Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 31 GESTUR GÍSLASON + Gestur Gíslason trésmiður sem lengst af bjó á Digra- nesvegi 78 i Kópa- vogi, fæddist í Suð- ur-Nýjabæ í Þykkvabæ 26. júlí 1906. Hann lést 4. ágúst síðastliðinn, 88 ára að aldri. Gestur var sonur hjónanna Guðrúnar Magnús- dóttur húsfreyju Suður-Nýjabæ, 25. júní 1886, d. 17. janúar 1979 og Gísla Gestssonar bónda þar, f. 8. september 1878, d. 9. apríl 1979. Guðrún var dóttir Magnúsar Eyjólfsson- ar, vinnumanns í Bjólu í Þykkvabæ og síðar sjómanns í Vestmannaeyjum og Guðrúnar Runólfsdóttur í Suður-Nýjabæ. Gísli var sonur hjónanna Gests Gestssonar bónda í Hrauki í Þykkvabæ og Ingibjargar Olafs- dóttur húsfreyju. Guðrún og Gísli í Suður-Nýjabæ eignuðust alls þrettán börn. Auk þess átti Gísli einn son með fyrri konu sinni, sem lést af barnsförum. Hann hét Kristinn, ólst upp í föðurhúsum og gekk Guðrún honum í móður stað. Fjögur af börnum Gísla og Guðrúnar lét- ust í frumbernsku. Þau sem komust upp eru eftir aldursröð: Ingimundur, Gestur, Soffía, Guðbjörg, Guðjón, Dagbjört, Kjartan, Óskar og Ágúst. Af þeim eru ennþá fimm á lífi, þau Soffía, Dagbjört, Kjartan, Óskar og Ágúst. Gestur kvæntist Lí- neyju Bentsdóttur 14. október 1933. Líney var fædd í Bíldudal 5. desember 1909. Hún var dótt- ir hjónanna Karolínu Söbeck og Bents Bjarnasonar ljósmyndara og kennara, sem ættaður var frá Reykhólum. Bent starfaði þó lengst af sem bókhaldari hjá Garðari Gíslasyni hf. í Reykja- vík. Líney og Gestur eignuðust tvö börn, Gísla, f. 25. maí 1941 og Sigrúnu Eddu, f. 15. desem- ber 1947. Gísli er kvikmyndagerðar- maður í Reykjavík, kvæntur Gerði Bergsdóttur Gísla- sonar stórkaup- manns. Þau eiga tvö börn sem heita Ragn- heiður og Bergur Gestur. Sigrún Edda er gift Marinó Ólafs- syni rafeindavirkja, Þórðarsonar hús- gagnabólstrara. Þau Sigrún og Marinó eiga tvö börn, Lí- neyju og Bent. Gest- ur eignaðist tvö börn fyrir hjónaband. Með Guðrúnu Guðmundsdóttur eignaðist hann Guðna Óskar, f. 28. janúar 1929, bílsljóri í Vík í Mýrdal. Kona hans er Guðbjörg Ögmundsdótt- ir og eiga þau þrjú börn, en þau heita: Guðrún Dröfn, Ögmundur Jón og Sigrún Harpa. Þá eignað- ist Gestur með Sigurlínu Ölafs- dóttur Sólrúnu, f. 14. desember 1930. Hún býr í Reykjavík og eiginmaður hennar er Einar Kristjánsson. Þau eiga þijú börn: Símon, Guðjón og Sonju. Skömmu eftir að Gestur og Lín- ey giftust keyptu þau húsið Mið- stræti 10 í Reykjavík ásamt Bjarna Bentssyni, bróður Li- neyjar. Þar bjuggu þau á annan áratug. Líney og Gestur voru meðal frumbyggja Kópavogs. Það byijaði með því að þau byggðu sér þar sumarbústað, en síðar byggðu þau á sömu lóð stærðar einbýlishús sem varð Digranesvegur 78 þegar bæjar- bragur komst á Kópavoginn. Þar áttu þau siðan heima lengst af, en fluttu í Vogatungu 45 þegar aldurinn færðist yfir. Vegna vanheilsu fluttist Gestur síðan í sambýli aldraðra að Skjólbraut la og dvaldi þar í rúmt ár, en síðustu tvö æviárin var hann á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð og þar andaðist hann. Útför Gests fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag. GESTUR ólst upp í foreldrahúsum í Suður-Nýjabæ og fór að sinna öllum sveitastörfum eins og gerðist áður fyrr, um leið og kraftar leyfðu. Hann og bræður hans fóru fljótlega að fara á vertíð, sérstaklega til