Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ ~T STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstj'órn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasöiu 125 kr. eintakið. HVAÐA ÞOGN? Valgerður Bjarnadóttir, viðskiptafræðingur og starfs- maður EFTA í Brussel, heldur því fram í grein hér í blaðinu sl. laugardag, að á íslandi hafi ríkt þögn um sam- band íslands við Evrópusænbandið. Hún segir m.a.: „Þögn- in um hvernig sambandi íslands við Evrópusambandið verði bezt hagað í framtíðinni er smám saman að rofna. Alþýðu- flokkurinn hefur rofið samsæri stjórnmálaflokkanna og fjöl- miðla um að þegja málið í hel ... Það er deginum ljósara, að þögnin hefur verið sterkasta og áhrifamesta vopn and- stæðinga þess, að íslendingar hyggi að aðild að Evrópusam- bandinu. Það er undarlegt til þess að hugsa, að postular þagnarinnar vilja annars margir hveijir kenna sig við þær stjórnmálastefnur, sem meta frelsi til orð og æðis mest allra gæða.“ Um hvaða þögn er Valgerður Bjarnadóttir að tala? Segja má, að tengsl íslands við hina nýju Evrópu hafi stanzlaust verið hér til umræðu sl. 3-4 ár. Á árunum 1989 og 1990 var töluvert rætt um, hvernig standa bæri að samningavið- ræðum við Evrópusambandið og sýndist sitt hveijum. Frá árinu 1991 snerust þessar umræður um Evrópska efnahags- svæðið og fyrirkomulag þess. Eftir að þrjár Norðurlanda- þjóðir sömdu um aðild að ESB hafa þessar umræður færzt í nýjan farveg, þ.e. hvort aðild að Evrópusambandinu geti komið til greina. Þegar horft er til baka til síðustu 3-4 ára má segja, að þrjú mál hafi helzt verið á dagskrá hér á landi; kreppan, kvótakerfið og tengsl okkar við Evrópusambandið. Hér hefur engin þögn ríkt um þetta mál og þaðan af síður nokkurt samsæri þagnarinnar. Þvert á móti hafa líflegar umræður staðið yfir um þessi mikilvægu mál í nokkur ár. Hvað veldur því að Valgerður Bjarnadóttir sakar stjórnmála- menn og fjölmiðla um að reyna að þegja um málið, þegar augljóslega er ekki fótur fyrir slíkum ásökunum? Það er misskilningur hjá Valgerði Bjarnadóttur, að ein- hveijir hafi haldið því fram, að „þetta mál sé ekki til um- ræðu því stefna Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum hæfi ekki íslendingum“. Hið rétta er, að því hefur verið haldið fram, m.a. af Morgunblaðinu, að aðild að ESB komi ekki til greina, að óbreyttri sjávarútvegsstefnu þess. Eitt er að vera þeirrar skoðunar, annað að reyna að skapa þögn um málið, sem enginn hefur gert. En væntanlega hafa menn rétt til þess að hafa ofangreinda skoðun alveg með sama hætti og Valgerður Bjarnadóttir er frjáls að því að hafa sínar skoðanir á aðild Islands að ESB. Valgerður Bjarnadóttir segir í grein sinni, að tveir íslenzk- ir fræðimenn hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að íslending- ar gætu „að öllum Iíkindum" unað við sjávarútvegsstefn- una, eins og hún er. Hún telur einnig, að við mundum „að öllum líkindum" fá sjálfir þær heimildir, sem Brussel mundi úthluta til veiða í íslenzkri fiskveiðilögsögu, ef við gerð- umst aðilar og að við gætum „hugsanlega“ beitt fyrir okk- ur lögmálinu um hagkvæmustu dreifingu valdsins. Það er „hugsanlegt“, að þetta sé allt rétt hjá greinarhöfundi, en kjarni málsins er hins vegar sá, að það er hvorki nóg fyrir okkur íslendinga, að eitthvað sé „hugsanlegt" eða að ein- hver markmið náist „að líkindum", þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Við lifum á fiski fyrst og fremst og þess vegna getum við engu hætt í þessum efnum. Við getum