Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ1994 21 I I ) ) ) ) > > í í í í > I I > > I I- ______AÐSENPAR GREIIMAR_ Hentistefna í hafréttarmálum? I „MY COUNTRY right or wrong.“ Það er á frösum eins og þessum, sem stórþjóð- irnar hafa leikið sér að ófriðareldi á landa- mærunum við ná- grannaríkin, þegar leiða hefur þurft athyg- lina frá innanlands- vanda og ríkisstjóm- irnar hafa viljað þjappa sundraðri þjóð að baki sér. Þegar föðurlandið á í hlut spyrja menn ekki um hvort það hafi rétt eða rangt fyrir sér, heldur eru reiðubúnir til að beijast og láta lífið fyrir það. A svona forsendum verða styijaldimar til. Hinn 17. júní í ár hlotnaðist ís- lendingum sá sjaldgæfi heiður að fá að fara á skrúðgöngu um fjölföm- ustu götu Óslóarborgar, Karl Jó- hann. Þar sem þá hafði fyrir nokkr- um dögum brostið á styijaldar- ástand milli íslenskra fiskiskipa og norsku strandgæslunnar hlaut sú spurning að vakna hvort ekki ætti að snúa þessu upp í kröfugöngu gegn gestgjöfum. Ýmsar tillögur komu fram um kröfuspjöld: „Niður með norska heimsveldisstefnu", „Allar „smugur“ eru okkar“, „Fijálsar fiskveiðar fyrir íslendinga (og Belize og Kýpur og Möltu og Dóminíska lýðveldið) við Svalbarða“ og svo framvegis. Að lokum ákváðu menn að ekki værir rétt að vera með ögranir gagnvart frændþjóð- inni á þessum degi, en láta íslensk- um stjórnvöldum eftir þá hlið máls- ins. Þröng staða Kannski eigum við ekki heldur að velta því fyrir okkur hvort stjórn- völd landsins hafa rétt fyrir sér eða rangt. En óneitanlega fer það nú svo þegar „ófriðarástand" kemur upp milli tveggja frændþjóða og grannlanda og maður er staddur meðal „óvinanna“, að maður verður að svara spurningum kunningjanna og móta sér skoðun og afstöðu. Hér í Suður-Noregi fjarri fiskimiðunum og víðsfjarri þeirri hugsun að nokkr- ir þorsktittir til eða frá geti skipt máli, voru fyrstu viðbrögð kunningj- anna á þá leið að harma að til slíkra leiðindaátaka yrði að koma. Það hlyti að vera til viðkunnanlegri að- ferð til að leysa þessi mál. Þetta gæti ekki skipt Noreg svo mikiu máli að ekki væri hægt að setjast niður og ná um það samkomulagi. Þá þurfti ég að útskýra fyrir þeim þá þröngu stöðu, sem norsk stjórn- völd telja sig hafa. Um væri að ræða fískveiðilögsögu Svalbarða, sem Norðmenn hefðu lýst einhliða yfir (svipað því og íslendingar hafa alltaf gert) en úthlutað úr kvótum til margra annarra landa. Ekkert land hefur þó formlega viðurkennt forræði Norðmanna á svæðinu nema Finnland. Þótt svo vildi til að Norðmenn vildu losa sig við leiðindi með því að gefa fátækum frændum sínum kvóta á svæðinu, þá gætu þeir það ekki nema í samráði við þær þjóðir, sem þegar eru með kvóta þar, og þær væru örugglega ekki tilbúnar til að láta sinn hlut. Fiskveiðinoregur væri þegar allur logandi út af þeim 3.600 tonnum, sem þurft hefði að borga Spánveijum í aðgangseyri að Evr- ópusambandinu. Fiski- menn hér teldu sig eiga forgangs- rétt að þessum miðum og að engum þeirra hvarflaði að afsala sér físk- veiðiréttindum fyrir ekkert, út á vafasamt ætterni fyrir 1100 árum og misgóðan vinskap í aldanna rás. Það hefði verið miklu auðveldara fyrir norsk stjórnvöld, bæði gagn- vart eigin þegnum og annarra þjóða, að gefa íslendingum eitt stykki olíu- lind í tilefni af 50 ára lýðveldisaf- mælinu. En fiskveiðiréttindi væru svo margslungin og viðkvæm al- þjóðamál, að þau yrðu ekki leyst nema í víðtæku samstarfi margra þjóða. Auk þess væru fá mál við- kvæmari í stjórnmálum innanlands. Norsk stjórnvöld teldu sig því ein- faldlega ekkert svigrúm hafa til samninga. Fyrir Norður-Norðmönnum þurfti ekkert að útskýra. Þeir töldu sig hafa allt á hreinu um hafréttarmál, fískveiðilögsögu, verndun fiskimiða, kvótaúthlutanir og sjóræningjaveið- ar. Barátta íslendinga Sú_ var líka tíðin að flestir eða allir íslendingar höfðu á takteinum rök fyrir rétti strandríkja til óskor- aðrar lögsögu yfir eigin auðlindum. Þegar sjálfur lagagrundvöllurinn, sem við byggðum einhliða útfærslu fískveiðilögsögunnar á, reyndist hæpinn eða vafasamur vegna þess að alþjóðarétturinn hafði einfaldlega ekki náð að þróast í takt við tím- ann, þá neituðum við að viðurkenna lögsögu Haag-dómstólsins