Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Jack Palance
hóf feril sinn
sem blaðamaður
► JACK Palance stundaði há-
skólanám við Stanford og hafði
atvinnu af blaðamennsku á sín-
um yngri árum. „Þegar mér voru
boðnir 35 dollarar [2.450 ísl.
krónur] á viku sagði ég við sjálf-
an mig: „Til helvítis með þetta
kjaftæði, best að skella sér til
Hollywood!““ Síðan þá hefur fer-
ill hans legið upp á við í og hann
hlaut Óskarsverðlaun árið 1992
fyrir hlutverki sitt í kvikmynd-
inni „City Slickers“. Þá lék hann
úrillan kúreka að nafni Curly og
nú er framhald þeirrar kvik-
myndar væntanlegt þar sem Pal-
ance leikur tvíburabróður Cur-
lys. „Fyrst lék ég mann sem helg-
aði líf sitt kúm,“ sagði Palance.
„Núna leik ég tvíburabróður
hans. Hann þolir ekki hesta, hat-
ar kýr og mislíkar flest annað.“
^ Háskólabíó
Það er ekki á hverjum degi sem maður sieppur ódýrt frá
því að mæta í brúðkaup. En í dag á þriðjudagstiiboði
gefst þér kostur á að skella þér á launfyndnasta
brúðkaup seinni ára og það fyrir aðeins 400 kr.
Landkynning
Walter
Croncite
á Islandi
BANDARÍSKI sjónvarpsmaðurinn Walter
Croncite kom hingað til iands í upptökur á
ijórum kynningum fyrir ijórtán sjónvarps-
ætti sem heita Scandinavia og eru fram-
leiddir fyrir PBS-sjónvarpsstöðvakeðjuna.
PBS er gríðarstór sjónvarpskeðja sem á
þijú hundruð almenningssjónvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum. Valgeir Guðjónsson _er
framieiðandi þessara þátta á Islandi: „Eg
tók að mér skipulagningu á ferðum þátta-
gerðarmannanna hingað. Síðan kom ég með
hugmyndir að efni og viðtölum og sá um að öfl-
un fjármagns fyrir þættina. Tökurnar gengu fljótt
fyrir sig þannig að honum gafst nú ekki færi á
að veiða lax eða kynnast íslandi mikið, en það
kæmi mér nú ekki á óvart ef hann kæmi hérna
aftur einhvern tíma í framtíðinni.“ Croncite tók
WALTER Croncite og Valgeir Guðjónsson.
sjónvarpsviðtöl inn í þessa þætti við forseta ís-
lands og forsætisráðherra. Kynningarnar með
honum voru ailar teknar upp í Reykjavík og
nágrenni, þar á meðal kynningin fyrir fyrsta
þáttinn sem spáð er mikilli Tiorfun og var tekin
við Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar.
Jeff
Bridges
er sama
um peninga
►ÞRÁTT fyrir að flestir séu sammála um
að Jeff Bridges sé hæfileikaríkur leikari og
leikstjóri hafa myndir hans ekki slegið í gegn
sem skyldi í Bandaríkjunum. „Það skiptir
mig engu máli hvort þær kvikmyndir sem ég
leikstýri hala inn hundrað milljónir dollara
[sjö milljarða ísl. króna]“, segir Bridges. „Mér
er drullusama hvort ég græði tíu
milljónir dollara eða tvær milljónir
dollara fyrir hverja mynd. Eg vil
miklu heldur leikstýra fimm
áhugaverðum kvikmyndum sem
hljóta enga aðsókn heldur en has-
armynd þó að hún skili margföld-
um hagnaði."
Bridges er fjörutíu og fjögurra
ára gamall og er giftur konunni
sem hann kynntist fyrir nítján
árum síðan. Hann hefur leikið í
tiltölulega fáum myndum og segir
það vera vegna þess að hann sé svo
mikill fjölskyldumaður: „Mér líkar
afar illa að vera vikur eða mánuði
að heiman. Eg er kannski síðasti
maðurinn í Hollywood sem vill
frekar farsælf hjónaband heldur
en kvikmynd sem fær metaðsókn.“
Jeff Bridges í
myndinni Bilun í
beinni útsendingu
(The Fisher King).
Isabella Rosselini
og Jeff Bridges í
„Fearless".