Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 19 Menningarhátíð haldin í Noregi á lýðveldisári ÓLAFUR G. Einarsson, mennta- málaráðherra, og Jörgen Kosmo, varnarmálaráðherra Noregs, settu nýlega menningarhátíð í Osló sem haldin er þar í sumar í tilefni 50 ára afmæli lýðveldisins íslands. Marg- víslegir menningarviðburðir, svo sem ljósmyndasýning, tónleikar, leiklist, brúðuleikhús og málþing um hin norsk-íslensku menningartengsl, verða á dagskrá menningarhátíðar- innar undir samheitinu „Islands stemme í Norden - Island 50 aar“. í ræðu sem menntamálaráðherra flutti á málþinginu lagði hann áherslu á að styrkja ætti gagn- kvæma þekkingu á tungum þjóð- anna sem mikilvæga forsendu fyrir árangursríkum samskiptum þeirra á milli. „Þegar menningarstefnu ber á góma á íslandi er oft byrjað á að slá því föstu, að undirstaða íslenskr- ar menningarstefnu sé varðveiðsla og eflingar íslenskrar tungu. Ég geri ráð fyrir að þessi áhersla á lykil- hlutverk móðurmálsins í þjóðmenn- ingunni sé öllu meiri hjá íslendingum en gengur og gerist hjá mörgum öðrum þjóðum, þó gæti verið að Frakkar veittu okkur harða sam- keppni í þessu efni. En afstaða okk- ar á sér þá einföldu skýringu að við trúum því, mörg okkar, að ef við hættum að hugsa, tala og skrifa á íslensku yrði ekki lengur um að ræða neitt sjálfstætt menningarsam- félag á Islandi. Menningarleg undir- staða okkar er ekki síst þær bók- menntir sem færðar voru í letur fyr- ir meira en sjö hundruð árum. Ef við hættum að geta lesið þær án skýringa, þá höldum við að við verð- um orðin að annarri þjóð, eða engri þjóð,“ sagði Ólafur G. í ræðu sinni. í erindi sem Aase Kleveland, menningarmálaráðherra Noregs, flutti lýsti hún ósvikinni aðdáun á íslandi og því sem íslenskt er, en hún var nýlega stödd á íslandi á fundi norrænna mennta- og menn- ingarmálaráðherra. Hún benti á að Vigdís Finnbogadóttir hefði haft það á orði að vamarmál íslands væru fólgin í varðveislu tungu og menn- ingar. Alþingi á lýðveldistíma í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli lýðveldisins er haldin sýning í Alþingishúsinu er ber yfirskriftina Alþingi á lýðveldistíma. Markmið- ið með sýningunni er að gefa fólki kost á að koma í þinghúsið og kynnast störfum þingsins. Norskir tón- listarnemar spila í Nor- ræna húsinu NORSKIR tónlistamemar halda síðdegis í dag tónleika í Norræna húsinu. Leikin verða verk eftir ýmis tónskáld. Hér eru á ferð 12 til 18 ára nemendur tónlistarskól- ans í Haugasundi. Þau hafa ferðast víða um landið að undanfömu og meðal annars spilað á Austfjörðum. Ferðin er náms- og skemmtiferð og héðan heldur hópurinn til Fær- eyja. Allir eru velkomnir á tónleik- ana sem hefjast klukkan 17. Jafnframt því að skoða þinghúsið sjálft er gestum boðið upp á ýmsa fræðslu um þingið. í þingflokks- herbergjum á fyrstu hæðinni er á veggspjöldum fjallað um aðdrag- anda lýðveldisstofnunarinnar og starfsemi Alþingis á lýðveldistím- anum í máli og myndum. Einnig er sýnt brot úr lýðveldishátíðar- kvikmynd. Á annari hæðinni hafa verið settar upp myndir af öllum þingmönnum á lýðveldistímanum. I sal efri deildar verða til sýnqs gjafir og ávörp er bárust 1930. Á lestrarsalnum er kynning á verk- efnum þingsins og störfum þing- manna. Skreytingar í Kringlunni eru nýuppgerðar. Sýningin verður opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30 - 16.30 til 30. júlí. Aðrir fulltrúar íslands á málþing- inu voru dr. Gylfi Þ. Gíslason og Eiður Guðnason sendiherra. Læknasetrið sf. Þönglabakka 6-109 Reykjavík • Sími 677700 • Fax 677707 Vegna mistaka við útgáfu símaskrár 1994, viljum við vekja athygli á að eftirtaldir læknar eru starfandi við Læknasetrið: AriJóhannesson, sérfr. í lyflœkningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. ÁmiJón Geirsson, sérfr. t gigtarsjúkdómum. Ásgeir Böðvarsson, sérfr. í lyflcekningum og meltingarsjúkdómum. Ástrdður R Hreiðarsson, sérfr. í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum. Bima Jónsdóttir, röntgenlœknir. Bjöm Magnússon, sérfr. í lungnasjúkdómum. Davíð Gíslason, sérfr. í lyflœkningum og ofnœmissjúkdómum. Eiríkur Jónsson, sérfr. íþvagfœralœkningum. Guðjón Baldursson, sérfr. í krabbameinslœkningum. Guðmundur Benediktsson. sérfr. í krabbameinslcekningum. Guðmundur Ingi Eyjólfsson, sérfr. ílyflœkningum og blóðsjúkdómum. Guðmundur M. Jóhannesson, sérfr. í blóðsjúkdómum. HaUgrímur Guðjónsson, sérfr. í lyflœkningum og meltingarsjúkdómum. Kjartan Magnússon, sérfr. í krabbameinslœkningum. Kristján Erlendsson, sérfr. í lyflœkningum, ofnœmis- og ónœmisfrœði. Kristján Steinsson, sérfr. í lyflœkningum og gigtarsjúkdómum. Magni S. Jónsson, sérfr. í lyflœkningum og lungnasjúkdómum. Magnús Böðvarsson, sérfr. í lyflœkningum og nýrnasjúkdómum. Már Kristjánsson, sérfr. í smitsjúkdómum. Sigurður Ámason, sérfr. í krabbameinslœkningum. Sigurður Bjömsson, sérfr. í lyflœkningum og lyflœkningum krabbameina. Steinnjónsson, sérfr. í lyflœkningum og lungnasjúkdómum. Tryggvi Ásmundsson, sérfr. í lungnasjúkdómum. Unnur Steina Bjömsdóttir, sérfr. í lyflœkningum og ofnœmissjúkdómum. Vilhelmína Haraldsdóttir, sérfr. í lyflœkningum og blóðsjúkdómum. Þorsteinn Blöndal dr. med., sérfr. í lungnasjúkdómum. Þórarinn Gíslason, sérfr. í lungnasjúkdómum. Þorvaldurjónsson, sérfr. í skurðlœkningum. Tímapantanir alla virka daga kl. 9-12 og 13-17 í síma 677700. Vinsamlegast setjið þessa auglýsingu í símaskrána. rVARANLEG~\ | VIÐGERÐ! | I Ji I Þessa viögerö framkvæmir | Þú best með PLASTIC PADDING | CHEMICAL METAL! I Rýrnarekki, springurekki | Grimmsterkt á 10 mínútum. | FYLLIR-LÍMIR-ÞÉTTIR Alltaf nægur tími fyrir leikinn... ...fjórar McÞrennur, einn McMjólkurhristing, þrjár kók, fjórar McFranskar. briár Enlabökur. Hraðlestin Beint-í-Bílinn, Suðurlandsbraut 56. OPIÐ 10:00-23:00 Alþjóðlegur styrktaraðili HM1994USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.