Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tveir frétta- haukar í ham KVIKMYNPIR Bíóborgin ÉG ELSKA HASAR (I LOVE TROUBLE) ★ ★ '/2 Leikstjóri og handritshöfundur Charles Shyer. Aðalleikendur Nick Nolte, Julia Roberts, Saul Rubinek, James Rebhorn, Robert Loggia, Marsha Mason. Bandarisk. Touc- hstone 1994. BRACKETT (Nick Nolte) er afar vinsæll og mikilsmetinn blaðamaður sem orðinn er dálka- höfundur hjá The Chicago Chronicle. Lýðhylli hans er ekki hvað síst meðal kvenfólksins, og veit hann vel af því. Hjá aðalkeppi- nautnum, The Chicago Globe, starfar hin unga, glæsta og metn- aðarfulla Peterson (Julia Roberts) og fyrir tilviljun tvinnast leiðir þeirra saman er þau vinna bæði að sama málinu. I fyrstu virðist ekki um stórfrétt að ræða; járn- brautarvagn fer útaf sporinu með þeim afleiðingum að nokkrir far- þegar bíða bana.En það reynist maðkur í mysunni og fréttahauk- amir, Brackett og Peterson, kepp- ast, við að slá hvort annað út á forsíðum blaða sinna. En fyrr en varir reynist maðkurinn lífshættu- legur. Hér er fetað í fótspor róman- tískra gamanmynda sem nutu hvað mestra vinsælda í kringum miðja öldina, þökk sé stjömum á borð við Spencer Tracy og Kathar- ine Hepburn og handritshöfundum og leikstjómm eins og Garson Kanin og George Cukor. Reynt að hressa uppá blönduna með spennumyndarívafi, æsilegum elt- ingaleikjum og fínum áhættuatrið- um. Þessi samsetningur er nýstár- legur kvikmyndahúsgestum í dag þar sem samband söguhetjanna einkennist tii að byija með af ein- skærri óvild og gagnkvæmum svikum og prettum harðsnúinna keppinauta sem hugsa um það eitt að verða á undan með frétt- ina. Semja síðan vopnahlé er harðna tekur á dalnum og byssu- kúlum fer að rigna - þó svo þau sitji á svikráðum fram í rauðan dauðann. Og ástin grípur um sig. Þau standa sig bæði með prýði, Nolte og Roberts, halda myndinni gangandi og gera persónunum ágæt skil, Peterson reyndar ekki mjög trúverðugur fréttahaukur. Nolte þó orðinn í það rosknasta fyrir pilsajagarahlutverkið, alla- vega við hliðina á Roberts, þessari listasmíði Guðs (og manna). Tals- vert skortir á að hægt sé að bera þau saman við leikara af stærðar- gráðu Tracy/Hepburn, það vantar þetta fína, blæbrigðaríka samspil og erótísku spennu sem jafnan lá í loftinu er þau leiddu saman hesta sína. Leikstjórnin er bærileg hjá Charles Shyer, sem á nokkrar þokkalegar miðlungsmyndir að baki (Baby Boom, Father of the Bride) og a.m.k. eitt, bráðfýndið handrit (Private Benjamirí). En það er handritið sem gerir að verk- um að Ég elska hasar fær ekki glimrandi þrjár stjömur, þó margt hijóti gott útúr söguhetjunum og þær lendi í nokkrum virkilega smellnum kringumstæðum (eink- um í Las Vegas) þá vantar sitt- hvað uppá það fágaða yfirborð, orðheppni og tímasetningu sem var fyrirmyndum Ég elska hasar svo eðlislægt. Stærsti galli þess er þó lengdin, það er orðin árátta hjá kvikmyndagerðarmönnum vestra í dag að teygja lopann ein- sog hægt er, vonandi fara þeir að venja sig af þessum ávana. Sæbjörn Valdimarsson KONUNG- URINN... MYNPLIST Listmunahús Ofcigs LEIRLIST Rósanna Ingólfsdóttir. Opið kl. 10-18 rúmhelga daga, 10-14 laugardaga, lokað sunnudaga. Til 21. ágúst. Að- gangur ókeypis. í LISTHÚSI Ófeigs fyrir ofan Mokka á Skólavörðustíg sýnir ung leirlistarkona, Rósanna Ingólfs- dóttir, nokkur verk sín. Eitt meg- instef er ráðandi á sýningunni, sem er ævintýri úr fortíð um kóng- inn, drottninguna og ríkið. Annars kennir margra grasa og auðséð er að hér er á ferð listspíra sem er að þreifa fyrir sér og leitar fanga víða að, notar margvíslegar tegundir af gleijungum og brennir leirinn á ýmsan hátt. Að sjálfsögðu