Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 86
ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Svona leit hvönnin út
tveim vikum síðar.
Hvönn óx
upp í gegn-
um malbik
HVÖNNIN er harðgerð jurt og
afl hennar kom vel í ljós'í Eyjum
fyrir skömmu, er hún braut sér
leið upp í gegnum malbik á plan-
inu við Fiskmarkað Vestmanna-
eyja. Hvönnin lyfti malbikinu
upp og kom á það bunga áður
en hún hafði það af að komast
í gegn. Þóra Ellen Þórhallsdóttir
grasafræðingur staðfesti í sam-
tali við Morgunblaðið að piantan
væri mjög öflug. Kjörlendi henn-
ar væri fijósamur jarðvegur,
einkum við ár og læki. Hún taldi
líklegast að í þessu tilviki í Vest-
mannaeyjum hafí verið malbikað
yfir rót hvannarinnar, að öðrum
kosti væri ólíklegt að hún hafi
komist upp í gegnum malbikið.
Ennfremur benti hún á að sauðfé
elskaði þessa plöntu mest allra
og áður fyrr hafi hún örugglega
sett mikinn svip á landið. Ljós-
myndari Morgunblaðsins fylgd-
ist með baráttu hvannarinnar
við malbikið og er efsta myndin
tekin í byijun júní en sú neðsta
tveimur vikum seinna.
Tilmælum beint til útgerðarmanna í Múrmansk um að selja ekki fisk til íslands
Fiskmiðlun Norðurlands
neitað um 2001 af þorski
FISKMIÐLUN Norðurlands hf. á Dalvík var í gær
neitað um afgreiðslu á um 200 tonnum af þorski
frá Rússlandi. Aðalkauptími Rússafisks fer nú í
hönd og segir Ásgeir Amgrímsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmiðlunarinnar, að þessi neitun komi á
versta tíma. Neitunin kemur í kjölfarið á fundi
sem haldinn var nýlega í Múrmansk í Rússiandi
þar sem þeim tilmælum var beint til útgerðarfyrir-
tækja í borginni að selja ekki afla til íslands.
Ásgeir segir að svo virðist sem Norðmenn og
Rússar hafi sammælst um þessar aðgerðir.
Fiskmiðlun Norðurlands átti von á tveimur
förmum af Rússafiski í vikunni og segir Ásgeir
að útlit sé fyrir að þeir komi ekki. Fiskmiðlunin
á viðskipti við tvö útgerðarfyrirtæki í Múrmansk,
Udarnik og Belomogirsk Riibak. Ásgeir segir að
Udarnik hafi neitað þeim um fiskinn í gær.
Ásgeir segir að þeir hafi kannað hvort hægt
væri að landa aflanum í Færeyjum og flytja hann
í gámum til íslands. Það hafi reynst of dýrt, en
flutningskostnaður er um 100 dollarar á tonnið.
Deila með sér kvóta
Aðgerðir Rússa koma illa niður á fiskvinnslu-
stöðvum og fiskframleiðendum og segir Ásgeir
að flest fyrirtæki þurfi á Rússafiski að halda þessa
síðustu mánuði kvótaársins.
„Þetta er mjög bagalegt," segir Ásgeir. „Það
er hálflúalegt að grípa til þessa ráðs. Mann grun-
aði að þetta kæmi upp því þetta eru þjóðir sem
deila með sér kvóta.“
Aðgerðir þessar koma í kjölfarið á fundi sem
haldinn var í Múrmansk þar sem þeim tilmælum
var beint til útgerðarmanna að selja ekki þorsk
til íslands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
sátu fundinn forstjórar helstu útgerðarfyrirtækja
í borginni ásamt auðlindafulltrúa sjávarútvegs-
ráðuneytisins í Rússlandi og fulltrúum frá Noregi.
Ásgeir segist hafa frétt að á fundinum hafí
verið ákveðið að hætta að afgreiða fisk til íslands
á meðan á deilunni um veiðar íslendinga í Smug-
unni og á verndarsvæðinu við Svalbarða stæði.
Orrustunnar
um Atlants-
hafið minnst
YFIR áttatiu fulltrúar tíu er-
lendra þjóða, sem hlut áttu að
orrustunni um Atlantshafið og
um fjörtíu íslendingar tóku þátt
i mikilli minningarathöfn í gær.
Hér sést Kjartan Guðjónsson
fyrrverandi sjómaður varpa
blómvendi í Viðeyjarsund til
minningar um þá mörg þúsund,
sem létu lífið í orrustunni. Hún
stóð alla seinni heimstyrjöldina
og náði hániarki 1943. Tuttugu
og einu fallbyssu skoti var hleypt
af til minningar um þá sem féllu.
Helgi Hallvarðsson skipherra
stendur Kjartani á hægri hönd
og honum á vinstri hönd er Hös-
kuldur Skarphéðinsson.
■ Orrustan um Atlantshaf/6
Bráðabirgðalög
vegna gleymsku
BRÁÐABIRGÐALÖG verða sett nú
fyrir mánaðamót sem fresta því að
kaflar núgildandi laga um stofnun
lyfjabúða, veitingu lyfsöluleyfa og
verðlagningu lylja falli úr gildi 1.
júlí nk. Þann dag öðlast ný lyfjalög
gildi.
