Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ UNGUR drengur á slóðum bernsku sinnar. Stundin glataða Minning Ivars Orglands IVAR Orgland var ekki bara þýð- andi úr íslensku, fornu máli og nýju, heldur var hann líka skáld sjálfur eins og fjölmargar ljóðabækur hans vitna um. Ég nefni til dæmis verðlaunabókina Nattstill fjord (1973) og Vestan- for Dyrskard (1990), eina af sein- ustu bókum hans, og gæti talið svo margt annað sem Ivar orti ágætlega, allt frá frumrauninni Lilje og sverd (1950). Hann tók sérstöku ástfóstri við þá Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi (hafði yndi af að herma rödd hans og háttu) og Stefán frá Hvítadal (sem hann skrifaði með- al annars merkt doktorsrit um). Meðal samtímaskálda sem ég tel að hafí hentað Ivari vel til þýðinga eru Tómas Guðmundsson og Matthías Johannessen sem var honum einkar kærkominn, líka Jón úr Vör sem var honum sann- ur vinur. Ivar þýddi mikið af íslenskum miðaldakvæðum, Sólarljóð, Rósu, Milsku, svo að eitthvað sé nefnt, þessi kvæði sem höfða lítt eða ekki til nútímamanna, að minnsta kosti ekki á íslandi, en áttu vel við hann. Það var í Ivari kraftur og mælska sem leitaði útrásar og hann vildi umfram allt brúa bilið milli íslensks og norsks skáld- skapar og sameiginlegrar menn- ingar. Sum nútímaljóð þýddi hann af list, en fræðimaðurinn í honum var bundinn hinu liðna. Persónan Ivar Orgland var ákaflega hlý og það bjó í honum meira skáld og gárungi en stund- um kom í ljós í daglegu tali. Við hittumst oft hér heima og áttum skemmtilegar og uppbyggilegar samræður. Honum þótti vænt um sumt sem ég skrifaði um hann þótt flest væri það af vanefnum, taldi að ég skildi sig, til dæmis þegar hann fór á flug í hinu ein- kennilega samblandi þess kelt- neska og norræna sem er arfur okkar allra (Fingals Flöyte. Dikt fra vesterhavet 1992). Hin opna sjálfsævisögulega bók hans Vestanfor Dyrskard er eins konar skuld sem hann vildi gjalda ýmsu fólki sem honum þótti vænt um, en ljóðin ekki öll jafn góð. Þó er lokaljóðið afar falleg lýrík og djúp: Stundi som kom og du ikkje fekk, for godt er ho tapt blant alle. Der vi for litt sidan saman gjekkhar skuggane djupe falle. Ég mun sakna Ivars Orglands, þessa stórhuga og stórtæka manns, hláturmilda og tröllvaxna, og undir niðri viðkvæma, sem þýddi meira og vann betur en flestir aðrir. Störf hans að orða- bókum, uppsláttarritum, kynn- ingu íslenskra bókmennta og ann- arra fræða ber síst að vanmeta. Líklega var Ivar misskilinn í Noregi, en það er ástæða til og viðeigandi að þakka honum að lokum. Jóhann Hjálmarsson. + Ivar Orgland var fæddur í Osló 13. október 1921. Hann lést í Noregi aðfaranótt 16. júní á 73. aldurs- ári. Ivar lauk prófi í norrænum fræð- um frá Óslóar- háskóla árið 1959 og doktorsprófi frá Háskóla Islands áratug síðar með ritgerð um Stefán frá Hvítadal, ljóð hans og dvöl í Nor- egi. Hann var í námi við Háskóla Islands 1950-52 og sendikennari í norsku 1952-60. Þá var hann lektor í norsku við háskólann í Lundi 1962-69 og lektor við Kennaraháskólann í Ósló frá 1969-73 og kenndi við sama skóla til 1980 íslenskar bók- menntir, nýnorsku og norskar bókmenntir. Ivar var mikilvirk- ur þýðandi íslenskra bók- mennta á norska tungu. Hann fékkst einkum við ljóðaþýðing- ar og þýddi á norsku Ijóð frá miðöldum allt til nútímans. Ivar gaf út fjölda ljóðabóka, en fyrsta ljóðabókin, Lilje og sverd, kom út árið 1950. Þá gaf hann út íslensk-norska orðabók árið 1985 og samdi kennslu- bækur í íslensku. Ivar fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1955 og var sæmdur stórriddarakrossi árið 1977. Útför hans fór fram í kyrrþey. FLESTIR íslenskir bókmenntaunn- endur hafa lesið bækur Knuts Hamsun, Sult, Viktoríu og Pan í