Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR JÓNASSON + Gunnar Jónas- son fæddist á Fáskrúðsfirði 9. jan- úar 1924. Hann and- aðist í Reykjavík 3. ág'úst síðastliðinn. Gunnar var sonur hjónanna Sigríðar Gunnarsdóttur frá Torfum í Eyjafirði og Jónasar Jónsson- ar frá Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði. Gunnar átti eina hálfsystur, sam- feðra, Oddnýju Jónasdóttur, sem lést 1936, og albróður, Karl Jónasson, sem lést 1983. Auk þess ólst upp með Gunnari sem uppeldissystir systurdóttir hans, Þorgerður Guðjónsdóttir. Gunnar gekk að eiga eftirlif- andi eiginkonu sína, Sigur- björgu Bergkvistsdóttur, frá Sjólyst á Fáskrúðsfirði, 9. jan- úar 1949. Gunnar og Sigur- björg eignuðust fjögur börn, en þau eru: Jóna Gunnarsdótt- ir, sambýlismaður hennar er Agnar Jónsson, þau búa á Fá- skrúðsfirði; Bjarney Gunnars- dóttir, eiginmaður hennar er Sigurður Valgeirsson, þau búa í Keflavík; Hörður Gunnarsson, kvæntur Fannýju Gunnarsdótt- ur og búa þau í Reykjavík, eins og yngsti sonurinn, Helgi Þór Gunnarsson, en kona hans er Guðlaug Halldórsdóttir. Gunn- ar starfaði lengst af fyrir Kaup- félag Fáskrúðsfirðinga, fyrst sem bílstjóri, síðan við almenn innanbúðarstörf, verkstjóri í frystihúsi, útgerðarstjóri og síðast skrifstofumaður. A yngri árum starfaði hann auk þess sem bílstjóri og ökukennari. Útför hans fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag. MIÐVIKUDAGINN h. 3. ágúst bár- ust þær fregnir að Gunnar Jónasson frá Fáskrúðsfirði hefði verið fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík. Síðar sama dag kom sorgarfregnin. Ekkert réðst við heiftarlegar innri blæðingar, Gunn- ar var dáinn. Þótt vitað sé að hann kenndi lasleika að undanfömu sem lýsti sér einkum í slappleika og þolleysi komu endalokin vissulega á óvart. Líklegt er þó að hann einn hafí vitað meira um heilsufar sitt en hann tjáði öðrum, enda voru honum velferðarmál annarra ofar í huga en sín eigin. A uppvaxtarárum Gunnars voru götuheiti og númer ekki skráð í smærri byggðarlögum. íbúðarhús foreldra Gunnars og síðar Gunnars og íjölskyldu heitir Grund. Gunnar var því af kunnugum fremur kennd- ur við húsið heldur en föðumafn. Börn Sigríðar og Jónasar urðu tvö, Karl og Gunnar. Karl var um 10 árum eldri, hann er látinn fyrir allmörgum árum. Sem nábúi Grundarfólksins man ég eftir Gunn- ari allt frá fyrstu tíð minna minn- inga. Málefni fólks í smáum byggð- um eru náskyld og því fremur sem Erfidrykkjur (ilæsileg kiiííi- hlaðlxirð lidlegir Sídir og mjcig «()ð jljÓlllIStiL Ipplýsingar í súiia 2 23 22 FLUGLEIDIR IÍTBL LIFTLIIIIt t.d. samgöngur milli staða eru strjálari. í þá daga var Fáskrúðs- fjörður ekki í vegasam- bandi við aðra fírði og fólk leysti sín mál í rneira mæli innan sveit- ar heldur en nú gerist. Náið samband var milli fjölskyldna okkar sem aldrei bar skugga á. Gunnar fór fljótt að styðja við sitt foreldra- heimili. Eitt var það að ungur að árum og fram eftir aldri hafði hann nokkurn fjárbúskap eins og títt var í þá daga. Þannig háttaði til að skammt var milli fjárhúsa hans og -minna foreldra. Því var samstarf töluvert um þá þætti sem sameiginlegir gátu verið, svo sem göngur, slátrun o.fl. Ekki gleymist heldur hjálpsemi Gunnars við