Vestmannaeyja, enda veitti ekki af að draga björg í bú á stóru heimili, því fátæktin var svo mikil að stund- um lá við að ekki væri hægt að seðja alla munnana. Alltaf tókst það þó og öll systkinin sem komust upp, reyndust dugnaðar og atgervisfólk. Gestur var kominn á þrítugsald- urinn þegar hann fluttist, til Reykja- víkur og hóf fljótlega störf hjá frænda sínum Eyvindi Árnasyni lík- kistusmið. Hann reyndist mjög hag- ur smiður og trésmíðar áttu eftir að verða hans ævistarf. Eftir að hafa starfað hjá Eyvindi í nokkur ár, fór hann að vinna hjá húsameist- ara ríkisins, en þá hafði myndast hjá embættinu vísir að fram- kvæmdadeild, fyrst og fremst til að sjá urn eftirlit og viðhald opinberra bygginga í Reykjavík og fjölmargra embættisbústaða úti um land. Verk- stæði höfðu þessir starfsmenn húsa- meistara í Bankastrætinu, þar sem nú er hin nafntogaða Bernhöft- storfa. Gestur vann sem sagt í fjölda ára við viðhald opinberra bygginga á vegum húsameistara, en síðustu einn eða tvo áratugina af starfsæ- vinni starfaði hann sjálfstætt, en var þó alltaf við viðhald opinberra bygginga. Gestur öðlaðist mikla reynslu og þekkingu á viðhaldi húsa með starfi sínu og naut þar mikils trausts, enda sá hann alfarið um viðhald og eftirlit með fjölmörgum MINNINGAR opinberum stofnunum. Þá ferðaðist Gestur mikið um landið, sérstaklega framan af starfsævinni, þegar hann vann að viðhaldsverkefnum á emb- ættisbústöðum vítt um land. Hann þekkti því landið vel og hafði yndi af ferðalögum. Ég hef rakið að Gestur var mjög hagur maður í höndum, en honum var fleira til lista lagt. Hann og Líney kona hans hafa frá byijun starfað mikið með Leikfélagi Kópa- vogs og má segja að hann hafí ver- ið ein af aðalleikurum lékfélagsins á tímabíli. Þá lék hann einnig í upp- færslum bæði hjá Iðnó og Þjóðleik- húsinu. Hann var leikari af guðs náð, hafði mjög næma tilfinningu fyrir persónuleika þeirra sem hann túlkaði, enda hlaut hann oft mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína á sviðinu. Ég hygg að það hlut- verk sem hann hafði mest dálæti á hafi verið hlutverk séra Sigvalda í Manni og konu. Gestur ferðaðist mikið um landið, fyrst starfsins vegna, en síðan stofn- aði hann með nokkrum vinum og kunningjum í Kópavogi lítinn ferða- hóp eða ferðaklúbb og fór þessi ferðahópur ævinlega í langferðir um landið á hveiju sumri. Var þá kom- ið víða við og oft glatt á hjalla. Þegar Gestur fæddist kom hann í heiminn löngu fyrir tímann og það var hreint kraftaverk að hann skyldi lifa og verða að manni. Og svo sannarlega varð hann að manni, því Gestur var áberandi glæsilegur maður, hár og þrekvaxinn og bar sig vel. Ég minnist þess vel, þegar ég sem ungur drengur sá Gest frænda minn í fyrsta sin. Það var ekki aðeins að mér þætti hann óvenju glæsilegur maður, heldur var Gestur einnig kurteis og fágaður í framkomu og mér fannst bókstaf- lega einhver tign yfir honum. Ég kynntist Gesti frænda mínum ennþá betur síðar þegar ég var á háskóla- árunum í Reykjavík og álit mitt á honum átti ekki eftir að breytast. Nánari kynni staðfestu að Gestur var ekki einungis glæsilegur maður á velli, heldur óvenju hjartahlýr og hjálpsamur, enda vinmargur. Get ég seint fuilþakkað þeim hjónum gestrisni þeirra og hjálpsemi við mig, en heimili þeirra stóð mér allt- af opið og þar var mér ævinlega tekið opnum örmum. Ég veit að svo var einnig með allan stóra ættingja- hópinn frá Suður-Nýjabæ og ég mæli örugglega fyrir munn margra þegar ég flyt Gesti alúðarþakkir fyrir alla hans vinsemd og margvís- lega greiða fyrr og síðar. