Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 20
20 FIMMTUEMGUR 11. ÁGÚST '1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samræmd próf í nýju frumvarpi til laga um framhaldsskóla sem menntamála- ráðherra hefur kynnt segir í 23. grein: „Lokapróf úr framhalds- skóla er veitt geta rétt til frekara náms eða réttindi til starfa skulu vera samræmd í tilteknum grein- um ..." Þótt ég sé enginn aðdá- andi þessa frumvarps fínnst mér hugmyndin um samræmd próf allr- ar athygli verð. Við höfum litla reynslu af sam- ræmdum prófum á framhalds- skólastigi. Hins vegar er áratuga reynsla af samræmdum prófum í grunnskólum. í Skólastefnu Kenn- arasambands íslands er fjallað um samræmd próf á blaðsíðu 34. Þar segir: „Þar sem nemendur búa við ólíkar félagslegar og menningar- legar aðstæður er óeðlilegt að taka námsefni alls staðar sömu tökum - og jafn óeðlilegt að meta starf og árangur allra nemenda með sömu mælistiku ... Núverandi skip- an samræmdra prófa við lok grunnskóla setur skólastarfi elstu Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 -16 Nýbýlavegi 12, sími 44433. árganganna þröngar skorður og hefur nei- kvæð áhrif á starfið." Þetta orðalag bendir til þess að reynsla grunnskólakennara af samræmdum prófum sé slæm. Ætli sam- ræmd próf í framhalds- skólum reynist eitthvað betur? Ef til vill hjálpa rökin sem færð eru gegn samræmdum prófum í Skólastefnu Kennarasambandsins okkur að svara þessari spurningu. Lítum fyrst á seinni rökin, að samræmd próf setji skólastarfinu þröngar skorður. Eftir því sem ég kemst næst skorða þau starfíð með tvennu móti. í fyrsta lagi stuðla þau að meiri áherslu á þau fjögur fög sem próf- að er í heldur en aðrar námsgrein- ar. í öðru lagi stjóma þau því hvaða námsefni er notað í þessum fjórum Atli Harðarson. Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar avaroc ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVÖRUR hÞOMRÍNISON &CO verdun, Ármúla 29 - 108 Reykjavik - símar 38640 - 686100 Miðnætursýning Laugardagskvöldið 13. ágúst kl. 23:00 (Engar pantanir teknar á miönætursýninguna) Miðasalan hefst í dag Súsanna Svavarsdóttir Morgunblaöinu 99 2121212t«121<12> <121 _sa i■ i■ 1 autil hó standa upp «»;o- li rópa ose iileeja ok daiiNa osc: syn^Ja með þelm livöld eltir kTÖld i allt suxuar". Friörika Benónýs Pressunni fögum. Þessi rök eru hreint ekki léttvæg og séu samræmd grunnskóla- próf undanfarinna ára skoðuð sést að þau hitta nokkuð vel í mark. Eitt einkenni þessara prófa er hvað þau taka til fárra greina og eru bundin tilteknu námsefni. Þetta þarf ekki að vera svona. Það er hægt að hafa samræmd próf án þess að stuðla að ofurá- herslu á fáeinar náms- greinar á kostnað hinna eða fastnegla um of náms- efni í þessum greinum. Seinni rökin sem tíunduð eru í stefnuskrá Kennarasambandsins eru semsagt ekki rök gegn sam- ræmdum prófum almennt og yfír- leitt heldur gegn tilteknum gerðum samræmdra prófa. Ég held að rétt sé að vara við samræmdum prófum sem eru bundin fáum greinum og tilteknu námsefni. Slík próf koma í veg fyrir að kennarar geti hrint eigin hugmyndum í framkvæmd, mótað sinn eiginn kennslustíl og lagt áherslu á efnisatriði sem þeir eru sérfróðir um, lætur vel að kenna eða höfðar sérstaklega til nemenda þeirra. Þetta útilokar ekki að samræmd próf af öðru tagi geti átt rétt á sér. Lítum nú á fyrri rökin í Skóla- stefnu Kennarasambandsins. Þessi rök eru á þá leið að það sé óeðli- legt að mæla starf og árangur allra á sama kvarða. Ég á satt að segja dálítið bágt með að skilja hvaða hugmynd býr hér að