gegningar í okkar fjár- húsum þegar faðir minn var á vetr- arvertíðum og vetrarbyljirnir geis- uðu. Oft var móðir mín fegin að þurfa ekki að búa sig út í hríðina. Þannig var hjálpsemi Gunnars, enda sérlega vinnusamur og hraust- ur. Ungur að árum kynntist Gunnar glæsilegri stúlku frá Fáskrúðsfírði, Sigurbjörgu Bergkvistsdóttur. Þau kynni leiddu til hjónabands og langrar sambúðar. Alla sína bú- skapartíð bjuggu þau í farsælu hjónabandi að Grund á Fáskrúðs- firði. Böm þeirra urðu fjögur, þau eru þessi: Jóna húsmóðir á Fáskrúðsfírði. Sambýlismaður Agnar Jónsson. Jóna á 2 drengi og eina stúlku úr hjónabandi. Bjamey sjúkraliða og húsmóður í Keflavík. Hennar maður er Sigurður Valgeirsson. Þau eiga tvo drengi. Hörður rekstrarstjóri hjá Olíufé- laginu hf. Kona hans er Fanney Gunnarsdóttir kennari og húsmóðir. Þau eiga soninn Gunnar. Yngstur er Helgi Þór. Hann starfar sem bílstjóri. Hans kona er Guðlaug Halldórsdóttir, húsmóðir. Hún vinnur einnig við hjúkrun aldr- aðra. Þau eiga tvo drengi. Sem ungur maður stundaði Gunnar alla þá vinnu sem bauðst. Einkum þó í sambandi við sjó- mennsku eins og títt er í sjávarþorp- um. Á seinni hluta fimmta áratug- arins voru mikil umsvif hjá Tré- smiðju Austurlands. M.a. voru smíðaðir þar nokkrir svokallaðir nýsköpunarbátar. Gunnar vann þar við smíðar um skeið. Fljótlega eign- aðist Trésmiðjan vömbíl og gerðist hann þá bílstjóri hjá fyrirtækinu í nokkur ár. Upp úr 1950 fór Gunnar að starfa hjá Kaupfélagi Fáskrúðs- fírðinga. Fyrst sem vömbílstjóri en síðar við afgreiðslustörf og deildar- stjórn. Árið 1976 tók hann við fram- kvæmdastjóm útgerðardeildar Kaupfélagsins sem m.a. rekur tog- arana Ljósafell og Hoffell. Um fjög- urra ára skeið sinnti hann þessu erilsama starfi með sérlega góðum árangri. í mörg ár var Gunnar í stjórn Kaupfélagsins og stjómarfor- maður í nokkur ár. Að því kom að hann vildi draga úr álagi og ábyrgð, enda færðust árin yfir. Hann sagði því starfi sínu lausu sem útgerðar- stjóri. Ekki settist hann þó í helgan stein en vann áfram á skrifstofu félagsins við ýmis störf og seinustu árin í launadeild. Fljótt skipast veður í lofti. Gunn- ar hefur kvatt í bili, en góðar minn- ingar eru gulli betri. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja góðan vin og um leið sendum við Sigurbjörgu, bömum þeirra, bama- bömum og aðstandendum öllum, innilegar samúðarkveðjur. Ágúst og Erla. ERFIDRYKKJUR ríá P E R L A N sími620200 Ég kynntist Gunnari tengdaföður mínum fyrir um 18 árum og frá fyrstu stundu sá ég að þama fór góður og grandvar maður. Það fór strax vel á með okkur og í gegnum tíðina höfum við átt marg- ar góðar samverustundir, auk margra símtala sem öll byrjuðu á staðgóðri lýsingu á veðrinu og veð- urhorfum. Þegar fylgst var með Gunnari í daglegu lífí fyrir austan tók ég sérstaklega eftir vinnusemi hans og ólýsanlegri snyrtimennsku. Ég get ekki ímyndað mér samvisku- samari mann í vinnu en tengdaföð- ur minn, hann lét alltaf hag vinnu- veitanda sitja í fyrirrúmi, góð sam- vinna var honum hugleikin og Gunnar var einlægur samvinnu- maður í bestu merkingu þess orðs. í raðir starfsmanna Kaupfélags Fáskrúðsfírðinga hefur myndast stórt skarð sem erfítt verður að brúa. Gamli tíminn og horfnir starfs- hættir voru Gunnari ofarlega í huga, hann hafði upplifað miklar breytingar á lifnaðarháttum og lífs- gildum fólks. Hann mundi vel eftir gömlu verklagi og hafði gaman af að ræða þessar breytingar og hvað við sem lifum og störfum í dag getum lært af lífsmáta og hugsun- arhætti eldri kynslóða. Það leitaði einnig mjög á huga Gunnars ýmis óskýrð fyrirbæri í náttúrunni, svo sem máttur steina, merking drauma og óhefðbundnar lækningaaðferðir. Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir fólk á Gunnars aldri sem er eins opið og leitandi í þessum málum og hann var. Sterk átthagabönd bundu Gunn- ar við Fáskrúðsfjörð, þar fæddist hann, ólst upp, starfaði og bjó allan sinn búskap. Hvergi leið honum betur en á Grund, sem er gamall franskur spítali frá dögum franskra sjómanna á Fáskrúðsfírði. Foreldr- ar hans keyptu húsið af franska ríkinu og þar bjó Gunnar allt sitt líf, ef frá eru teknir fyrstu sex mánuðimir. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim breytingum sem Grundarhúsið hefur tekið síðustu árin. Þau hjónin hafa verið óþreyt- andi í að endurbæta húsið, bæði að utan og innan og ekki má gleyma lóðinni sem haldið hefur verið við af stakri natni og ber Grand gott vitni vinnusemi og óþijótandi áhuga þeirra á að bæta og fegra þetta gamla og fallega hús. Ég efast ekki um að þeir sem skilað hafa eins góðu dagsverki hér á jörðinni og Gunnar fái góðar móttökur á öðram tilverastigum. Hann var sannfærður um líf eftir dauðann og oft taldi hann sig hafa fengið sannanir þess. Ég kveð hér með þessum fáu orðum kæran tengdaföður minn og þakka honum fyrir alla þá umhyggju sem hann sýndi okkur Herði og Gunnari nafna sínum alla tíð. Fanný Gunnarsdóttir. Nú hallar degi svo hægt og rótt og húmið læðist um sumarnótt. íjólumar glitra, fíflamir titra, en jallgolan þýtur um nátthvolfín blá. Döggin hún fellur á dimmgræn strá. Draumblærinn andar á lukta brá. (Freysteinn Gunnarsson.) í dag verður til moldar borinn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju Gunnar Jónasson fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupfélags Fáskrúðsfirð- inga og starfsmaður þess félags samfellt frá því um 1950 til dauða- dags. Gunnar var ávallt kenndur við íbúðarhúsið Grund á Fáskrúðsfirði þar sem hann átti heimili sitt nær alla ævi. Grund var byggð 1897 af Frökkum sem sjúkrahús og einnig var kapella reist fast við vesturgafl hússins. Foreldrar Gunnars, Sigríður Gunnarsdóttir frá Torfum í Eyjafirði og Jónas Jónsson sem fæddur var á Gests- stöðum í Fáskrúðsfírði, keyptu Grund af franska ríkinu skömmu eftir fæðingu Gunnars. Sigríður var seinni kona Jónas- ar, en áður var hann kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur frá Bakkagerði í Stöðvarfirði og eign- aðist eina dóttur, Oddnýju. Arið 1936 lést Oddný og var þá dóttir hennar Þorgerður Guðjónsdóttir tekin í fóstur að Grund. Gunnar var yngri sonur hjónanna á Grund, en 8. janúar 1914 eignuðust þau soninn Karl. Gunnar missir föður sinn 16 ára gamall, en heldur heimili með móð- ur sinni, bróður og fóstursystur. Þegar hann stofnar sitt eigið heim- ili býr hann á neðri hæðinni á Grund, en móðir hans og Karl á þeirri efri. Karl var síðan til heimil- is hjá Gunnari eftir að Sigríður