Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 35
Keppnin hefst kl. 10:00 f.h. laugardaginn 13. ágúst
og lýkur kl. 22:00 sama dag. Þátttökugjald er
700 kr. [ forskráningu en 1000 kr. fyrir þá sem skrá
sig samdægurs. Keppendur geta skráð sig hjá
Pedromyndum Skipagötu 16, Akureyri í síma
96-23520. En þar hefst keppnin. Einnig verður
unnt aö skrá sig þar samdægurs, aö morgni
13. ágúst kl. 9:00-9:45.
Keppnin er öllum opin og hæfir fólki á öllum aldri!
Eina skilyrðið er að keppendur hafi myndavél fyrir
35 mm filmu.
Keppnin felst I þvl að taka Ijósmyndir af 12
fyrirfram ákveönum verkefnum eða myndefnum
eftir tiltekinni röð á 12 klukkutlmum. Við rásmark fá
keppendur 12 mynda Kodak litfilmu og 3 fyrstu
verkefnin. Á þriggja tima fresti þurfa þeir síðan að
mæta á ákveðnum áfangastöðum og fá næstu
verkefni. Tólf timum slöar, kl. 22:00, koma þeir í
mark og skila filmunni. Aðeins má taka eina mynd
af hverju myndefni.
Það rcynir á hugmyndaflug,
vandvirkní, kunnáttu
og heppní!
Innifalið I þátttökugjaldi er 12 mynda KODAK lit-
filma, framköllun á Kodak Royal pappír, Greifa-
pizzutilboð, grillveisla, möguleiki á að vinna til
glæsilegra verðlauna, þátttaka i stórkostlegri
Ijósmyndasýningu, tækifæri til að fá meistara-
verkið sitt birt I Morgunblaðinu og ógleymanlegur
sumardagur á Akureyri í góðum félagsskap.
VERÐLAUNAAFHENDING og Ijósmyndasýning
hefst kl. 15:00 sunnudaginn 14. ágúst við
Pedromyndir, Skipagötu 16. Dómnefnd skipa,
fulltrúi Kodak, Ijósmyndari og myndlistamaöur.
HfiNSPETERSENHF
GreIFINN ^Peáíomyndir^
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 35
MINNINGAR
PlcrptitiIthiÞlð
- kjarni málsins!
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR
Minnismerki úr steini
Tíminn steðjar sem streymi á,
strengir um kletta falia.
Undan mig rekur ofan hjá,
áralausan að kalla.
(F. Petersen. - Sveinbjöm Egilsson þýddi.)
Þessi orð komu í huga minn við
skyndilegt fráfall mágkonu minnar,
Þorgerðar Jónsdóttur. Þau minna
á hve hratt tíminn steðjar áfram,
svo hratt að heil mannsævi er sem
örskotsstund þegar litið er til baka
frá sjónarhóli efri ára.
Ég kynntist Þorgerði og manni
hennar, Þorgeiri Þorleifssyni, árið
1947 en þá voru þau nýgift og
áttum við með þeim hjónum marg-
ar ógleymanlegar stundir. Þorgerð-
ur mágkona mín var lífsglöð og
listhneigð og hafði prýðilega söng-
rödd og var sérlega hög í höndun-
um. Hún teiknaði og málaði mynd-
ir og stóð til að hún færi á lista-
skóla í Danmörku, en af því varð
því miður ekki. Þau voru höfðingjar
heim að sækja og áttu fagurt heim-
ili, fyrst í Barmahlíð 52 og síðar á
Byggðarholti 21 í Mosfellsbæ þar
sem listfengi húsmóðurinnar og
ÁHLJCB/NLJÓSIVI'VISIDAFRAKLÚBBUR /K K l_l R E "V F? R
agúst
Canon
EOS 500 myndavél
með 50mm linsu
frá Hans Petersen
Canon
Prima Mini myndavél
frá Pedromyndum
Vöruúttekt
kr. 10.000,-frá
Vöruhúsi KEA
Matur fyrir tvo
á Greifanum
Fjöldi góöra
aukaverðlauna
Hvar ?
+ Þorgerður
Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. september
1925. Hún lést á
Landspítalanum 3.
ágúst 1994. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jónína Mar-
grét Jónsdóttir, f.