eru þetta alveg hárrétt viðhorf, því um er að gera að kynna sér sem mest af vettvanginum á með- an maður er ungur, og rannsaka hina fjölþættustu möguleika. Svo er þetta ólíkt svipmeira en þegar ungir listamenn koma fram með sýningar sem eru svo samstæðar og einhæfar, að líkast er sem við- komandi séu að enda listferil sinn, en mun síður að hefja hann. Af skreytingunum á leirmunun- um, og þá einkum seríunni af kónginum og drottningunni, má ráða, að teikningin er ekki sterk- asta hlið hinnar ungu listakonu. Útfærslan er eitthvað svo þoku- kennd og ósannfærandi, en hins vegar nýtur skreytingin sín mun betur á nokkrum skálum og kert- astjökum á borði. En það sem ótvírætt bendir til hæfíleika hjá Rósönnu eru öðru fremur munir þar sem áherslan er lögð á fornt yfirbragð, eins og ýmis skrín og skálar. Því minni sem skreytingin er, þeim mun meiri alúð virðist hún leggja í sjálfa mótun hlutanna og ein mik- il ryðbrún skál á gólfi er mér minn- isstæðust á meðan ég er að pikka þessar línur á lyklaborðið. Skálin er einhvernveginn svo sjálfstæð og sterk í sinni einföldu lögun, og frá henni stafar ein- hveiju upprunalegu og máttugu sem höfðar til skoðandans. Bragi Ásgeirsson „Who is afraid of red yellow and a Mouse“ , Olía á léreft, 1994. SPURULIR PENSLAR MYNPLIST L i s t h ú s MÁLVERK Daði Guðbjömsson, Opið rúmhelga daga frá 10-18, laugardaga 10-:16. Lokað sunnudaga. Sumarsýning. Aðgangur ókeypis. DAÐI Guðbjörnsson er umsvifa- mikill málari, sem mikið ber á í listhúsum borgarinnar og víða tek- ur þátt í sýningum. Nýlega tók hann þátt í sýningu í virðulegu listhúsi í London „The Gallery in Cork Street“ ásamt þeim Helga Þorgils og Sigurði Árna Sigurðs- syni, og skal vonað að sýningunni hafi verið vel tekið, en af því hef ég litlar spurnir. Listhús í Laugardal hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að hafa sumarsýningar og ríður Daði í vaðið með sýningu á málverkum og vatnslitamyndum. Sjálfum sýn- ingarsalnum hefur verið breytt og sannast sagna er hann nú mun risminni og eiginlega ekki nema rúmgott skot inn af verzluninni. Öll dagsbirta er útilok'’ð en stöðluð gervilýsing virkjuð á fullu, en seint verður sagt, að fyrir vikið njóti myndverk sín betur á veggjunum. Það eru 28 verk á sýningunni, þar á meðal nokkur sem voru á áðurnefndri sýningu, og skiptast þau í málverk og vatnslitamyndir. Myndheimur Daða hefur ekki tekið umtalsverðum stakkaskipt- um hin síðari ár og trúlega há hin miklu afköst honum, þannig að minni tími gefst til að staldra við, líta til baka, og hugleiða sinn gang. Myndferlið einkennist sem fyrr af hneigð til hins skreyti- kennda og rómantíska, og um leið er það ekki svo lítið ástleitið. And- lit spretta fram hér og þar á ólík- legustu stöðum, og nekt konunnar opinberast á ýmsa kíminleita vegu, þó er aldrei farið út fyrir ramma siðgæðisins. Daði gefur gjarnan viðteknum hefðum langt nef og það er jafnan stutt í krúsidúllurnar í myndum hans svo og opinskáa launkímni, en þetta er borið uppi af ríkri til- finningu fyrir nútímanum og yfir- borðslegum fyrirbærum í umhverfí okkar. Þannig séð er hann ágæt- lega meðvitaður um rafmagnið og alla ofurtæknina allt um kring og ljósgjafínn er honum stöðugt um- hugsunarefni eins og vera ber um málara. Bestu eiginleikar Daða að mínu mati eru hin mýkri gildi lita og forma, en honum hættir mjög að ofnota hörð, hrá og hvell form á móti þeim og sundra þarmeð myndbyggingunni. Vatnslitamyndirnar hugnuðust mér best, einkum þar sem viðvæm tónun blæbrigða fær að njóta sín eins og t.d. „Blóm í myndinni" (7), „Sólarmegin" (10) og „Al- heimsskór“ (12). Af málverkunum er myndin „Geo Rose“ (20) næst slíkum vinnubrögðum og áhugaverðust að mínu mati. Bragi Ásgeirsson Söngur og gítarleikur TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ó I a f s s o n a r SÖNGTÓNLEIKAR Ingibjörg Guðjónsdóttir og Páll Eyj- ólfsson. Islensk og katalónsk þjóðlög og söngverk eftir Dowland, Mozart, de Falla, Granados og Þorkel Sigur- björnsson. Þriðjudagurinn 9. ágúst, 1994. EINSÖNGUR með gítarundir- leik er eins konar andsvar við þeirri venju að píanóið sé alls ráð- andi í samleik við söngvara. Til þess að slík breyting falli vel sam- an við tónlistina, þarf nauðsynlega að velja söngverk sem í raun eru sérstaklega samin fyir þessa skip- an. Að umrita píanóundirleik fyrir gítar getur heppnast. í flestum tilfellum þarf að gera þar á mikil- vægar breytingar, sem laginn út- setjari eða höfundur píanógerðar- innar þarf að leggja til, svo vel fari. Tónleikarnir hófust á ísl. þjóð- lagi við Móðir mín í kví, kví, í útsetningu Eyþórs Þorlákssonar gítarleikara. Útsetningin sjálf, þ.e. hljómskipan og raddferli, var mjög einföld og féll vel að laginu, sem Ingibjörg söng af innileik. Gítarút- færslan á Vísum Vatnsenda-Rósu féll hins vegar ekki vel að laginu og þar var umritunin, sem líklega er gerð af Páli, einum of bundinn við píanógerð undirleiksins, svo að þar var ekki jafnræði í samleik söngs og undirleiks, þar sem und- irleikurinn hélt ekki í við ágætan söng Ingibjargar. Þijú lög eftir lútusnillinginn Dowland voru mjög vel flutt og var söngur Ingibjargar sérlega glæsilegur í einni af frægustu söngperlum Dowlands, Come aga- in, sweet love. Þijú lög eftir Moz- art, þar sem umritunin fyrir gítar heppnaðist nokkuð vel, voru næst á efnisskránni og voru þau vel flutt, sérlega þó síðasta lagið, Se- hnssucht nach dem Friihling (Nú tjaldar foldin fríða), sem Ingibjörg náði að gæða fágætum þokka og innileik. Reyndar var þokkafullur og innilegur flutningur einkennandi fyrir alla tónleikana og sama má segja um frumflutning á ágætu lagi eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Musik, við kvæði eftir Rilke. Lag- ið er um margt ólíkt því sem Þor- kell hefur áður samið, þar sem fallega mótuð tónlínan lifir með textanum og er ekki snúin upp í sjálfstæðan stefjaleik, sem oft vill verða fráhverfur textanum. Þá var söngur Ingibjargar einstaklega vel mótaður og sömuleiðis leikur gít- aristans, sem í öðrum lögum hætti til að vera of varfærinn. Þijú falleg katalónsk þjóðlög í ágætri útsetningu Eyþórs Þorláks- sonar voru næst á efnisskránni. Eins og fyrr segir, blómstrar í söng Ingibjargar innileiki og þokki, sem naut sín vel í spönsku lögunum, en það vantar þó að þessi lög væru sungin af þeirri ástríðu eða trega, sem Spánveijar eru þekktir fyrir. Tvö lög eftir de Falla, Nana (Vögguljóð) og það fræga lag E1 pano moruno (Mára- klæðið) og La maja dolorosa I , eftir Granados, voru einstaklega vel flutt. Við söng Ingibjargar á þremur La maja dolorosa lögum, eftir Granados, rifjaðist það upp, að Granados fórst í upphafí seinni heimsstyijaldarinnar. Hann var að koma frá Bandaríkjunum með far- þegaskipinu Sussex, er Þjóðveijar sökktu því rétt undan ströndum Englands og er sagt, að Granados hafi drukknað er hann reyndi að bjarga eiginkonu sinni. Tónleikun- um lauk með glaðlegri „tónadillu“, E1 tra-la-la y et punteado, eftir Granados, sem Ingibjörg lék og söng afar fallega. Það er töluverður vandi að stilla röddina við lágværan gítarinn, en það tókst Ingibjörgu mjög vel, en Páll hefði mátt hafa sig meira í frammi, sérstaklega í spönsku lög- unum, þó honum tækist oft að laða fram fallega mótaðar tón- hendingar. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.