lést, til dauðadags 18. maí 1983. Við fráfall Gunnars streyma fram í hugann ljúfar minningar um náinn samstarfsmann, vin og ná- granna. Með honum er genginn eftirminnilegur persónuleiki, sem öllum þótti vænt um er honum kynntust. Gunnar var einlægur samvinnu- og félagshyggjumaður, sem taldi það mikla gæfu fyrir hvert byggðarlag að eiga öflugt samvinnufélag. Gunnar naut ekki mikillar skóla- göngu, en með fjölbreyttum störf- um sínum hafði hann aflað sér þekkingar á mörgum sviðum. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á land- búnaði og kindur hafði hann áram saman. Hann fór ungur á vertíðir bæði til Vestmannaeyja og Akra- ness, var bæði landmaður og á sjón- um. Þá vann hann um tfma við tré- smíðar hjá Einari Sigurðssyni í Odda á Fáskrúðsfírði. Gunnar kom til starfa hjá Kaup- félagi Fáskrúðsfírðinga um 1950 eins og fyrr er getið. Hann starfaði fyrst við verslun félagsins, því næst sem vörabílstjóri, sláturhússtjóri og verkstjóri við frystihúsið. Um 1973 hóf hann störf á skrifstofu kaupfé- lagsins. Árin 1976-1982 var hann útgeðarstjóri skuttogaranna Ljósa- fells og Hoffells og síðustu árin vann hann við launabókhald félags- ins. Hann sat í stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfírðinga 1970-1991 og var formaður stjórnar 1975-1986. Auk þess átti hann sæti í stjómum dótturfyrirtækja kaupfélagsins, Hvalbaks hf. 1977-1978 og Hrað- frystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. 1978-1979. Gunnar helgaði því Kaupfélagi Fáskrúðsfírðinga starfskrafta sína um 45 ára skeið og hefur sinnt fjöl- breyttari störfum innan þess en nokkur annar. Það er óhætt að segja að fyrir utan hans heimili og fjölskyldu hafi Kaupfélag Fáskrúðs- fírðinga verið hans hjartans áhuga- mál. Gunnar vann öll sín störf af mikl- um dugnaði, samviskusemi og heiðarleika, og ávann sér traust þeirra sem með honum störfuðu eða áttu við hann samskipti. Hann var mjög hjálpsamur og greiðvikinn og eru þeir ófáir sem leitað hafa til hans um dagana og notið velvilja hans. í einkalífí sínu var Gunnar mik- ill gæfumaður, sem átti fallegt og hamingjuríkt heimili. Hann kvænt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- urbjörgu Bergkvistsdóttur 9. janúar 1949. Þau eignuðust fjögur mann- vænleg böm, sem öll hafa stofnað sín heimili, barnabörnin era átta og bamabarnabörnin tvö. Gunnar og Sigurbjörg hafa verið einstaklega samhent um dagana við að gera fallegt og vistlegt í kringum sig og vekur Grund og umhverfi þess athygli fólks fyrir fádæma snyrtimennsku. Hjónin höfðu mikla ánægju af því að taka á móti gest- um og minnist ég margra gleði- stundanna með þeim á Grand. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga færa fram þakkir til hins látna vinar fyr- ir ómetanleg störf hans í þágu fé- lagsins og fyrir samstarfið góða sem við höfum átt í gegnum tíðina. Við Sigrún og börn okkar þökk- um persónuleg kynni og vottum Sigurbjörgu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Gunnars Jónassonar. Gísli Jónatansson. Látinn er Gunnar Jónasson, ná- granni frá æskuáram mínum. í byggðarlagi sem okkar er hver ein- staklingur hluti af tilveru manns, og þar var Gunnar einn af fram- vörðunum, vinnusamur, virtur og hjálplegur. Gunnar bjó