6. október 1892 í
Efra-Langholti,
hún andaðist 28.
október 1988, og
Jón Diðrik Hannes-
son múrarameist-
ari f. 3. janúar 1901
í Roðgúl á Stokkseyri. Hann
andaðist 20. september 1975.
Þorgerður giftist Þorgeiri
Þorleifssyni frá Þverlæk i
Holtum 7. júní 1947, f. 22. jan-
úar 1916. Þorgeir andaðist 12.
mars 1989. Foreldrar Þorgeirs
voru Þorleifur Kristinn Odds-
son, bóndi á Þverlæk, f. 21.
september 1864, hann andaðist
2. janúar 1922, og Friðgerður
Friðfinnsdóttir, f. 9. maí 1872,
hún andaðist 1. janúar 1958.
Þorgerður og Þorgeir bjuggu
lengst af í Barmahlíð 52,
Reykjavík, þau fluttu að
Byggðarholti 21, Mosfellsbæ,
árið 1976. Börn Þorgerðar og
Þorgeirs eru: Jón f. 6. ágúst
1947, búsettur í Sandnesi í
Noregi. Vilborg f. 7. desember
1951, búsett í Mosfellsbæ. Frið-
geir Þór f. 29. maí 1956, bú-
settur í Vestmannaeyjum. Guð-
mundur Skúli f. 23. júlí 1962,
búsettur í Reykjavík. Útför
Þorgerðar fer fram fimmtu-
daginn 11. ágúst frá Lágafells-
kirkju.
NÚ ER elsku amma dáin. Já svona
er víst lífið, við fáum víst ekki að
hafa fólkið okkar hjá okkur eins
lengi og við viljum. Allt tekur enda.
Á svona stundu horfum við til baka
og yljum okkur við minningarnar.
Þær voru margar og góðar. Elsku
amma, þakka þér fyrir allan þann
stuðning, blíðu, og lærdóm sem þú
hefur veitt mér í uppvexti mínum.
Unnustu minni reyndist þú svo góð
og vill hún á þessari stundu þakka
þann kærleika og vinskap sem þú
sýndir henni og fannst henni hún
strax eignast ömmu sína aftur, en
hún lést fyrir nokkrum árum. Þær
áttu svo margt sameiginlegt t.d.
útskurð, listmálun og útsaum. Já
elsku amma, mikið söknum við þín
bæði en við trúum því og vitum
að þú tekur á móti okkur og við
fáum að hitta þig aftur. Þakka þér
fyrir minninguna sem við eigum
og hvíldu í friði í faðmi guðs.
Þormar og Sigrún.
kraftur húsbóndands
nutu sín vel, bæði utan
húss og innan. Síðustu
ar ævinnar átti Þor-
gerður við vanheilsu
að stríða og var henni
mikill styrkur að því
er Vilborg dóttir henn-
ar flutti til hennar með
fjölskyldu sína eftir lát
Þorgeirs. En ekki hefði
mig órað fyrir því að
hún færi svona fljótt
en hún heimsótti okkur
fyrir mánuði, þá ný-
komin frá Noregi eftir
tveggja mánaða dvöl
hjá Jóni syni sínum. En vegir guðs
eru órannsakanlegir og enginn veit
fyrirfram hve langur tími okkur er
gefinn hér.
Tíminn steðjar sem streymi á.
Stýrum í Jesú nafni!
Þótt bátur sé smár og báran há,
þá brosir hans land fyrir stafni.
Þannig er lokaerindi sálmsins
sem vitnað var til í upphafi. Þar
er vikið að birtu og gleði þess lands,
sem við trúum og treystum að nú
sé heimkynni Þorgerðar, í eilífu
ríki Guðs þar sem vorsólin bjarta
sem öllu yljar vermir hvern vanga.
Við hjónin viljum að síðustu
votta ástvinum Þorgerðar innileg-
ustu sámúð okkar.
Ólafur og Jóhanna,
Skeiðháholti.
Hverníg ?
Hvað ?
A AKUREYRI
Skemintilegur
leíkur fyrir alla
sem áhuga hafa
á ljosmyndun
Skráning I sima
96-23520
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
Bg S. HELGAS0N HF
■ STEINSMIÐJA