Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 43
1
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBOK
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG
Yfirlit: Víðáttumikil og nærri kyrrstæð iægð
fyrir sunnan land.
Spá: Breytileg átt eða norðvestan gola. Skýjað
með köflum um mest allt land og hætt við
síðdegisskúrum sunnanlands. Hiti á bilinu
8-17 stig að deginum, en 4-8 stig yfir nóttina.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
Miðvikudag og fimmtudag: Fremur hæg suð-
vestan- og vestanátt. Smá skúrir á annesjum
vestanlands og við suðurströndina en þurrt
og bjart norðan- og austanlands. Hiti 7-12
stig.
Föstudag: Vestan gola eða hægviðri. Skýjað
vestan- og suðvestanlands en bjartviðri í öðr-
um landshlutum. Hiti 8-14 stig.
Veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45,
12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veður-
stofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
FÆRÐ Á VEGUM
(Kl. 17.30 í gær)
Færð á vegum er yfirleitt góð. Víða er nú unn-
ið að endurbyggingu vega en þar eru þeir frem-
ur grófir og verður að aka þar rólega og sam-
kvæmt merkingum, til að forðast skemmdir á
bílum. Lágheiði er fær bílum undir 4 tonna
heildarþyngd. Þá er mokstri lokið á Þorskafjarð-
arheiði og á veginum um Hólssand, á milli
Axarfjarðar og Grímsstaða á Fjöllum og eru þær
leiðir nú jeppafærar. Þá er orðið fært í Eldgjá
úr Skaftártungu, sama er að segja um veginn
til Mjóafjarðar. Vegir á hálendinu hafa verið
auglýstir fyrst um sinn lokaðir allri umferð en
búist er við að Kjalvegur verði orðinn fær um
mánaðamótin og sama er að segja um veginn
í Drekagil að norðan og í Landmannalaugar frá
Sigöldu. Einnig er búist við að vegurinn um
Sprengisand opnist um mánaðamótin. Upplýs-
ingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma
91-631500 og í grænni línu 99-6315.
Yfirlit á hádegi ígær: Helsta breyting til morguns er
sú að lægðin suður í hafi hreyfist hægt í norðaustur.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyrl 10 skýjað 18 skýjað
Reykjavík 12 léttskýjað Hamborg 24 hálfskýjað
Bergen 12 þokumóða London 24 skýjað
Helsinki 16 alskýjað Los Angeles 22 skýjað
Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Lúxemborg 27 lóttskýjað
Narssarssuaq 8 alskýjað Madríd 28 léttskýjað
Nuuk 3 rigning Malaga 26 heiðskírt
Ósló 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað
Stokkhólmur 21 léttskýjað Montreal 18 skúr
Þórshöfn 10 súld NewYork 25 mistur
Algarve 29 léttskýjað Orlando 25 léttskýjað
Amsterdam 20 skýjað París 24 skýjað
Barcelona 23 léttskýjað Madeira 19 skýjað
Berlín 28 skýjað Róm 26 skýjað
Chicago 17 léttskýjað Vín 32 heiðskírt
Feneyjar 27 skýjað Washington 25 alskýjað
Frankfurt 29Glasgow skýjað Winnipeg 19 alskýjað
REYKJAVÍK: Árdegisflóð kl. 3.44 og síðdegisflóð
kl. 15.54, fjara kl. 9.54 og 22.15. Sólarupprás er
kl. 3,02, sólarlag kl. 23.56. Sól er í hádegisstað
kl. 13.29 og tungl í suðri kl. 5.29. ÍSAFJÖRÐUR:
Árdegisflóð kl. 5.51 og síðdegisflóð kl. 17.55, fjara
kl. 11.48. Sól er í hádegisstað kl. 12.36 og tungl
í suðri kl. 4.35. SIGLUFJÖRÐUR: Árdegisflóö kl.
1.47, síðdegisflóð kl. 14.31 fjara kl. 8.00 og 20.09.
Sól er í hádegisstað kl. 13.17 og tungl í suðri kl.
5.17. DJÚPIVOGUR: Árdegisflóð kl. 0.47, síðdegisflóö kl. 12.58, fjara
kl. 6.42 ög 19.15. Sólarupprás er kl. 2.24 og sólarlag kl. 23.35. Sól er
í hádegisstað kl. 13.00 og tungl í suðri kl. 4.59.
(Morgunblaöið/Sjómælingar íslands)
Krossgátan
LÁRÉTT:
1 hefur hönd á, 8 skaða,
9 tuskan, 10 kvíði, 11
grind, 13 ýlfrar, 15
hristist, 18 sjá eftir, 21
blóm, 22 fljótið, 23 tób-
aki, 24 farangur.
í dag er þriðjudagur, 28. júní,
179. dagur ársins 1994.
Orð dagsins: Með elsku og
trúfesti er friðþægt fyrir
misgjörð og fyrir ótta Drottins
forðast menn hið illa. Þegar
Drottinn hefir þóknun á breytni
einhvers manns, þá sættir hann
og óvini hans við hann. Betra
er lítið með réttu en miklar
tekjur með röngu.
Bridsklúbbur Félags
eldri borgara, Kópa-
vogi. í kvöld kl. 19 verð-
ur spilaður tvímenning-
ur í Fannborg 8, Gjá-
bakka. Næst verður
spilað 2. september.
