Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURBJÖRG SIGHVATSDÓTTIR, Flókagötu 47, Reykjavík, lést í Landspítalanum 25. þ.m. Fyrir hönd vina og vandamanna, Gyða Jónsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Elfn Ellertsdóttir, Kristfn Lúðvíksdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR INGVI EYJÓLFSSON bóndi, Sólheimum, Dalasýslu, lést í Landspítalanum laugardaginn 25. júní. Helga Áslaug Guðbrandsdóttir, Svanur Ingvason, Rán Einarsdóttir, Arndís Erla Ólafsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jóhann Björn Þórarinsson, Gerður Salome Ólafsdóttir, Lilja Björk Ólafsdóttir, Guðmundur M. Þorsteinsson, Sóley Ólafsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ólöf Ólafsdóttir, Jóhann Gisli Jóhannsson, Eyjólfur Jónas Ólafsson, Sigurdís Sjöfn Guðmundsdóttir, Guðbrandur Ólafsson, Áslaug Helga ÓlafsdóttirJVIáni Laxdal, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR, Sunnubraut 21, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 26. júní. Jarðsett verðurfrá Akraneskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Guðmundur Bjarnason, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR ÁMUNDADÓTTIR frá Kambi í Flóa, Hjarðarhaga 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 30. júní kl. 13.30. Jarðsett verður að Kotströnd. Þeim, sem vildu minnast hennar, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Hulda Hjörleifsdóttir, Sveinbjörn Einarsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Bergný Hjörleifsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Unnur Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR JÓHANNESSON fyrrverandi bóndi frá Svínhóli, sem lést 17. júní, verður jarðsunginn frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöinni kl. 10.00 f.h. Ragnheiður Guðmundsdóttir, Guðmundur Ómar Óskarsson, Rósa Marfa Guðmundsdóttir, Heimir Már Óskarsson, Anna Adela Óskarsson, Auðbjörg Vordfs Óskarsdóttir, Hans Guðni Magnússon, Jóhannes Halldór Óskarsson, Ólafur Óskarsson, Alvar Óskarsson og barnabörn. Lokað Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum verður lokuð frá hádegi þriðjudaginn 28. júní vegna jarðarfarar HALLDÓRS VIGFÚSSONAR rannsóknamanns. HALLDÓR VIGFÚSSON + Halldór Vigfús- son, rannsókn- armaður á Keldum, var fæddur í Haga í Gnúpverjahreppi 9. október 1906. Hann andaðist á Landspítalanum að morgni hins 19. júní, 87 ára gamall, eftir fárra mánaða sjúkdómslegu. For- eldrar hans voru Vigfús Guðmunds- son fræðimaður frá Keldum á Rangár- völlum, síðar kenndur við Engey, og Sigríður Halldórsdóttir frá Háakoti i Fljótshlíð. Faðir Sigriðar var Halldór snikkari, fyrst á Bakkavelli í Hvolhreppi, svo í Háakoti í Fljótshlíð, Guðmunds- son frá Dölum í Mjóafirði, Jóns- sonar en móðir Sigríðar, Ing- veldur, var dóttir Þorgils Jóns- sonar og Þuríðar Pálsdóttur á Rauðnefsstöðum á Rangárvöll- um. Vigfús faðir Halldórs var af Víkingslækjarætt, yngstur af 13 börnum Guðmundar á Keldum Brynjólfssonar og þriðju konu hans Þuríðar Jóns- dóttur frá Stórólfshvoli en hún var ættuð frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Útför Halldórs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og jarðsett í Gufunesi. Þar hafði hann valið sér legstað við hlið Ingibjargar systur sinnar. Hér er kvaddur hinstu kveðju Halldór Vigfússon, sem var lengi rannsóknarmaður við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum. Halldór lauk stúdentsprófi með ágætum vorið 1927 og var við nám í læknadeild 1927-29. Hann hvarf þó frá því námi og var næstu árin við ýmis störf.'fn.a. á sumrum við símalagningu. í því starfi varð hann gjörkunnugur víða um land, en það kom sér vel í störfum hans við rann- sóknir á eðli og útbreiðslu smitandi búfjársjúkdóma síðar. Það er svo önnur saga, að með ósérhlífni sinni, kappi og samviskusemi sem ein- kenndi hann alla tíð mun hann hafa ofreynt sig svo í þessari vinnu, m.a. á símastauraburðinum, að hann bilaði í baki og herðum. Af því var hann þjáður lengi, einkum síðasta hluta ævinnar. Árið 1938 