Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 143. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Clinton stokkar upp ■ Major móti /22-23 Washington. Reuter. BILL Clinton svaraði tíðri gagnrýni á embættismenn Hvíta hússins með því að stokka upp í starfsliði sínu í gær. Útnefndi hann Leon Panetta, sem verið hefur yfirmaður fjárlaga- skrifstofunnar, í starf skrifstofu- stjóra Hvita hússins í stað Thomas „Mack“ McLarty. í starf yfirmanns fjárlagaskrif- stofunnar skipaði Clinton Alice Rivl- in sem verið hefur aðstoðarmaður Panetta. Þá breytti Clinton starfshlutverki ráðunautarins Davids Gergens þann veg að hann mun sinna alþjóðamál- um þar til hann hverfur úr starfi um næstu áramót. í yfirlýsingu sagði Clinton að upp- stokkunin ætti að verða til þess að efia þrótt stjórnarinnar og gera starfslið Hvíta hússins tápmeira. Hann hefur legið undir ámæli fyrir að velja fremur gamla vini og kunn- ingja til starfa en mikilhæfa sérfræð- ingasveit. Clinton sagði að Thomas McLarty hefði sjálfur átt hugmyndina að upp- stokkuninni. Yrði hann áfram í starfsliðinu sem sérstakur ráðgjafi forsetans og fengi víðtækt hlutverk; allt frá því að þrýsta á þingmenn um framgang mála og ná alþjóða- ráðstefnum til Washington. Reuter. Eyðilegging á Ríverunni HUNDRUÐ manna urðu að yfir- gefa heimili sín á frönsku Ríver- unni í gær vegna eyðileggingar af völdum fárviðris og flóða. Meðal annars rofnaði járnbraut- arlína til Ítalíu vegna flóða í ánni Arc. Tugir þorpa urðu illa úti en verst þó smábærinn Auribeau-sur-Siagne sem er skammt norðan við Cannes. Þar björguðu þyrlusveitir eitt- hundrað íbúum, þar af nokkrum sem klifrað höfðu upp á húsþök til að verða ekki undir flóði er áin Siagne braust yfir bakka sína. Alls eyðilögðust um þrjú hundruð íbúðarhús og 50 bif- reiðar sópuðust burtu með flóð- unum. Símasamband rofnaði til um 1.500 húsa en hvorki urðu dauðsföll né alvarleg slys á fólki. Myndin var tekin í Auribe- au-sur-Siagne er veðrinu hafði slotað í gær og virða tvær kon- ur fyrir sér eyðilegginguna af völdum fárviðrisins. Dollar stöðugri eftir methrun London. Reuter. DOLLARINN varð fyrir nýjum þrýstingi í gær og fór niður fyrir 100 jen í fyrsta skipti frá stríðslok- um, en seðlabankar bíða átekta. í New York lækkaði dollarinn í 99,60 jen, eða meir en á þriðjudag- inn í síðustu viku þegar hann var lægst skráður 99,85 jen. Aður hafði dollarinn lækkað í Tókýó í 99,50 jen þótt Japansbanki reyndi að styðja hann. Bandarískir seðlabankar og fleiri seðlabankar studdu hann á föstudaginn en áhrif- in voru skammvinn og þeir reyndu ekki að skerast í léikinn í gær. Bandaríski seðlabankinn reyndi heldur ekki að hækka skammtíma- vexti þrátt fyrir bollaleggingar um hvort það væri ekki auðveldasta bráðabirgðaráðstöfunin til þess að komast hjá algerri dollarakreppu og tryggja nokkurn stöðugleika á verð- bréfamörkuðum á ný. Dollarinn stóð einnig höllum fæti gegn þýzka markinu og sló fyrri met á þessu ári þegar hann lækkaði í 1,5725 mörk í gær úr 1,5850 á föstudag. ■ Dollarinn/13 STARFSMAÐUR Japansbanka fylgist með breytingum á gengi dollars gagnvart jeninu á gengistölvum bankans. Þjóðverjar hverfa frá stuðningi við Dehaene í starf forseta framkvæmdasljórnar ESB Kohl hefur leit að nýjum arftaka Martens nefndur Líklegt þótti að Þjóðveijar myndu stinga upp á Wilfried Martens fyrr- verandi forsætisráðherra