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Gísli G. Auðunsson. Elsku afi Gestur, mig langar að minnast þín og þakka þér fyrir a'lar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman. Alltaf varstu hress og kátur, stutt var í stríðnina hjá þér og öllum gastu komið til að brosa. Fyrstu átta æviár mín þegar ég, mamma og pabbi bjuggum hjá ykkur ömmu á Digró kenndir þú mér margt. Oft var það að ég skrapp niður á verkstæði til þín og við fór- um að smíða einhveija smáhluti saman. Margar áttum við samveru- stundirnar hvort sem var úti við að ditta að garðinum, rækta kartöflur eða skreppa í bíltúr. Ég fékk það tækifæri að ferðast með þér um marga fallega staði á íslandi, kynn- ast leikhúslífinu með þér þegar þú sinntir áhugamáli þínu, leiklistinni hvort sem var í Kópavogi eða Reykjavík, og oft kom það fyrir að ég sá sömu sýninguna mjög oft. Þú kenndir mér fyrstu handtökin við að keyra bíl, og þegar ég fékk bíl- prófið lánaðir þú mér Volguna þína svo við vinkonurnar gætum farið í bíltúra. Þú varst mikill handverks- maður bæði innan dyra og utan og aldrei kom auð stund hjá þér, þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni í húsinu þínu á Digranesveginum. Þú varst mikill vinur vina þinna og hefur kynnst ótrúlega mörgu fólki í gegnum lífið. Ég vona að þér líði nú vel á næsta viðkomustað og takk fyrir allt elsku besti afi minn. Megi minningin um góðan mann lifa að eilífu. Þín Líney. ÞYKKVIBÆR, elsta sveitaþorp á íslandi, er sérstæð byggð í neðan- verðri Rangárvallasýslu. í gegnum aldir sóttu Þykkbæingar sjóinn á áraskipum með mannfórnum. En þeir börðust einnig við ár og vötn, sem umluktu byggðina og þeirri baráttu lauk með fullum sigri. Tún voru þess vegna lengstum lítil í þessari sérstæðu byggð, en gjöfulustu engjar þessa lands, Safa- mýri, sáu fyrir góðum heyfeng hvert ár. í þessari byggð, við þessar að- stæður, fæddist Gestur Gíslason og þar átti hann sín uppvaxtarár. Ekki munu honum þó hafa verið hugaðir langir lífdagar við fæðingu, en ein- stök natni og umhyggja móður hans sigraðist á hveijum vanda. Enda ekki á aðra að treysta, enginn hjúkr- unarfræðigur frá heilsugæslustöð renndi í hlað vikulega á þeim tíma. Það varð hins vegar ekki lífshlaup Gests að verða bóndi í Þykkvabæn- um, heldur hleypti hann heimdrag- anum og hélt til höfuðborgarinnar og lærði trésmíði, sem varð hans ævistarf. En hans heimabyggð síðan ævi- langt var Kópavogur. Gestur varð einn af frumbyggjum þessa bæjar, sem þótti sem bær jafn sérkennileg- ur og Þykkvibærinn sveit. Þar byggði hann reisulegt hús, sem enn stendur. Við Gestur vorum sveitungar alla tíð. Fyrst í sveitinni, báðir Djúp- hreppingar, síðan í Kópavogi þar sem við lengst af vorum nágrannar, en lengsta samleið áttum við í leik- listinni, vorum meðal þeirra sem stofnuðum Leikfélag Kópavogs. Á þeim vettvangi kynntist ég Gesti. Ekki veit ég hvort þessi veira, leiklistarbakterían, hefur verið í mýrunum fyrir austan, en eitt er víst að báðir gengu með hana. Sá munur var hins vegar á að Gestur bjó að reynslu, en ég ekki. Svo ótrú- legt sem það hljómar