t.d. ekki skrifað undir samninga af því tagi, sem Norðmenn hafa gert við Evrópusambandið. Greinarhöfundur telur, að framtíðarsýn einhverra íslend- inga sé sú, að ísland „verði verstöð norður í hafi“, en að þeir Islendingar séu til, sem hafi aðra framtíðarsýn, sem sé þá að hægt sé að renna fleiri stoðum undir íslenzkt at- vinnulíf. En til þess að svo megi verða þurfi íslendingar að hætta að „einblína" á fisk. Því miður er staðreyndin sú, að í bráðum þrjátíu ár hefur verið unnið skipulega að því að renna fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf. Við sömdum við Svisslendinga um að byggja hér álver og höfum síðan reynt að fá aðra til þess en ekki tekizt enn, þrjátíu árum seinna. Við gengum í EFTA og töldum okkur trú um, að sú aðild væri forsenda þess, að byggja hér upp öflugan útflutningsiðnað. Þau áform hafa hrunið hvert á fætur öðru. Við hófum loðdýrarækt til þess að skjóta fleiri stoðum und- ir atvinnulífið, með alkunnum afleiðingum. Við hófum fisk- eldi í sama skyni og töpuðum milljörðum. Það þarf engan að undra þótt þessi þjóð „einblíni“ á fisk. Hitt er svo annað mál, að á síðustu árum hefur orðið til hér ný atvinnugrein, sem lofar góðu, sem er ferðamannaiðnað- ur. Sennilega er það raunhæfasta leiðin, sem við höfum komið auga á, til þess að auka fjölbreytni atvinnulífs okkar. Leiðtogum Evrópusam- bandsríkjanna tókst ekki að ná samkomulagi um eftirmann Jacques Del- ors á fundi sínum á Korfú vegna andstöðu Breta. Steingrímur Sig- urgeirsson íjallar um hvers vegna þetta varð niðurstaða fundarins, hvert framhaldið verði líklega og hvaða afleið- ingar sú ákvörðun Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, að beita neit- unarvaldi geti haft á ESB-samstarfið og póli- tíska stöðu Majors. Evrópusambandið er í kreppu eftir að ekki tókst að ] Jacques Delors á leiðtogafundinum á Kc Major móti öl AF ERLENDUM VETTVANGI Korfú-fundurinn átti. að vera sýning fyrir umheiminn en endaði í upplausn. Allt, jafn- vel samstarfssamningurinn við Jeltsín Rússlandsforseta og aðild- arsamningar fjögurra EFTA-ríkja, féll í skuggann af þeirri ákvörðun Johns Majors, forsætisráðherra Bret- lands, að hafna Jean-Luc Dehaene sem eftirmanni Jacques Delors, í embætti forseta framkvæmdastjórn- ar ESB. Breska stjómin sagði Deha- ene ekki vera hæfasta manninn í starfið en aðrar þjóðir sökuðu Major um að hafa látið innanflokkshags- muni breska íhaldsflokksins ráða ákvörðun sinni en ekki hagsmuni ESB. Ijóðveijar, sem taka við foryst- unni í ráðherraráðinu nú um mánaða- mótin, boðuðu þegar í stað til auka- fundar leiðtoganna þann 15. júlí til að gera út um málið. Enn á eftir að koma í ljós hvaða menn verða þá nefndir til sög- unnar. Fyrstu viðbrögð margra leiðtoga, áður en mesta reiðin var runnin af þeim, voru að lýsa því yfir að Dehaene yrði áfram í framboði og Bretaryrðu ein- faldlega að kyngja honum. I gær var hins vegar kominn meiri sáttatónn í menn og ljóst að leitin að nýjum frambjóðendum væri hafin. Bretar hafa gert mikið úr því að Dehaene var til skamms tíma alls ekkert inni í myndinni. Talið var að valið stæði á milli þeirra Ruud Lub- bers, forsætisráðherra Hollands, og Leons Brittans, sem situr í fram- kvæmdastjórninni fyrir hönd Bret- lands. Brittan var samt aldrei talinn eiga raunhæfan möguleika. Delors var sósíalisti frá stóru ESB-ríki (Frakklandi) og samkvæmt ESB- hefðum ætti hægrimaður frá litlu ríki næst að gegna embættinu. Þar að auki var of skammur tími liðinn frá því að Breti var forseti