baki. Tvær virðast helst koma til greina. Ann- ars vegar að það eigi ekki að setja öllum nemendum sömu náms- markmið og hins vegar sú hug- mynd að það eigi ekki að nota sömu aðferð til að meta hvort Pét- ur hafí náð tilteknu markmiði og notuð er til að meta hvort Páll hafí náð sama markmiði. Það er töluvert til í fyrri hug- myndinni. Ef kennarar ætla að koma hveijum og einum sem lengst áfram í námi þá hljóta þeir að gera að nokkru leyti ólíkar kröf- ur til nemenda og setja þeim ólík markmið. Þetta útilokar þó ekki að sum námsmarkmið séu sameig- inleg öllum. Við hljótum til dæmis að krefjast þess af öllum, eða Samræmd próf gera mögulegt, segir Atli Harðarson, að bera saman árangur ólíkra skóla og kennsluað- ferða. næstum öllum, að þeir læri lestur og skilji íslenskt ritmál, geti synt 200 metra og kunni reikniaðgerð- imar fjórar. Ef samræmd próf reyna aðeins á kunnáttu sem við ætlum öllum að ná valdi á þá er ástæðulaust að amast við þeim á þeim forsendum að við ætlum sum- um að læra meira. Við getum því gengið út frá því að það sé ekki þetta sem er átt við í Skólastefnu Kennarasambandsins þegar sagt er að það sé óeðlilegt að meta starf og árangur allra nemenda með sömu mælistiku. En hvað með seinni hugmynd- ina? Getur verið að þegar við ætl- um tveim ólíkum nemendum að læra sama efni, t.d. reglur um hvenær á að skrifa y og hvenær i, þá sé óeðlilegt að leggja sama próf fyrir þá báða til að komast að því hvort þeir hafa lært þetta? Jú það kann að vera: Ef annar nemandinn er handlama þá er varla sanngjarnt að skylda hann til að leysa prófið mec venjulegum skriffærum. En það er örugglega ekki þetta sem átt er við. En hvað þá? Mér kemur helst í hug að þeir sem sömdu þessa skólastefnu líti á einkunn á prófí sem einhvers konar heildstætt mat á kostum og verðleikum nemandans. Þeir hugsi sem svo að ef tveir nemendur ná svipuðum árangri, annar býr við bágar aðstæður en er iðinn og samviskusamur og hinn er latur en nýtur þess að foreldrar hans aðstoða hann á alla lund og kaupa handa honum námskeið og auka- tíma, þá eigi sá fýrrnefndi meira hrós skilið og þar með betri vitnis- burð. Ef við álítum að vitnisburður eða einkunn sem nemandi fær í skóla eigi ekki aðeins að segja hversu gott vald hann hefur á tilteknu námsefni heldur líka eitthvað um verðleika hans eða þroskastig þá kann þessi hugmynd að eiga tölu- verðan rétt á sér og þá getur eng- inn gefið nemandanum sanngjarn- an vitnisburð nema þekkja hann mjög vel - sennilega enginn nema guð almáttugur. Að mínu viti er öldungis fráleitt að ætla einkunn- um svona víðtækt hlutverk svo ef þetta er hugsunin á bak við hin fyrri rök gegn samræmdum próf- um í Skólastefnu Kennarasam- bandsins þá eru þau léttvæg fund- in. ^ Ég hef nú litið ofurlítið á þau rök sem helst eru færð gegn sam- ræmdum prófum og komist að því að þau gefa ekki tilefni til að vísa öllum slíkum prófum í ystu myrkur þótt þau bendi til þess að vissar gerðir samræmdra prófa geti sett skólastarfi óeðlilega þröngar skorður. En þótt engin rök mæli gegn samræmdum prófum er ekki þar með sagt að það eigi að taka þau upp. Það dugar ekki að sýna fram á að þau séu skaðlaus. Þeir sem vilja samræmd próf verða að færa rök fyrir því að þau séu gagnleg. Hvaða rök ætli séu til fyrir gagn- semi samræmdra prófa? Þau sem mér koma helst í hug eru: 1. Aldrei fer hjá því að almenn- ingsálitið telji suma skóla betri en aðra og fólk hneigist til að álíta nemendur úr þeim betur að sér. Ef allir gangast undir sömu próf þá getur nemandi úr skóla sem nýtur lítillar