í málinu. Við höfðum uppi praktísk rök auk lagalegra. Það var einfaldlega skyn- samlegri alþjóðleg verkaskipting að ísiendingar veiddu fiskinn á eigin miðum og seldu hann til neysluþjóð- anna. Strandþjóðin ætti þá hags- muni í húfí, að það væri skynsam- legast að fela henni stjóm veiðanna undir vísindalegu eftirliti. Við tókum ekki í mál að dreifa réttinum til veiðanna með þeim þjóðum sem töldu sig hafa áratuga gamla — jafnvel aldalanga — hefð fyrir veið- um á íslandsmiðum, — enda var þá ekki búið að finna upp kvótakerfið. Við tefldum fram fískifræðilegum rökum fyrir ástandi fiskistofnanna — einkum þorsksins — vegna rá- Við vorum með í að ryðja brautina, segir Ólafur Hannibalsson, fyrir nýjum viðhorfum á sviði hafréttarins í al- þjóðlegu samfélagi. nyrkju erlendra þjóða á miðunum Við höfðum áhyggjur af komu nýrr; þjóða með verksmiðjutogara á miðii — ryksugutogumm Sovétmanna ti dæmis. Við töluðum um sjóræningj; o g fundum upp klippurnar og klippt um aftan úr þeim græjumar, Bret amir kveinuðu hástöfum um að vi> stefndum lífí og limum sjómann; þeirra hættu. Við önsuðum þein ekki. Og áhafnirnar á varðskipunun voru hetjur hafsins. Sumir skipherr amir urðu þjóðhetjur — og eru em í vitund okkar. Við vissum líka að við vorum raun ekki í stríði við bresku sjó mennina, sem att var í víglínuna ; miðunum. Við vissum að þar á bal við stóð hið aiþjóðlega auðmagn „The City of London“, sem hafé offjárfest í stórvirkum úthafsflotum og krafðist þess einfaldlega að f; arð af peningum sínum. Breska tog araauðvaldið naut þess að hafa rík isstjórn, sem taldi sér skylt að þjón; undir hagsmunum þess, þótt þa> kostaði breska heimsveldið stór felldan álitshnekki um allan him siðmenntaða heim. Við vorum með í að ryðja braut ina fyrir nýjum viðhorfum á svið hafréttarins í alþjóðlegu samfélagi Á grundvelli laganna um vísinda lega vernd fiskimiðanna 1948 færð um við út í ljórar, tólf, fimmtíu o; tvö hundruð mílur. Grundvallarregl unni var loks slegið fastri á alþjóða vettvangi: Rétti strandríkis til a stjórna fiskveiðum tvö hundruð míl ur út frá ströndinni. Það er grátlegt að horfa upp ; það nú um þessar mundir, hversi feðranna frægð fellur fljótt gleymsku og dá. Nú er öllu snúi' við. Rányrkju erlendra þjóða á ís landsmiðum höfum við leyst a hólmi með eigin rányrkju. í staðim fyrir að takmarka stærð flotans létu stjórnmálamennirnir undai kröfum um síaukinn fjölda skipa Skuttogara í hvert pláss. Við lögð um æ meira fjármagn (mestan hlut; þess að láni) í fleiri, stærri og betu útbúin skip — en skömmtuðum þein sífellt minni og minni físk úr sjón um. Fjármagnið krefst arðsemi - og eins og breska togaraauðvaldi; forðum fóru íslenskir útgerðarmem að svipast um eftir óafgirtum svæð um í landareignum nági-annanna Afleiðingarnar blasa við í dag. Höfundur er stóribróðir utanríkisráðherra, en staddur í Ósló um þessar mundir. Ólafur Hannibalsson Húseigendur ath! Lekur þakið, skyggnið eða svalirnar? Extrubit k® þakdúkurinn erlausnin. 10 ára ábyrgð. Er komin móða eða raki á milli glerja? Þakdúkar, þakdúkalagnir, móðuhreinsun glerja. Þaktækni hf., sími 91-658185. Verð áður kr. 72.800 Tilboð kr. 59.900 Staðgreitt kr. 55.700 Tromla og belgur úr ryðfríu stáli 16 þvottakerfi fyrir venjulegan þvott, viðkvæman þvott og ull. Stiglaus stilling á vindu, allt að 1200 snúningar pr. mín. KRINGLUNN1103 REYKJAVÍK - SÍMI 689400 m til mnnuNm ELFA-LVI Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 lítra. ELFA-VARMEBARONEN Hitatúba/ rafketill 12kw, 230v. 1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt að 1200kw. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. ///'' Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 Sælureitur fjölskyldunnar! Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði hvað varðar verð og gæði. heir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. há er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá íjörð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 - 12 manns. Pað er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 69.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfirði, sími 5 10 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.