Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR Bragi náði bestum árangri BRAGI Þorfinnsson náði bestum árangri íslensku keppendanna á Heimsmeistaramóti barna og ungl- inga í skák sem lauk í Szeged í Ungverjalandi í gær, hlaut 5 vinn- inga úr 9 skákum I flokki 13-14 ára. Enginn Islendinganna var meðal efstu manna. Þrír piltanna, Magnús Öm Úlfarsson, í flokki 17-18 ára, Matthías Kjeld, í flokki 15-16 ára, og Davíð Kjartansson í flokki 11-12 ára, hlutu 4 vinninga. Þá náði Guð- jón Valgarðsson 'í'h vinningi í sínum flokki, yngri en 10 ára. Bestum árangri stúlknanna náði Ingibjörg Birgisdóttir í hópi 10 ára og yngri en hún hlaut 3 vinninga. Álfheiður Óladóttir fékk 1 vinning í flokki 11-12 ára og Berta Ellertsdóttir, í flokki 13-14 ára, og Anna B. Þor- grimsdóttir, í flokki 15-16 ára, fengu 'A vinning úr skákum sínum. Visual Basic námskeið 94023 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 UTSALA 30-70% afsláttur B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177 Benedikt Davíðsson forseti Alþýðusambandsins Verkalýðshreyfingin sterkari samstillt Björk hætt við BJÖRK Guðmundsdóttir hefur lagt öll áform um kvikmynda- leik á hilluna að sinni. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag hafði hún verið beðin um að fara með aukahlutverk í kvikmynd um teiknimyndapersónuna Tank Girl. Að sögn Einars Arnar Benediktssonar snerist Björk hugur á sunnudag. Hann vissi ekki fyrir víst hverju þessi sinnaskipti sættu en hallaðist helst að því að söngkonunni hefði ekki litist á handritið. Einar sagði að Björk hygðist nú einbeita sér að vinnslu nýrr- ar plötu. Hvorki náðist í Björk sjálfa né umboðsaðila hennar í gærkvöldi. Göngumupp* ffjijð! lsland SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ BENEDIKT Davíðsson forseti Al- þýðusambands íslands vísar gagn- rýni Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Dagsbrúnar þess efnis að ASI hafi haldið illa á málum í síð- ustu kjarasamningum til föðurhús- anna. Hann segir að í þeim efnum tali hann við sjálfan sig þar sem öll félög hafi komið að samningagerð og beri jafna ábyrgð á þeim. ASÍ fari með umboð þeirra en hafi ekki verið sjálfstæður gerandi í samning- unum. „Ég er eindregið þeirrar skoðunar gagnstætt því sem virðist koma fram í þankagangi Guðmundar J. Guð- mundssonar að verkalýðshreyfíngin sé eftir því sterkari sem hún er sam- stæðari," sagði Benedikt í spjalli við Morgunblaðið. „Guðmundur hefur fyrst og fremst verið að boða það að undanförnu að hann vilji einangra Dagsbrún og það finnst mér ekki lík- legt til þess að skila meiri árangri en ef hreyfingin er samstillt. Allar hugrenningar í þá veru eru líklegri til að styrkja andstæðinginn,“ sagði hann. Aðspurður kveðst Benedikt ekki kannast frekar við óánægju Dags- brúnarfólks en annarra með síðustu kjarasamninga. „Af og til verður til umræða um það hvort þessi lína sem verið er að vinna eftir núna, hin svo- kallaða þjóðarsáttarlína sem Guð- mundur er höfundur að, sé ásættan- leg fyrir verkafólk. Við höfum haldið því fram að ASÍ hafi fylgt þessari línu allt frá því í febrúar 1990. Við teljum aftur á móti að ýmsir aðrir t.d. stjómvöld og atvinnurekendur hafi ekki gert það í þeim mæli sem við höfum ætlast til. Þetta eru menn óánægðir með ekki bara í Dagsbrún heldur í allri hreyfmgunni,“ sagði Benedikt. Óvíst af hverjum næstu samningar verða unnir Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það af hveijum næstu kjara- samningar verða unnir að sögn Bene- dikts. „Ákvörðun um það hvort samningar verða gerðir af hálfu ein- stakra félaga eða ASÍ hefur ekki verið tekin. Ég tel að við verðum að taka sameiginlega ákvörðun um það hver niðurstaðan verður," sagði Benedikt og taldi iíklegt að hún yrði tekin síðar í haust. Morgunblaðið/Golli Rex sjófær og verður Arnar VIÐGERÐ á togaranum Rex miðar vel áfram. Jón Steinar Árna- son hjá Brimrúnu hf gerir ráð fyrir að hann verði orðinn sjófær í dag. Sveifarás mun hafa verið brotinn. Rex varð vélarvana á leið sinni heim úr Smugunni og dró skemmtiferðaskipið Leifur Eiriksson togarann til hafnar. Að sögn Jóns Steinars stendur til að skrá togarann á Skagaströnd að lokinni viðgerð á ný undir nafninu Arnar. Rex var skráður í Limasol á Kýpur. Morgunblaðið/Guðmundur Jakobsson * I sumarsól EKKI var amalegt að skiða í Kerlingarfjölium um helgina. Veður var stillt og sumarsólin gyllti hjarnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.