Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 179. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR11. ÁGÚST1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Skógareld- ar á Spáni TALIÐ er að allt að 20.000 manns hafi neyðst til að flýja úr sumar- bústöðum í grennd við Valencia á Spáni í gær vegna skógarelda sem geisuðu þar. Skógareldar hafa eyðilagt rúmlega 270.000 hektara skóglendis á Spáni það sem af er árinu. Á myndinni er þyrla, sem notuð var við slökkvi- starfið, að taka vatn úr tanki í grennd við eldana í gær. Þýsk skoðanakönnun Stjórnin héldi velli Bonn. Reuter. STJÓRNIN í Þýskalandi héldi velli ef kosið yrði nú sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, og þetta er fyrsta könnunin í tvö og hálft ár sem bendir til þess að stjórnarflokkamir haldi þing- meirihluta sínum. Samkvæmt könnuninni fengju stjórnarflokkarnir 50,2% atkvæða og þar af fengju Fijálsir demókratar 9,3%, en fyrri kannanir bentu til þess að þeir fengju innan við 5% atkvæða og þar af leið- andi engan þingmann. Reuter Forseti Argentínu æfur út í Irani Yill sendi- herrann úr landi Buenos Aires. Reuter. CARLOS Menem, forseti Argentínu, sagði í gær að vísa bæri sendiherra írans úr landi eftir að argentínskur dómari hafði gefið út handtökutil- skipun á hendur fjórum írönskum stjórnarerindrekum vegna sprengju- tilræðis í Buenos Aires sem kostaði tæplega 100 manns lífið 18. júlí. Iranir neita því að hafa átt aðild að sprengjutilræðinu og mótmæltu tilskipun dómarans í gær, sögðu hana byggða á tilhæfulausum ásök- unum. Ruben Beraja, formaður helstu samtaka gyðinga í Argentínu, gagnrýndi hana einnig og sagði hana ekki byggða á nægilegum sönnun- um. Menem sagði hins vegar úrskurð dómarans „afburðasnjallan“. Hann sagði að utanríkisráðuneytið tæki lokaákvörðun um hvort vísa bæri sendiherranum úr landi. Fernando Petrella aðstoðarutanríkisráðherra sagði fyrr um daginn að hæstiréttur landsins yrði að úrskurða hvort dóm- arinn hefði haft nægar sannanir til að gefa út tilskipunina. Rose reynir að stöðva bardaga í grennd við Sarajevo Hótar loftárásum á múslima osr Serba Sarajevo. Reuter. SIR Michael Rose, yfirmaður friðar- gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, hótaði í gær að biðja Atlants- hafsbandalagið um að gera loftárásir á hersveitir Serba og múslima ef þær hættu ekki bardögum sínum í grennd við Sarajevo. Þetta er í fyrsta sinn sem stjómarher Bosníu er hótað loftárásum, svo vitað sé. Yasushi Akashi, sérlegur sendi- maður Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, skoraði á stjórnarherinn og hersveit- ir Serba að hætta bardögunum og ganga að samningaborði að nýju. Hinar stríðandi fýlkingar höfðu þá skotið um 400 sprengjum innan og skammt utan þess svæðis þar sem Sameinuðu þjóðarnar höfðu bannað öll þungavopn. Sir Michael Rose sá sig knúinn til að hóta loftárásum vegna bardag- anna. Atlantshafsbandalagið hefur þrisvar sinnum gert loftárásir á serb- nesk skotmörk, síðast á föstudag eftir að Serbar höfðu tekið þunga- vopn sem voru í vörslu friðargæslu- liðsins. Bosníu-Serbar eiga nú í vök að veijast í stríðinu og talið er að stjórn- arherinn sé að hefja stórsókn til að notfæra sér þá ákvörðun Slobodans Milosevics, forseta Serbíu, að slíta sambandi við Bosníu-Serba. Hátt- settur herforingi í her Bosníu-Serba sagði að svo virtist sem stjórnarher- inn væri að reyna að tengja Sarajevo við svæði múslima í Mið-Bosníu. Abdic enn vígreifur Stjómarherinn sótti í gær í átt að bænum Velika Kladusa í Bihac-hér- aði, höfuðvígi múslimaleiðtogans Fikrets Abdics, sem lýsti yfir stofnun sjálfstjórnarsvæðis í Bihac í óþökk stjórnarinnar. Abdic heldur sig í mið- aldakastala í bænum og