þýðingu Jóns frá Kaldaðamesi og fleiri bækur er síðar komu í þýðingu annarra listfengra miðlara, auk bóka á tungu skáldsins sjálfs, og minnast miðsvæðis gömlu Kristjan- íu, eins og höfuðborg Noregs hét lengi. Frá þeim tíma, skammt frá þinghúsinu og konungshöllinni, er enn Apótekaragatan, virðulegt hliðarstræti. Þar var forðum at- hafnastaður Ólsens hestvagnaöku- meistara, sem langa ævi rak mikið og gróið þjónustufyrirtæki í sinni grein með fjölda starfsmanna, lengi sjálfsögð stofnun, jafnvel eftir að bílar og jámbrautir höfðu náð yfir- höndinni sem aðalsamgöngutæki. Þama vom æskustöðvar Ivars Orglands, sem nú er nýlátinn á sjö- tugasta og þriðja aldursári, en hann varð með ýmsum hætti þjóðkunnur hér á landi og víðar fyrir þýðingar á íslenskum bókmenntum í heima- landi sínu og kynningu á íslenskum höfundum og orðabókavinnu. Hann menntaðist við norskar háskóla- stofnanir og hér á íslandi. Og þótt hann starfaði sem háskólakennari í heimalandi sínu og víðar, liggja eft- ir hann tugir bóka og fræðirita um íslenskar bókmenntir og málfræði. Hann eyddi mestum frítíma sinum í þýðingar og útgáfu íslenskra skáldrita allt frá fyrri öldum og til okkar daga. Doktorsritgerð hans var um Stefán frá Hvítadal, ljóð hans og dvöl í Noregi, auk fmm- sömdu bókanna. Orgland tók sér það ættamafn sem hann bar. Hann var yngstur af þremur seinni konu börnum föður síns, og bjó með móður sinni og systkinum á æskuheimilinu uns hann stofnaði sjálfur heimili. En í hluta stórhýsis foreldranna og á Ióð vagnastöðvarinnar fékk eitt stærsta dagblað Norðurlanda Aftenposten aðsetur. Þar var lengi mjög gest- kvæmt og heimilið allt í fornum skorðum með myndir af þjóðmála- skörangum á veggjum. Mig minnir að a.m.k. einn afi Orglands hafi verið ráðherra. Á þessu heimili var gestkvæmt og jafnvel vom herbergi leigð, því húsið var stórt og á mörg- um hæðum. Þama mun Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi hafa búið og fengið aðra þjónustu um skeið. Mun hann með vissum hætti hafa verið áhrifavaldur í lífi Orglands, sem þá hafði nýlokið bókmenntafræðinámi við háskólann í Ósló og fór síðan til íslands, ásamt konuefni sínu, Magnhild, sem var honum samboðin sök- um mannkosta, gáfna og glæsileika. Þar eignuðust þau sitt fyrsta bam, dóttur, síð- ar fæddust tveir synir, er þau vom komin heim til Noregs, gott og menntað fólk. Heimili fjölskyldunnar er á Lerkevegen 27 í Asker, sem er nágrannaborg skammt frá Ósló. Ivar hafði fjölbreytt- ar gáfur og hlaut menntun við hæfí. Hugur hans stóð til skáldskapar og tónlistar. Þegar prófum var lokið réðst Ivar til kennslu við Kennara- háskólann í Ósló og ennfremur varð hann sendikennari í Lundi í Svíþjóð og Helsingfors í Finnlandi, og dokt- orsritgerð um Stefán frá Hvítadal og áhrif Noregsdvalar á ljóðagerð hans samdi hann og varði. Hefur það rit komið út í Noregi og hluti þess á íslandi. Ennfremur gaf Org- land út fjölda fmmsaminna ljóða- bóka og gerðist afkastamesti ljóða- þýðandi íslenskra ljóða nútíma- skálda og fornra merkiskvæða. Einnig gaf hann út úrval færeyskra kvæða og bók eftir alþýðuskáld á Gotlandi i Svíþjóð. Leyfí ég mér að ætla öðmm að gera nánari grein fyrir þeim þætti í lífsstarfi Org- lands, ennfremur orðabókastarfi hans. En vegna alls þessa var hann tíður gestur á íslandi, uns hann veiktist einmitt hér svo hastarlega að hann varð að hverfa fyrirvara- laust heim síðastliðið sumar og lést 16. júní, tæpu ári síðar. Eins og kunnugt er em málsam- félög fleiri í Noregi en tölu verður á komið, en höfuðgreinamar eru nýnorskan og bókmálið. Ivar ólst upp við hið síðamefnda og það var hans dagsdaglega mál alla ævi, en ritmál hans var nýnorskan. En hann var öfgalaus maður og enginn pred- ikari, en þriðja