virð- ingar sýnt öðrum það svart á hvítu að hann hafí staðið sig vel og sé enginn eftirbátur ann- arra í námi. 2. Samræmd próf gera það mögu- legt að bera saman árangur ólíkra skóla og ólíkra kennsluaðferða og komast þannig að því hvaða kennsluað- ferðir og hvers konar skólar duga best. 3. Samræmd próf geta gagnast við inntöku nemenda á næsta skólastig fyrir ofan. Þannig hjálpa samræmd grunnskóla- próf framhaldsskólum að meta hveijir þurfi að fara í hægferð eða fornám. Ég býst við að sam- ræmd lokapróf úr framhalds- skóla geti gagnast háskólum á svipaðan hátt og samræmd lokapróf úr grunnskóla gagnast við inntöku nemenda í fram- haldsskóla. 4. Samræmd próf kalla á skýr námsmarkmið og geta því stuðlað að markvissri kennslu. Það að markmið náms séu skýr og öllum ljós er að vísu lítils virði nema þau séu líka þess virði að keppa að þeim og til sé námsefni og aðstaða til að þau náist. Ef samræmd próf eiga að gagnast að þessu leyti þurfa því ýmsir aðrir þættir skólastarfs að vera í góðu lagi. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. íþróttafélagið Hamar í Hveragerði tekur búningsklefa í notkun FIMMTUDAGINN 11. ágúst verður tekið í notkun nýtt búnings- klefahús við Grýluvöll í Hvera- gerði. Forsaga málsins er sú að í kosningabaráttunni fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í maí lofuðu sjálfstæðismenn í Hveragerði úr- bótum í húsnæðismálum við völl- inn en fram að þessu hefur aðstað- an verið engin. Eftir að sjálf- stæðismenn náði hreinum meiri- hluta var samþykkt í bæjarstjórn að kaupa 150 fermetra hús af fþróttafélaginu ÍR í Reykjavík. IR-ingar fengu nýtt og glæsilegt hús sem stendur við völlinn þeirra í Mjóddinni. Um leið og samþykkt var að kaupa húsið var ákveðið að húsið skyldi afhent íþróttafé- laginu Hamri til eignar. Þar með verður það á ábyrgð íþróttafélags- ins að sjá um rekstur og viðhald. Þá fékk íþróttafélagið eina og hálfa milljóna króna til að flytja húsið frá Reykjavík til Hveragerð- is, koma því fyrir og dytta að því. 23. júní var byijað að grafa fyrir sökklum hússins, 27. júní rann steypan í mótin, 13. júlí var húsið svo flutt í tvennu lagi austur í Hveragerði og núna 11. ágúst verður það tekið í notkun. Þessi vinna hefur gengið mjög vel og er það aðallega að þakka hversu vel Hvergerðingar og Selfyssingar hafa hjálpað okkur í Hamri með sjálfboðavinnu og efnisgjöfum. Eftir að hafa leitað til allnokkurra fyrirtækja í Hveragerði og á Sel- fossi og fengið jákvæð svör hjá Access 2.0 námskeið 94048 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegl 16 • © 68 80 90 þeim öllum þá hefur okkur tekist að flytja húsið og dytta að því og lítur út fyrir að kostnaðurinn verði um ein og hálf milljón eins og áæýlað var í upphafi. í húsinu er einnig um 60 fer- metra fundarsalur þar sem félags- aðstaða íþróttafélagsins verður til staðar. það vita allir sem hafti komið nálægt íþrótta- og félags- málum hversu mikilvægt það er hveiju félagi að hafa slíka að- stöðu. Þarna geta allar deildir fé- lagsins (sem eru sjö) fundað, sjón- varp og myndbandstæki eru í saln- um til að horfa á íþróttaviðburði o.fl. Öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við þessa vinnu þakka ég kærlega fyrir þeirra framlag. Án þessara jákvæðu undirtekta hefði þetta aldrei verið framkvæman- legt. Og það skemmtilega við þetta mál er að það var alveg jafn auð- sótt að fá aðstoð frá einstaklingum og fyrirtækjum á Selfossi og frá einstaklingum og fyrirtækjum í Hveragerði. Það hefur nefnilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.