fór hann að vinna hjá Níels Dungal við rannsóknir á bú- fjársjúkdómum á Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg en réðst til starfa sem aðstoðarmaður Guð- mundar Gíslasonar læknis, fyrsta forstöðumanns þeirrar deildar sem síðar var nefnd Sauðfjárveikivarn- ir, þegar starfsemin hófst á Keldum árið 1941. Halldór dvaldi um skeið við nám á nokkrum rannsóknar- stöðvum í Bretlandi og Danmörku og kynnti sér m.a. sérstaklega ali- fuglasjúkdóma og varð með fróð- ustu mönnum hérlendis í þeim efn- um. Annars var starfsvettvangur hans fyrst og fremst á sviði sýkla og meinafræði og þátttaka í rann- sóknum á hinum illvígu sauðfjár- pestum, þurramæði, visnu, vota- mæði og garnaveiki, sem hingað bárust fyrir skammsýni þeirra sem höfðu staðið að innflutningi á kara- kúlfénu frá Þýskalandi árið 1933 og kostaði landið of fjár. Enn er verið að berjast gegn garnaveikinni eftir meira en 60 ár. Hinum sjúkdó- munum hefur verið útrýmt. Ágæt samvinna var alla tíð á Keldum við rannsóknir á þessum sjúkdómum og öðrum búfjármein- um rhilli dýralækna, lækna og rannsóknarmanna, Guðmundar Gíslasonar læknis, Páls Agnars Pálssonar yfirdýralæknis, Björns Sigurðssonar læknis, sem dó langt fyrir aldur fram árið 1959, og rann- sóknarmanna eins og Halldórs Grímssonar og Halldórs Vigfússon- ar svo að frumheijarnir einir séu nefndir. Á miklu valt við erfiðar aðstæður að úrskurður þeirra væri réttur. Þá kom sér vel reynsla af sjúkdómunum, sam- viskusemi og sívak- andi hugur. Oft átti Halldór mikinn hlut í þeim málum, það vissu þeir sem kunnugastir voru. Fyrir rúmu 31 ári hóf undirritaður störf við Tilraunastöðina á Keldum í sumarleyfum frá dýralæknisnámi. Fljótlega eftir að námi var lokið urðum við Halldór samstarfsmenn. Nær sam- fellt í ,aldarfjórðung unnum við saman. Þótt Halldór hætti störfum þegar hann hafði náð aldri til þess, fannst okkur illt að missa reynslu hans og þekkingu af staðnum, enda var minni hans óbilað og glögg- skyggnin söm og fyrr. Hann var ráðinn þrisvar sinnum aftur að Keldum eftir að hann hafði lokið störfum. Síðast var hann 85 ára gamall að ganga frá dýrmætu líf- færasafni, sem hann hafði reyndar áður unnið við að setja upp sam- hliða öðrum störfum á Keldum. Frá fyrstu stund naut ég ljúf- mennsku Halldórs og drengskapar. Hann miðlaði óspart af reynslu sinni og þekkingu. í návist við Halldór varð augljóst, að þótt lær- dómur af bók sé góður er reynslan dýrmæt til viðbótar og algjör nauð- syn þegar á reynir. Halldór naut virðingar samstarfsfólksins vegna mannkosta sinna og hæfileika. Halldór var hlédrægur og alvöru- gefinn við fyrstu kynni og mis- skildu sumir ókunnugir það, töldu hann fálátan. Þetta breyttist er kynni tókust. Þægilegt var að vinna við hliðina á Halldóri og vera ná- lægt honum. Hann var einn þeirra mörgu, sem gerðu Keldur að góðum og skemmtilegum vinnustað. í góðra vina hópi var hann hverjum manni skemmtilegri og gamansög- urnar streymdu fram eins og lind undan brekkurótum. Halldór átti mikinn þátt í að- dráttum til „íslenskrar fyndni“ sem frændi hans Gunnar Sigurðsson frá Selalæk gaf út í heftum um ára- bil. Hann var vel hagmæltur og lét oft fjúka hnyttilegar vísur auk þess sem hann orti ágæt kvæði. Því miður hélt hann þessu ekki saman sjálfur. Því hefur fátt eitt varðveist af kveðskap hans. Hann var stál- minnugur, sjóðfróður og málhagur svo af bar. Mörg lýsandi nýyrði í máli þeirra sem fást við dýrasjúk- dóma eru frá honum komin. Þau falla vel inn í málið og fáa grunar að um tilbúin orð sé að ræða. Þeg- ar greinar voru skrifaðar til fróð- leiks fyrir dýraeigendur og aðra var oft leitað í smiðju til Halldórs. Hann ritaði sjálfur ýmsan fróðleik um rannsóknir á sjúkdómum í dýr- um, ýmist einn eða með öðrum. Hann ritstýrði afmælisriti Keldna, sem gefið var út á 40 ára afmæli stofnunarinnar. Hann ritaði einnig ýmsa þætti um þjóðlegan fróðleik, sem of langt væri upp að telja. Ég kveð Halldór Vigfússon með þökk og virðingu fyrir alll það sem hann var okkur samstarfsmönnum hans og fyrir mjög