aðaltunga hans var svo íslenskan. Hann var sífellt með minnisbókina á lofti, ef hann heyrði orð og orðasambönd, sem honum vom nýstárleg, eða upplýsingar um íslensk skáld og bókmenntasögu. Aðalpersónueinkenni Ivars Org- lands vom auðmýkt og sannleiks- ást. Ljúfari og hjálpsamari maður mun vandfundinn, jafnvægis-, sann- gimis- og gleðimaður. Hann tamdi sér ekki að standa í deilum. Hann vann sitt verk, og þegar því var lokið hveiju sinni, tókst honum sök- um ljúfmennsku sinnar og vinsælda, og þó fyrst og fremst vegna kosta verka sinna, að koma þeim á fram- færi. Ég undirritaður, kona mín og synir höfum oftar en einu sinni ver- ið gestir í Apótekaragötunni, þar sem allt er með sömu ummerkjum og móðir hans og eldri systkini skildu við það, ennfremur á heimili Ivars og elskulegrar konu hans. Við sendum nú virðingar- og saknaðar- kveðjur á sorgarstundu. Mörgum góðum manni á ég margt að þakka, minningu Ivars Orglands mun ég geyma meðal þeirra, sem mér em kærastir. Jón úr Vör. Það koma dagar sem glata lit sínum og sorta slær á himin. Slíkt er jafnan ægivald dauðans. Hinn 18. júní sl. fór fram í Hall- grímskirkju flutningur á íslenska miðaldakvæðinu Milska er norska tónskáldið Kjell Mörk Karlsen vann í sinfóníska óratóríu. Var það fram- lag Norðmanna til Listahátíðar í Reykjavík á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Það hlýtur að hafa verið þung raun Kjell Mörk Karlsen og öllu norska listafólkinu að frétta lát þýð- andans Ivars Orglands þann sama dag og tilkynna það áður en flutn- ingur óratóríunnar hófst. Þeim viðstöddum er þekkt höfðu hinn mikilhæfa rithöfund og stór- virka þýðanda hefur mörgum fund- MINNINGAR ist sem sorgartár rigndu frá heiðum himni. Flutningur verksins snart í djúpri virðingu og þökk til listafólks- ins. Þótt sorgartíðindin döpmðu frjálst flug, varð þetta í vitundinni sem hinsta kveðja til íslands frá hinum mikla vini þess, sem kenndi hér við háskólann í áratug og lauk doktorsprófí í nútíma íslenskum bókmenntum. Hér verður aðeins minnst á hve stóran hann gerði hlut íslenskra skáldkvenna er hann þýddi á norsku ljóð eftir þær. Ljóðasafnið Dikt af islanske kvinner frá 17. öld til okk- ar daga kom út á norsku 1985 og er það á fjórða hundrað blaðsíður. Það hefur farið mjög hljótt um þessa útgáfu hér á landi. Þær íslenskar skáldkonur sem þá kynntust Ivar Orgland muna þennan sérstæða, bráðgáfaða mann, sem bar svo mikinn barnslegan hrein- leika í fari sínu að lýsti af. Ógleymanleg var einlæg gleði hans og þakklæti er nokkrar þeirra sýndu honum virðingarvott með litlu samsæti að fmmkvæði Guðrúnar P. Helgadóttur skálds. Afburða vel gerð og snjöll var drápa er hann eitt sinn flutti Guð- rúnu í afmælishófi á heimili þeirra Jóhanns, en þau hjón vora vinir hans. Ekkert mun lifa lengur í rang- snúnum heimi en kærleikur og góð- vild. Þann auð átti Ivar Orgland ríkulegan. Þýðingar hans og ritverk ásamt sendibréfum og dýrmætum sam- verustundum gefa dögunum lit sinn á ný. Hann var einstakur Islandsvinur. Margar einlægar samúðarkveðjur berast yfir hafið til eiginkonu hans, Magnhild, og annarra sem syrgja hann. Jenna Jensdóttir. i Ivar Orgland var stór maður með hlýtt og hýrt bros og stórt hjarta. Þar átti ísland, íslensk tunga og íslensk menning sér tryggan sama- stað. I meira en fjóra áratugi var hann óþreytandi í viðleitni sinni að efla lifandi menningarsamband milli íslands og Noregs. Mest fór þar fyrir þýðingum íslenskra ljóða á norsku, en saman mynda ljóð þau sem hann þýddi mikið og fjölbreyti- legt úrval íslenskra kvæða frá flest- um öldum íslandsbyggðar. Annar þáttur í þessu starfí vom erindi fyr- ir almenning þar sem hann sýndi myndir frá íslandi og sagði frá land- inu og menningu þess. Ófá