þótt ósigur blasti við honum kvaðst hann ekki ætla að yfírgefa menn sína og flýja undan stjórnarhernum. Hann sagðist þó reiðubúinn að ræða framtíð yfír- ráðasvæðis síns við stjórnina, en áður hafði hann hafnað slíkum við- ræðum. Abdic er kaupsýslumaður og var áður félagi í forsætisráði Bosníu, en sagði sig úr því og lýsti yfir stofnun sjálfstjórnarsvæðis í Bihac vegna ágreinings um hvort stjórnin ætti að fallast á friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Abdic vildi semja um frið við Serba og Króata og naut síðan aðstoðar Serba í bardögunum við stjómarherinn. Gallabuxur áGaza YASSER Arafat, leiðtogi Frels- issamtaka Palestínu (PLO), skoðar hér gallabuxur eftir að hafa opnað iðnsýningu á Gaza- svæðinu. Síðar í gær átti Arafat fund með Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra ísraels, í fyrsta sinn eftir að leiðtogarnir undir- rituðu í Washington samning um sjálfstjórnarsvæði Palest- ínumanna fyrir ellefu mánuð- um. Leiðtogarnir náðu sam- komulagi um að hefja sem fyrst samningaviðræður um stækkun sjálfstjórnarsvæðanna og að- gerðir sem beinast munu að því að auðvelda framkvæmd frjálsra kosninga þar. Skömmu eftir fundinn varð stjórn ísraels við kröfu Frelsissamtaka Pal- estínu um að láta átta konur lausar úr fangelsi. ■ Endurtekin handabönd/16 Aflaverðmæti í Smugu og Svalbarða gæti orðið fimm milljarðar króna í ár Breyta lögnnum til að stöðva Svalbarðaveiðar Ósló. MorgunblaðiA. NORSKA sjávarútvegsráðuneytið vinnur nú að því að breyta norskum fiskveiðilögum og telur að með því verði hægt að stöðva „sjóræningjaveið- ar“ á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Boðað hefur verið til aukafundar í ríkisstjórninni á föstu- dag þar sem búist er við að lagabreytingarnar verði samþykktar. Norska fréttastofan NTB hefur heimildir fyrir því að í nýju reglunum verði tilgreind þau ríki, sem hafa kvóta á svæðinu, og að sá kvóti byggist á sögulegum rétti þessara ríkja til veiða á svæð- inu. Hingað til hefur þá skilgreiningu skort í þau lög og reglur, sem Norðmenn hafa sett um veið- ar á Svalbarðasvæðinu. Verður ákvæðum þessa efnis væntanlega bætt inn í lögin um norska efnahagslögsögu og lög um fiskverndarsvæðið. Er það mat lögfróðra manna í norska stjórnkerfinu að það, að engin ákvæði af þessu tagi hafi verið til staðar, hafi verið ástæða þess að stjórnvöld treystu sér ekki til að ákæra skipstjóra Hágangs II. fyrir ólögleg- ar veiðar. Tuttugu togarar, án kvóta, voru í gær að veið- um á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða og að auki er fjöldi íslenskra togara á leið á svæðið. Slæmt veður var á miðunum í gær, þoka og kaldi, sem gerir norsku strandgæslunni mjög erfitt fyrir. 15 þúsund tonn til þessa Norðmenn telja að íslenskir togarar og skip sem sigla undir hentifána hafí veitt um 15 þús- und tonn af þorski í Smugunni og við Svalbarða það sem af er árinu. Norska strandgæslan áætlar að um síðustu mánaðamót hafi togararnir verið búnir að veiða um 7 þúsund tonn í Smugunni og 2.600 tonn við Svalbarða. Undanfarna viku hafa veiðst að minnsta kosti 5 þúsund tonn af þorski. Andvirði aflans er talið nema allt að 170 milljón- um norskra króna, eða tæplega tveimur milljörð- um íslenskra króna. Blaðið Nordlys segir að þessi mokveiði geri það að verkum að skipin þurfi einungis þijá til fjóra klukkutíma til að veiða upp í sektir á borð við þær sem Hágangi var gert að greiða. Norska blaðið Aftenposten telur að ef fram fer sem horfir muni aflaverðmæti íslenskra og fær- eyskra togara á þessum svæðum nema allt að hálfum milljarði norskra króna á árinu, eða um fimm milljörðum íslenskra króna. ■ SvaIbarðamálið/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.