nytsamleg störf í þágu íslenskra bænda og annarra dýraeigenda á þessu landi. Þegar ellin fór að sækja að, vildu þau Halldór og Ingibjörg fá að vera heima á Laufásvegi eins lengi og fært væri, en ekki vera öðrum til byrði. Þau voru bæði fastheldin á fornar dyggðir, umtalsgóð og orðvör, traust og hógvær, laus við alla sýndarmennsku og komu til dyranna eins og þau voru klædd. Sérstæð ánægja var að heimsókn til þeirra, eins konar ævintýri hvert sinn. Forn búnaður og munir for- eldra þeirra voru á sínum stað. Fallegir hlutir eftir Ingu, hina smekkvísu hannyrðakonu, skreyttu hýbýlin og íjöldi gamalla og nýrra bóka og skjala frá fræðimanninum í skápum og hillum. Gestrisnin var mild og hlý og kímilegar frásagnir lýstu upp stundina. Börn hændust að þeim systkinum, systurbörnin voru þar daglegir gestir á yngri árum og börn þeirra síðar. Börnin í götunni vöndu þangað komur sín- ar mörg hver, fengu þar ævinlega góðan bita og gott í munninn, áttu vinum að mæta þar sem þau systk- ini voru. Hlý tillitssemi og vinátta ríkti milli systkinanna og var að- dáunarvert hvernig Halldór annað- ist systur sína í langvinnum veik- indum hennar. Honum fór sjálfum fyrst að hraka fyrir alvöru eftir að Inga dó fyrir hálfu öðru ári. Hann hélt andlegum þrótti og heilbrigði fram til hins síðasta. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Heimilið að Laufásvegi 43 stóð á gömlum merg og hélzt að mestu óbreytt frá því sem áður var við yfirtöku systkinanna. Inga reynd- ist mikil húsmóðir, gestrisin og gestsæl. Hún átti við þungar og erfíðar sjúkdómsraunir að stríða frá tvítugsaldri. Reyndist hún þjást af sykursýki, dvaldist 28 sinnum á sjúkrahúsum, oft langdvölum, en reis jafnan upp aftur. Öllu tali um veikindi sín eyddi hún jafnharð- an. Inga andaðist 19. nóvember 1992. Halldór hóf nám í mennta- skólanum gamla haustið 1921. Reyndist hann ágætur námsmaður og lauk stúdentsprófi sínu vorið 1927 að einkunn hæstur skóla- bræðra sinna, dux scholae. Hóf síðan nám í læknisfræði við Há- skólann, lauk með ágætum for- prófum sínum í faginu, en hætti námi öllum óvænt og öllum til furðu. Vorið 1929 hóf hann störf í símavinnuflokki Einars Jónsson- ar, þjóðkunns manns af störfum sínum í þágu Landsímans. Er Ein- ar nýlátinn nær 102 ára. Halldór kunni að vísu dável símavinnulíf- inu, en þó stóð hugur hans ávallt til annarra starfa. Og svo átti líka að fara. Árið 1940 réðst Halldór til starfa í rannsóknarstofu Há- skólans við Barónsstíg sem sam- starfsmaður Guðmundar læknis Gíslasonar, skólabróður síns, við rannsóknir búfjársjúkdóma. Þær rannsóknir fluttust að Keldum við Vesturlandsveg 1948. Að rann- sóknarstörfum þar vann Halldór fram á miðjan níræðisaldur. Svo vel entist Halldóri Vigfússyni þrek sitt. Kynni okkar Halldórs Vigfús- sonar hófust á menntaskólaárum okkar og urðum við aldrei aðskila síðan. Attum og báðir heima hér í Reykjavík. Það varð einnig til að festa skólakynni okkar, að atvik höguðu því svo, að ég vann sjálfur í símavinnuflokki Einars Jónsson- ar, hóf ég störf hjá honum 1926. Var mér það mikill og sannur fögn- uður þegar Halldór bættist í hóp- inn. Urðum við Halldór brátt tjald- félagar og jafnan saman „í lagi“, sem við símamenn nefndum þá tvo vera, sem saman unnu við staura- lagningar. Var ekki öfundlaust að- vera í lagi með Halldóri, því að hann var gildur og góður verkmað- ur, hagvirkur og rammur að afli, jafnan úrtölulaus. Af rælni fletti ég upp í orðabók Árna Böðvarsson- ar í leit að orðinu símavinna. Ekki var orðið þar að fínna, hins vegar orðið símamær, en símamaður ekki, en svo nefndust símavinnu- menn á þessum árum. Símavinna var þá fólgin í tvennu, lagningu nýrra símalína eða viðgerðum á gömlum línum. Símamenn voru því ekki staðbundnir af vinnu sinni, heldur á stöðugum þeytingi með tjöld sín, ýmist í miklum önnum við lagninu nýs síma í símalausum sveitum - og þá kærkomnir mjög - eða í viðgerðum á gömlum símal- ínum, þá aðallega á haustum og f fámennum hópum. Símamenn urðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.