að Grund í Búða- kauptúni, og í daglegu tali var hann kenndur við heimili sitt. Reisn hefur ætíð fylgt því nafni og svo var þar, ekki síður. Faðir hans hafði keypt kapellu franskra sjómanna og gert sér þar bústað. Þar varð seinna heimili Gunnars og fjölskyldu hans. Gunnar vann alla tíð að endumýjun þessa húss og söfnun minja þess og sögu, svo að mikill sómi er af. Segja má að með þessu framtaki hafí þeir feðgar unnið að einu dýrmætasta minnismerki þeirra er áður fyrr reru til fískjar, fjarri löndum sínum, og komu sér upp aðstöðu til þeirra andlegu og veraldlegu nauðsynja sem þurfti. * Gunnar kvæntist Sigurbjörgu Bergkvistsdóttur og áttu þau fjögur böm, Jónu, Bjamey, Hörð og Helga, samferðafólk mitt og enn mína bestu vini. Svo var á heimili þeirra, að þar vár ég, sem á mínu væri og saman eigum við margar góðar minningar. Ekki síst úr heyskapn- um, en ógleymanlegar era þær stundir, sem við veltumst saman þar. Gunnar var samvinnumaður í orði og verki, og til síðasta dags helgaði hann Kaupfélagi Fáskrúðs- firðinga og fyrirtækjum þess starf sitt. Lengst af hraðfrystihúsinu, við verkstjórn þess, og síðar stjómun útgerðarinnar. I seinni tíð, eftir að starfsorka hans skyndilega þvarr, vann hann við skrifstofustörf. Auk þessa sat hann í stjórn Kaupfélags- ins svo lengi sem ég man. Störf Gunnars einkenndust mjög af þeirri vandvirkni, snyrtimennsku og gætni, sem hjá honum gat alls stað- ar að líta, og ekki var lengd vinnu- dagsins stjómað af klukkunni, held- ur þeim verkefnum sem fyrir lágu. Trúi ég að stundum hafí næturhvíld hans hafi verið naum. Með atvinnu sinni stundaði Gunnar, framan af, lítils háttar fjár- búskap. Þetta kallast líklega „hobbýbúskapur" í dag. En Gunnar var af þeirri kynslóð, er menn hugs- uðu fyrst og fremst um að eiga nóg, fyrir sig og sína. Oftar en ekki var hann í forystu þeirra er slíkan búskap höfðu. Ljóst sá mað- ur þar þá ánægju, sem hann hafði af dýram og þá virðingu sem hann sýndi þeim og náttúra okkar al- mennt og þar gat, svo af bar, að líta þá snyrtimennsku og reisn, sem Gunnari fylgdi alla tíð. Gleggst sá maður þarna, þótt Gunnar hafi í fasi verið alvörugefinn maður, og oft þegar naumur var tíminn, hvers konar glettni og glaðlyndi Gunnar bjó yfír. Tvívegis barðist Gunnar við veik- indi, sem sumir komust ekki yfír. Ekki hugsar maður til lífshlaups hans, svo að upp komi í huganum hversu hetjulega og með hjálp læknavísinda hann vann á krabba- meini og hjartasjúkdómi, þar var harka hans og viljastyrkur ljós. Þótt víst sé að enginn veit sinn næturstað fyrirfram og sjaldnast eru menn ferðbúnir þegar almættið kallar, hugsa ég að frekar hafí hann búist við slíku þá en nú. Um leið og ég minnist góðs vin- ar, votta ég Sigurbjörgu og fjöl- skyldu þeirra samúð mína. Ég kveð Gunnar Jónasson með virðingu. Guðmundur Karl. í dag er jarðsettur frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju heiðursmaðurinn Gunnar Jónasson. í litlum byggðar- lögum eins og Búðakauptúni í Fá- skrúðsfírði koma sérkenni manna betur í ljós, menn hverfa síður í flöldann. Gunnar var einn af þeim mönnum sem ég tók strax eftir þegar ég flutti til Fáskrúðsfjarðar 1974. Kunningsskapur myndaðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.