Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBIAÐIÐ Dýraglens Ljóska HyERM6£fr 70,HAHN tABBI r^yAK. /•) TVWMU HENNAR?/ kMATTSPVRHU- '--’ •—' \/!AAÞ4im 06 VAKB S/O SKuneuiaom Ferdinand Smáfólk Leiðbeinandinn vill að þú leið- Góði Guð, þakka þér fyrir Enginn getur Pönnukökurnar voru að ir okkur í morgunbæninni, þessar pönnukökur ... ásakað þig um kólna. herra. Amen! innantómar endur- tekningar, er það, herra? BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Oddastaða í pólitík Frá Einari Erlingssyni: MIG langar til að leiðbeina ungum mönnum, er hafa hug á því að gerast ástríðupólitíkusar, inn á þá braut er mér sýnist vænlegust til velgengni að því marki. Ekki vegna þess að ég hafí farið hana sjálfur, heldur aðeins verið eftirtektarsam- ur áhorfandi um árabil og hlotnast sú ánægja að sjá margan útslitinn pólitíkusinn höndla þá gæfu að geta sagt bingó áður en allar ástríðurnar gengu til þurrðar í þágu þjóðfélagsins, og þannig öðl- ast öruggt og gott skjól innan vegnna banka, sendiráða eða ann- arra virðulegra stofnana. Svo ég snúi mér nú aftur að leiðbeiningunum, þá er fyrst af öllu gott að velja sér lítinn flokk, helst pínulítinn, sem er eins og hitamælir í umhleypingum, ýmist í plús eða mínus. Best er að hoppa inn þegar hann er vel fyrir neðan frostmark, og þá vegna þess að flokkur á þægilegu hitastigi þarf minna á kappsfullum valdasjúkum ástríðupólitíkusi að halda. Nú, þeg- ar flokksskírteinið er komið í vas- ann er gott fyrir þá sem ætla sér beint á toppinn að tefja ekkert, en byrja strax á hnútukasti í formann- inn, þó undir rós fyrst í stað, en smáauka við. Fljótlega kemur liðsauki frá óánægðum framagosum er hyggja á hefndir vegna brostinna vona um vegtyllur. Þeir vilja alltaf breyting- ar og koma strax með sprek í hreiðurgerðina í von um þakklæti, enda kannski gengið með klakhljóð lengi án áheyrnar og orðið mikið mál að koma frá sér, þótt ekki væri nema einu eggi. Að sjálfsögðu getu klakmeistarinn alltaf ráðið hvaða egg fúlna og þá sparkað þeim úr hreiðrinu svo lítið beri á. Samt má halda öllum kátum yfir varptímann, en alltaf komast upp svik um síðir, líka í hænsnabúi stjórnmálanna, en hjá því verður ekki komist. Samt kemur það ekki að sök, því að uppgjörið kemur alltaf seinna og þá verða komin ný loforð til sögunnar. Ekki dugar þetta eitt og sér til að stugga við þaulsætnum for- manni og hrekja á flótta. Því mæli ég með yfirreið um landið með gott slagorð í farteskinu, eins og til dæmis. Veistu hver á þig og þúfuna sem þú situr á? Mörgum verður orðfall, og skal þá herða róðurinn og segja: Það er ekki von, vinur minn, en ég get sagt þér eitt, þú er munaðarlaus, já, það er lóðið, þú ert munaðarlaus, svo einfalt er það. Bætir síðan við: Eg ætla ekki að líða það. Þetta kemur ákaflega miklu róti á fólk sem fer að ímynda sér að sjálfur Messías sé þarna kominn í eigin persónu og fellur fram. Sjálf- sagt er að dylgja með forystuleysi og fylgistap og hamra stöðugt á formanninum, því allt síast það inn og slævir sakbitna og þreytta sál hans, sem nú er farin að þrá frið- samt heimili. Þessar einföldu ráðleggingar duga yfirleitt alltaf og nú þegar komið er í formannssætið bytjar fyrst ballið. Stórhuga formaður vill lengra, alla leið á þing, og helst beint í ráðherrastól. Eins og ég sagði er got að vera í litlum flokki með þessar þarfír, og stíla upp á oddaaðstöðu. Þannig fellur helst til ráðherrastóll, sem og aðstaða tl að hygla öllum flokknum á einu bretti og planta honum í kerfið, safna þannig miklu þakklæti í skjóðu sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað oddastaða er, skal ég útskýra: Nú er kannski heill stórflokkur á ferð í límósínu og ætlar sér á toppinn að éta stóra tertu sem þjóðin hefur bakað, en farartækið drepur á sér í miðri brekkunni og allir fara út að ýta, en vantar rétt herslumun- inn að ná upp, sem er samt nægi- legt til að verða af tertunni. Kem- ur þá kanski gamall franskur braggi húrrandi á rassinum niður brekkuna eftir vitavonlausa at- rennu að henni, og út stígur pínu- flokkur sem segir: við skulum hjálpa ykkur að ýta ef við fáum helminginn af tertunni. Stóra flokknum sem ætlaði að éta hana alla einn, finnst þetta hreint „blakkmeil", en sér að hálfur skaði er betri en aílur, og gert er heiðurs- mannasamkomulag svo enginn verði plataður þegar á toppinn er komið. Þetta er oddastaða, og þeir sem stúdera hana eru alltaf tiltæk- ir í svona brekkum. Nú þegar ástríðupólitíkusinn er kominn með alla sína ómaga að veisluborðinu er gott að troða sem mestu í þá óþekkustu, helst svo miklu að öll orka fari í meltinguna. Þannig skapast borð fyrir báru, og tæki- færi til að baða sig í sviðsljósinu. Þá skal breiða úr skrautfjörðunum líkt og paradísarfugl í ástarhug- leiðingum. Þegar hér er komið gæti mörg- um fundist þeir vera orðnir stór- menni og vanta meira lífsrými. Þá er hægt að hefja útflutning á stór- mennskubijálæðinu. Alltaf finnst einhver markaður fyrir það erlend- is, og til að ýta undir hann er gott að hafa opið hús og bjóða upp á rommbúðing líkt og Óli í Fitjakoti gerði er hann var að koma sér vel við dírektör Bör Börsson sællar minningar. Nú má fara að minna þjóðina á umkomuleysi hennar, en gleðja hana jafnframt með því að í gangi séu þreifingar til úrbóta og komið upp á mitt læri eða vel það, og hún geti vænst þess að saman smelli á hverri stundu og hjóna- band í höfn. Gott er samt, áður en af því verður, að veita nokkrum undirokuðum þjóðum frelsi með undirskrift sinni, svo öllum megi ljós verða hvaða mannkostamaður sé hér á ferð, og að óþarft sé að efast um að hans forsjá sé betri en vangveltur þjóðarinnar um hjónabandið. Nú ætla ég hverjum kandídat gott til að moða úr í bili. EINAR ERLINGSSON vörubifreiðarstjóri, Langholtsvegi 63.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.