Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 48
 HEWLETT PACKARD Hvl HPÁ ISLANDI HF Höfðabakka 9. Reykjavík. sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK GSM-farsímar Þrjú fyrir- tæki sam- einast um innflutning ÞRÍR innflytjendur farsíma, Há- tækni hf., Nýherji hf. og Radiomiðun hf., hafa stofnað fyrirtækið íslensk ljarskipti hf. til að annast innkaup á farsímum. Fyrirtækin þijú, sem hafa verið framarlega á tölvu- og fjarskiptasviðinu, snúa nú bökum saman í þessum innflutningi í því augnamiði að ná hagkvæmara inn- kaupsverði. íslensk fjarskipti hf. munu í upp- hafi eingöngu sjá um innkaup á far- símum í GSM-kerfinu sem tekið verður í notkun nú um miðjan mán- uðinn. GSM-farsímarnir sem fyrir- tækið býður kosta nú á bilinu 49.000 til 119.000 krónur, en stærð þeirra, geta rafhlöðunnar og ýmsir notkun- armöguleikar ráða einkum verðinu. Fyrirtækið mun sjá um innkaup á farsímum og tengdum búnaði frá ekki færri en sjö framleiðendum, að sögn forráðamanna þess. ■ Farsímainnflytjendur/3B Hraðakstur Ók á 168 kílómetra hraða ÖKUMAÐUR var sviptur öku- leyfi eftir að til hans náðist á 168 km hraða í Kolbeinsstaða- hreppi síðdegis í gær. Þegar lögreglan innti mann- inn eftir ástæðu ofsaakstursins bar hann því einu við að hann hefði þurft að flýta sér. Umferð var að öðru leyti róleg á þessum slóðum og eng- inn ökumaður komst nálægt því að mælast á sama ofsahrað- anum og sá tímabundni, að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi. Morgunblaðið/Þorkell Dufl dreg- ið upp úr Norðfirði GULLFAXI, dragnótabátur frá Neskaupstað, fékk dufl í veiðar- færi sín þegar þau voru hífð í Norð- firðinum í gær. Landhelgisgæsl- unni var tilkynnt um atburðinn, eins og venja er í tilfellum sem þessu. Tveir sprengjusérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar, þeir Ingvar Kristjánsson og Sigurður Ásgrímsson, héldu til Neskaups- staðar í gærkvöldi. Ætlunin var að gera duflið óvirkt, en það er ýmist gert með því að fjarlægja púðurhleðsluna og brenna hana, eða með því að fara með duflið á afvikinn stað og sprengja það í loft upp. Talið er að duflið sé frá árum heimstyijaldarinnar síðari. Neyðarþjónusta við togara á Svalbarðamiðum LÍÚ ræðir þörfina fyrir aðstoðarskip Stálbitar klipptir með skærum STARFSMENN við brotajárns- vinnslu Furu hf. tóku nýverið í notkun sérstök skæri til að vinna á þungajárni á verk- smiðjulóð stálverksmiðjunnar í Hafnarfirði. Er skærunum komið fyrir framan á bómu á beltagröfu, sem nýlega var komið fyrir á svæðinu. Belta- grafan var áður notuð við gijótmokstur vegna fram- kvæmda við Blönduvirkjun. Er þar um að ræða tæplega sjötíu tonna flykki, að sögn Sveins Magnússonar starfs- manns hjá Furu. Járnskærin geta klippt sundur allt að tíu sentimetra þykka stálöxla og annað samsvarandi efni. Þau eru því hið mesta þarfaþing við brotajárnsvinnslu Furu hf. Að sögn Sveins hefur notkun svona búnaðar til að búta niður járn ekki áður verið reynd hér á landi. RÆTT verður hjá Landssambandi íslenzkra útvegsmanna í dag hvort óska beri eftir því við ríkisstjórnina að hún sendi skip til að sinna neyð- ar- og öryggisþjónustu við íslenzka togara á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða. Kristján Ragnarsson, formaður LIU, segir þó að ekkert hafi komið fram, sem bendi til að Norðmenn muni ekki koma til hjálp- ar, bjáti eitthvað á hjá íslenzku skipunum. „Það hefur ekki verið leitað eftir því formlega við samtökin að óskað verði eftir þessu,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Það er hins vegar æskilegt að til staðar geti verið svona þjónusta, og að hið opinbera sendi þá skip sem gæti orðið til aðstoðar ef eitthvað kæmi upp á.