fram- kvæmdastjórnarinnar og einangrun Breta innan ESB undanfarin áratug jók ekki möguleika Brittans. Lubbers var því talinn nokkuð öruggur með embættið og þar að auki almennt mjög hæfur til að gegna því. Andstaða við Lubbers Smám saman varð aftur á móti ljóst að Frakkar og Þjóðveijar voru ekki sáttir við Lubbers og fór þá nafn Dehaenes að heyrast nefnt. Á fundi í borginni Mulhouse fyrr í mánuðinum ákváðu þeir Kohl og Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti svo loks að styðja framboð Belg- ans. Þetta olli miklum pirringi hjá mörgum öðrum ESB-ríkjum sem töldu það yfirgang af hálfu Frakka og Þjóðvetja að ákveða þetta mál upp á eigin spýtur án samráðs við aðra. Munu Spánveijar, Portúgalar og ítalir hafa verið mjög reiðir vegna þessa að ekki var minnst á Hollend- inga sem talið höfðu að framboð Lubbers nyti stuðnings Frakka og Þjóðveija. Það var líka strax ljóst að Bretar myndu eiga mjög erfitt með að sætta sig við Dehaene og John Major seg- ist ítrekað hafa greint belgíska for- sætisráðherranum frá því á undan- förnum vikum að hann gæti ekki stutt hann til starfans. Major var í erfiðri stöðu. íhalds- flokkurinn hlaut hrikalega útreið í Evrópukosningun- um í byijun júní og lengi hafa verið uppi vangavelt- ur um hvort Major yrði hrakinn úr leiðtogaemb- ætti flokksins. Hörðustu andstæðingar Majors innan íhalds- flokksins koma úr röðum Evrópuand- stæðinga og hefur hann gert ítrekað- ar tilraunir til þess að undanförnu að koma til móts við sjónarmið þeirra. Er þess skemmst að minnast þeg- ar Bretar (ásamt Spánveijum) neit- uðu á leiðtogafundinum í Aþenu í mars að fallast á breyttar reglur um atkvæðagreiðslur innan ESB, sem áttu að gilda til bráðabirgða fram til ársins 1996. Bretar urðu að lokum að gefa eftir og þótti uppákoman hin mesta auðmýking fyrir Major. Það lá fyrir áður en Korfúfundur- inn hófst að erfitt yrði að ná sam- komulagi um nýjan forseta fram- kvæmdastjórnarinnar. Engar skýrar reglur eru til um hvernig kjör hans Kohl Dehaene Tekist á um eft Helmut Kohl lagði persónulega mikla áherslu á kjör Jean-Luc Dehaenes. Dehaene hefur sjálfur gefið í skyn á fréttamannafundi að hann teldi sig síður en svo út úr myndinni í baráttunni um sæti Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB. eigi að fara fram umfram það að „almenn samstaða" eigi að ríkja um þann sem fyrir valinu verður. Málið var rætt í kvöldverðarboði á föstudag og var þar ákveðið að leiðtogamir myndu rita nöfn þess sem þeir vildu helst sjá kjörinn á miða og að auki eitt nafn til vara. í ljós kom að átta leiðtogar veittu Dehaene atkvæði sitt en þrír (Holland, Ítalía og Spánn) Lubbers. Þá kusu Bretar Leon Britt- an. Sex veittu hins vegar Lubbers atkvæði sem næst besta kost. Óformlegar umræður héldu áfram fram eftir nóttu og lýstu fulltrúar Spánar og Ítalíu því þá yfir við Grikki (sem stýrðu fundinum) að þeir væru reiðubúnir að fallast á Dehaene. Bretar einir eftir Um morguninn funduðu forsætis- ráðherrar Bretlands, Hollands, Ítalíu og Spánar og kom þá í ljós að Lub- bers var ekki reiðubúinn að halda slagnum áfram og að hann hugðist enn fremur ekki heldur beita neitun- arvaldi gegn Dehaene. Bretar stóðu því einir eftir í andstöðu sinni við Belgann. Þegar leiðtogafundurinn hófst á ný greindi Major hinum evrópsku starfsbræðrum sínum frá því að hann teldi ekki æskilegt að rætt yrði frek- ar á fundinum um forseta fram- kvæmdastjórnarinnar þar sem ljóst Bretar beittu neitunarvaldi árið 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.