Belgíu í stað Dehaene. Auk hans voru nefnd- ir Peter Sutherland framkvæmda- stjóri GATT, Anibal Cavaco Silva forsætisráðherra Portúgals, Uffe Elleman-Jensen fyriverandi utanrík- isráðherra Dana og Henning Chri- stophersen fulltrúi Dana í fram- kvæmdastjórn ESB. Brussel. Daily Telegraph. HELMUT Kolil kanslari Þýskalands hóf í gær leit að eftirmanni Jacques Delors forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og gaf til kynna að hann myndi ekki lengur beita sér fyrir kjöri belgíska forsæt- isráðherrans Jean-Lucs Dehaenes. Erlendir stjómarerindrekar sögðu að Þjóðveijar myndu leita að manni sem öll ríkin myndu samþykkja og í því skyni hóf Klaus Kinkel utanríkisráðherra í gær ferðalag til höfuð- borga allra ESB-ríkjanna tólf. Leiðtogar sambandsins hafa verið kallaðir til fundar í Þýskalandi 15. júlí til þess að kjósa eftirmann Delors, en tii- raunir þess efnis fóru út um þúfur á laugardag er John Major forsætisráð- herra Bretlands beitti neitunarvaldi til að koma í veg íýrir kjör Dehaenes. Þýsk blöð gagnrýndu í gær Þjóð- leiðtogakjörinu en ekki neitunarvald veija og Frakka með valinu á Deha- Majors. Frankfurtei- Allgemeine ene og sögðu þýsk-franska möndul- sagði það misskilning að halda að inn í ESB vera orsök kreppunnar í Bretar myndu hverfa frá grund- vallarstefnu með brotthvarfi lafði Thatchers af valdastóli. Blaðið Gen- eral Anzeiger sagði það vera kléna skýringu að kenna Major um að leið- togafundurinn á Korfú fór í loft upp. Hann „sýndi að hinn öflugi fransk-þýski möndull getur ekki umgengist önnur ESB-ríki án minnstu tillitssemi. í mörgum ríkj- anna finnst mönnum gæta óbilgirni í þýskri utanríkisstefnu." Nýr tónn í gær kvað við nýjan tón. „Við ræðum við alla aðila og setjum síðan fram tillögu. Ég er ekki blindur og ætla leiða málið til lykta,“ sagði Kohl. Aðspurður hvort hann myndi halda sig við Dehaene sagði hann: „Svona spurningar eru tilgangs- íausai', ég svara þeim aldrei. Enginn innan þýsku stjórnarinnar hefur heimild til að svara á annan veg," sagði kanslarinn og talið var að með þessu svari væri hann að skensa Kin- kel sem sagði í gær ástæðulaust að finna nýjan mann í stað Dehaenes. Kellogg í Oxford London. Reuter. KENNARADEILD Oxfordhá- skóla verður gefið nýtt nafn og mun í framtíðinni nefnast Kell- oggsdeild, í höfuðið á kornflög- unum frægu. Þetta verður gert í þakkarskyni við kornflögu- framleiðandann, sem hefur á undanförnum áratug veitt um tólf milljónum dollara í styrk til deildarinnar. Búist er við að háskólaráðið leggi blessun sína yfir nafn- breytinguna á fundi í dag. Deild- in heitir Rewley House, og sagði gjaldkeri hennar að menn í deildinni hefðu ekkert á móti breytingunni, en ráðið gæti hafnað henni. Við aðrar, eldri deildir Ox- fordháskóla eru álmur og bóka- söfn sem hafa verið nefnd til heiðurs rausnarlegum góðgerð- armönnum, svo sem eigendum verslanakeðja eða iðnjöfrum, en engin deild hefur fengið nýtt nafn. Karl prins var ótrúr London. Reuter. KARL Bretaprins játar í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali, sem sýnt verður á morgun, að hann hafi haldið framhjá Díönu prinsessu. Er Karl prins var spurður í sjónvarpsviðtalinu hvort hann hefði ætíð verið trúr Díönu svaraði hann: „Já . . .alltþar til ljóst var að hjónaband okk- ar var í molum og ekki hægt að kippa því í lag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.