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að hann væri tilbúinn að ræða að varðskip yrði sent á Svalbarðamið til að sinna öryggis- og neyðarþjónustu. Ef slíkt yrði tekið upp við sjávarútvegsráðuneyt- ið yrði málið skoðað. Um þetta sagði Kristján Ragnarsson að það yrði rætt í dag hvort LÍÚ ætti að óska eftir því við ríkisstjómina að aðstoð- arskip yrði sent. Ekkert sem bendir til að Norðmenn hjálpi ekki Aðspurður hvort hann teldi ástæðu til að taka undir þau orð sumra útvegsmanna og skipstjóra að ekki sé á Norðmenn að treysta, ef neyðartilfelli kemur upp hjá ís- lenzkum skipum á Svalbarða, sagði Kristján að ekkert hefði komið fram, sem benti til slíks. „Norð- menn flugu þyrluflug fyrir íslenzk skip að minnsta kosti tvisvar í fýrra og það er engin ástæða til að ætla að þeir myndu ekki bregðast þann- ig við aftur,“ sagði hann. Kristján sagði ekki koma til greina að LÍÚ sem slíkt leigði skip til að vera íslenzka flotanum á Sval- barðamiðum til aðstoðar. Aðeins væri um að ræða fáar útgerðir og heildarsamtök útvegsmanna myndu ekki leggja út í kostnað þeirra vegna. Rússlandsför frestað vegna Smuguveiða? RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið hefur ritað varahéraðsstjóranum í Múrmansk í Rússlandi bréf þar sem ráðuneytið óskar skýringa á því af hverju ekki hefur enn orðið af fyrirhugaðri ferð nokkurra for- ystumanna í sveitarstjórnum og íslensku viðskiptalífi til Múrmansk. Ráðuneytið bíður nú eftir svari frá Múrmansk. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Gunnari Gunnarssyni, sendiherra í Moskvu. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar eftir að blaðið fékk stað- fest hér heima, að ákveðið hefði verið að fresta ferðinni, en sam- kvæmt heimildum blaðsins var þetta gert vegna andstöðu íbúa í Múrmansk við Smuguveiðar Is- iendinga. Ekki náðist í rússneska sendiherrann á íslandi til að bera þær upplýsingar undir hann, þar sem hanh er á ferðalagi í útlöndum. í byrjun júní fékk sendiherra Rússlands á íslandi boð frá Múr- mansk um að þar væri áhugi á að fá hóp manna frá íslandi til að ræða við þá um viðskipti. Sendi- herrann hafði samband við Út- flutningsráð íslands sem hafði for: ystu um að skipuleggja ferðina. í ferðina ætluðu að fara sveitar- stjórnarmenn frá Akureyri og Húsavík, maður frá Reykjavíkur- höfn, auk forystumanna úr ís- lensku viðskiptalífi. M.a. ætluðu verktakar að fara í ferðina með það í huga að kanna möguleika á að byggja hús, vegi eða brýr í Múrmansk og nágrenni. Menn frá Akureyri hafa farið til Múrmansk áður og hafa verið að undirbúa að ná viðskiptum við Rússa um við- gerðir á skipum og þjónustu við skip. í ferðinni ætluðu þeir að halda áfram að treysta þessi viðskipta- bönd, auk þess sem þeir ætluðu að skoða flotkví. Alls hugðust 12 menn fara í þessa ferð. Undirbúningur ferðarinnar fór eðlilega af stað, en síðan virtist sem áhugi manna í Múrmansk á því að fá íslendingana í heimsókn dvínaði. Þeir hættu m.a. að svara bréfum. Þegar málið var kannað fengust þau svör m.a. frá embættismanni í utanríkisráðuneytinu í Moskvu að áhugi á málinu hefði dvínað vegna veiða íslenskra skipa í Smugunni. Þegar þetta lá fyrir tók Útflutnings- ráð þá ákvörðun að fresta ferðinni um a.m.k. mánuð. Á næstu vikum verður látið á það reyna hvort enn er einhver áhugi í Múrmansk á því að fá íslendinga í heimsókn til að ræða við þá um viðskipti. . .. • ........................................................ ...**** W&M gg ’i í_V. ij SrfmtfoMÍíiSifiBiiðllíSwÍMÉfiBfiMBÍBBBS ■■ Morgunblaðið/Haraldur A. Einarsson Hafskip langvíunnar ÞÆR SÁTU tignarlegar á rekaviðardrumbi þessar sjö lang- víur um 50 mílur norður af Horni, er rannsóknaskipið Dröfn sigldi hjá. Á sjónum til vinstri er lundi á sundi og fýll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.