hafði leiklistin blómstrað í Þykkvabænum, þessari einangruðu byggð. Eða kannske þess vegna? Þar upplifði ég leikhús- ið fyrst, þótt ekki væri Gestur þar á sviði í það sinnið, hann kominn : til ævistarfs í þéttbýlinu, ég smá- strákur í barnaskóla í Þykkvabæn- um. Þar kynntist ég leiklistinni. Þar sem María í Dísukoti lék ráðskonu Bakkabræðranna Egils í Skarði, Óskars í Búð og Magnúsar á Eyrar- arlandi. Þvílíkur viðburður! Við hóf- um feril okkar saman, við Gestur, hjá Leikfélagi Kópavogs. Það var í „Leynimel 13“ sem sýnt var í Kópa- vogsskóla árið 1958. Þar lék Gestur seinheppin og takmarkaðan heimil- islækni og skilaði honum eins og ^ hann átti að vera. Enginn maður hefur sannað eins vel kenningu mína í leiklist eins og Gestur Gíslason. Leikari er ekki gamanleikari eða „tragískur" leikari eða einhver önn- ur tegund. Leikari er annaðhvort leikari eða ekki leikari. Sé hann leikari getur hann leikið hvað sem er. Og sterk- asta vopn hvers leikara er húmor. Þetta sannaði Gestur framar öðr- um. Ég minnist hans á sviðinu okkar sem „heiðarlegs embættismanns" í Alvörukrónunni 1960, í gjörólíku hlutverki sem flækingurinn í franska sakamálaleikritinu Gildr- unni. En umfram allt minnist ég hans sem Séra Sigvalda í Manni og konu og er ég ábyggilega ekki einn um það. Ég nefndi áðan húmoristann Gest Gíslason. Þar var enginn svikinn. Þó verður að segjast að húmor hans var stundum of djúpur til að allir skildu. En ætíð ósvikinn. í dag fínnst mér vænt um að hafa verið með Gesti í hans líklega síðasta leikriti. Það var í Jómfrú Ragnheiði eftir Kamban í leikgerð og leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur í Þjóðleikhúsinu. Þar vorum við í hópi prestanna sem tókum hinn umdeilda eið af Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Margar eru hvunndagshetjurnar. En nú erum við að kveðja eina hvunndagshetjuna. Þar á ég ekki við hið eiginlega ævistarf hins gengna. Þar á ég við þann mikla skerf sem Gestur Gíslason lagði til menningarmála sinnar sveitar. Með honum stóð ætíð kona hans, Líney Bentsdóttir, sem var einn af þessum ómissandi hleklqum, sem gerðu starf eins leikfélags lífvæn- legt. Meðan við Gestur og fleiri stóð- um í sviðsljósinu stritaði hún bak- sviðs. Án hennar og þeirra sem þar - voru hefði starf okkar „stjarnanna" komið fyrir lítið. Ef ekki aðrir verða til þess þá leyfi ég mér í nafni allra hinna gömlu félaga í Leikfélagi Kópavogs að þakka Gesti Gíslasyni fyrir sam- fylgdina, en get ekki látið hjá líða að segja, að enn einu sinni hefur sannast að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Sigurður Grétar Guðmundsson. GUÐNÝ HELGA- DÓTTIR + Guðný Helgadóttir fæddist á ísafirði 11. ágúst 1897. Hún andaðist í Reykjavík 20. júlí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dóinkirkjunni 27. júlí. Hetja er fallin frá. Hún var tilbú- in að kveðja þennan heim og hefja nýtt tilverustig. Hún hélt reisn og tígulleik til hinsta dags og minnið var með ólíkindum. Hún bar með stolti sinn íslenska búning, þannig vildi Brynjólfur hafa hana. Móður sína missti hún á 12. ári og var þá Sveinn bróðir hennar nýfæddur. Það var þungt högg. Margrét Sveinsdóttir, föðursystir Guðnýjar var í heimsókn frá Kanada. Hún tók að sér heimilið á örlagaríkum tímum og gekk þeim í móðurstað. Helgi fluttist til Reykjavíkur og