðlum í gær var fleiri nöfnum velt upp sem líklegum. Má þar nefna Uffe Ellemann Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerk- ur, Giuliano Amato, fyrrum forsætis- ráðherra Ítalíu, Renato Ruggiero, fyrrum viðskiptaráðherra Belgíu og Etienne Davignon, sem eitt sinn sat í framkvæmdastjórninni fyrir Belga. Það verður þó ekki fyrr en um miðjan júlí sem í ljós kemur hvort að Major hafi haft erindi sem erfiði. Síðast þegar Bretar beittu neitunarvaldi sínu innan ESB var árið 1984 og var það einmitt við kjör forseta framkvæmdastjórnarinnar. Neitaði Margaret Thatcher að fallast á frambjóðanda Frakka, Claude Cheysson. Málamiðlunarframbjóð- andinn þá hét Jacques Delors sem ríkisstjórnir Bretlands hafa fundið allt til forráttu undanfarin tíu ár. Ef nú næst málamiðlun um mann sem Bretar geta sætt sig við er hugs- anlegt að það muni styrkja Major í sessi sem leiðtoga íhaldsflokksins. Ef útkoman verður hins vegar ein- hvers konar Delors II eða þá að Delors sitji áfram í ár (líkt og lagt hefur verið til) er óvíst hvort að upp- reisn hans á Korfú verði honum til framdráttar til lengri tíma litið. Elizabeth Hicks er vara- deildarforseti nemenda- skráningar og námsað- stoðar við Harvard- háskóla í Bandaríkjun- um. Hún dvaldist hér á landi til að skiptast á upplýsingum við starfs- menn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Pétur H. Blöndal ræddi við hana. Heimsókn Elizabeth Hicks hingað til lands er sprottin af heimsókn Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra til Harvardháskóla þar sem honum var boðið að halda fyrirlestur. Ólafur G. Einarsson skipaði nýlega vinnuhóp sem ætlað er að afla upplýsinga um námsaðstoð erlendis og þær upplýs- ingar sem Hicks veitti starfsmönnum Lánasjóðsins koma því í góðar þarf- ir. Lárus Jónsson framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna sagði að heimsóknin hefði verið afar gagnleg og að hann vonaðist eftir áframhaldandi samstarfi á þessu sviði. Hefurðu kynnt þér íslenska náms- lánakerfið vel? Á þeim skamma tíma sem ég hef dvalið á íslandi hef ég aukið þekk- ingu mína á íslenska námslánakerf- inu til muna. Það munu sjálfsagt vakna spurningar þegar ég byija að vinna úr lærdómi mínum, en ég von- ast til að geta skrifað grein um ís- lenska námslánakerfið fljótlega eftir að ég sný heim til Bandaríkjanna. Þá mun ég bera hana undir félaga mína hjá íslenska lánasjóðnum og síðan vonast ég til að fá birtingu á henni í kjölfarið á því. Þegar Bill Clinton vann forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum vann ég í nefnd sem hafði það hlutverk að undirbúa menntamálaráðuneytið undir ný vinnubrögð og nýjar áhersl- ur. Ég kom sérstaklega að þeim þætti er varðar breytingar á banda- ríska námsaðstoðarkerfinu og hef því mikinn áhuga á því að kynna mér fyrirkomulag annarra landa í öllu því sem lýtur að námsaðstoð. Hvað finnst þér um íslenska námslánakerfið? Hverjir eru að þín- um dómi helstu kostir þess oggallar? Ég hef fundið fleiri kosti heldur en galla. Það sem mér fellur sérstak- lega vel í geð er að námsmennirnir eru sjálfir ábyrgir fyrir námsframmi- stöðu sinni. Það kerfi er enn ekki við lýði í Bandaríkjunum og er fyrst núna að skjóta upp kollinum þar. Eg tel afar mikilvægt að þeir náms- menn sem þiggja námslán séu skyld- aðir til að uppfylla ákveðnar lág- marksnámskröfur. Mér finnst áhugavert að afborgan- ir af námslánum séu tekjutengdar. Þegar kemur að skuldadögum þurfa lánþegar aðeins að greiða vissa pró- sentu af tekjum sínum í afborganir og er upphæðin fundin í gegnum skattframtal. Það er góð regla að taka tillit til tekna við afborganir á námslánunum. Það gerir kerfið mjög skilvirkt. Síðast en ekki síst er vel til fundið að fólki sé gert kleift að borga i gegnum bankakerfið. Hægt er að endurgreiða lánin til bankanna sem sjá um að koma fjármununum til lánastofnunarinnar. En hefurðu ekki fundið neina galla á núgildandi kerfi? Jú, vissulega hef ég fundið galla líka, t.d. er engum styrkjum til að dreifa. Hér á landi er styrkurinn óbeinn í formi niðurgreiðslu vaxta á námslánum. í Bandaríkjunum er boð- ið upp á styrkjakerfi. Að auki er boðið upp á þriðju leiðina sem liggur í