Flóamarkaðsbúðin,
Garðastraeti 2, er opin
þriðjudaga, fímmtudaga
og föstudaga frá kl.
13-18.
SKIPIN
Reykjavíkurhöfn:
Olíuskipið Norsk Barde
var á bauju við höfnina
og fer í dag. Stapafellið
kom og fór í gær. Jón
Baldursson fór í gær.
Mineva er væntanlegt í
kvöld. Gissur er vænt-
anlegur í dag til löndun-
ar. Viðey, Freyja,
Reykjafoss, Snorri
Sturluson og erlendi
togarinn Bootes eru
væntanleg í dag, en
Engey fer.
Hafnarfjarðarhöfn:
Strong Icelander og
Stapafell komu og fóru
í gær. Crown Reefer
fór í gær.
Fréttir
Óveitt prestaköll. í
Lögbirtingablaðinu frá
miðvikudeginum 22.
júní sl. segir í tilkynn-
ingu frá biskupi Islands,
hr. Ólafi Skúlasyni, að
óveitt sé í Kolfreyju-
staðaprestakall í Aust-
fjarðaprófastsdæmi,
Selfossprestakall í Ár-
nesprófastsdæmi og
Raufarhafnarprestakall.
Brúðubíllinn verður í
dag við Tungusel kl. 10
og Yrsufell kl. 14.
Mannamót
Púttklúbbur Ness. Fé-
iagar ætla að mæta á
Miklatúnsvelli kl. 13.30.
Orðskv. 16, 6-9.
kl. 20. í kvöld, Sigvaldi
velur lög og leiðbeinir.
Opið öllum. Síðasta
kvöld fyrir sumarfrí.
Lögfræðingurinn er til
viðtais á fimmtudag,
panta þarf tíma í síma
28812.
Keflavíkurkirkja For-
eldramorgnar á mið-
vikudögum kl. 10-12 í
Kirkjulundi og fundir
um safnaðareflingu kl.
18-19.30 á miðvikudög-
um í Kirkjulundi.
Landakirkja, Vest-
mannaeyjum: Mömmu-
morgunn kl. 10.
Félagsstarf aldraðra,
Reykjavík. Nokkur
pláss eru laus í orlofs-
dvöl á Löngumýri í
Skagafirði og í Skálholti
4. og 18. júlí nk. Nánari
upplýsingar og skráning
á Vesturgötu 7 í síma
17170 fyrir hádegi.
Grensáskirkja. Sumar-
ferð Grensássafnaðar,
eldri borgara, verður
farin á morgun, mið-
vikudag. Skálholt, Geys-
ir. Brottför frá Grensás-
kirkju kl. 10.30. Þátt-
taka tiikynnist í síma
27596 eða 32950.
Vitatorg. Leikfimi kl.
10-11. Farið verður í
alþingishúsið kl. 13.30.
Handmennt 13-16.
Félag eldri borgara.
Þriðjudagshópurinn
kemur saman í Risinu
Morgu nblaðið/RAX
Skúmur
SKÚMÚR er allstór fugl af kjóaætt, sterk-
byggður með þungan búk og vængi. í fjar-
lægð virðist hann nær einlitur brúnn að
undanskildum hvitum reit bæði á yfir- og
undirvæng. Á styttra færi sést að töluverður
munur er á einstaklingum, en þó aldrei eins
mikill og hjá öðrum kjóum. Ungar þekkjast
á því að búkurinn er jafnlitaðri og vængreit-
imir lítið eitt minni. Skúmur er næstum
alæta, sníkir frá stórum sjófugium. Talið er
að í stofninum séu 10- 15 þús. pör.
LÓÐRÉTT;
2 rándýrs, 3 streymi, 4
mauks, 5 líkamshlutar,
6 sæti, 7 röskur, 12
ginning, 14 sefa, 15
vera viðeigandi, 16 ör-
lög, 17 höfðu upp á, 18
erfiði, 9 kæns, 20 fædd.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 strekking, 8 gárur, 9 rétta, 10 ill, 11 af-
ans, 13 agnir, 15 lúsug, 18 særði, 21 Rín, 22 tuggu,
23 ölinu, 24 Bragagata.
Lóðrétt: 2 terta, 3 eyris, 4 kerla, 5 nótin, 6 egna, 7
gaur, 12 níu, 14 glæ, 15 líta, 16 sigur, 17 grugg, 18
snögg, 19 reitt, 20 iður.
Sæktu um Maestro
í bankanum þínum
eða sparisjóði!
Maestro
DEBETKORT
MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI!
Digranesprestakall.
Árleg sumarferð Digra-
nessafnaðar verður
sunnudaginn 3. júlí.
Farið verður um Suður-
land, austur að Vík í
Mýrdal. Upplýsingar
gefa Elín í síma 41845
og Hrefna í síma 40999.
Kirkjustarf
Áskirkja: Opið hús fyrir
alla aldurshópa í dag kl.
14-17.
Hallgrímskirlga: Fyr-
irbænaguðsþjónusta kl.
10.30. Beðið fyrir sjúk-
Langholt-skirkja: Aft-
ansöngur í dag kl. 18.
Seltjarnarneskirkja:
Foreldramorgunn kl.
10-12.