bjó að Garðastræti 13 eða Garðó eins og það var kall- að. Þar var menningar- og bind- indisheimili. Þar hittust systkinin með sínar fjölskyldur þegar þau fóru að búa. Fjölskylduböndin voru sterk og mikill samgangur milli heimila. I „Garðó“ vorum við barna- börnin alltaf velkomin og áttum okkar skemmtilegu samverustundir og minningar. Lífshlaup Guðnýjar og Brynjólfs var samofið Leikfélagi Reykjavíkur. Hún stóð sem klettur við hlið hans gegnum hans leik- listarferil og starf hans fyrir Leikfé- lagið, sem var annasamt og tíma- frekt. Líf Leikfélagsins hékk á blá- þræði um tíma eða nálægt 1950 þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa, en með þrautseigju tókst að snúa við blaðinu og gera Leikfélagið að því sem það er í dag. Brynjólfur var aldrei fastráðinn hjá Þjóðleik- húsinu, var áhugaleikari og barðist fyrir byggingu Borgarleikhúss, en náði ekki að vera við vígslu þess. Þar var Guðný verðugur fulltrúi hans. Guðný var sívakandi yfir velferð hans í leikhúsi og fyrir Leikfélagið og sá til þess að hann fengi nægan svefn, staðgóðan mat, gaukaði upp í hann þegar hann mátti ekki vera að því að matast fyrir annríki. Síð- ast en ekki síst hlýddi hún honum yfir hlutverkin og fann að blæbrigð- um í málfari, ef því var að skipta. Án hennar stoðar og hljóða starfs hefði Brynjólfur ekki náð jafnt langt á sínum giftudijúga ferli og raun varð á. Starfssvið Guðnýjar var fyrst og fremst heimilisstörf. Þau áttu fallegt heimili. Það var ekkert kaffibrúsabragð af kaffinu hennar Guðnýjar og vel heitt skyldi það vera og ekkert gutl. Þó Guðný væri oft alvarleg var stutt í hláturinn og spaugið og þá ekki síst um sjálfa sig. Barnabörn Guðnýjar og Brynjólfs urðu 14 og barnabarnabörn 17 ogþegarGuðný lést átti hún 70 ára gamla dóttur, elsta barnabarnið var þá 50 ára og barnabarnabarnið 25 ára. Guðný og Brynjólfur áttu víða heimili á búskaparárum sínum. Ég minnist Laufásvegar 35, Grettis- götu 69 og Hávallagötu 31. Að lok- um eignuðust þau sína eigin íbúð að Hvassaleiti 30 og þar bjuggu þau og Guðný ein eftir lát Brynj- ólfs og þar vildi hún vera. Þar var hún umvafin börnum og barnabörn- um, elsku þeirra og hlýju. Þau kunnu að meta návist hennar. „Það var svo gott að vera nálægt henni mömmu“ sagði Birgir, en hann var samvista henni seinustu átta mán- uðina; kom frá Kanada fyrir síðustu jól. Án Onnu hefði hún ekki getað verið ein svo lengi og verður henni seint fullþakkað. Mikill samgangur var milli heim- ila okkar og minnist ég margra stunda og á margar minningar. Óll leikritin sem ég sá fyrir tilstuðlan þeirra og í einu leikriti (Pétri Gaut) var ég á sviði með Brynjólfi í gamía „lðnó“. Af börnum þeirra Guðnýjar kynntist ég Birgi mest. Vorum við saman í sveit að Gautlöndum í þijú sumur og tengdumst því nánar. Hann fluttist svo til Kanada og hefur verið þar í 24 ár. Við Heiða minnumst komu þeirra Brynjóifs að Geirbjamarstöðum ár- ið 1966. Við Heiða sendum börnum, barnabörnum, tengdabömum, ætt- ingjum og vinum okkar samúðar- kveðjur og þökkum stundir sem við gátum verið Guðnýju samtíða. Lífshlaupinu er lokið en minning- in lifir. Hvíl þú í friði. Guð blessi ykkur öll. Lækkar lífdaga sói löng er orðin mín ferð fauk í farenda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Óttar Viðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.