gegnum vinnumarkaðinn. Vinnu- veitendum er boðin greiðsla, sem er ætlað að hvetja þá til að ráða náms- menn í vinnu. Þetta fer þannig fram að vinnuveitendur greiða aðeins 25% af launum þeirra, en ríkið 75%. Einkafyrirtækjum stendur þetta þó ekki til boða nema í undantekningart- ilvikum. Þannig veita bæði styrkirnir og atvinnumöguleikarnir námsmönn- um tækifæri til að fjármagna skóla- göngu sína. Eitt af vandamálunum sem blasa við hjá okkur er hinsvegar það að styrkirnir eru skornir niður við trog á hveiju ári og eftir fáein ár gæti það sama verið uppi á ten- ingnum í Bandaríkjunum og hér, - engir styrkir í boði. Ég vona þó að einhveijir fjármunir verði áfram lagðir til atvinnuskapandi verkefna fyrir námsmenn. Eru fleiri breytingar í vændum á bandaríska námsaðstoðarkerfinu fyr- ir tilstuðlan Biils Clintons forseta? Eitt af kosningaloforðum Clintons var að hann myndi búa til námslána- kerfi sem gerði börnum, eða foreldr- um þeirra, kleift að fjár- magna skólagönguna með lánum. Ætlunin er að hrinda þessu í fram- kvæmd og því munu fylgja nýjar leiðir til að endurgreiða lánin þar sem skuldunautum verður boðin vinna í stað þess að þurfa að greiða þau til baka. Á næsta ári mun Clint- on líklega reyna að samræma náms- aðstoðarkerfið í Bandaríkjunum sem skiptist niður í ótal deildir og er svo flókið að ómögulegt er að henda reið- ur á því. Námsaðstoðarkerfið hefur þó þegar gengið í gegnum miklar breytingar, því árið 1993 stokkaði Clinton upp námsaðstoðarkerfið á svipaðan hátt og þið Islendingar gerðuð árið 1992. Það var mikill sig- ur fyrir hann að ná þeim breytingum í gegn. Ég á enn eftir að nefna breytingar sem ganga í gildi eftir fáeinar vikur. Hingað til hefur einkageirinn útveg- að námsmönnum lánsfé til að fjár- magna skólagöngu sína en við kom- umst að því að það er ódýrara fyrir Bandaríkjastjórn að ganga sjálf í að útvega lánsféð. Ríkissjóður hefur greitt bönkunum fé til að hvetja þá til að veita námslán, en með þessum aðgerðum fellur sá kostnaðarliður niður. Við munum því uppskera nýtt námslánakerfi með færri milliliðum og aukinni skilvirkni. Fjármagnið sem sparast mun renna til náms- manna sjálfra og létta undir með þeim fjárhagslega. Með þessum að- gerðum munu lánsvextir til náms- manna lækka úr 9% í 8,25% og kostn- aður við skólagöngu þeirra náms- manna sem þiggja námslán minnka. ...og eykst fjárlagahalli ríkisins að sama skapi? Nei, þessar aðgerðir miða að ríkis- sparnaði. Það er þó auðvitað um- deilt. Við sem settum upp kerfið segj- um að það muni spara ríkinu pen- inga, en talsmenn bankanna halda því fram að kostnaðurinn við námsl- ánakerfið muni aukast því að ekki sé hægt að gera ráð fyrir jafn mik- illi skilvirkni hjá ríkisvaldinu og í einkageiranum. Hvaða möguleika eiga íslenskir námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum á styrkjum? Það veltur á því hvaða nám þeir ætla sér í og hvar þeir hyggjast stunda það. Ég myndi ráðleggja þeim að hafa samband við viðkomandi skólastofnun og kynna sér námsað- stoðarkerfið þar fyrir erlenda nem- endur. Ég er nýbúin að eiga viðræð- ur við starfsmenn Lánasjóðsins og mikið af upplýsingum um þetta liggja á lausu, bæði lestrarefni og síðan má fá upplýsingar í gegn- um Internet. Ég ætla sjálf að reyna að safna saman upplýsingum fyrir Lána- sjóðinn, hvar helst sé ráð- legt fyrir námsmenn að bera niður sem sækjast eftir námsaðstoð í Bandaríkjunum. Hvað er næst á döfinni hjá þér þegar þú snýrð aftur til Bandaríkjanna? Ég mun reyna að sinna starfi mínu hjá Harvardháskóla af bestu getu. Síðan hef ég verið skipuð í ellefu manna ráðgjafarnefnd fyrir Banda- ríkjaþing hvað varðar fjárhagslega námsaðstoð í Bandaríkjunum. Þar mun ég af fremsta megni reyna að finna fleiri leiðir til að einfalda og samræma námsaðstoðarkerfið sem er orðið alltof ruglingslegt og þungt í vöfum. Aðalatriðið er að ryðja öllum hindrunum úr vegi, fyrir þá sem byggja á háskólanám og að hafa námsaðstoðarkerfið hvetjandi, því auðvitað er æskilegt að sem flestir leiti á vit æðri menntunar. Major Belgar og Þjóðverjar mjög reiðir Afiar upplýs- inga fyrir LÍN í Bandaríkjunum r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.