Að sögn Eggerts Sigfússonar,
deildarstjóra í heilbrigðisráðuneyti,
ákvað heilbrigðisráðherra að fresta
gildistöku tveggja kafla í nýju lyfja-
lögunum til 1. nóvember 1995, þeg-
ar frumvarp til þeirra laga var í
umræðu á Alþingi sl. vetur. Kaflar
þessir fjalla um stofnun lyíjabúða
og veitingu lyfsöluleyfa annars veg-
ar og hins vegar um verðlagningu
lyfja. Að sögn Eggerts gleymdist
að gera ráð fyrir því að ákvæði eldri
laga um þessi atriði þyrftu að gilda
fram til 1. nóvember 1995. Ef ekk-
ert yrði að gert yrðu engin lög í
landinu um áðurnefnd atriði og því
verða bráðabirgðalögin sett.
Viðræður milli fjármálaráðuneytis o g félagsmálaráðuneytis
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Hvönnin lítur dagsins ljós
þann 1. júní.
Hálfnað verk þá hafið er.
Afnám ríkisábyrgðar og
breytt umsýsla húsbréfa
af 0,25% vaxtamun fasteignaveð-
bréfa og húsbréfa, standi straum
af töpuðum skuldbindingum. Með
þvl fyrirkomulagi sem er til umræðu
mun umsýsla húsbréfa gagnvart
íbúðakaupendum flytjast að mestu
til bankakerfisins, en lánastofnan-
irnar annast viðskipti við Húsbréfa-
deild.
Friðrik Sophusson Ijármálaráð-
herra segir að með 0,25% vaxta-
álaginu, sem tekið var upp við út-
gáfu 1. flokks húsbréfa í byijun
ársins, sé búið að stíga fyrsta skref-
ið í átt til afnáms ríkisábyrgðar.
Hann telur að það sé ríkissjóði í
hag að þurfa ekki að vera með
húsbréfaútgáfuna inni í opinberu
lánsfjáráætluninni og á lánsfjárlög-
um. Hagsmunir íbúðakaupenda fel-
ist í því að þjónusta við þá ætti að
batna við umræddar breytingar.
Greiðslumat og útgáfa
Steingrímur Ari Arason, aðstoð-
armaður íjármálaráðherra, bendir á
að nú annist bankarnir greiðslu-
mat. Hann telur að það sé mjög til
bóta að fela bönkunum einnig
ábyrgð á útgáfu húsbréfa, þannig
verði greiðslumatið og húsbréfaum-
sýslan á sama stað.
Hugmyndin er að bankastofnanir
taki við fasteignabréfum, sem bera
5% vexti. Bankarnir gefl út banka-
bréf með 4,75% vöxtum til handa
Húsbréfadeild og fái jafngildi þeirra
í húsbréfum sem afhent verða
íbúðakaupendum. Húsbréfadeild
verði því fyrst og fremst bakhjarl
bankastofnana varðandi húsbréfa-
viðskipti. Þegar þetta kerfi hefur
fest sig í sessi ættu að skapast
aðstæður til að fella ríkisábyrgðina
niður. „Samábyrgð íslenskra fjár-
málastofnana, sem að stórum hluta
eru í ríkiseigu, ætti að vera jafn-
gild ríkisábyrgð," sagði Steingrím-
ur Ari Arason.
Leitað álits hjá bönkunum
Félagsmálaráðherra skipaði
nefnd 9. mars 1993 til að fjalla um
kosti og galla ríkisábyrgðar á hús-
bréfum. I nefndinni sitja fulltrúar
ráðuneyta félagsmála og fjármála
auk fulltrúa Húsnæðisstofnunar.
Þann 4. maí sl. var nefndinni falið
að kanna hjá bankastofnunum
hvort unnt sé að bæta þjónustu við
íbúðakaupendur, án þess að því
fylgi aukinn kostnaður eða skertir
lánamöguleikar. Nefndin á sérstak-
lega að skoða þann möguleika að
húsbréfadeild skipti einvörðungu
við lánastofnanir. Álits nefndarinn-
ar er að vænta 1. september nk.
í VIÐRÆÐUM milli félagsmála- annars að í framtíðinni njóti hús-
ráðuneytis og fjármálaráðuneytis bréf ekki ríkisábyrgðar. Þess í stað
hefur verið rætt um breytt fyrir- verði þau tryggð með bankaábyrgð
komulag húsbréfaviðskipta, meðal og varasjóður, sem myndaður er
Morgunblaðið/Kristinn
Alvarlegt slys á Vesturlandsvegi
FIMM voru fluttir á slysadeild,
þar af tveir talsvert slasaðir, eftir
mjög harðan árekstur flutninga-
bíls og fólksbifreiðar við afleggj-
arann að Fitjakoti á Vesturlands-
vegi um általeytið í gærkvöldi.
Slysið atvikaðist þannig að öku-
maður fólksbílsins hugðist beygja
inn á afleggjarann við Fitjakot. I
sama mund keyrði flutningabíll-
inn sem var á leið framúr fólks-
bílnum inn í hlið hans með þeim
afleiðingum að báðir bílarnir fóru
út af veginum.