vom slík erindi sem hann flutti víða um Noreg og nutu mikillar hylli. Þau vom glædd af hita ástar hans á viðfangsefninu, og ef eitthvað mátti að þeim fínna, þá mun það helst hafa verið að eldmóðurinn bæri stundum tímaskynið ofurliði. Ivar gaf einnig út framort ljóð, samdi fræðirit, kennslubækur og orðabæk- ur. Meðan Ivar Orgland var hér sendikennari, á sjötta áratugnum, lagði hann sem vænta mátti rækt við að kynna íslendingum norska menningu. Svo vill til að ég varð þess aðnjótandi á unglingsámm. Ætli það hafí ekki verið á útmánuð- um 1954 að sendikennarar Norðúr- landaþjóða við Háskóla íslands komu í heimsókn að Skógaskóla og áttu kvöldstund með nemendum. I minningunni gnæfir Ivar yfír hana í tvöföldum skilningi. Þessi hávaxni og fijálsmannlegi Norðmaður, sem talaði ágæta íslensku, vakti mesta athygli og kenndi okkur að syngja „Per spelmann" og „Kjerringa med staven“, svo þessi gamansömu þjóð- kvæði hafa fylgt manni síðan. Há- marki náði þessi kvöldstund þegar sungnir vora þjóðsöngvar Norður- landaþjóða. Skólastjórahjónin, Magnús Gíslason og Britta kona hans, höfðu ásamt Ivari forystu með glæsibrag. Þegar kom að „Ja vi elsker" var víst byrjað fullhátt, því að nemendur urðu brátt að gefast upp, og þar kom að fögur baryton- rödd Magnúsar skólastjóra hljóðn- aði. Britta var þjálfaður sópran og hafði ekki mikið fyrir háu tónunum. Á Ivari mátti sjá að þjóðarheiður var í veði, enda brást hann ekki, en roðnaði þó nokkuð þegar mest reyndi á. Nokkru seinna birtist í tímariti grein eftir Ivar Orgland um Tatjei Vesaas, sem þá var ekki eins frægur utan Noregs og síðar. Þetta varð til þess að ég fór að lesa þann ágæta höfund og lærði þá m.a. að meta nýnorskuna, þetta fagra og skáldlega mál sem Ivar Orgland gerði að sínu þótt hann væri ekki alinn upp við það. Ég er ekki dómbær á ágæti þýð- inga Ivars Orgland á nýnorsku. Þær hljóta að vera misgóðar, enda afar mikill og íjölbreytilcgur kveðskapur sem snúið er. Hitt veit ég að hann lagði við þær mikla alúð og vildi gera þær eins vel úr garði og honum var framast unnt. Ekki naut hann sannmælis fyrir þessa alúð sína meðal allra íslendinga. Ein ástæðan fyrir því var vafalaust þeir fordómar sem margir hafa gagnvart nýnorsk- unni og engu lýsa nema fáfræði þeirra. Nýnorskt ritmál er ávöxtur af sömu hugmyndastefnu og ís- lenska hreintungustefnan, viðleitni til að láta í ritmálinu streyma þær lindir tungunnar sem tærastar em. Málfarslegar aðstæður á íslandi og í Noregi vom og eru gerólíkar, svo að nýnorskan gat ekki orðið ritmál allra Norðmanna, og hún á nú i vök að veijast vegna breyttrar búsetu og menningar, en ásamt færeysku er hún sú tunga sem skyldust er íslensku, og þessar tungur gætum við skilið betur en aðrar ef við vær- um ekki svo þungt haldin því undar- lega samblandi af sjálfsánægju og stórþjóðadýrkun sem er einkenni smárra þjóða. Á síðustu ámm helgaði Ivar Org- land sig einkum þýðingum kaþ- ólskra helgikvæða. Þessar þýðingar hafa birst í glæsilegum útgáfum myndskreyttar af listakonunni Anne-Lise Knoff, og nú hefur norska tónskáldið Kjell Mork Karl- sen samið tónverk við þýðingu helgi- kvæðisins Milsku, sem flutt var með miklum ágætum af norsku tónlistar- fólki í Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. júní. Þessar undirtektir merkra listamanna sýna að starf Ivars hefur ekki fallið í grýtta jörð, en þegar borið fagran ávöxt. Við upphaf tón- leikanna í Hallgrímskirkju var til- kynnt um fráfall þýðandans. Mikla gleði hefði hann haft af að vera þar viðstaddur, og raunar var hann þar ljóslifandi - í huga okkar sem þekktum hann - og gerði þessa tónleika að fagurri minningarat- höfn. Vésteinn Ólason. IVAR ORGLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.